Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 23 Minning: Kristján Brynjólf- ur Kristjónsson Fæddur 31. mai 1962. Dáinn 14. janúar 1981. Nóttlmus vor-aldar veröld, þar sem viAaýniÖ sldn. Stephan G. Stephansaon. Á vetrardegi var sá burtkvadd- ur sem komið hafði vorsins barn. Sitt vor hafði hann lifað, en ekki meir. Átján urðu árin. Á Bessastöðum fæddist hann 31. maí 1962. Hann var þriðja og yngsta barn sinna foreldra, hjón- anna Guðbjargar Þorsteinsdóttur og Kristjóns I. Kristjánssonar. Þau nefndu hann Kristján Brynj- ólf og snáðinn ólst upp við at- hafnasemi og umsýslan á stóru heimili. Veröldin var stór, Álfta- nesið bauð heillandi svigrúm, aug- un sáu fjöll og sjó, eyrað nam þys af þéttbýli í grennd. Fram yfir fimmtán ára aldur var þetta umhverfi hans, en þá flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Kynni okkar Kristjáns urðu ekki löng. Nokkurn tíma vissum við hvort af öðru, því vinátta var með honum og dóttur minni. Heimili hans stóð henni opið og þar vissi ég hana á góðum stað. Við kynningu reyndist Kristján hægur, en mannblendinn, ötull til vinnu og hjálpsamur. Og stundum var hann að flýta sér því margt þurfti að starfa. Hann hafði hug á að læra ljósmyndun og nýtt starf beið. Tíminn varð naumari en nokk- urn gat grunað. Sárlega vantar nú einn. Hann verður í minningunni umlukinn þeirri nóttlausu vor- aldar veröld þar sem víðsýnið skín. Ástvinum hans öllum votta ég samúð. Ása Sólveig Þegar bróðir minn, Kristján Brynjólfur, var í heiminn borinn fyrir 18 árum, var ég sjálfur 18 ára gamall. Mikið man ég vel þann aldur, þá eftirvæntingu, lífsþrá og gleði, sem í huga ríkti. Þetta er tími lærdóms og nýrrar reynslu nær hvern dag, framtíðin blasir við. Slíkar endurminningar æskuára hljóta að hópast í hugann þegar kallið kemur til svo ungs manns, sem hér er raunin, lífsgangan trauðla hafin, aðeins bernsku og nokkru undirbúningsskeiði ungl- ingsára lokið. Hver er tilgangurinn? Hún freistar okkar þessi spurning. En höfum við yfirleitt einhvern rétt til að spyrja svo, væntum við einhvers svars? Er lifið á einhvern hátt frá okkur sjálfum komið, erum við að verki með einhverjum eigin mætti? Svarið er að sjálf- sögðu neitandi, hér hljótum við eins og ætíð að drúpa höfði i auðmýkt og segja: „Verði þinn vilji" og lúta honum skilyrðis- laust. Drottinn gaf og Drottinn tók — við þökkum gjafir hans allar, hvort sem þær eru okkur ætlaðar til lengri eða skemmri tíma. Þannig tek ég lífsferil þessa „litla“ bróður míns — hann var til gleði þann stutta tíma, sem hann var samstíga okkur að sinni. Þá gleði leiðum við nú til öndvegis í hugum okkar. Ekki fer hjá því, þegar um svo mikinn aldursmun er að ræða, að samband verður ekki eins og systkina almennt, heldur fullorð- ins annars vegar og barns hins vegar. Svo var og lengst af um okkur tvo. Hann var litli glókoll- urinn á heimili föður míns og seinni konu hans á Bessastöðum, eftirlæti foreldra, systra og ömmu. Ég var stopull dvalargest- ur á námsárum, seinna tíður skyndigestur með eigin fjölskyldu, konu og börnum, sem þá hlupu út um grundir með frænda sínum. Heimili þeirra föður míns og Guðbjargar á Bessastöðum var mannmargt og glaðvært, gesta- gangur mikill. Þrátt fyrir þetta var búsetan talsverð einangrun Kristjáni Brynjólfi, jafnaldrana vantaði. Varð hann þess vegna e.t.v. hændari að og háðari for- eldrum sínum en ella. Mörg eru þau verkin, sem fylgja staðarráðs- mennsku á Bessastöðum, og eftir- tektarvert var, hversu ötullega þessi litli snáði gekk í spor föður okkar, fylgdi honum ásamt hund- inum hvert fótmál, við öll störf í nær hvaða veðri sem var. Okkur eldri strákum frá Bessa- stöðum finnst, sem við að tals- verðum hluta til séum aldir upp í bílskúrum, þar var tækifæri til margvíslegra leikja. í bílskúrun- um ríktu að sjálfsögðu grundvall- arreglur í umgengni. Það er því vissulega nokkur kaldhæðni, að augnabliksbrestur á einni slíkri skyldi verða bróður mínum svo óvænt að aldurtila. Sýnir þetta glöggt, að jafnvel vanabundnustu og smæstu hlutir daglegs lífs krefjast ætíð vökullar athygli, aldrei má slaka á aðgæzlu. Stór breyting varð í lífi fjöl- skyldunnar fyrir þremur árum, þegar faðir minn lét af störfum á Bessastöðum eftir nær fjögurra áratuga starf þar. Bar þá upp á sama tíma, flutningur til Reykja- víkur og heilsubilun föður míns. Samfara svo stórri breytingu í ífi unglings varð það auðvitað mikið áfall, að bezti vinur hans og faðir skyldi fyrir aldur fram rofna úr tengslum við raunveruleikann. Er sjúkleiki hans og mikil raun öllum öðrum, sem nálægt standa. En Kristján Brynjólfur tók breyttum högum eigin tökum, hljóðlátum en föstum. Hann vann sér hylli á vinnu- stöðum, þótti afbragð annarra hvað stundvísi, dugnað og heiðar- leika snerti. Hlé varð á skólagöngu, en hug- urinn glímdi stanzlaust við fram- tíðina og hvernig leggja ætti að henni sem beztan grundvöll. Var það fyrst á þessum árum, að kynni tókust með okkur á nokkrum jafnréttisgrundvelli í samræðum og bollaleggingum um þessa hluti og ýmsa aðra. Og nú var brautin einmitt mörkuð, áframhaldið ákveðið. Ég get fullyrt, að Kristján Brynjólfur hvarf frá lífinu sem hamingju- samur piltur, er leit framtíðina björtum augum, þannig verður og bjart yfir minningunni um hann. Samúð hlýtur þessa dagana að safnast um móðurina. Á skömm- um tíma hefur orðið mikil breyt- ing frá heimilinu góða á Bessa- stöðum, eiginmaður ósjálfbjarga á sjúkrabeði og yngsta barnið í valinn fallið. Sorgin hlýtur að vera mikil og þung, henni er auðvitað ekki hægt að bægja úr hjarta, en við biðjum algóðan Guð að styrkja Guðbjörgu, gefa henni umfram allt gleði minninganna um elsku- legan son, sem þrátt fyrir þennan stutta lífsferil var svo stór þáttur í lífi fjölskyldunnar í 18 ár. Við kveðjum kæran vin, veri hann Guði almáttugum falinn. Páll Bragi Þegar ungur frændi er svo skyndilega kvaddur burt úr þess- um heimi sitjum við eftir harmi slegin og á huga okkar leita ótal spurningar um hinn raunverulega tilgang lífsins. Við vitum reyndar að eitt sinn skal sérhver deyja, en eigum erfitt með að sætta okkur við þá staðreynd að ungt fólk sé hrifið á brott þegar lífið virðist blasa við í allri sinni fjölbreytni. í hugum okkar virðist dauðinn svo fjarlægur hreystinni að koma hans er ótrúleg og óraunveruleg. Kynni okkar af Kristjáni hafa staðið allt frá því að hann fæddist. Skemmtilegar endurminningar frá bernskudögum hans tengjast sameiginlegum sumarleyfum fjöl- skyldnanna svo og ótal heimsókn- um. í þessum hópi var hann alltaf yngstur en er nú sá fyrsti sem kveður þennan heim. Kristján ólst upp með foreldr- um sínum, Guðbjörgu Þorsteins- dóttur og Kristjóni I. Kristjáns- syni, og systrum, Steinu Kristínu og Erlu Danfríði, að Bessastöðum þar sem faðir hans var forsetabíl- stjóri í fjöldamörg ár. Á heimilinu var jafnframt stundaður búskapur þó í smáum stíl væri og kynntist hann þar ýmsum búverkum sem hann gekk í af einskærum áhuga og dugnaði. Það urðu því nokkrar breytingar á högum Kristjáns er faðir hans lét af störfum og fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Éftir komuna til Reykjavíkur hóf Kristján fljótlega störf hjá Dag- blaðinu og hafði nú skömmu áður en hann lést lýst áhuga á að hefja nám í ljósmyndun. En lífið er svo ótrúlega stutt og enginn veit hvenær kallið kemur. Tign er yflr tfndum og ró, Angandl vfndum yflr skóg andar svo hljótt. Sóngfugl I blrklnu blundar. Sjá. innan stundar aefur þú rótt. (Goethe, þýð. Helgi Hálfdanaraon) Missir ástvinanna er sár og verður aðeins bættur með björtum endurminningum um góðan dreng. Um leið og við vottum þeim okkar dýpstu samúð þökkum við góðum og lífsglöðum frænda samfylgd- ina. Fjölskyldan Sólheimum 32 Kornungur vinur kveður í dag. Kristján B. Kristjónsson er borinn til moldar við upprás lífsins. Óvenjulegur ungur maður heldur inn á ókunnar brautir með gott veganesti úr foreldrahúsum. Um hann leikur hlýhugur frá kunn- ingjum og sjaldgæf virðing hjá gömlum vinnufélögum. Söknuður. Þegar kornungur maður kveður, eru bæði sigrar og ósigrar lífsins óskrifaðir í annála. Sannleikurinn er því einn eftir til frásagnar í dag: Vinnusamur án leiða, gáskaf- ullur án öfga og prúður án upp- gerðar. Slíkur piltur þekkir aðeins ástúð og heiður úr uppvexti sinum. Hjartahlýju. Kristján var barn tæknialdar. Hraðskreið hjól og bílar hrifu hug hans snemma í starfi og leik. En hann skildi vel, að því aðeins snerust hjólin að þeim var við haldið. Honum var bæði sýnt um farkost sinn og fyrirtækis. Þessir dýrmætu eiginleikar settu Krist- ján þegar í forystu fyrir röskum hópi hraðboða hjá Dagblaðinu. Minningin lifir áfram hjá vinnufé- lögum. I þeirra nafni flyt ég Kristjáni mínum þessi fáeinu orð. Guð blessi ástvini hans. Ásgeir Hannes ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein. sem birtast á i miðvikudagsblaði. að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Þvottavél og þurrkari A/ f og þurrkari orkusparnaðar frá Orkusparnaðarnefnd iðnaðarráðu neytisins og Sambandi ísl. rafveitna 1. Fyllum þvottavélina 2. Sleppum forþvotti 3. Tökum heitt vatn inn á vélina ef hægt er 4. Veljum lægra hitastig 5. Kynnum okkur þá möguleika sem þvottavélin býður upp á 6. Þurrkum á snúru ef hægt er 7. Notum þeytivinduna 8. Fyllum þurrkarann hæfilega 9. Ofþurrkum ekki 10. Hreinsum síu þurrkarans 2. 3. 1. Þvottavélin notar svo til jafn mikla raforku hvort heldur hún er full af þvotti eða hálf. Fyllum því vélina eftir því sem segir í leiðarvísi og þvoum sjaldnar. Ef þvotturinn er ekki mjög óhreinn er hægt að sleppa forþvotti, við það minnkar raf- orkunotkunin um 20%. Á hitaveitusvæðum er hag- kvæmt að taka heitt vatn inn á vélina ef vatnsgæði og vélar- gerð leyfa, því þá þarf ekki að hita vatnið með rafmagni í vélinni. 4. Ekki er ástæða til að þvo alltaf á hæsta hitastigi sem þvottur- inn þolir, heldur láta óhrein- indin í þvottinum ráða. Raf- orkunotkun þvottavélar sem tengd er við kalt vatn, er við níutíu gráðu heitan þvott um 3 kWh, við 60°C um 2 kWh og við 25—40°C um 1 kWh. 5. Þvottavélar bjóða upp á mjög fjölbreytta möguleika, sem of langt yrði að telja upp hér. Kynnum okkur því leiðarvís- inn. Nefna má að sumar teg- undir eru með sparnaðarkerfi sem rétt er að nota þegar vélarnar eru ekki fylltar. 6. Það fer betur með þvottinn að þurrka á snúru. Þurrkari notar hverju sinni um 3 kHw. Mikla orku má spara með því að þurrka á snúru. 7. Áður en þvottur er settur í þurrkara er best að þeytivinda hann vel. Því betur sem þvott- ur er undinn þeim mun styttri verður þurrktíminn og orku- notkunin minni. 8. Fylgjum leiðarvísinum þegar sett er í þurrkarann. Lítill þvottur veldur því að heita loftið fer of hratt í gegnum hann. Við of mikið magn þorn- ar þvotturinn ójafnt og hann krumpast. Þannig lengir bæði of mikill og of lítill þvottur þurrktímann og eykur raforku- notkunina. 9. Þurrktíminn er háður því hvað verið er að þurrka. Benda má á að t.d. hlaupa bómullarföt ef þau eru ofþurrkuð. 10. Munum eftir að tæma síuna í þurrkaranum eftir notkun. Þurrktíminn lengist ef það gleymist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.