Morgunblaðið - 21.02.1981, Síða 39

Morgunblaðið - 21.02.1981, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 39 mátti ekkert aumt sjá og vildi hvers manns vandræði leysa. Það þarf varla að tíunda, að oft hefur hann átt erfitt á ævinni vegna þess hve hann var yfirhlaðinn störfum en hann var glaðlyndur í eðli sínu og hláturmildur og ég minnist margra ánægjustunda með honum, bæði í starfi og utan. Marga skemmtilega skák tefldum við saman, en Jón var einn besti skákmaður Norðurlands í áratugi og var hann manna hressastur í góðra vina hópi. Að leiðarlokum vil ég þakka samfylgdina, margvíslega vin- semd og hjartahlýju þessa bróður í baráttunni fyrir bættum kjörum verkalýðsins á íslandi. Hann hef- ur lokið miklu dagsverki og á góða heimvon. Konu hans og börnum flyt ég einlægar samáðarkveðjur. __ Guðjón S. Sigurðsson, fyrrv. formaður Iðju, Reykjavík. Jón Kristján Hólm Ingimarsson lést aðfaranótt 15. febrúar 68 ára að aldri. Hann var fæddur hinn 6. febrúar, 1913 á Akureyri. Árið 1934 giftist hann Gefn Jóhönnu Geirdal en þau hjónin eignuðust fimm börn og eina stjúpdóttur. Ungur að árum hóf Jón baráttu fyrir bættum kjörum til handa verkafólki og vann alla tíð ötul- lega að málum þess. Hann var formaður Iðju, félags verksmiðju- fólks á Akureyri síðastliðin 34 ár, en málsvari iðnverkafólks hafði hann verið í mun lengri tíma eða nær fimm áratugi. Hann var mikill félagsmaður, enda hugur hans snemma hafa hneigst í þá veru. Það mun hafa verið árið 1930, að hann hóf störf í Skákfé- lagi Akureyrar og varð síðar formaður þess í áraraðir og síðar heiðursfélagi. Þá var hann einnig mikill leiklistarunnandi og tók virkan þátt í starfi Leikfélags Akureyrar um mörg árabil. Jón hafði létta lund og átti gott með að umgangast fólk, hann var ætíð glaður og alúðlegur í viðmóti, enda vinmargur. Djarfur og geiglaus tók hann ávallt því, sem að höndum bar hverju sinni, því vissulega fékk hann að kynnast sorgum og mótlæti í lífinu, en var lítt um það gefið að láta á því bera þó á móti blési. Tími sá sem okkur er ætlaður hér á jörðinni er skammur, hver kynslóðin af annari hverfur og önnur kemur í hennar stað, það er í raun einu sinni svo að við hugsun sjaldan um það að sérhver sam- verustund kynni að vera sú síð- asta. Nú er kveðjustundin komin. Við félagar hans í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík sökn- um góðs drengs og mikils forystu- manns. Stórbrotinn persónuleiki er horfinn af sjónarsviðinu en minning hans mun halda áfram að lifa í vitundinni. Eg votta konu hans og börnum mína innilegustu samúð. Bjarni Jakobsson. Kveðja frá Skák- sambandi íslands Jón Ingimarsson, formaður Iðju á Akureyri, lézt aðfararnótt sl. sunnudags. Með honum er genginn merkur brautryðjandi félagsmála á Akureyri. Um árabil átti hann sæti í bæjarstjórn Akureyrar, var mikill baráttumaður í verkalýðs- samtökunum og formaður Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri sl. 36 ár. Jón Ingimarsson átti sæti í stjórn Skáksambands íslands í nokkur ár. Hann var einn aðal- driffjöðurin í Skákfélagi Akureyr- ar og formaður þess í mörg ár og síðar heiðursfélagi. Jón var góður skákmaður og hafði einstakt yndi af því að tefla. Hann tók þátt í mörgum skákmótum, svo sem Skákþingi íslands nokkrum sinn- um, og nú síðast tefldi hann á Helgarmóti tímaritsins Skákar á Akureyri síðastliðið haust. Jón varð Norðurlandsmeistari í skák árið 1961. Stjórn Skáksambands íslands flytur fjölskyldu Jóns Ingimarssonar innilegustu samúð- arkveðjur, um leið og minnzt er með þakklæti hins drjúga starfs, er hann vann skáklistinni um áratugi. Björgólfur Pálsson — Minningarorð Eigum við ekki að skella okkur eitthvað suður fyrir næsta sumar? Þetta var það síðasta sem okkur Böbba fór á milli þegar við kvöddumst við Bifröst í sumar sem leið. Þó að vísar eiginkonur okkar kæmu með þá athugasemd að maður ætti ekki að gera plön, þá gátum við ekki stillt okkur um, að láta okkur detta eitthvað í hug. Ekkert okkar grunaði að ábend- ing þeirra væri svona kuldalega raunsönn. Nú er hann Böbbi vinur minn dáinn. Þegar ég sá Björgólf Pálsson fyrst þá var bann að koma heim af teignum á óðalinu sínu Högnastöðum. Þetta var i brak- andi þurrki, hann ber að ofan, sólbrenndur og vöðvastæltur og með sand af krökkum í kring um sig. Og þannig finnst mér hann hafi alltaf verið. Það var hraust og sterkt handtakið hjá þessum myndarlega höfðingja og mér finnst að síðan hafi hann Böbbi aldrei sleppt af mér hendinni fyrr en nú, og það er vont að missa hendina þá. Ég veit ekki hvað það væri sem honum Böbba hefði ekki þótt sjálfsagt að gera fyrir okkur hérna. Og ekki bara okkur heldur alla sína vini. Ef við Gunna konan mín höfum verið á. leikferð austur á Eskifirði þá hefur það verið svo sjálfsagt að við gistum hjá Böbba og Helgu, að ég held að við höfum verið löngu hætt að spyrja. Og ekki bara við, heldur iðulega einhverjir leikfélagar okkar. Og í fyrrasumar gisti meira að segja allur leikflokkurinn tvær nætur hjá þesSu góða fólki. Ef maður hefur verið svo hepp- inn að eignast góðan vin, þá er hætt við að manni þyki öll útlist- ing á þeirri vináttu í minninga- Minning: Þorbjörn S. Jóns- son, bifreiðarstjóri í dag verður jarðsettur frá Lágafellskirkju í Mosfellssveit Þorbjörn S. Jónsson bifreiðar- stjóri, en hann lést í Landspítal- anum að kvöldi fimmtudagsins 12. febrúar sl. eftir stranga sjúk- dómslegu. Þorbjörn var fæddur 9. janúar 1922 og var því rétt orðinn 59 ára er hann féll frá. Þorbjörn Jónsson var elsti son- ur hjónanna Jónu Þorbjarnardótt- ur og Jóns Guðmundssonar bónda á Ulfarsá. önnur börn þeirra hjóna eru Sverrir, Páll, Sólveig og Gunnar, sem öll eru á lífi ásamt móður sinni, en Jón faðir þeirra lést árið 1968. Þorbjörn heitinn bjó með föður sínum á Úlfarsá þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1944. Árið 1956 kvæntist Þorbjörn Vibeke W. Jónsson og eignuðust þau þrjú börn, Vibeke Þorbjörgu, f. 10.10.’56; Garðar, f. 19.11.’58 og Elnu, f. 02.04.’61. Jafnframt ólu þau Þorbjörn og Vibeke upp tvær fósturdætur, Helgu Andreasen, f. 29.12.’50 og Ann Andreasen, f. 06.10.’52. 011 eru börnin nú gift og flutt að heiman nema Garðar sem enn býr á heimili foreldra sinna. Eins og áður sagði flutti Þor- björn til Reykjavíkur 1944 og hóf þá störf hjá Byggingarfélaginu Stoð hf. og Halldóri heitnum Guðmundssyni byggingarmeist- ara og starfaði þar um 16 ára skeið. Árið 1960 hóf Þorbjörn störf hjá B.M. Vallá hf., en þá var það fyrirtæki tæplega 4ra ára gamalt og var Þorbjörn einn af allra elstu starfsmönnum fyrirtækisins og starfaði hjá því alit til dauðadags. Kynni mín af Þorbirni hófust árið 1961, er ég hóf störf hjá B.M. Vallá hf. Fann ég fljótt að í Þorbirni var óvenju traustan mann að finna. Það var ávallt gott að hafa hann í kringum sig við vinnuna. Hann var dagfarsprúður og hjálpsamur og taldi ekki eftir sér handtökin, þá var hann gædd- ur léttri og leiftrandi kímni og var fljótur að sjá spaugilegar hliðar á málum. Því fylgdi honum jafnan ferskur og góður andi. Vinnugleði og samviskusemi Þorbjarnar var einstök. Ávallt nýtti hann hlé sem gafst í akstri hjá honum til að sinna bílnum sínum, þrífa, smyrja eða dytta að, og svo mikið er víst að bílar þeir, sem hann ók á næstum 22 ára starfsferli sínum hjá B.M. Vallá hf., þurftu sjaldan á verkstæði. Allt starf hans hjá fyrirtækinu mótaðist af mikilli trú á það og þeim brautryðjendanna, sem enn má finna hjá elstu starfsmönnum fyrirtækisins og sem þeir hafa flutt áfram til yngri manna, sem hjá því starfa. Á þessum árum, sem við Þor- Stjórnunarfélag íslands: Gengst fyrir „rekstrartafli“ fyrir eigendur og starfsmenn fyrirtækja STJÓRNUN ARFÉL AG íslands mun á næstunni efna til Rekstr- artafls á tölvu í samvinnu við IBM á íslandi. Gert er ráð fyrir að teflt verði i nokkrum riðlum og standi hver umferð yfir í eina viku. Að loknum undanúrslitum munu sigurvegarar úr hverjum riðli tefla til úrslita, og verða sigurvegurum úrslitataflsins veitt verðlaun, að því er Þórður Sverrisson framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins sagði i sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær. Að sögn Þórðar verður tilhögun „taflsins" þannig, að fyrirtækjum, félögum og stofnunum er boðið að senda 4 til 5 manna lið til þátttöku og verða að minnsta kosti þrír liðsmenn að vera fastir starfs- menn eða félagar hjá viðkomandi. Hver umferð stendur yfir í eina viku, og í lok hverrar umferðar verður tilkynnt hvaða lið bar sigur úr býtum en ekki greint nánar frá úrslitum. Sömu reglu verður fylgt í úrslitunum. Fyrir nokkru reyndi 10 manna hópur félaga úr Stjórnunarfélag- inu Rekstrartaflið. Flestir þeirra höfðu háskólapróf í rekstrarfræð- um en áttu engu að síður fullt í fangi með rekstur sinna fyrir- tækja og voru oft miklar svipt- ingar í taflinu að sögn Þórðar. Þórður sagði, að allir í hópnum hefðu verið sammála um að þátt- taka í taflinu hefði verið afar lærdómsrík og reyndi mjög á þekkingu á stjórnun og rekstri. Hann sagði rétt að taka fram, að ekki sé þörf á kunnáttu í forritun, kerfisfræði eða öðru sem að tölv- um lýtur, því taflið reynir fyrst og fremst á þekkingu á stefnumótun, stjórn á framleiðslu og birgða- haldi og sölutækni. Á mótsstað verða starfsmenn sem sjá um tölvuvinnslu og veita leiðbein- ingar um hvernig vinna skuli með tölvuskjána. Einnig verða sérfróð- ir menn fengnir til að flytja stutta fyrirlestra um þau grundvallar- atriði rekstrarfræða sem hafa verður í huga þegar teflt er. Þátttaka í Rekstrartaflinu er opin þeim, sem áhuga hafa, en gert er ráð fyrir að takmarka þurfi fjölda þátttakenda. Þórður sagði að rekstrartafl væri vel þekkt víða um heim, þar sem eigendur og starfsmenn fyrir- tækja og stofnana æfðu sig til að auka hæfni sína í raunverulegum heimi viðskiptanna. Það kerfi sem notað er hér á þessu námskeiði Stjórnunarfélagsins er útbúið af Thomas Watson Research Centre í Bandaríkjunum. í Rekstrartafli starfa þátttak- endur í hópum, 4—5 í hverjum. Hver hópur tekur að sér rekstur eins fyrirtækis í einhvern tiltek- inn fjölda þriggja mánaða tíma- bila. Eftir hvert tímabil er dæmið gert upp. Þegar hóparnir taka við fyrirtækjunum er séð svo um, að jafnræði sé með þeim öllum. Fyrirtækin eru rekin i frjálsri samkeppni, þau geta öll framleitt sömu vörutegundir og hafa að- gang að sömu mörkuðum. Stjórn- Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. grein lítið annað en glamur. Ég sakna þess að við Böbbi eigum ekki eftir að tjalda oftar saman. Ég sakna ferðalaganna okkar. Við ferðuðumst saman hvert sumar, ef tækifæri gafst, um landið með tjöldin okkar. Böbbi og Helga og við hérna á Grandaveginum. Það er mikils virði að læra að þekkja landið sitt með svoleiðis fólki. Þau voru kennararnir, við nemendurnir. Þess vegna sagði 5 ára sonur minn þegar hann frétti að Böbbi væri dáinn: „Æ, þá segir mér enginn oftar hvað er skollareipi." Guð blessi minningu Björgólfs Pálssonar vinar míns og styrki hana Helgu og blessi. Kjartan Ragnarsson björn störfuðum saman hjá B.M. Vallá hf., sáum við Reykjavík taka stakkaskiptum og þenjast út svo um munar, því segja má að nánast öll byggð austan Kringlumýrar- brautar hafi risið á sl. 20 árum og að auki hafa nágrannabyggðalög- in þanist út. Á þessum þensluár- um var því vinnutíminn oft langur og lítið um svefn, en ekki varð það séð á Þorbirni í daglegu amstri þó vökur væru búnar að vera langar og strangar. Ein var sú bygging, sem við báðir störfuðum við, sem var honum hugstæðari en aðrar, en það var Hallgrímskirkja, en við smíði þeirrar byggingar starfaði Þorbjörn frá upphafi, fyrst sem starfsmaður Stoðar hf. og Hall- dórs Guðmundssonar bygg- ingarmeistara og síðan eftir að hann kom til B.M. Vallár hf. Myndaðist strax sú hefð að ekki var steypt í „Kirkjunni" nema Þorbjörn væri þar að verki. Þegar við starfsfélagarnir hjá B.M. Vallá hf. sjáum nú á eftir Þorbirni, minnumst við góðs drengs, sem ávallt átti jafnaðar- geð og kærleika, sem gerði það skemmtilegt okkur að vera með honum í leik og starfi. Eftirlifandi konu Þorbjarnar, frú Vibeke og börnum þeirra, sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið þeim huggunar harmi gegn. Víglundur Þorsteinsson endur ráða sjálfir yfir fjölmörgum rekstrarþáttum, s.s. framleiðslu- magni og samsetningu, verðlagn- ingu, auglýsingum o.s.frv. Einnig koma ýmsar fjármagnsákvarðanir til kasta stjórnenda. Marga þætti sér tölvan aftur á móti algjörlega um samkvæmt nákvæmum uppgefnum lýsingum. Innbyggð eru í forritin ýmis utan- aðkomandi efnhagasleg áhrif. Afkoma fyrirtækjanna er síðan undir því komin, hvernig stjórn- endum tekst til við samspil allra þessara rekstrarþátta í samkeppni hver við annan. I Rekstrartaflinu eru innbyggð til notkunar ýmis hagfræðileg líkön, sem nota má við rekstur, og sjá forritin um alla útreíkninga. Þegar Rekstrartafl hefst, Iiggja fyrir ýmis gögn s.s. efnahags- og rekstraryfirlit undanfarinna ára. Að loknu hverju tímabili fá stjórnendur sömu gögn í hendur ásamt úttekt á því, hvernig staðan er á markaðnum fyrir hvert fyrir- tæki. Unnt er einnig að fá ýmiss konar línurit til samanburðar. Á grundvelli þessara upplýsinga taka stjórnendur ákvarðanir til lengri og skemmri tíma, með eigin útreikningum og/eða með hjálp hinna hagfræðilegu líkana. Vinnan fer að mestu leyti fram við skjá í beinu samhengi við tölvu af gerðinni IBM System-34. Allar upplýsingar, ákvörðunar- þættir, eru slegnir beint inná skjána, hin hagfræðilegu líkön birta síðan á skjánum líklega útkomu næsta tímabils. Síðan má breyta fram og tilbaka þar til stjórnendur telja sig vera með besta kostinn sem þá er sendur til úrvinnslu hjá öllum fyrirtækjun- um í senn. Þegar upp er staðið er gerður samanburður á hversu mikið fyrirtækin hafa aukið eða rýrt verðgildi sitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.