Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 30
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? 30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 NORRÆNA IIÚSIÐ Arnaldur Arnarson á Háskólatónleikum í daK verða haldnir i Norræna húsinu (jórðu Háskólatónleikar vetrarins ok hefjast þeir kl. 17.00. Arnaldur Arnarson Flytjandi er Arnaldur Arnarson gitarleikari. Á efnisskránni er einungis tónlist frá Rómönsku Ameríku sem samin var á þessari öld og eru öll verkin upphaflega samin fyrir gítar. Flutt veröa verk eftir Heitor Villa-Lobos, Manuel Maria Ponce og Agustin Barrios Mangore. Þessi þrjú tóns- káld eru meðal merkustu gítarhöf- unda Rómönsku Ameríku og hafa þeir haft mikil áhrif á gítartónlist og aukið mjög virðingugítarsins. Arnaldur Arnarson lauk prófi í gítarleik 1977 frá Tónskóla Sigur- sveins og var kennari hans þar Gunnar H. Jónsson. Síðan 1978 hefur hann verið við framhaldsnám í Manchester á Englendi og eru kennarar hans þar Gordon Cross- key og George Hadjinikos. Arnald- ur hefur haldið nokkra tónleika í Reykjavík og á Akureyri auk þess sem hann hefur komið fram í hljóðvarpi og sjónvarpi. KJARVALSSTAÐIR Vinnan - fólkiö - landið Um helgina lýkur sýningu Guðmundar Ármanns og Sigurð- ar Þóris, „Vinnan — fólkið — landið“, sem staðið hefur frá 7. febrúar i vestursal Kjarvals- staða. Á sýningunni eru um 90 myndir, málverk, grafík og teikningar. Þessi sýning hefur þá sérstöðu, eins og nafnið bendir til, að meginhluti verkanna sýnir fólk við vinnu, í fiskvinnslu, uppskip- un, verksmiðjuvinnu, skipasmíði o.fl. Einnig eru á sýningunni nokkrar landslagsmyndir. í dag um kl. 16 koma nokkrir félagar úr Vísnavinum í heimsókn á sýninguna og taka lagið, en sýningunni lýkur annað kvöld eins og fyrr segir. LEIKLISTARFÉLAG MII „Til hamingju með afmælið Wanda June“ Annað kvöld verður siðasta sýn- ing Leiklistarfélags Menntaskól- ans við Hamrahlíð á leikritinu _Til hamingju með afmælið Wanda June“ eftir handariska háðfuglinn og rithöfundinn Kurt Vonnegut Jr. og hefst sýningin kl. 20 i hátíðarsal MH. Kurt Vonnegut er þekktur fyrir skáldsögur sínar sem einkennast mjög af miklu og sérstæðu hug- myndaflugi. Hann hlaut fyrst rit- höfundarfrægð með skáldsögu sinni „Slaughterhouse 5“ en hún byggist öðrum þræði á reynslu þeirri er hann hlaut sem þýskur stríðsfangi, er hann varð vitni að eyðingu Dresden í síðari heimsstyrjöldinni. NÝLISTASAFNIÐ Gjörninga- vika Um þessar mundir stendur yfir _Gjörningavika“ i Nýlistasafninu við Vatnsstig. Fyrsti gjörningurinn fór fram á fimmtudagskvöld og var þar að verki ólafur Lárusson. í kvöld eru það Bjarni Þórarinsson og Halldór Ásgeirsson sem flytja gjorninginn. en síðan taka aðrir við næstu f jögur kvöld. „Með orðinu performance er átt við hugtak sem undanfarið hefur verið nefnt gjörningur og felur í sér athöfn, óháða tíma, efnisnotkun og umfangi, athöfn einnar manneskju eða fleiri. Performansinn kemur í kjölfar hinna svokölluðu happen- ings, sem var lítt undirbúin athöfn, þar sem tilgangurinn var að aðhaf- ast eitthvað á ákveðnum stað, oft með einhverja aðskotahluti eða efni úr heimi velmegunar, gjarnan í hópum. Þessar uppákomur voru mikiðiðkaðar uppúr bandarísku „ab- síðan hefur hann sent frá sér hverja skáldsöguna af annarri sem hlotið hafa hinar bestu viðtökur. Þetta leikrit er eina leikrit höf- undar. í því tekur hann fyrir Odysseifs-minnið um týndu hetjuna er snýr heim. í verkinu er hún prsónugerð í bandaríska atvinnu- hermanninum og auðkýfingnum Harold Ryan. í fjarveru hans hefur kona hans orðið sér úti um tvo vonbiðla, ryksugusölumann og „hýr- an“ lækni, en hann er jafnframt friðarsinni, hinn andstæði póll við Ryan. Einnig víkur sögunni til himnaríkis, þar sem við kynnumst Mildred Ryan, þriðju konu Harolds, þýskum nasistaforingja, og Wöndu litlu June. ólafur Lárusson: Úr gerningi 4. október 1979. strakt-expressionisku" byltingunni á sjötta áratugnum. Þróunin verður síðan, að athöfnin einfaldast í umfangi sínu og verður hnitmiðaðri, samfara þeirri áherzlu sem conceptual-listtímabilið á átt- unda áratugnum leggur á hreina hugmyndlist og hefur í sér fólgna tilhneigingu til einföldunar." ÞJÓÐLEIKIIÚSIÐ Nágranninn tekur slag með Willy Loman (Árni Tryggvason og Gunnar Eyjólfsson). Frumsýnir leikrit- ið „Sölumaður deur“ í kvöld frumsýnir Þjóðleikhús- ið hið víðfræga leikrit Arthur Millers, Sölumaður deyr. Dr. Jónas Kristjánsson hefur þýtt leikinn. Áskell Másson hefur samið tónlist fyrir sýninguna, Þórhallur Sigurðsson er leik- stjóri, leikmyndina gerir Sigur- jón Jóhannsson. Dóra Einars- dóttir sér um búningana og Kristinn Daníelsson sér um lýs- inguna. Það er Gunnar Eyjólfsson sem leikur sölumanninn Willy Lom- an, en leikritið lýsir lífi hans og því hvernig hann reynir að réttlæta sig þegar honum finnst hann vera útskúfaður. Margrét Guðmundsdóttir leikur eiginkon- una Lindu og Hákon Waage og Andri Örn Clausen leika synina Biff og Happy. Þá eru stór hlutverk í höndum Randvers Þorlákssonar. Bryndísar Péturs- dóttur, Árna Tryggvasonar og Róberts Arnfinnssonar. Leikritið „Sölumaður deyr“ hef- ur verið sýnt oftar og víðar í veröldinni en flest önnur leikrit sem samin hafa verið á síðustu áratugum. Og þetta er í annað sinn sem Þjóðleikhúsið tekur verkið til sýninga, en það var áður á fjölunum árið 1951 í uppfærslu Indriða Waage. — önnur sýning á Margeir hefur enga trú á _pat- entlausnum“, nema ef vera skyldi þeirri að drekka sig fullan (Gisli Alfreðsson). Sölumaður deyr verður annað kvöld. Fáar sýningar eftir á „Líkamanum“ Annað kvöld verður sýning á leikriti James Saunders Líkaminn — annað ekki á Litla sviði Þjóð- leikhússins og eru aðeins örfáar sýningar eftir. Sýning þessi fékk mjög lofsamlega dóma allra gagn- rýnenda og einkum fengu leikar- arnir fjórir Gísli Alfreðsson, Kristbjörg Kjeld, Steinunn Jó- hannesdóttir og Sigmundur Örn Arngrímsson, mikið lof fyrir frammistöðu sína. Leikstjóri er Benedikt Árnason, Jón Svanur Pétursson gerir leikmyndina, Páll Ragnarsson sér um lýsinguna og örnólfur Árnason hefur þýtt leik- inn. Leikritið segir opinskátt frá tvennum hjónum sem áður fyrri voru mjög nánir vinir, en hittast nú aftur eftir margra ára aðskiln- að og eiga ekki lengur ýkja margt sameiginlegt. Það er ekki vert að rekja nánar efni leiksins, því atburðarásin er spennandi og sjón er sögu ríkari. Kunna vel að meta þessa uppsetningu Tvær til þrjár sýningar hafa verið undanfarnar helgar á leik- gerð Árna Ibsens á Oliver Twist eftir Charles Dickens, en um þessa helgi er aðeins ein sýning, á morgun kl. 15.00 og er það vegna frumsýningarinnar á „Sölumann- inum“. Ekki þarf að fjölyrða um söguna af munaðarleysingjanum Oliver Twist, svo kunn er hún, en það hefur komið í ljós að íslenskir' leikhúsgestir kunna vel að meta þessa sviðsetningu á efninu. ALÞÝÐlILEIKIll S Þrjár sýningar á „Kóngsdótturinnt Um helgina verður Alþýðuleik- húsið með þrjár sýningar á „Kóngsdótturinni sem kunni ekki að tala“, í dag kl. 15 og á morgun kl. 15 og 17. Þá verður „Stjórnleysingi ferst af slysför- um“ á fjölunum i Hafnarbiói annað kvöld kl. 20.30. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningum Alþýðuleikhússins í Hafnarbíói og virðist sem stærra húsnæði leikhússins laði til sín fleiri áhorfendur. Um helgina fjöl- menna Grindvíkingar á Kóngs- dótturina en um síðustu helgi voru Hvergerðingar gestir á barnasýn- ingunni. Að sögn forráðamanna Alþýðuleikhússins er mikil stemmning í salnum þegar 300 áhorfendur fylgjast með viðureign biðlanna Vilfreðs og Alfreðs við Drekann ógurlega en það er há- punktur sýningaririnar. „Sálin hans Jóns míns“ er á fjölunum hjá Leikbrúðulandi á morgun og hefst sýningin kl. 15 að Frikirkjuvegi 11. Leikstjóri er Briet Héðinsdóttir en Messiana Tómasdóttir gerði brúður og leiktjöld með aðstoð Leikbrúðu- lands. Davíð Walters sá um lýsinguna. Margir þekktir leikar- ar Ijá brúðunum raddir sinar. IILÍÐARENDI Léttklass- ískur söngur á konudagskvöldi Annað kvöld mun matargestum veitingastaðarins Hlíðarenda gef- ast kostur á að hlýða á hjónin Sieglinde Kahman og Sigurð Björnsson syngja léttklassísk lög frá ýmsum löndum. Undirleikari verður Agnes Löve. Tónleikar í Njarö víkurkirkju Á morgun verða þriðju reglu- legu tónleikar í Ytri-Njarðvíkur- kirkju á þessum vetri, og hefjast þeir kl. 15. Þar koma fram þau Ragnheiður Guðmundsdóttir söng- kona og Jónas Ingimundarson pianóieikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.