Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 44. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Herinn inn í sendiráðið Madrid. 20. lebrúar. — AP. HERMENN Castros ruddust inn í sendiráð Ecuadors i Havana i dag. dreifðu þar táragasi og handtóku 14 kúbanska flóttamenn, sem höfðu leitað hælis i sendiráðinu, að þvi er spænska fréttastofan EFE skýrir frá i dag. Arásin mun hafa verið gerð að undirlagi sendiráðsmanna, en flóttamennirnir höfðu haft sendi- ráðið á valdi sínu undanfarna átta daga. Háttsettur embættismaður er sagður hafa fylgzt með árásinni úr bifreið, sem stóð álengdar, og er talið að þar hafi verið kominn Fidel Castro forseti Kúbu eða bróðir hans, Raoul Castro varnarmálaráð- herra. Flóttafólkið var vopnum búið og hafði marga sendiráðs- menn í gíslingu, en eftir að þeir höfðu verið frelsaðir, var birt tilkynning frá Kúbu-stjórn þar sem þeim var hælt mjög fyrir stillingu og röggsemi í viðskiptum við flóttafólkið. Verkamannaflokkurínn: Enn þynnist á þingi Lundúnum, 20. febrúar. — AP. ENN dýpkaði klofningurinn i brezka Verkamannaflokknum er þrir þingmenn sögðu skilið við flokkinn í gærkvöld, og sá fjórði lýsti því yfir að hann yrði ekki framar i framboði fyrir hann. Búizt er við þvi að a.m.k. sex þingmenn til viðbótar fari sina leið i næstu viku. en Michael Foot flokksformaður lætur sér fátt um finnast og Peter Shore segir að farið hafi fé betra. Margir telja að tilkynnt verði um stofnun nýs jafnaðarmannaflokks í Bretlandi innan fárra daga, en Richard Crawshaw, varaformaður þingflokksins og einn þeirra sem sögðu skilið við flokkinn í gær, segist búast við því að á næsta ári muni allt að fjörutíu þingmenn ganga úr flokknum. Talið er að hinir brottgengnu þingmenn muni fljótlega stofna nýjan þingflokk. bær láta greinilega ekkert á sér hrina rysjótta tíð þessar ungu stúlkur, sem ól.K.Mag., Ijósm. Mbl., smellti mynd af i gær, og eitthvað skemmtilegt hefur þeim farið á milli á þessum siðasta degi þorra. Kannski þær séu bara að fagna góunni? Jóhannes Páll páfi II. hefur gert viðreist að undanförnu og er staddur á Filippseyjum um þessar mundir. Þessi mynd var tekin eftir messu í Vatikaninu fyrir skömmu, sem haldin var til minningar um Mariu frá Lourdes, sem er mikil kraftaverkakona i kaþólskum sið. A myndinni leggur páfi hendur um höfuð fatlaðs manns, en 1981 er Ar fatlaðra. Spánn: Mannræningjarnir setja fram skilyrði Madrid, 21. febrúar. — AP. BASKNESKU skæruliðarnir, sem í gær rændu þremur ræðismönnum á Norður- Spáni, hafi sett það sem skilyrði fyrir frelsi fanganna að 300 félagar þeirra verði látnir lausir úr fangelsi og ýmsir yfirmenn lögreglunnar reknir frá störfum. Talið er að þessir atburðir eigi eftir að verða nýrri ríkisstjórn á Spáni þungir í skauti. Bráðabirgðastjórn Mið- flokkasambandsins hefur í engu svarað kröfum skæruliðanna og verður beðið með það þar til ný stjórn hefur verið mynduð. Calvo Sotelo, forsætisráðherra- efni Miðflokkasambandsins, vantaði í gær sjö atkvæði upp á útnefningu þingsins, en talið er fullvíst að hann hljóti hana við aðra atkvæðagreiðslu á mánu- dag. Menn, sem segjast vera félag- ar í ETA, aðskilnaðarhreyfingu Baska, hafa haft samband við fjölmiðla á Norður-Spáni og sett fram kröfur sínar fyrir lausn ræðismannanna. Þeir fara fram á, að allir baskneskir aðskilnaðarsinnar, sem sitji í fangelsi, verði leystir úr haldi, að innanríkisráðherrann, Juan Jose Roson, verði rekinn úr embætti og að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Baska- héruðunum um umdeilt kjarn- orkuver, sem er í smíðum. Rauði herínn 63 ára: Aldrei þjakað nokkra þjóð Sá van Gogh heiminn í gulu? ChicaKo — 21. febrúar — AP. VÍSINDAMENN við læknaskól- ann við Georgetown-háskóla í Bandarikjunum telja miklar líkur á þvi að siðustu ár ævi sinnar hafi hollenzki málarinn Vincent van Gogh verið undir stöðugum áhrifum digitalis-Iyfs og sé þar komin skýringin á því hve gulur litur sé yfirgnæfandi i myndun hans frá þessum tima. Van Gogh hafi með öðrum orðum horft á heiminn með ngulum augum“, en áhrif lang- varandi neyzlu digitalis séu oft þau að litaskynið breytist. Á ofanverðri nítjándu öld var digitalis oft gefið flogaveikum. en löngum hefur verið talið að van Gogh hafi þjáðst af þeim sjúkdómi. Lyfið er unnið úr samnefndri plöntu, sem algeng er í görðum víða í Evrópu, en van Gogh málaði lækni sinn tvívegis og hafði þá plöntu þessa með á myndunum. Moskvu. 21. lebrúar. — AP. DIMITRI F. Ustinov, varnar- málaráðherra Sovétrikjanna, hélt þvi fram í dag, að Rauði herinn hefði aldrei þjakað nokkra þjóð eða stutt kúgun af öðru tagi. Ustinov lét þessi ummæli falla þegar minnst var 63 ára afmælis sovéska hersins en nú er einnig að hefjast 26. flokksþing rússneska kommún- istaflokksins. „Sovéska hernum hefur aldrei verið beitt gegn fólki,“ sagði Ustinov og bætti því við að vestrænir „heimsvaldasinnar" reyndu að rangtúlka utanríkis- stefnu rússneska kommúnista- flokksins og afflytja hið göfuga hlutverk Rauða hersins. Vest- rænir sérfræðingar segja, að rússneski herinn sé nú sá stærsti í heimi, með meira en fjórar milljónir manna undir vopnum. Afmæli Rauða hersins ber upp á sama tíma og 26. flokksþing rússneska kommúnistaflokksins, þar sem 5000 þingfulltrúar munu leggja blessun sína yfir næstu fimm ára áætlun Kreml- verja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.