Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 3 Biblíudagurinn 1981 er í dag: Elsta starfandi landsins safnar Blaðinu hefur borist eftirfar- andi fréttatilkynning frá Bisk- upsstofu: „Hið íslenzka Biblíufélag sem stofnað var 1815 heldur árlegan Biblíudag í dag. í sjónmáli er nú ný og endurskoðuð útgáfa Biblí- unnar og verður sú hin tíunda á íslenzku. Fyrsta íslenzka biblían, Guðbrandsbiblía, kom út fyrir nær 400 árum — árið 1584. lenzka 17. tungumálið sem Biblían birtist á prentuð. Guðbrandsbiblía er 1240 blaðsíður með 29 mynd- skreytingum. Talið er að prentun hennar hafi tekið nær 2 ár og sjö menn unnið að verkinu. Prentuð voru 500 eintök og sýndi könnun, sem efnt var til skömmu eftir stofnun Hins íslenzka Biblíufélags eða um 1830, að þá voru ennþá til um 160 eintök. Guðbrandsbiblía kostaði í upphafi 2—3 kýrverð hvert eintak, en nýlega var eintak hennar keypt á uppboði í Lundún- um fyrir yfir 12 millj. ísl. gkr. — eða 120 þúsund nýkrónur. Aðalfundur í dag Ársfundur H.Í.B. verður í ár í kirkju Aðventista S D við Ing- félag liði BIBLÍUDAGUR 1981 sunnudagur 22,febrúar . o >*•*,, y J . i -■ . ■ e \ • ; \v<r' Sæöiö er Cuöt Orö ólfsstræti og hefst með guðsþjón- ustu i kirkjunni kl. 14, þar sem prestur safnaðarins Jón H. Jóns- son predikar. Allir eru að sjálf- ðu velkomnir. stjórn Biblíufélagsins er fólk úr flestum kristnum trúfélögum hérlendis, forseti þess er dr. Sig- urbjörn Einarsson biskup. Liðveizla Við guðsþjónustur í dag og næstu sunnudaga er tekið við gjöfum til Biblíufélagsins. Einnig er dreift tvíblöðungi til kirkju- gesta með hvatningu um að gerast félagar Biblíufélagsins. Brýn þörf er nú á víðtækum stuðningi við félagið vegna mikilla verkefna. Skrifstofa félagsins er opin síð- degis í Guðbrandsstofu, Hall- grímskirkju. Framkvæmdastjóri Biblíufélagsins er Hermann Þorsteinsson og er það ólaunað starf. Nýir starfshættir í öldnu félagi Á kristniboðsári safnar nú þetta elsta starfandi félag landsins liði til nýrra átaka. Hin nýja útgáfa Biblíunnar er að sjálfsögðu geysi- lega kostnaðarsöm, auk þess sem hið aldna félag er að taka upp nýja starfshætti til þess að örva útbreiðslu og notkun Biblíunnar. Áformuð eru m.a.: Biblíukvöld með kynningu og sýningu á gömlum Biblíuútgáfum, ritgerðarsamkeppni, ferðir á sögu- staði íslenzkrar Biblíuútgáfu og kristni hér á landi og e.t.v. víðar, heimsóknir kunnra erlendra fyrir- lesara, útgáfa leiðbeiningarbókar um Biblíulestur, lestrarþjónusta fyrir sjóndapra, o.fl. Það veltur að miklu leyti á undirtektum, hvað hægt verður að framkvæma af þessum hugmyndum. Margar gerðir af Biblíuúgáfum Nú eru fáanlegar um 10 gerðir íslenzku Biblíunnar, þ.e. mismun- andi stærðir, band og litir á bandi. Verðið er hagstætt, frá 112 upp í 282 nýkr. Ætla má að margir hafi áhuga á að eignast þessa Biblíuút- gáfu, áður en hún gengur til þurrðar, en ekki er gert ráð fyrir að hún verði prentuð oftar. Ný útgáfa Biblíunnar er svo væntanleg eftir nokkra mánuði, vonandi verður hún komin á markað upp úr miðju ári. Síðast kom Biblían út í nýrri íslenzkri útgáfu árið 1912 og 1914. Prentun hennar var að verulegu leyti kostuð af Breska Biblíufélag- inu í London. Hún hefur margoft verið endurprentuð síðan en alltaf eftir þeim leturplötum, sem hún var sett á í upphafi. Það breyttist ekki, þótt prentunin væri flutt frá London hingað heim fyrir aldar- fjórðungi og Hið íslenzka Biblíufé- lag tæki um leið á sig allan kostnað af endurprentun hennar. Biblíuhlutar á 1710 tungumálum Biblían öll er nú fáanleg á 275 tungumálum og hlutar úr henni á 1710 tungumálum. Á sl. ári birtust í fyrsta skipti þýðingar úr Biblí- unni á 27 tungumálum. Talið er að alls hafi verið prentaðir 2,5 millj- arðar eintaka af Biblíunni og er hún langútbreiddasta bók verald- ar. Þrátt fyrir fjárhagsvanda legg- ur Hið íslenzka Biblíufélag um tólf þúsund dollara til Biblíuút- gáfu í löndum þar sm Biblía hefur ekki enn verið prentuð. Má geta þess að íslenzkur maður, Haraldur Ólafsson kristniboði vinnur nú að því að búa nýjatestamentið til prentunar á Boranamáli, sem tal- að er í suður hluta Eþíópíu og Kenya. Er það í fyrsta sinn sem texti er prentaður á því tungu- máli. íslenzka 17. tungumálið Fyrir framtak Guðbrands bisk- ups Þorlákssonar 1584, varð ís- Forsjáll ferðamaður velur Útsýnar- ferð Páskaferðir: Torremolinos 15. apríl — uppselt Marbella 15. aprfl — örfá sæti laus St. Pete Beach 11. aprfl — uppselt. London 14. aprfl — laus sæti Kanaríeyjar 3. apríl — laus sæti. Dragiö ekki aö panta réttu ferðina tímanlega. COSTA DEL SOL Torremolinos — Marbelia 26. apríl — 19 dagar — Hagstæðustu ferðakaupin. Verö aðeins frá kr. 4.730.00. Torremolinos — Marbella 14. maí — 3 vikur. Verð aðeins frá kr. 5.340.00. Vorferðir: Yndislegasti tími ársins viö Miðjarðarhafiö er voriö, þegar gróöurinn er ferskur og nýr og allt lifnar viö. MALLORCA Palma Nova — Magaluf 6. maí — 3 vikur. Kynningarverö á frábærri aöstööu Útsýnar á gististööum í hámarksgæðaflokki. Verö aöeins frá kr. 5.170.00 Skíðaferð til Lech Vegna forfalla 3 sæti laus 28. febrúar Feröaskrifstofan Austurstræti 17, sími 26611. ÍTALÍA Lignano Sabbiadoro 22. maí — 3 vikur. Hin vinsæla, fagra Gullna strönd italíu. Verö aðeins frá kr. 4.760.00. JÚGÓSLAVÍA Portoroz 29. maí — 3 vikur. Beztu gististaöirnir. Verö aðeins frá kr. 7.450.00 meö fæöi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.