Morgunblaðið - 21.02.1981, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981
Flytjum mynt-
sláttuna heim
MYNTSLÁTTUMAÐUR
Mér er það í barnsminni, er ég
var að alast upp á ísafirði, að
farþegaskipin komu við á hverju
vori, fjöldi farþega var um borð, en
fleiri bættust í hópinn. Skipin voru
á leið norður, farþegarnir voru
sílaarfólk á leið á vertíð. Allir voru
eftirvæntingarfullir og bjartsýnir.
Árið 1947 var ég einn þeirra sem
fóru á síld. Ég var á síldarbáti. Ég
hefi séð vaðandi síld allt frá Horni
og austur um Grímseyjarsund. Það
er ein sú fegursta sjón, sem ég hefi
litið augum. Ég hefi landað síld á
Raufarhöfn og sett í lúðu eða
hákarl meðan við vorum í vari á
Þistilfirði. Allavega var þetta risa-
fiskur sem sleit nýja 2 'h punda
línu. Þessir mannflutningar norður
á síld eru það sem kallað er
hreyfanleiki vinnuaflsins. Nú er
hreyfanleikinn ekki lengur fyrir
hendi. Menn sitja á sinum stað. Ef
vinna er ekki á þeim stað sem þeir
búa á fara menn og fá sér atvinnu-
leysisbætur í lengri eða skemmri
tíma. Þótt svo að á næsta firði
sárvanti fólk. Þetta eru kröfur
nútímans og lítið við því að segja
og á ekki við hér. Til að losna við
atvinnuleysi er aðeins ein lausn.
Kaupa togara.
Hinar miklu umræður og blaða-
skrif undanfarið um Þórshafnar-
og Raufarhafnartogarann hafa
ekki farið framhjá okkur mynt-
söfnurum. Svona miðaldastarfsemi
fellur okkur jafn vel í geð og gamlir
peningar. Ég get þó hugsað mér að
þessi togarakaup fái farsælli endi
en þrýstihópar heimamanna og
þingmanna hafa ætlað. Togarinn
hefir verið keyptur, það er stað-
reynd. Hafnirnar eru of litlar svo
hann getur ekki athafnað sig nema
með höppum og glöppum. Sá sem
seldi togarann, umboðsaðilinn, er
með allt á hreinu og fær sína hálfu
milljón, sem er varla fyrir samn-
ingagerö og taugatitringi undan-
farinna vikna. Allar móttökuhátíð-
ir, skírn, ræður og myndir af
frammámönnum birtast í blöðum
og sjónvarpi. Allir fá það sem þeir
sækjast mest eftir.
Mín tillaga er sú að Seðlabank-
inn fái togarann strax. Þeir í
Seðlabankanum þurfa hvort eð er
að fjármagna kaupin. Engum heil-
vita manni í Seðlabankanum dettur
Gömul mynd úr
kirkju í Normandi
ótt. Á miðöldum þekktust klipp-
ingar, ferköntuð málmplata var
klippt úr annarri stærri og svo
slegið í hana verðgildi og einkenni.
Eg efa það ekki, að þú lesari
minn, getur séð fyrir þér jafn vel og
ég hvílíkt Gósenland verður þarna
fyrir norðan. Félagslegt kjaftæði
Framsóknar og Komma færist á
hástig um leið og myntsláttan flyst
ekki bara til íslands heldur líka út
í dreifbýlið. Og þú, lesari góður,
færð að borga. Undanbragðalaust.
Við myntsafnarar höfum hugsað
okkur að kaupa ankerin af togaran-
um og láta slá úr þeim minnispen-
ing um afrekið. Peningar úr stáli
eru í umferð á Ítalíu og eru afar
eftirsóttir, svo eftirsóttir reyndar
að þeir eru keyptir upp jafnóðum
og þeir eru slegnir og notaðir innan
í tölur á föt sem saumuð eru í Hong
Kong. íslenska stálmyntin frá
Raufarhöfn og Þórshöfn verður
örugglega jafn eftirsótt hvort held-
ur hún er ferköntuð eða kringlótt
því hún verður minning um fjár-
glæfraspil sem verið hefir með
eindæmum frá upphafi til enda.
Fundur verður í dag hjá Mynt-
safnarafélaginu kl. 14.30 í Templ-
arahötlinni.
Sildarpeningar slegnir á Raufarhöfn. N er fyrir Noröursild og V
fyrir söltunarstöð Valtýs Þorsteinssonar. Úr safni Freys
Jóhannessonar.
í hug að gera svona fallítt togara
út. Haukdal lét 750 milljónir af
peningunum sínum, sem áttu að
fara til skipasmíða, í togarakaupin.
Við setjum bara öfugt formerki á
skipasmíðar og rífum togarann.
Þetta eru heil 600 tonn af stáli, 50
tonn af kopar og auk þess ál og blý.
Setjum upp myntsláttu á Raufar-
höfn. Þeir hafa áður slegið peninga
þar, síldarpeninga. Á Þórshöfn
verður togarinn rifinn og bútaður
niður í hæfilegar myntstærðir.
Myntsláttan á Raufarhöfn getur
hafist með einföldum útbúnaöi.
Mynt hefir verið slegin hér I
heiminum í um 2600 ár. í 2300 ár
var hún handslegin, með hamri.
Þeir geta byrjað þannig. Myntin
þarf ekki endilega að vera kringl-
3« mrinrr C0?ií ná fcfjfag irb fleritfjt/
@u(rCERún?an frrntmbgrwicþr/
@úlðrn/(Tron/!rafrr onb QSaijcn/
ÖRrtguírm prc<t /fúnfUicb sufcfiaérn/
Jjafb CBa&m/CTrcubcr «mb UBriftpfcnnig/
COnb gu( af( íTftiirnie / allrr mrnnig
gugul/in rrcfjí guírríanbemtrung/
^arburc^nirmanb grfdjicfjr afrrung-
MYNTMEISTARINN
Tréskurðarmynd frá Frankfurt
gerð árið 1568.
Myntverkstaeðí í Vin um 1500. Á myndinni sést máimbræðsla,
hvernig slegin er málmplata. sem svo er klippt i myntstærðir.
Lengst til hægri sést svo hvar peningarnir eru slegnir i móti. í
bakgrunninum er svo myntmeistarinn, sem skráir framleiðsluna
i bækur, vegur peningana og sannreynir að allt sé í lagi.
Klippingur frá 1563.
Í>e88i peningur, 8 reales eða pjastrar, var sleginn í Boliviu á
stjórnarárum Filippusar 3. Spánarkonungs 1598—1621. Þetta
eru hinir frægu sjóræningjapeningar. Illa gerðir peningar en
eftirsóttir meðal myntsafnara.
Mynt
eftir RAGNAR
BORG
VINNAN
- FÓLKIÐ
- LANDIÐ
í vestri sal Kjarvalsstaða sýna
um þessar mundir tveir ungir
menn, sem sækja myndefni sitt í
líkamleg átök hins vinnandi
manns, til fólksins sjálfs, auk
þess sem þeir draga upp útlínur
landsins. Hér er raunsæi á ferð,
en enginn skáldskapur, hinir
ungu menn yrkja ekki í fólkið né
landið, heldur lýsa því rétt og
slétt.
í hvert skipti sem ég sé slíkar
sýningar spyr ég sjálfan mig
þeirrar áleitnu spurningar,
hvort vinna sé einungis tengd
líkamlegum athöfnum. Er ekki
vinna að hugsa? Er það ekki
vinna að finna upp tækin, sem
fiskimenn nota við veiðar sínar?
Þurfti ekki hugvit til að finna
upp hamar og steðja, eða t.d. hin
flóknu tæki er leita upp fiskinn?
Ennþá mun mörgum það ekki
ljóst að andleg átök hafa jafnvel
meiri áhrif á líkamann en þau
sýnilegu, að það útheimtir mikið
líkamlegt þrek að standast undir
andlegum heilabrotum. Ég á hér
við markvissa andlega vinnu en
ekki doða uppgjafar og iðjuleys-
is, sem einmitt leiðir til líkam-
legrar hnignunar og veikinda.
Bera menn sama hugarfar til
andlegra afkasta og líkamlegra?
Því er fljótsvarað. Píanóleikari
eða söngvari, sem lendir í marg-
menni, er iðulega beðinn um að
miðla af sérþekkingu sinni
endurgjaldslaust, sem þá hefur í
flestum tilvikum kostað hann
margra ára nám, blóð, tár og
svita. Verkamaður sem lendir í
gleðiskap verður hins vegar
aldrei fyrir þeirri reynslu, að
vera á sama hátt beðinn um að
grafa skurð í kringum hús né
iðnaðarmaðurinn beðinn um að
mála salernið til að mynda.
Þessi dæmisaga kemur af
sjálfu sér, því að það er rangt að
einskorða vinnu við líkamleg
störf eingöngu.
Á bak við slík viðhorf glittir
að sjálfsögðu í stjórnmálaleg
stefnumörk — hylling líkam-
legrar vinnu.
Það merkilega við slíka stefnu
í listum, líkt og allar sértrúar-
stefnur yfirhöfuð, er að það eru
ekki einstefnu- áhangendur
slíkra afmarkaðra viðhorfa, sem
átakamestu verkin koipa frá á
listsviðinu. Sagan segir okkur
t.d. að það eru ekki trúuðustu
málararnir, sem gert hafa mestu
kirkjulegu listaverkin og ei held-
ur þeir, sem einskorðað hafa sig
við kirkjulega list eingöngu. Það
eru einmitt miklir átakamenn á
listasviði er ávallt^ gera stór-
brotnustu verkin á hvaða sviði
sem er, því að það er einmitt
Borgarfjörður:
Omældir skað-
ar en engin slys
Borg. Miklaholtshreppi. 19. febrúar.
Á MÁNUDAGSKVÖLD milli
klukkan 19 og 20 skall á hið versta
veður af suðri. fyrst með snjókomu
en síðan með siyddu og rigningu.
Um klukkan 23 má segja að hér
hafi verið komið fárviðri og mátti
heita að það stæði til klukkan 2 um
nóttina. Elstu menn hér í sveit
muna ekki annað eins veður af
þessari átt.
Víða urðu ómældir skaðar í þess-
um veðurofsa en ekki urðu slys á
fólki sem betur fer. Rafmagn fór af
um kvöldið og kom ekki aftur fyrr en
eftir sólarhring. Þá rofnaði einnig
símasamband og það kom ekki í lag
fyrr en í gærkvöldi. Undanfarið
hefur kyngt niður miklum snjó og
eru allir vegir þungfærir. Skólahald
í Laugagerðisskóla hefur verið fellt
niður vegna rafmagnsleysis og sam-
gönguerfiðleika.
Hef ég reynt að hafa samband við
nærliggjandi sveitir og liggja hér
fyrir upplýsingar, sem ég hef fengið:
Kolbeinsstaðahreppur
Þar urðu skaðar á flest öllum
bæjum en ekki mjög mikið á hverj-
um bæ. Mestur skaði varð á eftirfar-
andi bæjum: í Hallkelsstaðahlíð
eyðilagðist hlaða og geymsluhús. í
Krossholti fuku 60 plötur af nýleg-
Víða urðu skaðar í Borgarfirði af völdum óveðursins. Hér má sjá
skemmdir sem urðu að Fossatúni I Bæjarsveit. Ljóam. Mbi. óteigur.