Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR1981 __ Sjónvarpsþættir til dönsku- kennslu teknir í Höfn i sumar í JÚLÍ í sumar hefjast í Danmörku upptökur á 10 sjónvarpsþáttum, sem sérstaklega eru gerðir til dönsku- kennslu á íslandi. Kvikmyndaleikstjórinn danski Bent Christ- ensen, þekktur maður fyrir bæði kvikmyndir og sjónvarps- myndir, gerir myndirnar, en auk hinna 10 25 mínútna þátta fyrir sjónvarp, fylgir áætluninni útvarpsefni og bækur til kennslu á dönsku. Sagði Christensen íslenzkum blaða- mönnum, sem hittu hann að máli í danska sjónvarpshúsinu í Gladsaxe að þetta væri eitt stærsta verkefni, sem opinberir aðilar í Danmörku hefðu lagt í og raunar það eina af þessu tagi. Kostnaðaráætlun hijóðar upp á 4 milljónir danskra króna, sem skiptist á tvö ár, en Islendingar leggja til 268 þúsund d. króna hvort ár. Tekur upptakan í sumar í Danmörku 4 mánuði og aðra fjóra mánuði önnur vinna og frágangur þáttanna. Áætlað er að myndirnar verði tilbúnar 1. marz 1982. Kvikmyndastjórinn Bent Christensen lýsir því fyrir isienzkum biaðamönnum hvernig hann hugsar sér sjónvarpsþættina til dönsku- kcr.nslu á íslandi, sem hann er með i undirbúningi. Ljósm. E.Pá. Málið á sér nokkurn aðdrag- anda, má rekja alla leið aftur til 1978, þegar þáverandi utanríkis- ráðherrar landanna, Einar Ág- ústsson og K.B. Andersen, áttu fund og Einar gerði tillögu um að kannaðir yrðu í starfshópi mögu- leikar á að semja dagskrá fyrir dönskukennslu á Islandi fyrir út- varp og sjónvarp. Danir tóku málinu ákaflega vel og nefnd embættismanna landanna vann að því og skilaði áliti sumarið 1979, sem varð til þess að fjárveitingar fengust og framkvæmdanefnd tók við, sem fékk það hlutverk að stjórna áætluninni. Henni veitti forstöðu Peter Söby Kristensen sendikennari. Sagði Bent Christ- ensen að mikið væri búið að vinna að undirbúningi. Höfundar væru þrír, Hans Hansen, Erik Thygesen og Poul-Henrik Trampe, en fjöl- margir íslendingar og Danir hefðu komið þar við sögu. Bent Christensen sagðist telja að þessi þáttaröð ætti góða mögu- leika á að vekja áhuga á íslandi, fyrir utan það að verða að gagni við dönskukennslu og menningar- samskipti landanna. Því væri lögð áherzla á að myndirnar yrðu skemmtilegar fyrir áhorfendur, þótt taka yrði tillit til þess að verið væri að æfa málakunnáttu. Bæru kvikmyndirnar þess merki, m.a. í samningu, því málið þyrfti að smáþyngjast, og í klippingu. Kvikmyndin fjallar um íslenzka stúlku um tvítugt, Hildi Gunnars- dóttur, sem kemur til Kaiip- mannahafnar í fylgd með veikum ættingja, sem deyr, en hún ákveð- ur að vera kyrr í Danmörku um sinn. Og inn í það fléttast svo leit hennar að unnusta, sem horfið hefur, en hún þykist viss um að sé í felum í Danmörku. Leitin leiðir hana á ýmsar slóðir í Danmörku, þar sem hún kynnist fólki af öllu tagi, líka Islendingum sem vinna í Danmörku. Þannig kynnast áhorf- endur í gegn um Hildi smám saman danskri menningu, dönsku hugarfari og siðum, þannig að sagan á 2ð gefa í heild mynd af daglegu lífi í Danmörk'J. Er efnið einkum miðað við að það nýtist fullorðnu fólki aimennt með sæmilega færni í að lesa dönsku en takmarkaða í að skilja mælt mál og tala, og er ekki fyrir algera byrjendur. Þættirnir eru teknir á 16 mm filmu, svo að hægt verður að nota efnið af filmu, myndsegulböndum og hljómböndum í skólum eftir að sjónvarpsþættirnir hafa verið sýndir. En Christensen sagðist miða við það — í klæðaburði og öðru — að efnið yrði notað í 5 ár, því líf og lifnaðarhættir breyttust. Þó mundu raunar flestir gera ráð fyrir að nota mætti þá lengur. Aðalpersónurnar í kvikmynd- inni eru fimm. Kvaðst leikstjórinn lengi hafa leitað og loks fundið unga íslenzka leikkonu, sem væri búin að koma og fá þjálfun í Danmörku — Lilju Þórisdóttur. Og hún mundi koma með fjöl- skyldu sína til Danmerkur áður en upptaka hæfist og dvelja þar. Kvaðst hann viss um að hún væri rétta manneskjan í hlutverkið. Að öðru leyti eru í aðalhlutverkum Ove Sprogoe, Sonja Oppenhagen, Claus Strandberg og Sören Pil- mark. Aftur á móti kvaðst hann ekki enn búinn að finna tónskáldið sem gera mundi tónlist við mynd- ina, en það ætti að vera islenzkt. Sjálfur hefur Christensen farið til íslands. Dvaldi þar nokkurn tíma til að kynnast íslenzkum viðhorfum áður en hann hóf verkið. Sagöisí hafa orðið var við að lítið væri um danskar b«ck9r hér, en Andrés Önd gætu menn keypt á dönsku. Væri æskilegt fyrir samskipti landanna að sjón- vörpin skiptust meira á dag- skráratriðum, t.d. menningardag- skrám. Þau þyrftu að eiga mögu- leika á að velja þætti, án þess að þau skipti væru sett i kerfi, sem Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Volund danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. Frjálst val hitastigs með hvaða kcrfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtíðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari, varin fýrir barnafikti og sápusparandi svo um munar, Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og iosun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. 3ja hólfa sápuskúffa _x>g alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Fjórir litir: hvitt, gulbrúnt, grænt, brúní. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakkningu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir því. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund ^ þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁI Traust þjónusta Afborgunarskilmálar I iFOmx HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 B.B. fyrir þá sem bvggia BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbraut 4. Sími 33331. (H. Ben-húsið). í öllum lengdum Þakjárnið fæst í öllum lengdum upp að 10 metrum. Einnig í „standard" lengdum frá 6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi: KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA RENNUBÖND ÞAKSAUM mwimnuMi EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.