Morgunblaðið - 21.02.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981
13
Hér sjást Ribbentrop, utanrikisráðherra Hitlers, og Stalin, átrúnað-
argod Sósialistaflokksins, fagna griðarsáttmála sinum 1939. Þá
féllust kommúnistar og nazistar, byltingar-samhyggjumenn og
þjóðernis-samhyggjumenn, í faðma, og Þjóðviljinn heima á íslandi tók
að skrifa, að Bretar væru miklu hættulegri en þýzku nazistarnir.
Dr. Magnús Jónsson prófessor,
sem var alþingismaður Sjálfstæð-
isflokksins frá stofnun hans til
1946, ieiddi skarpieg rök að þvi i
grein i Stefni 1930, að verka-
menn ættu ekki að vera sósialist-
ar.
sjálft sig til þess að andstæðing-
unum gefist ekki tóm til að
tortíma því.“
Höfundur reynir að lokum rit-
gerðarinnar að skýra hina snöggu
fylgisaukningu Sósíalistaflokks-
ins, sem fékk (undir heitinu
„Kommúnistaflokkur") 8,5% at-
kvæða í kosningunum 1937, en
18,5% í haustkosningunum 1942.
Hann nefnir,
að Sósíalistaflokkurinn var eini
stjórnarandstöðuflokkurinn á
þjóðstjórnarárunum,
að leiðtogar hans urðu stundum
píslarvottar að mati almennings,
að Kremlverjavináttan spillti
ekki fyrir honum, eftir að Stalín
var orðinn bandamaður vest-
rænna lýðræðisþjóða,
að Sósíalistar voru mjög vold-
ugir á vettvangi listanna, jafn
borgaralegir menntamenn og Sig-
urður Nordal og Einar 01.
Sveinsson urðu meðreiðarsveinar
(fellow-travellers) þeirra,
að Sósíalistaflokkurinn tók for-
ystuna í þeirri kjarabaráttu, sem
Þjóðstjórnin efndi til með því að
dæla peningum út í atvinnulifið.
Allar þessar skýringar eru,
hygg ég, réttar, en höfundur ræðir
þær ekki rækilega, og í því felst
megingalli ritgerðarinnar. Hún er
umfram allt vel unnin uppsuða úr
dagblöðum, Alþingistiðindum og
nokkrum bókum. I hana vantar þá
sögulegu vídd, sem fæst með
glímu við munnlegar heimildir,
hagsögu og hugmyndasögu. Einn
snarasti þátturinn í valdavef Sósí-
alista lá t.d. um vettvang listanna,
en um það ræðir Stefán varla:
Halldór Laxness og Þórbergur
Þórðarson seiddu miklu fleiri
menn til samhyggju en Brynjólfur
Bjarnason og Einar Olgeirsson,
Bréf til Láru og Alþýðubókin
áttu miklu fleiri lesendur en
Kommúnistaávarpið. Ég nefni tvö
önnur rannsóknarefni. Vænlegt
getur verið til árangurs, ef við
ætlum að skýra hið mikla fylgi
Sósíalistaflokksins, að bera
flokkakerfi, stéttaskiptingu og
hugmyndasögu íslendinga saman
við þessi fyrirbæri þeirra vest-
rænu þjóða, sem veitt hafa sam-
eignarsinnum svipað fylgi, t.d.
Frakka, Finna og ítala. Og hvort
eigum við heldur að kenna hinum
flokkunum um eða þakka Sósíal-
istaflokknum fyrir hið mikla fylgi
hans?
Betri lokaritgerðir hafa verið
skrifaðar en þessi í Háskóla ís-
lands. En höfundurinn þarf þó
ekki að skammast sín fyrir þetta
verk, það er frambærilegt. I það
hafa að vísu slæðzt nokkrar
ónákvæmnisvillur, bókin „Þjóðar-
búskapur íslendinga" er t.d. nefnd
„Þjóðartekjur íslendinga". En
höfundurinn er efni í raunveru-
legan sagnfræðing, ef hann heldur
samvizkusemi sinni, aflar sér víð-
tækari þekkingar og losnar við
nokkra hleypidóma.
Óhjákvæmilegt að
skerða útsýni við upp-
byggingu borgarinnar
- segir Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar
„ÞESSI bygging hefur bæði verið
samþykkt i skipuiagsnefnd og
borgarráði,” sagði Sigurjón Pét-
ursson. forseti borgarstjórnar, er
Morgunblaðið spurði hann, hvort
veitt hefði verið byggingarleyfi
fyrir húsi Landssmiðjunnar við
Skútuvog.
„Það er ætlunin að inni við
Sundin rísi skipasmiðja í framtíð-
inni og með hliðsjón af því hefur
Landssmiðjunni verið veitt lóð við
Skútuvoginn. Hún mun þá í fram-
tíðinni annast ýmis verkefni,
tengd eða skyld skipasmíðum og
forráðamenn hennar töldu að viss
lágmarkshæð hússins væri nauð-
synleg ef eðlileg starfsemi ætti að
geta átt sér stað þar. Því hefur
þetta verið samþykkt, þó svo að
hæð þess sé nokkru meiri en
annarra húsa við Elliðavog og
Skútuvog."
Nú hefur þú áður mótmælt
byggingum á þessum slóðum,
hvaða munur er á þessu nú og
áður? „Það sem ég mótmælti áður
var áframhald samfellds veggs
húsa, sem rauf útsýni á talsverð-
um kafla. Sú útsýnisskerðing
hefði orðið mun meiri, en það sem
nú er um að ræða.
Það er óhjákvæmilegt að við
uppbyggingu borgarinnar skerðist
útsýni að einhverju leyti, en ég
legg áherzlu á að það verði ekki
byrgt með öllu eins og átt hefur
sér stað við Klettagarða."
Borgarstjórn frestaði afgreiðslu
málsins á fundi sínum síðastliðið
fimmtudagskvöld og ákveðið var
að kynna það Sundasamtökunum,
sem sent höfðu borgarstjórn mót-
mæli vegna þess.
Stuðnings-
yfirlýsing
við fóstrur
Á FUNDI stjórnar Nemendafélag
Fósturskóla íslands var eftirfar-
andi ályktun samþykkt:
Við lýsum yfir eindregnum
stuðningi við aðgerðir fóstra i
kjarabaráttu þeirra og vonum að
aðgerðirnar beri árangur sem erf-
iði. Einnig viljum við taka fram að
þeir nemendur sem útskrifast úr
Fósturskóla íslands í vor munu
ekki ráða sig í fóstrustörf fyrr en
deilan er leyst.
Fyrir hönd Nemendafélags
Fósturskóla íslands.
Anna Árnadóttir.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Tilbeiðsluhús Baha'ia eru tákn um sameiginlegan uppruna allra
trúarbragða. Myndin sýnir líkan af húsi sem Baha'iar eru að byggja á
Indlandi.
Fyrirlestur á vegum
Baha’ia á Hótel Esju
ANNAÐ kvöld mun Adib Taher-
zadeh halda fyrirlestur á vegum
Baha'ia á Hótel Esju (sal 1). í
þessum fyrirlestri, sem hefst kl.
20.15, mun Adib taka til umfjöll-
unar efnið „Tilgangur lifsins".
Adib Taherzadeh er ættaður frá
Persíu. Faðir hans var einn af
fyrstu lærisveinum Baha’u’llah,
höfundar Baha’a-trúarinnar. Adib
er verkfræðingur að mennt og
starfar sem tæknilegur fram-
kvæmdastjóri á trlandi.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku en túlkaður jafnóðum á
íslensku. Að fyrirlestrinum lokn-
um verður fréttaspurnum svarað.
(Fréttatilkynning).
Gestir til
KROSSINN í Kópavogi hefur
fengið til sín gesti sem munu tala
og syngja á samkomum þar
næstu 2—3 vikur. Þetta eru
forstöðumaður Hvitasunnusafn-
aðarins í Lafayette i Louisiana,
Robert Hunt og kona hans. Þau
hjónin eru bæði prédikarar og
syngja saman auk þess sem hann
leikur á trompet.
Fyrsta samkoman verður í
kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30.
Samkomur verða svo á hverjum
degi nema á mánudögum. Hefjast
þær kl. 20.30 nema á sunnudögum
kl. 16.30. Á samkomunum mun
Hunt biðja fyrir sjúkum.
Krossins
Robert Hunt
Wá 111
Kalmar ’81
□ Við höfum nú gjör-
breytt og stækkað
sýningarhúsnæði
okkar í Skeifunni 8,
Reykjavík.
□ Þar er nú veröld inn-
réttinga í vistlegu
húsnæði, sem á sér
enga hliðstæðu hér-
lendis.
□ Hringið eða skrifið
eftir nýjum bæklingi
frá Kalmar.