Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 11 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON listin sjálf, sem er þeim allt, metnaðurinn við handverkið, út- færslu og ríkulegt innihald. Hvort þeir sæki kirkjur að staðaldri, skiptir engu máli, því að kirkjusókn skapar ekki list — nákvæmlega á sama hátt skapar það ekki list að vera hallur undir dýrkun líkamlegrar vinnu og lofsyngja. Það eru allsstaðar til listahóp- ar, sem afmarka sig við ákveðið svið og þannig virðist t.d. Sig- urður Þórir Sigurðsson (f. 1948) vera undir mjög sterkum áhrifum frá dönskum málurum og listahópum líkra viðhorfa. Litirnir í myndum hans eru áberandi hráir og blæbrigða- lausir — leiðinlega hversdags- legir í úrvinnslu. En vinnustað- irnir eru einmitt ekki þannig upp til hópa og hér er fremur um að ræða eintóna endurvarp hug- arheims málaranna sjálfra er líta á vinnuna sem ofurhvers- dagslega athöfn sem beri að upphefja og mála í sterkum litum og linum. En engin vinna er hversdagsleg og eintóna í sjálfu sér nema færibandavinna. Sumir eru syngjandi og trallandi við hina hversdagslegustu vinnu og sáttir við guð og menn — einkum ef um sjálfstæðan at- vinnurekstur er að ræða. Það er í hinum stóra fjölda, sem sam- semd mannsins við vinnuna glatast og vinnan verður að andlegum þrældómi og á þetta við bæði fyrir austan og vestan — hér þarf enga stjórnmálalega stefnu til. Nytin ku verða betri hjá kún- um ef tónlist er spiluð í fjósun- um, blómin ku vaxa hraðar ef fallega er til þeirra talað og fólk er hamingjusamt í nálægð þeirra. Þetta hafa menn upp- götvað og halda í einfeldni sinni að þeir geti gert fólk hamingju- samara og afkastameira með því að lofsyngja vinnuna. En ekkert veit ég ömurlegra en risastórar, steingeldar myndir af vinnandi fólki sem komið er fyrir á vinnustöðum og sýnir t.d. fólk að búa til kex í kexverksmiðjum, stál í stáliðjuverum o.s.frv. — Hér er nefnilega einmitt verið að drekkja fólkinu í vinnunni, gera hana eintóna og fjarska leiðin- lega í stað þess að lyfta henni upp yfir hversdagsleikann. Að mínu mati er hversdags- leikinn einmitt of yfirþyrmandi í myndum Sigurðar Þóris, það vottar einungis fyrir átökum við burðargrind, teikningu og blæ- brigði litanna í einni olíumynd „Húsamálarinn" (10) og sú mynd er mikið hrifmest allra mál- verkanna. Sigurði hentar stórum betur að vinna í svart/hvítu, hvort heldur teikningu eða grafík. Ætimyndir hans eru sérstæðar í íslenzkri grafík og hér finnst mér myndin „Straumsvík" (20) skera sig úr. Steinþrykkmynd- irnar bera ennþá of mikinn svip af málmgrafíkinni í þá veru, að sérkenni tækninnar kemur ekki nægilega til skila. Myndhugsun Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar (f. „Skipasmiðurinn**, málverk eft- ir Guðmund Ármann Sigur- jónsson. 1948) er mjög svipuð og félaga hans, en litameðferðin allt önn- ur. Guðmundur virðist hafa hrif- ist svo mjög af rússneskum sósíalrealisma að það er einna líkast sem hann hafi hlotið skólun sína í Moskvu eða Len- ingrad. Myndir hans svo sem „Samtaka" (5), eggtempera, og olíumyndirnar „Skipasmiður“ (14), „Lífið i stórborg" (16) og „Móðir og barn“ (19) gætu allar verið eftir rússneska málara, svo sem ég þekki myndir þeirra af sýningum fyrir austan tjald og af bókum. Landslagsmyndir hans eru öllu íslenzkari en virka líkast risastórum landakortum — einkum vegna einingafjöldar.s. Mörgum einingum er raðað sam- an og mynda heild svipað og gerist um landakort. Verkin væru vísast stórum hrifmeiri á einni strigalengju. Viðarkolmyndir og teikningar Guðmundar eru öllu áhugaverð- ari og raunverulegri, hér hugsar hann einungis um árangurinn í sjálfum sér, en strax í dúkrist- unum kemur aftur fram hið einhæfa stjórnmálalega trúar- viðhorf. Ég hef skrifað langt mál um þessa sýningu, senniiega lengra en tilefni er til. En það er þessi stöðuga ágenga spurning er leit- ar á: Hvers vegna virðast ís- lenzkir listamenn upp til hópa missa sjónar á einföldustu myndrænum lögmálum um leið og þeir fara að prédika stjórn- málaskoðanir sínar? Það má nefnilega mála slíkar myndir svo fjarskalega vel. Minnir þetta ekki dálítið á biblíumyndirnar, sem saklausum börnum éru gefnar að lokinni barnaguðs- þjónustu. Yfirborðslegum dísæt- um glassúrmyndum, sem hafa ekkert með annað en lágkúru- legan trúarlegan áróður að gera og eru gróm á sjálfan guðdóm- inn. Þessi samlíking á ekki nema að litlu leyti við þá tvo málara, sem hér var fjalláð um — en til þess að sannfæra þurfa þeir að gera betur, og helst miklu betur. um fjárhúsum. í Tröð fauk þak af stóru fjósi. í Hraunholtum fauk þak af hlöðu. Ennfremur urðu skemmdir á nýjum húsum í Ásbrún og Mið- görðum. Eyjahreppur Þar urðu miklir skaðar á mörgum bæjum, þó mun mestur skaðinn hafa orðið í Kolviðarnesi. Þar brotnuðu rúður í íbúðarhúsinu undan veður- ofsanum og fólkið varð að flýja húsið og fór að Gerðubergi. Þá tók þak af hlöðu og fjósi og einnig af fjárhúsi og hlöðu sem er áfast þar heima. Ennfremur skemmdust sperrur á hlöðu, sem verið er að byggja. Vegna þessarra atburða mun í dag ætlunin að flytja eitthvað af geldneytum til slátrunar frá Kolviðarnesi. Nokkrar skemmdir urðu á þaki Laugagerðisskóla. í Akurholti tók þak af fjárhúsi og hlöðu. Á Rauða- mel ytri tók þak af fjóshlöðu með öllu. í Hrútsholti fuku 14 plötur af nýlegum fjárhúsum og þak af vot- heysturni. Nokkrar skemmdir urðu á fjósþaki og vegna áfoks skemmdust heyvagnar er stóðu úti. Á Rauðkols- stöðum fauk þak af fjárhúshlöðu að mestu. Þá urðu smávegis skemmdir á fleiri bæjum eins og Þverá, Dals- mynni og eitthvað í Söðulsholti. Verulegar skemmdir urðu á útihús- um í Hrossholti. Miklaholtshreppur Hjá Ásgrími Stefánssyni í Stóru- Þúfu fuku 10 plötur af íbúðarhúsinu. Á Lækjamótum fór hluti af þaki íbúðarhússins, hurðir sprungu inn vegna veðurofsa og fólkið varð að flýja húsið og fór að Fáskrúðsbakka. Á Eiðhúsum tók hluta af hlöðuþaki. í Borgarholti fuku plötur af íbúðar- húsi og hlöðu. Staðarsveit Þar fékk ég þær upplýsingar hjá símstjóranum að þar hefði orðið mjög lítið tjón, líklega hefði aðeins þó fokið hluti af gamalli hlöðu í Neðri-Hól. Vissir þú að það eru 10 þúsund félagar í VR? Magnús Ág. Magnúston, fjármálastjári skipafélags. Kristin Brynjólfsdóttir, flugafyreibslumaöur. Haukur Haraldtton, afgreiöslumabur i kjötverzlun Þau eru í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur Ása Gunnarsdóttir, símavörður á bifreiöastöö. Jón Magnússon, afgreiðslumaður í varahlutaverzlun. * vióski^xi &verzlun VR er leiðandi afl í launþegamálum og innan þess er fólk úr meira en 70 starfsgreinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.