Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981 íþróttir um helgina Handknattleikur TVEIR leikir eru á daK.skrá i 1. deild kvenna, báðir i Hafnarfirði og báðir i daff. Sá fyrri hefst klukkan 14.00 og er það viðureign Hauka ott KR. Að þeim leik loknum eigast við FH og Fram og er óhstt að segja að um stórmik- ilvægan leik sé að ræða. Þá eru á dagskrá tveir leikir i 2. deild karla. Á Akureyri i dag klukkan 14.00 eigast við Þór og Ármann, en klukkan 13.30 hefst i Vestmannaeyjum leikur Týs og ÍR. Körfuknattleikur EINN leikur fer fram i úrvals- deildinni, er það viðureign KR og Vals sem fram fer i Hðllinni á morgun. Hefst leikurinn klukkan 20.00. Þá fara fram þrir leikir f 1. deild karla. ÍBK og Þór leika f Keflavlk f dag klukkan 14.00 og á sama tfma hefst f Borgarnesi leikur Skallagrims og Fram. Á morgun leiða sfðan saman hesta sina Grindavfk og Þór. Fer sá leikur fram i Grindavik og hefst hann klukkan 14.00. Loks má geta þess, að klukkan 21.30 á sunnudagskvöldið eigast við ÍR og KR f 1. deild kvenna. Fari KR með sigur af hólmi hefur liðið þar með tryggt sér Íslands- meistaratitilinn. Sigri ÍR hins vegar, þá eru liðin f deildinni þar með jöfn að stigum. öll þrjú! Badminton UNGLINGAMEISTARAMÓT ís- lands i badminton verður haldið i Laugardalshöllinni um helgina og hefst það f dag. Þvi lýkur siðan á morgun og úrslitaieikirnir hefjast um kiukkan 14.00. Flest efnilegra hadmintonfólk landsins mætir til leiks. Glíma BIKARGLÍMA íslands fer fram i iþróttahúsi Kennaraháskólans á morgun og hefst hún klukkan 14.00. Allir bestu glimumenn landsins hafa skráð sig til keppni og má þvi búast við hörkukeppni. Stjörnuhlaup FH STJÖRNUHLAUP FH fer fram í dag og hefst það klukkan 11.00. Hlaupið hefst við Lækjarskóla og hleypur karlaflokkurinn 8 kiló- metra, en kvennaflokkurinn 2 kílómetra. Skíði BIKARMÓT SKf verður haldið á Húsavfk um þessa helgi, en i Sleggjubeinsskarði fer hins vegar fram svigmót Vikings. Frjálsar ÍSLANDSMÓT yngstu flokkanna i frjálsum fþróttum verður haldið f dag og á morgun. Hér er um að ræða 14 ára og yngri. í dag verður keppt i Baldurshaga og hefst keppnin klukkan 13.30. Á morgun heldur mótið sfðan áfram að Varmá og hefst klukkan 14.00. Janus mætir með tvo Kölnara í f i stjörnuleik V als JANUS Guðlaugsson, landsliðs- maður i knattspyrnu og atvinnumaður með þýska liðinu Fortuna Köln, hefur tjáð Vals- mönnum, að hann sjái sér fært að þekkjast boð þeirra um að leika með i stjörnuleik Vals- manna, sem alit bendir nú til að fari fram 17. júni. Valsmenn sendu flestum islensku atvinnu- knattspyrnumönnunum bréf i Hugsanlegt er, að Manfred Burgsm-ller, einn markhæsti leikmaður „Búndeslígunnar“ i Vestur-Þýskalandi, mæti á Laugardalsvöllinn. haust, þar sem þeim var boðið að taka þátt i leik þessum og bjóða með sér einum eða tveim- ur leikmönnum liða sinna. Þeir knattspyrnumenn sem hingað koma að öllum likindum með Janusi, eru danskur lands- liðsmaður að nafni Fleming Nielsen, en sá lék m.a. í síðasta landsleik Dana og Islendinga, á Laugardalsvellinum árið 1979. Ekkert mark var skorað í þeim leik. Þá mun aðal markvörður Fortuna Köln koma heim með Janusi, en hann heitir Jupp Pauli. Sá þykir mjög snjall, en hann lék m.a. á sínum tíma með Hannover, meðan það lið lék í úrvalsdeildinni. Janus er eini knattspyrn- umaðurinn sem hefur svarað Val á þennan hátt, en ýmsir hinna hafa þó tekið vei í málið. Má þar nefna þá Ásgeir Sigurvinsson hjá Standard Liege, og þá Dort- mund-bræður Atla Eðvaldsson og Magnús Bergs, sem báðir eru gamalgrónir Valsmenn. Ásgeir mun hafa rætt við framherjana Janus Guðlaugsson kemur heim með tvo harðsnúna leikmenn Fortuna Köln. frægu Ralf Edström og Simon Tahamata, en Atli og Magnús við Manfred Burgsmúller og Rudger Abramzic. Þessir snjöllu framlínumenn hafa allir að sögn tekið vel í hugmyndina og mikið má út af bregða ef þeir mæta ekki flestir. Valsmenn sendu fleirum línu, t.d. Arnóri Guðjohnsen hjá Lok- eren og Pétri Péturssyni hjá Feyenoord. Sjái þeir sér fært að mæta með gesti, er ljóst, að það verður ekkert slorlið sem mætir Valsmönnum á Laugardalsvell- inum, en það var og er einmitt hugmyndin í máli þessu, sem sé, að útlendingaherdeild þessi leiki sýningarleik gegn Val. —gg. Walsh á sölu- lista og stjór- inn sýnir á sér fararsnið ENN DREGUR til dapra tíðinda hjá enska 1. deildarliðinu Crystal Palace, liðinu sem ýmsir spáðu að yrði i fremstu röð í vetur og næsta vetur. Margir helstu leik- menn liðsins eru á sölulista og nýlega bættist þar enn einn við. Er það velski landsliðsmiðherj- inn Ian Walsh, sá er skoraði tvívegis gegn íslandi á Laugar- dalsvellinum i fyrra. Hann hefur ekki náð sér á strik vetur og kennir um óróanum sem um félagið leikur. Fyrir eru á sölu- listanum kappar eins og Gerry Francis, Clive Allen, Vince Hil- aire og margir fleiri. Þá bendir margt til þess, að hinn nýi framkvæmdastjóri fé- lagsins, Dario Grady, muni ekki sitja lengi í heita stólnum hjá Palace. Hann ku vera undir járnhæl fjármálastjóra Palace, Noades nokkrum, og fá engu ráðið hvað gera skal. Noades þessi segir öllum hjá Palace hvernig þeir skuli sitja og standa. íþróltir Það væri liklega heldur óskemmtileg lífsreynsla að rekast á pilta þessa eftir að skyggja tekur. Sérstaklega ef maður vissi ekki betur en um ótinda glæpamenn væri að ræða. með hriðskotabyssur í fiðlukössunum upp á gamla mátann. Sannleikurinn er hins vegar sá, að menn þessir skipa framvarðasveit 3. deildar knattspyrnuliðsins Exeter, sem rótburstaði Newcastle 4—0 í ensku bikarkeppninni á dögúnum. Þetta eru þeir Tony Keilow, Lee Roberts, Peter Hatch, John Delve og David Pullar... • Notkun handleggjanna er eins og í hornlínugangi á jaínsléttu, en nú vinna báðir handleggir samtímis. Efri búkurinn á að færast fram yfir stafina. • Milli hvers taks á að reisa sig upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.