Morgunblaðið - 21.02.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981
25
ytingar
i stofn-
' verið“
ígin á myndinni eru Jón Olsen, Kristján
'orsteinn Gislason og Davíð Ólafsson. Már
Jogason, borsteinn Jóhannesson, Eyjólíur
vinnu og skoðanaskipta. Þetta hefur
líka orðið til þess að stofnanir
þessar hafa með að gera, auk
ráðgjafarstarfsins, framkvæmdir
ýmissa málaflokka, þar sem at-
vinnuvegurinn sjálfur á mest undir
að árangur verði sem skjótastur og
beztur. Með þessu er hagnýtt
reynsla þeirra manna, sem sjálfir
stunda útgerð, sjómennsku og fisk-
vinnslu."
í lok ræðu sinnar fór Már Elísson
nokkrum orðum um þá tvo menn
sem stjórn Fiskifélagsins útnefndi
sem heiðursfélaga í gær. Sagði Már
þá m.a.
„Davíð var forystumaður Fiski-
félagsins frá 1940—1967 á umbrota-
tímum bæði í okkar þjóðlífi og í
alþjóðamálum. Átti hann drjúgan
þátt í að móta stefnu í sjávarút-
vegsmálum með störfum sínum
bæði innanlands og utan og stóð í
fylkingarbrjósti á hafréttarráð-
stefnum 1908 og 1960. Þarf ekki að
útlista það nánar, þótt einungis sé
minnzt á þann þátt.
Lúðvík Kristjánsson ritstjóri
Ægis frá 1937—1954, hefur með
ritstörfum sínum hafið sögu sjávar-
útvegsins og raunar margra aðra
þætti atvinnusögu okkar í annað
veldi. Þarf ekki annað en að benda á
hið einstæka afrek, sem hann hefur
unnið með ritun íslenzkra sjávar-
þátta."
frá vinstri: Hálfdán Einarsson, Einar
Páll Halldórsson, Þórhallur Ásgeirsson
Ljósm: Kristinn Óiafsson
Gunnar Bjarnason listmálari:
Opnar aðra einkasýningu
sína í Norræna húsinu í dag
GUNNAR Bjarnason listmálari
opnar i dag málverkasýningu í
kjallara Norræna hússins í
Reykjavík. Sýningin verður
opin kiukkan 14 til 22 alla
daga, og stendur til 8. mars
næstkomandi. Þetta er önnur
einkasýning Gunnars, fyrsta
einkasýning hans var fyrir um
það bil tíu árum. Þá hefur hann
tekiðþátt í þremur samsýning-
um FIM, og þrisvar hefur hann
sýnt á samsýningum leik-
myndateiknara, en Gunnar var
um tuttugu ára skeið leiktjalda-
málari við Þjóðleikhúsið.
Á sýningunni í Norræna hús-
inu eru 64 verk, olíumálverk,
Þessi mynd var tekin í kjallara
Norræna hússins í gær, þar sem
unnið var að uppsetningu sýn-
ingar Gunnars Bjarnasonar.
Hér er Gunnar við eitt
verkanna á sýningunni.
pastel- og kolamyndir. Þetta er
sölusýning, og eru flest verkin til
sölu. Gunnar sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í
gær, að verkin á sýningunni
væru máluð á tímabilinu frá
1975, en flest þó á þessu ári og
einkum á árinu 1980. Myndirnar
eru fjölbreytilegar að formi,
stílfært landslag, stemmnings-
myndir, abstraktmálverk og
fleira.
Gunnar lærði í þrjú ár leik-
tjaldamálun í Þjóðleikhúsinu,
þar sem hann starfaði í tuttugu
ár sem fyrr segir, en jafnframt
því námi sótti hann kvöldnám-
skeið í Myndlista- og handíða-
skólanum einn vetur. Þá var
hann í eitt ár í myndlistarnámi í
Stokkhólmi. Undanfarin sjö ár
hefur hann rekið eigin vinnu-
stofu, þar sem hann auk listmál-
unar vinnur að uppsetningu sýn-
inga, teiknar innréttingar og
fleira. Gunnar kvaðst fyrst og
fremst hafa verið að leita að
tilbreytingu er hann hætti hjá
Þjóðleikhúsinu, og í myndlist-
inni kvaðst hann hafa meira
frelsi til listsköpunar en í leik-
tjaldagerð; þar yrði málarinn að
hafa samvinnu við og fara að
óskum leikstjóra, höfunda og
fleiri aðila, auk þess sem sviðið
og leikritin sjálf settu ákveðinn
ramma um hvert verk. í listmál-
uninni nú hefði hann meira
frelsi.
Gunnar sagðist vera ánægður
með að sýna í Norræna húsinu,
svo fremi sem myndirnar væru
ekki mjög stórar. Fremur lítil
lofthæð gerði það að verkum að
ekki væri heppilegt að setja þar
á veggi mjög stór málverk.
Um málaralist á íslandi al-
mennt í dag, sagði Gunnar, að
hann teldi Islendinga fylgjast
mjög vel með því sem væri að
gerast erlendis, svo sem í New
York, á meginlandi Evrópu og í
Skandinavíu. Landið lægi vel við
þessum heimshlutum að mörgu
leyti, hingað kæmu oft sýningar
og Islendingar ferðuðust til um-
ræddra landa til að fylgjast með
því sem væri að gerast. Gunnar
kvaðst ekki vilja segja um hvar
nákvæmlega væri mest um að
vera þessa stundina, en víst væri
þó að mjög mikið væri að gerast
í New York, þar sem væri
gífurleg breidd í sýningum og
listsköpun. Þá mætti einnig
nefna aðra og fjarlægari staði,
sem íslendingar hefðu lítil kynni
af, svo sem Sao Paulo og fleiri
borgir.
AH
Landssamtök iðnaðarmanna:
Gróíleg mismunun í lánafyrir-
greiðslu byggingarsjóðanna
HÖRÐ gagnrýni kemur fram á Landssamtök iðnaðarmanna
stefnu stjórnvalda í húsnæðismál- efndu til á föstudag. í fjárlögum
um í fréttatilkynningu er lögð sé gert ráð fyrir að ráðstöfunarfé
var fram á blaðamannafundi sem Byggingarsjóðs verkamanna ti-
Erlendur gjald-
eyrir hækkaði
um 54,3% 1980
GJALDEYRISSTAÐA bankanna
batnaði á árinu 1980 um 27,6
milljarða gkróna, reiknað á
gengi í árslok, en reiknað á sama
gengi varð batinn 1979 meiri, eða
29,7 milljarðar gkróna. Af þess-
um 27,6 milljörðum gkróna er
staða Seðlabankans 25,9 milljörð-
um gkróna betri í árslok 1980 en
1979 og staða viðskiptabankanna
batnaði um 1,7 milljarða gkróna
á árinu 1980.
I frétt Seðlabankans um bráða-
birgðayfirlit yfir þróun greiðslu-
jafnaðar og gjaldeyrisstöðu á ár-
inu 1980 segir svo um gengis-
þróunina:
„Frá ársbyrjun til ársloka 1979
hækkaði gengi erlendra gjald-
miðla um 26,5%. Hækkun árs-
meðaltals 1979 yfir ársmeðaltal
1978 var þó nokkru meiri eða
33,9%. Frá ársbyrjun 1980 til
ársloka hækkaði gengi erlendra
gjaldmiðla um 54,5% gagnvart
íslenskri krónu, en það þýðir
35,2% lækkun krónunnar. Fyrstu
þrjá mánuði ársins var lítil breyt-
ing á gengi krónunnar, en 31. mars
var gengið lækkað í einu skrefi um
3% og eftir það var um að ræða
stöðugt og nokkuð jafnt gengissig.
Ársmeðalgengi íslensku krónunn-
ar lækkaði gagnvart erlendum
gjaldmiðlum á árinu 1980 um
27,4% miðað við árið áður, sem
jafngildir 37,8% hækkun á erlend-
um gjaldmiðlum gagnvart ís-
lenskri krónu. Meðalgengi Banda-
ríkjadollars gagnvart íslenskri
krónu var á árinu 1980 36,0% yfir
meðalgengi 1979, sem samsvarar
26,5% lækkun á gengi krónunnar
gagnvart dollar."
faldist en fyrirsjáanlegt sé að
útlánageta Byggingarsjóðs ríkis-
ins aukist aðeins úr 22 milljörð-
um i 30 milljarða. Þannig sé enn
þrengt að byggingarstarfsemi
einkaaðila sem hefði þó búið við
þröngan kost áður.
Þá gagnrýnir Landssamband
iðnaðarmanna þann mikla mis-
mun sem er á lánafyrirgreiðslu úr
þessum sjóðum og hvernig láns-
fjárþörf er metin. í frétta-
tilkynningunni segir: Annars veg-
ar eru þeir sem uppfylla sett
skilyrði til kaupa á íbúð í verka-
mannabústöðum. Þeir fá 90 pró-
sent lán. Skilyrðin eru þau að eiga
ekki íbúð fyrir tekjur undir vissu
lágmarki. Hins vegar eru þeir sem
ekki uppfylla þessi skilyrði. Þeim
skal nægja um 20 prósent lán.
Svona ósveigjanlegt kerfi þar sem
menn eru dregnir í dilka miðað við
einhverja eina tölu í tekjustigan-
Ulll vcci 1 c
K/x unicgi. i im^uuuuu
lénsríki þar sem þegnarnir skipt-
ust í tvo hópa, hina fátæku og
hina ríku. Svo er hins vegar ekki
málum háttað á íslandi á tuttug-
ustu öld — sem betur fer — að
kerfi þetta geti talist heppilegt
eða réttlátt. Augljóst er að harla
litlu máli skiptir fyrir eignalaust
fólk, sem ætlar að byggja, hvort
árstekjur þess eru milljón hærri
eða lægri, þegar byggingarkostn-
aður skiptir tugum milljóna. Hjá
þeim sem eru svo „óheppnir" að
vera fyrir ofan sett tekjumörk
liggur beinast við að draga úr
vinnu og uppfylla þannig sett
skilyrði. Engu er líkara en höfund-
ar þessa kerfis hafi aldrei heyrt
getið um kerfi stighækkandi
tekjuskatts. Hefði ekki verið í lófa
lagið að koma á hliðstæðu kerfi
fyrir húsnæðislánin, þar sem láns-
hlutfallið færi stighækkandi eftir
því sem menn hefði minni efni.
Viðskiptajöfnuður við út-
lönd óhagstæður um 32
milljarða gkróna 1980
ÞJÓNUSTUJÖFNUÐUR við út-
lönd varð óhagstæður um 42,8
milljarða gkróna á siðasta ári,
sem er um 20 milljörðum gkróna
óhagstæðara en árið áður. Vöru-
skiptajöfnuður varð hins vegar
hagstæður um 10,8 milljarða
gkróna, sem er um tveimur millj-
örðum gkróna óhagstæðara en
árið áður. Þvi er áætlað, að
viðskiptajöfnuður við útlönd
1980 hafi orðið óhagstæður um 32
milljarða gkróna, sem er um 2,5%
miðað við þjóðarframleiðslu. Ár-
ið 1979 var þetta hlutfall 0,9%.
Útflutningur 1980 nam 445,9
milljörðum gkróna, sem var 16,2%
aukning frá árinu áður, en inn-
flutningur nam 435,1 milljarði
gkróna, sem var 17,2% aukning
frá fyrra ári. Aukning innflutn-
ings varð því heldur meiri en
útflutningsaukningin og segir í
frétt Seðlabankans um bráða-
birgðayfirlit yfir þróun greiðslu-
jafnaðar og gjaldeyrisstöðu á ár-
inu 1980, að í þeim mún vegi
þyngst stóraukinn flugvélainn-
flutningur, en skipa- og flugvéla-
innflutningur nam 24,5 milljörð-
um gkróna í fyrra, en 17,5 millj-
örðum gkróna árið 1979.
í hallanum á þjónustujöfnuði
munar mest um óhagstæða þróun
samgangna og auknar vaxta-
greiðslur, segir í frétt Seðlabank-
ans.
Alls er talið að innkomin löng
erlend lán hafi numið 105 millj-
örðum gkróna á árinu 1980 og
afborganir 42 milljörðum gkróna,
þannig að nettóaukning langra
erlendra lána varð um 63 milljarð-
ar gkróna, en reiknað á sama
gengi varð aukningin 44 milljarð-
ar gkróna árið 1979. Áætlað er að
jöfnuður á öðrum fjármagns-
hreyfingum hafi orðið óhagstæður
um 4 milljarða gkróna, þannig að
fjármnagnsjöfnuður í heild hafi
verið hagstæður 1980 um 59 millj-
arða gkróna.