Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 25 ára gamall, og var öllum harm- dauði, sem þekktu hann. Þau eru því aðeins orðin eftir tvö systkinin á lífi, Ólöf, sem er ekkja og býr í Reykjavík, og Árni, sem hefur verið búsettur í Ástr- alíu sl. 28 ár. ÖIl þessi systkin bjuggu við mikið ástríki og gott atlaeti á heimili foreldra sinna, og held ég að þau hafi búið að því síðan, eins og við er að búast. Kristín, eða Stína frænka, eins og ég kallaði hana, var bráðfalleg kona, fremur hlédræg að eðlisfari en trygglynd. Oft var hún bráð- skemmtileg og fyndin. Ung giftist hún Árna Sveinbjörnssyni, en þau skildu eftir örskamma sambúð. Eftir það vann Kristín í Sundhöll Reykjavíkur til ársins 1942. Þar kunni hún vel við sig og eignaðist marga góða vini og kunningja, sem hún hugsaði alltaf hlýlega til síðan og talaði oft um. Árið 1942 giftist hún svo Stein- dóri Þorsteinssyni, sem reyndar var föðurbróðir minn. Steindór var múrarameistari að atvinnu, en hafði mikið yndi af söng og var félagi í Karlakórnum Fóstbræðr- um í mörg ár og söng meðan honum entist heilsa til, sem því miður var allt of stutt, því hann veiktist og dó úr krabbameini árið 1949. Þau Kristín eignuðust tvo syni með stuttu millibili. Sá fyrri, sem skírður var Þorsteinn Jónas, lifði aðeins í tvo mánuði, en sá seinni fæddist andvana. Þarf víst enginn að efast um hvert áfall þetta hefur verið Stínu og Stein- dóri. Eftir að Steindór dó var Kristín ein í nokkur ár eða þangað til móðir hennar flutti til hennar eftir að hún var orðin ekkja, eða árið 1955. Þær héldu svo heimili saman þar til Kristín giftist Birni Þórðarsyni, umsjónarmanni, 1962, en þá fór Sigríður á Hrafnistu og undi sér þar vel þar til hún dó árið 1966, 86 ára gömul. Björn og Stína áttu svo saman nokkur góð ár. Björn var mikill laxveiðimaður og Stína fékk líka brennandi áhuga á laxveiði og nú var beðið laxveiðitímans á hverju ári og gerð áætlun um veiðiferðir, þó aðallega í EUiðaárnar, þar sem Björn þekkti hvern hyl og næstum hvern stein. En 1972 dó Björn og síðan hefur Stína verið ein. Sterk- byggð vár hún aldrei en síðustu árin hrakaði heilsu hennar stöð- ugt og síðustu 3 mánuðina hefur hún legið á Borgarspítalanum þar sem hún dó. Ég verð að segja að ég dáðist að stillingunni og æðruleys- inu sem hún sýndi síðustu vikurn- ar. Mér hefur alltaf óað við að heimsækja dauðvona fólk, en það var aldrei óþægilegt að heimsækja Stínu á spítalann. „Húmornum" hélt hún til hins síðasta og oftar en einu sinni fór ég hlæjandi frá henni. En hún vissi hvað var að ske og kærði sig ekki um neitt vol. Ingvar, eða Ingi, eins og mér er tamara að kalla hann, var skarp- greindur, víðlesinn og mjög sjálf- stæður í hugsunum og gjörðum. Ég minnist hans, og þá einkum frá æsku- og unglingsárum mínum, næstum fremur sem eldri bróður en móðurbróður, sem alltaf var tilbúinn að ræða við mig um hvað sem var og miðla mér af sínum viskubrunni. Ingi lauk verslun- arphófi frá Verslunarskóla íslands en ekki hafði hann áhuga á verslunarstörfum. Því var það að hann fór að leita fyrir sér um ævistarf og fann það austur í Biskupstungum, en það var garð- yrkja. Fyrst vann hann hjá öðrum í gróðrarstöð 1—2 ár en þá stofnaði hann sfna eigin gróðr- arstöð í Reykholtshverfinu. En hann var einn og því var það að foreldrar hans fluttu austur, keyptu þar lítið hús, Gufuhlíð, í sama hverfi og héldu heimili fyrir Inga þar til hann hafði sjálfur byggt sér íbúðarhús, og þar með hafði verið stofnað nýbýlið Birki- lundur. Og þar bjuggu þau svo þrjú í nokkur ár eða þar til það skeði um svipað leyti að faðir hans, Ingvar eldri, dó, og hún Helga Pálsdóttir kom til sögunn- ar. Þau giftu sig svo um jólin 1954. Helga var þá heimingi yngri en Ingvar en það gilti einu, þau áttu samleið og undu sér vel í Birki- lundi. Og þar dafnaði líka allt, skógurinn hans Inga og allar möguiegar og jafnvel ómögulegar jurtir. Eg segi ómögulegar vegna þess að Ingi varð sér úti um plöntur og fræ víðsvegar að úr heiminum, sem fólk trúði ekki almennt að gætu lifað hér, og reyndi að rækta í lundinum heima, og tókst það oftar en ekki, held ég. Að minnsta kosti fannst mér mikið til um fjölbreytnina. Og mikið var gaman að koma austur og finna hlýjuna og gleðina sem mætti manni, fara kannske með Inga eða þeim báðum útí gróðurhús að skoða tómata- og agúrkuplöntur og ýmislegt fleira, eða þá útí skóg, þar sem gróður- sett hafði verið af fyrirhyggju, og hlusta á Inga segja frá einstökum trjám, aldri þeirra og sögu. Það er ógleymanlegt. Og svo komu börn- in, eitt af öðru, hvert öðru mynd- arlegra og fallegra. Þau urðu sjö og öll hafa þau líka dafnað vel. Gunnlaugur er elstur, 25 ára, næstur er Ingvar, þá Auður, Mím- ir, Kjartan, Sigurður óli og svo kom önnur dóttir, hún er yngst og heitir ólöf Vala. Hún er nú 10 ára gömul. Eina dóttur eignaðist Ingi fyrir hjónaband, en ekki man ég nafn hennar, en veit að hún er kölluð Dísa. — En svo skeði slysið og þá varð mikil breyting. En lífið heldur áfram og ekki trúi ég öðru en Ingi hafi skilið börnum sínum eftir gott veganesti, sem þau geti unnið úr á komandi árum sér til gagns. Ég hef þá trú að svo mikið sé í þau spunnið. Og nú eru þau bæði farin systkinin, Kristín og Ingvar. Ingi ef til vill í bláa dalinn, sem hann talaði svo oft um, og Stína, kannske hún sé þar líka, eða á einhverjum öðrum stað sem hent- ar henni, og vafalaust hefur hún þá hitt börnin sín. Eitt er víst, þau efuðust hvorugt um áframhald- andi líf og það er áreiðanlega gott. Þau voru bæði stór þáttur í lífi mínu, hvort á sinn hátt, og nú er varla annað eftir en þakka — Stínu fyrir væntumþykjuna, um- hyggjuna og sérstaklega fyrir tryggðina, því hún var einstök. — Og Inga fyrir vináttuna, góðsem- ina og alla þá visku sem hann vildi svo gjarnan veita mér og mínum hlutdeild í. Börnum hans og öðrum að- standendum þessara móðursyst- kina minna bið ég blessunar. Megi friður fylgja ykkur. S.V. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Innilegar þakklr fyrir sýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar bróöur míns, SIGFUSAR STEINGRÍMSSONAR. Fyrir hönd barna hans og annarra vandamanna. Magni Steingrímsson. Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlót og jaröarför GUONA ERLENDAR SIGURJÓNSSONAR, Hrfsateig 15. Ragnhildur Davíösdóttir, Hermann Ólafur Guðnason, Elsa Nielsdóttir, Lára Guónadóttir, Ásgrfmur Kristjánsson, Davfð S. Guðnason, Halldóra S. Halldórsdóttir, Einar Guönason, Sveinn Guönason, Ólöf Halldórsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hjartanlega öllum þeim, er á margvíslegan hátt sýndu samúö og vináttu viö andtát ÞORGEIRS BJARNASONAR, bónda, Hasringsstööum. Sjúkrahúsinu á Selfossi færum viö sérstakar þakkir. Kristján Eldjárn Þorgeirsson, Guöný Magnúsdóttir, Kolbeinn Þorgeirsson, Bjarni Kristinn Þorgeirsson, Sigrföur Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Sveinsson, Sólveig Antonfa Þorgeirsdóttir og aörir vandamenn. 0 D D D D D D D Höfum fyrirliggjandi hina viðurkenndu LYDEX hljóökúta í eftirtaldar bifreiöar: Auto Biancl ..........................hljóókútar og púströr. Austin Mini ..........................hljóökútar og púatrör. Audi 100a—LS .........................hljóökútar og púatrör. Bedford vörubfla .....................hljóökútar og púströr. Bronco B og 8 cyl ....................hljóökútar og púatrör. Chervrolet fólkabíla og jeppa ........hljóökútar og púströr. Chrysler franskur ....................hljóökútar og púströr. Citroan GS ...........................hljóökútar og púströr. Cltroen CX ............................hljóökútar framan. Daihatsu Charmant 1977—1979 .......hljóökútar framan og eftan. Datsun dlesel 100A—120A — 120Y — 1200 — 1600 — 140 — 180 hljóökútar og púatrör. Dodge fólkabfla ......................hljóökútar og puströr. FÍat 1500—124—125—126—127—128— 131__132.............................. hljóökútar og púströr. Ford, amerfska fólkabfla ..............hljóökútar og púströr. Ford Consul Cortina 1300—1600 .........hljóökútar og púströr. Ford Escort og Fiesta .................hljóökútar og púströr. Ford Taunus 12M—1SM 17M 20M.....hljóökútar og púströr. Hilman og Commer fólkab. og sendlb. .. hljóökútar og púströr. Honda Civlc 1500 og Accord .....................hljóökútar. Austin Qipsy jeppl ....................hljóökútar og púatrör. Internatlonal Scout jeppl .............hljóökútar og púströr. Rússajeppi QAX 69 hljóökútar og púströr. Wlllys jeppl og Wagoneer ..............hljóökútar og púströr. Jeepstar V6 ...........................hljóökútar og púatrör. Lada ..................................hljóökútar og púströr. Landrover bensfn og dlesel ............hljóökútar og púströr. Mltsubishi Colt, Celeste, Qalant ...............hljóökútar. Lancer 1200—1400 ......................hljóökútar og púströr. Masda 1300, 616, 626/1,6. 323, 818, 929 .hljóökútar og púatrör Mercedea Bena fólkabfla 180—190—200—220—250—280 hljóökútar og púströr. Mercedea Benz vörub. og sendlb.................hljóökútar og púatrör. Moskwltch 403—406—412 hljóökútar og púatrör. Morris Marina 1,3 og 1,8 ..........hljóökútar og púströr. Opel Rekord, Caravan, Kadett og Kapltan .................................. hljóökútar og púströr. Passat ...................................... hljóökútar. Peugeot 204—404—504 hljóökútar og púströr. Rambler Amerlcan og Classic .......hljóökútar og púströr. Ranga Rover .......................hljóökútar og púströr. Renault R4—R8—R10—R12—R16—R20 .................................. hljóökútar og púströr. Saab 96 og 99 .....................hljóökútar og púströr. Scania Vabis LBO—L85—LB85—L110—LB110—LB140 ...............hljóökútar. Simca fólksbfla ...................hljóökútar og púatrör. Skoda fólksb. og station ..........hljóökútar og púatrör. Sunbeam 1250—1500—1300—1600— ... hljóökútar og púströr. Taunua Transit bensfn og disel......hljóökútar og púströr. Toyota fólksbfla og statlon .......hljóökútar og púströr. Vauxhall fólkab....................hljóökútar og púströr. Volga fólksb.......................hljóökútar og púströr. VW K70, 1300, 1200 og Qolf ........hljóökútar og púströr. VW aendlferöab. 1971—77 ...........hljóökútar og púströr. Volvo fólksbfla ................ hljóökútar og púströr. Volvo vörubfla F64—85TD—N88—N86— N86TD—F86—D—F89—D ...........................hljóökútar. Púströraupphengjusett í flestar geröir bifreiöa. Pústbarkar, flestar stasröir. Púströr í beinum lengdum, 1%“ til 4“ Setjum pústkerfi undir bfla, sími 83466. Sendum í póstkröfu um land allt. FJODRIN Skeifunni 2 82944 PústrÖraverkstæói 83466 0 D D D D D D D D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.