Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 19 Kristinn Kjartansson yfirmatreiAslumaður við eitt þorratrogra Naustsins. Myndir. Kmiiía. Jóhann Bragason, matreiðslumaður, Herbert Sigurjónsson matreiðslunemi og Kristinn Kjart- ansson yfirmatreiðsiumaður i svokailaðri „borrageymslu“ Naustsins. bar hefur maturinn legið i súr siðan i október. Þorratrog, dansleik- ir og skemmtikraftar VEITINGAHÚSIÐ Naustið mun, eins og undanfarin 22 ár, bjóða gestum sínum upp á þorramat næsta mánuðinn, borramánuðinn. Maturinn er borinn fram á trogum og samanstendur af sviðum, smjöri, hákarii, blóðmör, rúg- brauði, flatkökum, hangikjöti, rófustöppu, sviðasultu, iunda- böggum, bringukoilum, hrúts- pungum, seishreifum og reykt- um magaáli. Að þessu sinni kostar þorra- maturinn 135 kr. fyrir mann- inn en hver skammtur er ótak- markaður. Matreiðslumenn Naustsins hafa sjálfir útbúið allan matinn undir stjórn Kristins Kjartans- sonar, yfirmatreiðslumanns. „Þorratrogið er útbúið á sama hátt og áður nema hvað petta er í fyrsta sinn sem við höfum reyktan magaál á boðstólum," sagði Kristinn. „Við hófum undirbúninginn í Naustið heldur upp á þorrann í 23. sinn október sl. Þá var maturinn soðinn og snyrtur til eftir soðn- ingu. Síðan var hann settur í mjólkur- og ediksýru. Ýmislegt fleira var líka gert við matinn sem við gefum ekki upp. En hann hefur allan timann verið undir ströngu gæðaeftirliti og reglulega hefur verið skipt um sýru.“ 25. ára yfir- matreiðslumaður Eins og kunnugt er tók Krist- inn við starfi yfirmatreiðslu- manns á Naustinu 1. október sl. Hann er aðeins 25 ára að aldri og lærði matreiðslu á Naustinu á sínum tíma. „Ég kann vel við mig í þessu starfi," sagði Kristinn. „Það er spennandi að fást við svo ábyrgðarmikið hlutverk sem starf yfirmatreiðslumanns á Naustinu er.“ Kristinn sagði að þorrinn legðist vel í hann og annað starfsfólk á Naustinu. Sama fólkið kemur hingað í þorramat ár eftir ár, það vill meira að segja gjarnan sitja alltaf á sama staðnum. Við höfum trú á því að hér verði sama lífið og fjörið og hefur verið á þorranum undanfarin ár.“ Ýmislegt verður til skemmt- unar fyrir gesti á Naustinu næsta mánuðinn. Föstudaga og laugardaga verður húsið opið til kl. 1 eftir miðnætti og verða þá dansleikir. Einnig er gert ráð fyrir að ýmsir skemmtikraftar komi þar fram og verður það auglýst hverju sinni. Umsjónarmenn í skól- um ræddu orkusparnað Orkusparnaður i skólum var stór liður i fundi, sem fræðslu- stjórn i Reykjavik efndi til með húsumsjónarmönnum i skólum i samrekstri rikisins og Reykja- vikurborgar. Kom þar m.a. fram að raforkukostnaður við skóla- hús i eigu borgarsjóðs muni nema 300 millj. króna á þessu ári og hitunarkostnaður um 200 milljónir, og að ákafiega mikill munur er á orkunotkun. En einnig að átak til sparnaðar hefur verið gert og dregið hefur t.d. verulega úr vatnsnotkun til hitunar skóla Reykjavíkurborgar eftir 1974. Á árinu 1979 eru 14 skólar með minni orkunotkun til hitunar en 1,8 tonn í kubiksmetra, sem er talin eðlileg eyðsla sam- kvæmt útreikningum. Fræðslu- skrifstofan hefur um árabil tekið saman skýrslu um notkunina í einstökum skólum. Fyrsta fundardaginn ræddi Björn Friðfinnsson um orkusparn- að í rekstri skólahúsnæðis. Taldi hann að spara mætti verulega rafmagn með því að takmarka ljósmagn (forðast yfirlýsingu), hanna rafkerfi þannig að stjórna mætti ljósmagni miðað við notkun t.d. á göngum og hafa ekki logandi ljós í skólunum nema þar sem þess væri þörf hverju sinni. Sama væri um rafmagnsmótora og dælur, að sjá til að þau væri ekki í gangi allan sólarhringinn, þar sem þess þyrfti ekki. Einnig hvað hann að spara mætti verulega heitt vatn með meiri og fullkomnari stýri- búnaði. Guðmundur Halldórsson verkfræðingur flutti erindi seinni daginn um stjórnun loftræsti- og hitakerfa, almennan rekstur og viðhald. Eru upplýsingarnar hér í upphafi úr erindi hans. Hann benti einnig á að í hvert sinn sem húsverðinum tekst að draga úr orkunotkun til hitunar skólans um 4%, samsvarar það hitaþörf meðal einbýlishúss. Veitti hann ýmis hagnýt ráð. Sagði m.a. um innihit- ann að almennt skyldi hann miða við 20 stig á C, en hitastig á göngum og geymslum mætti þó vera minna, þó ekki fara undir 10 stig. Æskilegt væri að lækka innihita að næturlagi og um helg- ar og í skólaleyfum. í framhalds- umræðu ræddu þátttakendur ýmsa sparnaðarþætti í rafmagns- og hitanotkun sem settir voru fram í mörgum liðum. Annað stórt mál á fundinum var ræsting á skólahúsnæði og innkaup í hreinlætisvörum og flutti Helgi Þórðarson þar fram- söguerindi. Sigfred Olafsson flutti framsöguerindi úr hópi húsum- sjónarmanna, ræddi vandamál, sem upp kunna að koma hjá þeim. Taldi m.a. að loftræsti- og hita- kerfi í nýjum skólum valdi um- sjónarmönnum oft erfiðleikum, þar sem þau væru oft ekki fullfrá- gengin og oft væri stýribúnaður truflaður. Þá flutti Örn Egilsson frá al- mannavörnum erindi um al- mannavarnarkerfið og hlutverk skólanna. Styrkir Vísindasjóðs lausir til umsóknar VÍSINDASJÓÐUR heíur nú auglýst styrki ársins 1981 lausa til umsóknar og er umsóknarírestur tii 1. mars næstkomandi. Illutverk sjóðs- ins er að efla íslenskar vis- indarannsóknir og skiptist hann í tvær deildir: Raunvís- indadeiid og Hugvisinda- deild. Styrkveitingin er þríþætt. í fyrsta lagi er úthlutað fé til einstaklinga og vísindastofnana vegna ákveðinna rannsóknarverk- efna. I öðru lagi hafa kandídatar verið styrktir til vísindalegs sér- náms eða þjálfunar, en kandidat verður að vinna að tilteknum sérfræðilegum rannsóknum eða afla sér vísindaþjálfunar tii þess að koma til greina við styrkveit- ingu. í þriðja lagi hefur styrk verið úthlutað til rannsóknastofn- ana til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við starfsemi sem sjóð- urinn styrkir. Raunvísindadeild annast styrkveitingar á sviði náttúruvís- inda, þar með taldar: eðlisfræði- og kjarnorkuvísindi, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, líffræði. lífeðlisfræði, jarðfræði, jarðeðlis- fræði, dýrafræði, grasafræði, bú- vísindi, fiskifræði, verkfræði og tæknifræði. Hugvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- menntafræði, málvísinda, félags- fræði, lögfræði, hagfræði, heim- speki, guðfræði, sálfræði og upp- eldisfræði. Umsóknareyðublöð ásamt upp- lýsingum fást m.a. í menntamála- ráðuneytinu og hjá sendiráðum Islands erlendis. Formaður yfirstjórnar sjóðsins er dr. Ólafur Björnsson, prófessor. spörum RAFORKU Til þín sem ert að hugsa Áður en þú ákveður hvaða þak þú ætlar að kaupa, skaltu hugsa aöeins lengra fram í tímann. Mörg þakefni hafa vissa veikleika og ókosti sem fyrr eöa síðar mun skapa vandræöi og kosta peninga. Það er ekki alltaf best aö kaupa það ódýrasta, því þaö getur orðið þaö dýrasta þegar frá líður. Ef þú kynnir þér þakefnin nákvæmlega, kemstu aö raun um aö A/ÞAK, er varanlegt og ódýrast þegar til lengdar lætur, og mun leysa öll þakvandamál í eitt skipti fyrir öll. FULLKOMIÐ KERFI ..TIL SÍÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7 REYKIAVlK. SlMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUSTIÓRl: HEIMASlMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.