Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.02.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 21 Eins og fram hefur komið i fréttum er atvinnuástand á Akureyri slæmt um þessar mundir og hefur verið það frá þvi i október. í janúar voru atvinnuleysisdagar 2570 en í sama mánuði í fyrra aðeins 1150. í skýrslu sem vinnumiðlunarskrifstofan á Akureyri hefur unnið kemur fram að 30. janúar hafi 130 manns verið skráðir þar atvinnulausir, þar af 102 karlmenn. í skýrslunni kemur ennfremur fram að talsverður samdráttur hafi orðið í byggingaiðnaði og að slæmt tíðarfar hafi hamlað útivinnu. Morgunblaðið brá sér í heimsókn til Akureyrar nú í vikunni og kom þá í ljós í samtölum við Akureyringa að ástandið væri enn jafn slæmt. Á vinnumiðlunarskrifstof- unni fengust þær upplýsingar að enn væru um 130 atvinnulausir. I samtölum við menn úr byggingaiðnaðinum kom fram að veru- legur samdráttur hafi orðið þar á undanförn- um 3 árum, að nú í fyrsta sinn ættu verktakar óseldar íbúðir frá fyrra ári og stafaði þetta líklega af því að markaður væri nær mettaður og að fólk réði ekki vi vexti og afborganir tengdar húsbyggingum og léti því slíkar framkvæmdir eiga sig. Ýmsir viðmælenda blaðsins töldu að bygg- ingaiðnaðurinn ætti ekki beina sök á atvinnu- leysmu, heldur stafaði það að mestu leyti að því, að nær engin uppbygging eða endurnýj- un iðnaðar og annarrar atvinnu hefði átt sér stað síðast liðinn áratug. Töldu þeir að eina leiðin til að bæta ástandið væri uppbygging verulegs iðnaðar eða stóriðju á Eyjafjarðar- svæðinu, ef svo yrði ekki væru litlar líkur á að hægt væri að vinna bug á atvinnuleysinu. Þá kom það fram hjá Helga Bergs, bæjarstjóra á Akureyri, að bæjaryfirvöld hefðu ekki neinar sérstakar aðgerðir á prjónunum til lausnar vandanum. Viðtölin fara hér á eftir: „Mesta atvinnuleysi síðastliðinn í Slippstöðinni er vinna nokkuð stöðug og þar vinna nú um 300 manns. Hér er verið að vinna að endurbyggingu gamals skips. óeðlilega mikið byggt að undanförnu og því líklegt að um áframhaldandi samdrátt verði að ræða. Komi ekki neitt upp á móti þessum samdrætti hlýtur ástandið að verða jafn alvar- legt í framtíðinni. Ég álít að það sé hlutverk bæjaryfirvalda að leysa þessi mál, það hlýtur að standa þeim næst. Hvert er almennt kaup verk- smiðjufólks? „Almennur iðjutaxti er um 4.000 krónur á mánuði, en þess ber að gæta að nær allir starfsmenn á verksmiðjunum vinna samkvæmt bónuskerfi, sem hækkar launin upp undir 6.000 krónur. Hjá okkur er mjög lítið um yfirvinnu, en algengt er að hjón vinni hér bæði, annað á dagvakt en hitt á næturvakt. Það eru nú alls um 750 manns á launaskrá hjá verksmiðjunum og mun það láta nærri að það séu um 20% af vinnuafli bæjarins, en auk þess eru talsvert margir á launaskrá hjá Kaupfélaginu." Jón Helgason formaður verka- lýðsfélagsins Einingar „Yfirvöld hafa sofnað á verðinum“ „Það er víða svo, að ekkert er aðhafst fyrr en i óefni er komið, eins og atvinnuástandið hér sýnir vel. Þess hefur ekki verið gætt undanfarin ár að byggja upp at- vinnu fyrir framtiðina. Þá hefur verið mikið um atvinnu hér og má i þvi tilefni nefna Slippstöðina og Hitaveitu Akureyrar. Þvi hafa menn sofnað á verðinum, en eru nú að vakna upp við vondan draum. Hér þarf nýjan iðnað, helzt stóriðju til að mæta þeirri miklu fólksfjölg- un, sem orðið hefur á Eyjafjarðar- svæðinu undanfarin ár. Hún skiptir okkur meira máli en menn hafa viljað vera láta og hingað til hafa menn bara afgreitt slíkar hug- myndir með þvi einfaldlega að vera á móti,“ sagði Jón Ilelgason, for- maóur Verkalýðsfélagsins Eining- ar á Akureyri. Hvað veldur atvinnuleysinu annað en þetta? „Það hefur orðið verulegur sam- dráttur í byggingariðnaðinum, árið 1978 var byrjað á 240 íbúðum, en í fyrra aðeins 150. Það er því spurning um það hvort íbúðamarkaðurinn sé ekki orðinn mettur nú. Þetta veldur því að verktakar eiga í fjárhagsörð- ugleikum, sömuleiðis húsbyggjendur og hið opinbera. Þá hefur orðið samdráttur i landbúnaði og hjá Sambandsverksmiðjunum og aukn- ing í fiskvinnslu hefur ekki orðið". Hvernig væri hægt að bæta ástandið? „Það er nú kannski annarra að svara til um það, en ég tel að laga mætti ástandið í byggingariðnaðin- um með því að stjórnvöld veittu meira fé til lagfæringa á gömlu húsnæði. Það drægi úr þörfinni fyrir nýbyggingar, sem að vísu er ekki mikil nú, en veitti þess í stað iðnaðarmönnum vinnu við lagfær- ingarnar. Það þarf að gefa einstakl- ingum betra tækifæri til kaupa á gömlu húsnæði með breyttu formi húsnæðismálstj órnarlána. Atvinna út með firðinum byggist nær eingöngu á fiskvinnslu, sem eins og við vitum, getur verið ótrygg. Því þyrfti að byggja þar upp léttan iðnað, auk þess sem byggja ætti Eyjafjarðarsvæðið upp sem eina atvinnuheild og sjá um að þeir sem árlega koma inn á atvinnumarkað- inn fái tækifæri." Hverjar telur þú atvinnuhorfur í framtíðinni? „Ég er svartsýnn á þær vegna þeirra upplýsinga, sem við höfum fengið um samdrátt í byggingum og framkvæmdum bæjarins. Atvinnu- málanefnd Akureyrar hefúr bent á þá lausn að bærinn reyni að haga framkvæmdum sínum og áætlunum þannig að með því væri hægt að draga úr atvinnuleysinu. Verkalýðsfélagið getur ekkert gert í svona málum, frekar en önnur félagasamtök. Það er verkefni ríkis og sveitarfélaga að fylgjast með atvinnuþróun og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir verulegt atvinnu- leysi og haga framkvæmdum sínum í samræmi við þörfina hverju sinni. Fólk fluttist hingað á uppgangstím- um á síðasta áratug, en nú hefur orðið stöðnun í atvinnuuppbyggingu og koma verður í veg fyrir að hún vari lengi. Segja má að atvinnuleysið 1966 hafi verið lærdómsríkt fyrir sveit- arfélögin, það varð til þess að endurskipulagning atvinnuveganna og mikil uppbygging átti sér stað, en nú hafa menn sofnað á verðinum." Er eitthvað um aðkomumenn í vinnu hér? „Ég held að svo geti ekki verið í neinum mæli, félagsmenn stéttarfé- laganna hér sitja fyrir vinnu, en einhverjir aðkomumenn eru hér við sérhæfð störf." „Tafarlaus uppbygging iðnaðar og stóriðja geta aðeins leyst vandann“ „Ég tel horfurnar i atvinnumál- um hér mjög tvísýnar og min skoðun er að siðan 1972 hafi verið viss stöðnun i atvinnuuppbygg- ingu, 1972 voru 11 fyrirtæki með um 60% mannaflans. en nú eru þau 7. sem eru með 70% svo þetta hefur greinilega þjappast á færri hendur. Ef eðlileg þróun og nægileg þjón- usta á að verða hér i framtiðinni, verður að koma til verulegt átak og það strax.“ sagði Gunnar Ragnars, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i at- vinnumálanefnd Akureyrar. Hvað hefur þú helst í huga? Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að nú er mikill samdráttur í byggingariðnaði, markaðurinn sennilega mettaður auk þess sem fjármögnun beggja aðilja er nú mjög erfið. Stórum framkvæmdum, sem veitt hafa mörgum atvinnu er nú lokið eða að ljúka eins og Kröflu og Hitaveitunni. Það er því ljóst að ekki er hægt að treysta endalaust á timabundnar framkvæmdir, heldur verður að byggja upp varanleg atvinnufyrirtæki. Það er mjög mikilvægt að Eyja- fjarðarsvæðið, sem stendur næst Reykjavíkursvæðinu að möguleikum og landkostum dragist ekki aftur úr þróuninni. Það er ekki hægt að velta fyrir sér staðarvali í fjölda ára. Ráðamenn svæðisins verða að gera upp við sig hvað gera skal og hefjast síðan þegar handa. Bæjarstjórn hef- ur þegar lýst ótvíræðum vilja sínum til uppbyggingar stóriðju eða orku- freks iðnaðar i tengslum við orku- og virkjunarframkvæmdir, en það er ekki nóg, það þarf að gera eitthvað og það eins fljótt og mögulegt er. Vilji heimamanna verður að vera ótvíræður og í framhaldi þess verður að gefa málunum gaum. Siðan kem- ur til vilji stjórnvalda. Við eigum tvær auðlindir, hafið og orkuna og athyglin hlýtur að beinast að orkunni, ef halda á uppi sómasam- legu þjóðfélagi hér á landi og því er þetta einnig mál allra landsmanna. Það verður að vega og meta hlutina, undirbyggja síðan vel, en þetta mál hefur verið í athugun í 10 ár og því ætti að vera hægt að hefjast handa, ef viljinn er fyrir hendi.“ Gunnar Ragnars, fulltrúi í at- vinnumálanefnd Akureyrar. áratug“ „Ég hef unnið hér á vinnumiðl- unarskrifstofunni i rúm 10 ár og það er óhætt að segja að ástandið hefur ekki verið jafnslæmt siðan árin 1969 og '70. Það er ákaflega þreytandi að þurfa að standa i því í langan tima að láta marga fara bónleiða frá sér, það tekur alltaf verulega á mig, svo þctta hefur verið anzi þreytandi tími undan- farna mánuði." sagði Heiðrekur Guðmundsson á Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar. „Það er sennilega margt sem veldur atvinnuleysinu, þetta er að einhverju leyti árstíðarbundið, veður hafa hamlað útivinnu, talsverður samdráttur hefur orðið í byggingar- iðnaðinum og verktakar hafa ekki getað selt allar ibúðir sínar frá því í fyrra og eiga því minna fé en ella til framkvæmda í ár. Það hefur verið nokkuð um það áður, að ungir karlmenn fara út á land til vinnu í verbúðum og í sjómennsku, en ótryggt ástand á því sviði hefur valdið því að þeir hafa beðið átekta og því lítið um slíkt enn sem komið er. Þá ber þess að gæta að talsverðar hitaveituframkvæmdir hafa verið undanfarin ár, en er farið að draga úr þeim og þegar þeim lauk í haust komu margir karlmenn á skrá hjá okkur þar sem enga vinnu var að fá annars staðar í bænum. Þá hafa Sambandsverksmiðjurnar átt í nokkrum erfiðleikum og orðið að segja upp einhverju fólki." Telurðu að úr rætist á næstunni? „Ég er efins um það, nema að gripið verði til einhverra verulegra aðgerða á næstunni. Fiskvinnslan bjargar ekki þessum vanda, til þess Heiðrekur Guðntundsson á vinnu- miðlunarskrifstofu Akureyrar. er hún of lítill hluti atvinnulífs hér og ég er hræddur um að það verði erfitt fyrir skólafólk að fá vinnu í sumar, verði ekki verulegar breyt- ingar á atvinnumarkaðinum. Það koma higað allt að 130 manns til skráningar á hverjum degi og stór hluti þeirra eru ungir menn og það er langt síðan svo hefur verið. Þá erum við nú í fyrsta skipti í 10 ár með menn úr byggingariðnaðinum á skrá.“ Kemur raunverulegt atvinnuleysi fram við skráninguna? „Nei, það eru eflaust nokkuð fleiri atvinnulausir, en þar kemur fram. Það er ýmislegt, sem veldur því eins og hámarkstekjur maka, en þær mega ekki vera meiri en 7 milljónir gkr. Þá er líklegt að menn gangi með uppsagnarbréf í vasanum og eigi uppsagnirnar eftir að koma til framkvæmda, svo reikna má með nokkru meira atvinnuleysi, en skráð er.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.