Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 Jón Þ. Árnason: Lífriki og lífshættir LXI Spurningin er: Hvar birtist brjóstum- kennanlegt hugsunarlegsi með ömur- legri hætti en í viðstöðulausum náttúruníðingsskap núlifandi kgn- slóða? Innanrýr, en þeim mun öfga- fyllri áróður, sem allt fram á miðjan nýliðinn áratug heillaði til almenns átrúnaðar á almætti tækniframfara og óstöðvandi hagvöxt, hefir skyndilega orðið fyrir þungu andstreymi. Flestum að óvörum og þess vegna óvið- búnum. Að íhuguðu máli sætir engri furðu þó að þar að kæmi. Ýmsir samvizkusamir raunsýn- ismenn höfðu um alllangt skeið lagt rækt við að vekja athygli á þeirri staðreynd, að hvorki höf- uðstóll né sköpunarþróttur nátt- úruríkisins fengi svalað velmeg- unarþorsta mannkyns, er hafði gefið sig á vald draumórum um fyrirhafnarlaust sældarlíf í harðbýlum heimi. Ofurmannleg afrek vísinda- manna og tæknisnillinga hafa að vísu átt drjúgan þátt í að glepja menn og múg til trúarofstækis á, að allsnægtalandið biði handan næsta leitis. Mestan hlut að stigmögnun glapsýnarinnar hafa hins vegar átt hégómagjarnir miðlungsmenn, oftar en ekki skoðanaslappir eða frjálslyndir og drenglyndir í slöku meðallagi, sem hafa haft gott lag á að smjaðra sig inn á nægilega mörg atkvæði til þess að geta krækt sjálfum sér í peninga og vegtyll- ur. Vinstrivegir lokast Nú nálgast skuldadagar — bæði hér og þar. Alls staðar sýnir sig, að kenningar marx- og markaðstrúaðra um að peningar væru lykill lífshamingju voru og eru rugl. Um það getur hver og einn sannfærzt með því einu að líta framan í eða eiga stutt samtal við einhvern, sem hefir lagt sig allan fram um að „safna fjármunum á jörðu" meira en góðu hófi gegnir, ellegar með því að líta í eigin barm. Það hefir því sannazt, að manneskjunni er ekki ætlað það hlutskipti af örlaganna hálfu að lifa af draumsýnum og tálvonum, held- ur að sjá sér og sínum farborða „í sveita síns andlitis" eins og líka stendur skrifað í merkri bók, er hefir marga vísdóms- perlu að geyma og margsinnis fleirum hefir orðið hjálpræði, þegar allt hefir virzt um þrotið. Með þessu vildi ég ekki sagt hafa, að heiðarleg viðleitni til þess að efnast sé neitt, sem ástæða er til að bera kinnroða fyrir. Hitt á ég aftur á móti mjög eindregið við, að fjarstæða sé að ímynda sér, að það sé á færi nema fárra, og ekkert minna en óhræsisháttur á hæsta stigi að reisa heil hugmynda- bákn, s.s. liberalisma og sósíal- isma, á því að telja saklausu fólki trú um, að allir geti orðið ríkir — og það m.a.s. fljótt. Jafnvel þó að hugsanlegt væri, þá hlýtur sérhver meðalgreind manneskja að geta á svipstundu gert sér í hugarlund, hvers konar heljarstrik hefði þar með verið dregið yfir mannlega til- vist á jörð. Þótt hræmulegt sé til frásagn- ar, hafa samt sem áður sjúkl- ingar, haldnir slíkum órum, ótrúlega oft komizt til áhrifa og látið verulega til sín taka. Lík- lega er eftirminnilegasta dæmið úr síðari tíma sögu drykkfelldur sluddi í Chile, Allende að nafni. Einnig hann skjögraði til og frá í alþýðubandalagi sínu undir lausnarorðinu: „Viljinn (til sósí- alisma) er allt, sem þarf,“ og auðnaðist ekki að leita sér við- eigandi meðferðar í tæka tíð, heldur flýði á náðir blýkúlunnar, þegar allir landar hans voru komnir á vonarvöl eftir stutta en hraða jöfnunargöngu. Örlagarík vegamót Þegar fyrir um 200 árum hafði stórmennið v. Goethe spurt sam- ferðarfólk sitt: „Ánægður? Hver er eiginlega ánægður?“, og hefir líklega átt við varanlegt lífslán venjulegs borgara. Sá, sem með góðri samvizku getur gefið jákvætt svar við þessari spurningu í lok vinstri- aldar, mun án efa vera vand- fundinn. Enda þótt — kannski alveg sérstaklega vegna þess — að nálega allir hafi meira í kringum sig, hafi hærri tékjur, veiti sér meira í mat og drykk og eyði á báða bóga af meira kæruleysi en nokkru sinni fyrr, gerist spurningin um lífsham- ingju okkar og framtíð stöðugt nærgöngulli. Ottinn við að ekki verði lengur unnt að fljóta með straumnum eins og dauður fisk- ur, farga gjöfum lífríkisins af vélrænu miskunnarleysi hér eft- ir sem lengst af áður og lifa á loforðum „stjórnmálamanna", er tekin að leggjast á milljónatugi kosningakroppa af fargþunga. Og vissulega fleiri. En þeir eru ekkert hissa. Þeim var fyrir löngu ljóst, að leiðir vinstri- mennsku liggja út í ófærur, að lagvopn lyginnar slævast með tímanum og endurtekin svik reynast slitgjarnir skildir. Á banastund tálsýnarinnar verður því að vakna heilbrigð lífsvon og nýtt markmið að komast í sjónmál, en það þýðir: Vesturlandabúar verða að hefja leit og finna leið til að lifa hamingjusömu lífi án þess að níðast á náttúruríkinu og fremja frekari spjöll á því en þegar er orðið. Enginn ætti að falla í þá freistni að búast við skjótum árangri. Mengun hugarfarsins hefir náð fastari tökum en svo, að til þess geti legið rökstuddar ástæður. Ovægin gagnrýni á ríkjandi lífshætti og þjóðfé- lagsskipan, ítrekuð æ ofan í æ, hlýtur þess vegna að verða eitt höfuðskilyrða þess, að jarðvegur myndist fyrir viðnámsviðhorf. Þá fyrst, þegar augum verður ekki lengur lokað fyrir, hversu tæpt er staðið, og heilmörgum heilögum kúm hefir verið slátr- að, má vænta yfirbóta og mögu- leika til að endurreisn geti hafizt. Næstum víst má og telja, að í þessum efnum verði raunin sú sama og víðast hvar annars staðar eins og reynslan kennir, að til þess að skilja verði menn að skynja og til þess að skynja þurfi menn því miður alltof oft að finna sárlega til. segja til sín. Deilur um grænlenzka fiska Eitt nærtækasta dæmið í þeim efnum, eru langvarandi deilur um aðþrengda, grænlenzka fiska, e.t.v. síðustu tittina. Henni hefir í bili lyktað með því, að EBE-ríkin, einhver auðugasta efnahagssamsteypa í heimi, hef- ir ekki talið sér fært að sýna einni snauðustu þjóð í heimi þann örlætisvott að Iáta henni eftir nýtingu fiskimiða við land sitt. Rangt væri að ætla, að EBE- menn væru fullir óvildar í garð Grænlendinga eða vildu ólmir fara gegn þeim með stríði eða lögleysum. EBE-þjóðir taka bara einfaldlega ekkert tillit til þeirr- ar staðreyndar, að lífríkið megn- ar ekki að fullnægja kröfum sífellt afkastameiri veiðitækni um hraðari uppvöxt sjávardýra- tegunda, sem þurfa nákvæmlega sömu skilyrði og jafnlangan tíma og fyrir 10.000 árum til að ná nýtingargildi. Hvorki stór- virkari veiðitæki né hert sókn gegn þeim fá neinu breytt um það. Ef sjósókn og veiðitækni laga sig ekki möglunarlaust að lög- málum sjávar og sjávarlífs, get- ur ekkert hindrað að meðalstærð og meðalþyngd veiddra fiska minnkar og lækkar ár frá ári, unz ekkert verður eftir til að láta í skiptum fyrir benzín á bíla sjómanna í „velferðarríkjum", er enn líta á haf- og fiskifræðinga sem grimmustu óvini sína. Átökin um síðustu fiska Grænlandsmiða eru langt frá að vera einsdæmi. Þau eru máski ekki heldur alvarlegasta ógnun- in, sem að dýralífinu steðjar af völdum ofátstilhneiginga kjara- baráttu- og hraðgróðakappa. Svo að segja hvaðanæva berast frétt- ir um dýrategundir, er jafnt og þétt færast ofar á útrým- ingarskrá „velferðarríkisins": hvalir, fuglar, fílar og fjöldi annarra þegna lífríkisins virðast muni lenda í botnlausum félags- málapokum þess. Af ákaflega eðlilegum ástæð- um, ef leyfilegt er að nefna nokkuð „eðlilegt" í tengslum við vinstraríkið. Botnlaust gímald Vinstraríkið er óseðjandi, samrunakerfi kapitalisma og sósíalisma, sem sumir vilja nú kalla frjálshyggju og félags- hyggju, hefir runnið skeið sitt á enda, svo og hvor isminn fyrir sig, með þeim mun þó, að kapítalisminn gerði það með sóma, en sósíalisminn með harmkvælum. Samrunakerfið ber ekki við að leita annars en gálgafrests. Einu úrræðin, sem það þekkir til að ná þeim „árangri" eru látlausar tekju- og eignatilfærslur á milli þegnanna, en þó einkum úr vösum þegnanna í eigin sjóði, sem oftast eru notaðir af handa- hófi til að kaupa stundarfrið af ófyrirleitnum samsærishópum, er aldrei skeyta hót um annað en þrengstu eiginhagsmuni. Hagskýrslur eru reyndar ekki, og geta ekki orðið, neinn alls- herjarúrskurður um rétt eða rangt, gott eða illt, enda ekki tilgangurinn með gerð þeirra. Þær gefa þó afar oft áreiðanlegri og lærdómsríkari vottorð um andlegt og sálrænt heilsufar þeirra, sem þær ná til, en almennt er álitið. Á stundum segja þær stór- merkilega sögu. Það gerir t.d. eftirfarandi vitnisburður úr nýjustu skýrsl- um EBE að því er varðar hundraðshlutavöxt skatta- og fé- lagspakkaálagna í greindum ríkjum á árunum 1960—1980 miðað við brúttó þjóðarfram- leiðslu: 1960 1980 ttalía .. 31% 37% England .. 32% 41% írland .. 25% 42% V.-Þýskaland .... .. 35% 43% Belgia ... 28% 45% Frakkland ... 36% 46% Luxemburg .. 34% 53% Danmörk ... 28% 53% Holland ... 34% 57% Til þess að standa undir því- líkum ofvexti, sem að mestu má rekja til kosningaloforða „stjórnmálamanna" og þar af leiðandi kröfugerða þegnanna um að eitthvað af þeim verði efnt, finnast venjulega ekki aðr- ar færari leiðir en að ausa úr uppsprettu allra auðæfa: ganga nær og nær náttúruríkinu og þeim arði, er það áður kann að hafa gefið. Seðlabanki Vestur-Þýzkalands hefir veitt okkur viðunandi fræðslu um afleiðingar síðar- greindu aðferðarinnar. Það gerði hann um nýliðin áramót í árs- skýrslu sinni. Fyrir aðeins röskum 2 árum, í nóvember árið 1978, lá bankinn á mesta gjaldeyrisforða í sögu sinni. Síðan hefir sigið á vinstri- hlið svo að um munar eins og sjá má á örfáum samanburðartöl- um. Gjaldeyrisforði Seðlabanka Vestur-Þýzkalands nam í árslok árið 1976 ....DM 74.000.000.000 árið 1977 ....DM 79.000.000.000 árið 1978 (ínóvember) . DM 101.000.000.000 árið 1979 ....DM 89.000.000.000 árið 1980 ..... DM 63.000.000.000 og hefir því rýrnað um DM 38.000.000.000 eða næstum 40% á röskum 2 árum, þannig að auð- séð er, að einnig Vestur-Þjóð- verjar hafa brugðið sér á jöfnun- arbraut. Fiestum ætti að vera orðið ljóst, hvert hún liggur, en senni- lega erum við dæmd til að ganga hana á enda áður en við gegnum ákalli skyldunnar — og leggjum nýjan veg! Fórnarlömb „vel- ferðarríkisins“ mæna til himins í angist sinni og dauðateygjum verða ríkir Allir ætla að - fljótt Við sjúkrabeð draumsýnar/ Skuldaskil samrunakerfis kapítalisma og sósíalisma/ Bráðnandi gullfjall En sárindin eru þegar farin að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.