Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 17 Birgir ísl. Gunnarsson: Afreksverk tíunduð Fyrir nokkru birtust í Dagblaðinu úrslit skoðanakönnunar um viðhorf borgarbúa til vinstri meirihlutans í borgarstjórn. Sú skoðanakönnun sýndi, að meirihlutinn hefur misst fótfestuna meðal borgarbúa. Auðvitað verður að taka slík úrslit með fyrirvara bæði vegna þess hve úrtakið var lítið og hve mergir vildu ekki taka afstöðu. Við sjálfstæðismenn erum að sjálfsögðu ánægðir með þessi úrslit, en það sem mikla athygli hlýtur þó að vekja eru viðbrögð forystumanna vinstri flokk- anna. Fyrstu viðbrögðin voru að kenna hver öðrum um. Næstu viðbrögð voru að láta í ljós undrun og vonbrigði og til að leggja frekari áherzlu á, hvað þetta kæmi þeim á óvart vildu þeir tíunda þau helztu mál, sem þeir hefðu beitt sér fyrir og vildu þeir með því sýna, hversu mikið óréttlæti þetta væri og hve borgarbúar væru vanþakklátir í þeirra garð. Sigurjón og stjórnkerfið Mjög er fróðlegt að athuga þennan afreksverkalista og er það megineír.i þessarar greinar. Sigyrjón Pétursson nefnir þriú ir.ái í Þjóðviljanum 3. febrúar Si. Fyrst er opnara stjórnkerfi og til marks um það nefnir Sigurjón tvennt, þ.e. fulltrúa starfsmanna í stjórnun ýmissa borgarstofnana og að fulltrúar flokkanna hafi nú tekið sæti í ráðum og nefndum í stað embættismanna áður. Um þessi afreksverk er það að segja, að við sjálfstæðismenn höfðum undirbúið að setja á stofn samstarfsnefndir starfs- manna og stjórnenda borgarfyrirtækja, þar sem taka mætti upp mál á breiðari grundvelli en gert er í stjórn fyrirtækja. Frá þessu hurfu vinstri flokkarnir en veittu starfsmönnum aðgang að stjórnun fyrirtækjanna án atkvæðisréttar. Hitt málið er furðulegt að Sigurjón skuli nefna sem eitt af afreksverkum vinstri meiri- hlutans. Borgarstjórn samþykkti nefni- lega þegar á árinu 1974 að draga embætt- ismenn út úr ráðum og nefndum og setja kjörna fulltrúa í staðinn. Það hafði því verið í framkvæmd í fjögur ár, áður en skipt var um meirihluta. Dagheimilin Næst nefnir Sigurjón framkvæmdir við byggingu dagheimila, sem aldrei hafi verið jafnmiklar og í tíð núverandi meirihluta. Hver er nú sannleikur þessar- ar fullyrðingar. Samkvæmt fjárhagsáætl- un þessa árs, þ.e. síðasta heila ársins á þessu kjörtímabili er gert ráð fyrir að taka í notkun 150 ný pláss á dagheimilum og leikskóium. Það er nákvæmlega sami fjðldi og var meðaltal á hverju ári 1968—1979. Þessi meirihluti gerir því ekki meir en að halda í horfinu í þessum svokallaða uppáhaldsmálaflokki þeirra. Skattarnir Þriðja atriðið, sem Sigurjón nefnir, er að fasteignagjöld í Reykjavík séu ekki hærri hér en annarsstaðar á landinu, 11 kaupstaðir hafi hærri fasteignagjöld, 8 með jafnhá og 2 með lægri. Nú segir þetta að sjálfsögðu ekki nema hálfa söguna. Allir vita að fasteignagjöld í Reykjavík eru þau hæstu á landinu vegna hins háa fasteignamats í Reykjavík. Þð vita einnig allir að í heild eru skattar í Reykjavík undir stjórn vinstri meirihlutans hærri en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Nýleg könnun á heildarmeðaltölum opin- berra gjalda í Reykjavík 1980 sýnir, að skattar í Reykjavík á hvern íbúa eru gkr. 411,546 og eru þeir langhæstir hér, en lægstir eru þeir í Keflavík, þ.e. kr. 271,786,- á hvern íbúa. Öll nágrannasveit- arfélögin eru mun lægri. Björgvin og BÚR Björgvin Guðmundsson nefnir einnig nokkur mál, sem vinstri meirihlutanum hafi gengið bezt með. Fyrst nefnir hann Bæjarútgerðina. Satt er það að Bæjarút- gerðin kom fjárhagslega vel út síðustu tvö ár. Ástæða þess er hinsvegar sú, að nú er orðið hagkvæmt að reka togara þá, sem við sjálfstæðismenn beittum okkur fyrir að keyptir væru til BÚR og voru teknir i notkun árin 1972—74. Þá hefur sú bætta aðstaða í landi, sem hafin var framkvæmd við 1976, skilað sér í hagkvæmari rekstri frystihúsanna. Málefni aldraðra Þá nefnir Björgvin dagvistunarmálin, en um þau hef ég þegar fjallað. Síðan nefnir hann málefni aldraðra og langlegu- sjúklinga. í þeim efnum hefur ekki annað verið gert en að fylgja áætlun, sem gerð var í kjölfar tillögu Alberts Guðmunds- sonar frá 1973 um að verja l'k% álagðra útsvara til stofnana í þágu aldraðra. Hinsvegar stöðvaði vinstri meirihlutinn byggingu B-álmu Borgarspítalans, sem hafin var framkvæmd við haustið 1977. Samkvæmt framkvæmdaáætlun, sem rík- isstjórnin hafði samþykkt áttu 90 rúm að vera komin í notkun í lok þessa árs. Grunnurinn hefur hinsvegar staðið óhreyfður síðan sumarið 1978, eins og ég gerði nánar grein fyrir hér í Mbl. þ. 11. febr. sl. Ekki er af miklu að státa Þá nefnir Björgvin íbúðarbyggingar fyrir láglaunafóik. Á þessu kjörtímabili hefur ekkert annað verið gert en það, sem gert hefur verið undanfarandi kjörtíma- bil, þ.e. borgin hefur greitt rífleg framlög til Verkamannabústaða. Allt annað er ennþá ekkert nema orðin tóm, tillögur á pappír, sem enginn veit hvort eða hvenær komast í framkvæmd. Ég hef hér gert að umtalsefni þau mál, sem helztu forsvarsmenn vinstri meiri- hlutans telja nú stærstu afreksverk á þessu kjörtímabili. Allir sjá að ekki er af miklu að státa. Engum þarf því að koma á óvart að vinstri meirihlutinn er að missa fótfestuna meðal borgarbúa. leiðir til þess, að þing situr allt kjörtímabilið án tillits til þess með hverjum hætti ríkisstjórn er mynduð. Ríkisstjórn situr þó ekki nema þingið styðji hana með einum eða öðrum hætti. Bannið við þingrofi leggur þyngri ábyrgð á hendur norskum þingmönnum en ríkir til dæmis hér, að því leyti að í Noregi er ekki unnt að slíta stjórnarsamstarfi og vísa vanda- málum beint til kjósenda. Þar hefði Alþýðuflokkurinn aldrei get- að leikið þann leik, sem hann lék haustið 1979, þegar hann rauf stjórnarsamstarf án þess að vilja axla þá ábyrgð að mynda nýja ríkisstjórn, er starfaði út kjör- tímabilið eða til vorsins 1982. Með því að banna ráðherrum að gegna þingmennsku er í Noregi verið að undirstrika aðgreining- una milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Hið eðlilega jafnvægi í stjórn ríkisins er talið myndast með því að nokkur spenna ríki milli þessara aðila. Annað leiðir einnig af þessari skipan, sem hlýtur að vera íhug- unarvert fyrir fámennt þjóðfélag eins og okkar, þar sem brýnt er að nota alla krafta til hins ýtrasta og það er sá siður Norðmanna að velja menn til ráðherrastarfa, sem ekki hafa verið kjörnir á þing. Þetta leiðir tvímælalaust til meiri breiddar og gefur mönnum færi á stjórnmálaþátttöku á öðrum for- sendum en hér tíðkast. Vafalaust eru alþingismenn hér á landi tregir til að ræða slíka möguleika. Upplýsinga- miðlun frá Alþingi Þegar rætt er um störf Alþingis, er rétt að íhuga nokkuð, hvernig staðið er að því að fræða menn um það, sem þar gerist. Líklega eiga lesendur Morgunblaðsins greið- astan aðgang að upplýsingum um það, vegna þess hve mikla áherslu blaðið leggur á þingfréttir. Þó er einsýnt, að aldrei kemst þar allt til skila svo tæmandi sé, enda óvinnandi vegur. Á öðrum Norður- löndum hafa verið um það nokkr- ar umræður, hvernig þjóðþingin gætu komið upplýsingum á fram- færi og gripið hefur verið til ýmissa ráða í því sambandi, sem ekki verða rakin hér. Öll mál, sem lögð eru fram á Alþingi eru prentuð og einnig nefndarálit og breytingartillögur. Unnt er að nálgast þau skjöl í þinginu sjáifu auk þéss sem þau eru gefin út í heftum með reglu- bundnum hætti. Vorið 1972 var samþykkt breyting á þingsköpum Alþingis og ákveðið, að umræður þingdeildanna og sameinaðs þings ásamt þingskjölum og atkvæða- greiðslum skuli prenta jafnóðum og gefa síðan út í Alþingistíðind- um. Kom þessi nýbreytni til fram- kvæmda, þegar þing hófst haustið 1972. Enn hafa umræður fram til þess tíma ekki allar verið gefnar út með efnisyfirliti en frá 1972 er hægt að fá umræður á Alþingi í heftum, sem skiptast eftir þing- dögum og ná þau hvert um sig venjulega yfir eina viku. Þessi nýbreytni stuðlaði að því, að miklu auðveldara var að fylgj- ast af nákvæmni með því, sem á Alþingi gerðist og kemur það sér vel fyrir marga aðila. Hitt er verra, að ekki hafa verið gefin út nein heildarefnisyfirlit yfir þessi hefti, þannig að menn verða að leita í hverju þeirra um sig, vilji þeir fylgjast með framgangi máls á þingtíma. Er brýnt, að úr þessu verði bætt, því að án efnisyfirlits, sem nær yfir hvert þing fyrir sig, hafa lesendur tæplega fullt gagn af heftunum, enda hefur vafalaust ekki vakað fyrir þeim, sem að nýbreytninni stóðu, að efnisyfirlit og atriðisorðaskrár féllu niður. Fyrstu árin var þó nokkur regla á útkomu heftanna og birtust þau tiltölulega fljótt eftir lok hverrar þingviku. Því miður hefur ekki reynst unnt að halda þessari reglu, þrátt fyrir miklar framfarir í prenttækni, sem auðvelda allt útgáfustarf. I þessari viku komu til dæmis út 7. og 8. hefti umræðu- hluta Alþingistíðinda á þessu þingi og ná þau yfir síðustu dagana í nóvember og fyrstu daga desember síðasta árs. Við þetta verður ekki unað og væri æskilegt að fá skýringar á þeim drætti, sem hér er á orðinn. Málgiedi um togara Ef til vill hafa starfsmenn þingsins og prentarar ekki undan vegna málgleði þingmanna. Til dæmis voru á miðvikudaginn fluttar 25 ræður utan dagskrár í báðum þingdeildum um einn nýj- an togara fyrir Þórshafnarbúa og var umræðunni þó ekki lokið. Væri fróðlegt að sjá útreikninga á því, hvað togari þessi myndi kosta, ef með í verð hans yrði tekið allt vafstrið í kringum hann. Nú ætti það í sjálfu sér að vera einfalt mál að komast í eitt skipti fyrir öll að raun um það, hver hefur tekið ákvarðanir um þetta sögufræga skip. Tveir ráðherrar hafa þar úrslitavald, sj ávarútvegsráðherra, sem veitir leyfi til innflutnings á fiskiskipum í samráði við ríkis- stjórn og fjármálaráðherra, sem tekur ákvörðun um ábyrgð ríkis- sjóðs í tilvikum eins og þessum. Án atbeina þessara tveggja manna, væri ekki til umræðu að flytja inn nýjan togara til Þórs- hafnar. Þetta hlýtur þingmönnum að vera ljóst. Engu að síður þarf að flytja allar þessar ræður. Raunar þarf það ekki að koma á óvart, því að þessi skipakaup hafa beint athygli manna að þeim hráskinna- leik, sem tíðkaður er við endurnýj- un og fjölgun fiskiskipa i landinu. Það er sannast sagna mjög óheppilegt, að ekki skuli vera unnt að fylgja fastmótuðum reglum um þetta efni. I stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar voru slíkar reglur mótaðar og þeim fylgt svo lengi sem menn höfðu þrek til. Þrýst- ingurinn er hins vegar mikill og samkeppnin um hráefnið hörð. Byggðarlög telja framtíð sína í húfi, séu þau ekki samkeppnisfær í togaraeign. Hitt er einnig hættu- legt, ef of langt hlé verður á eðlilegri endurnýjun, en reynslan sýnir svo sannarlega, að meðal- hófið í þessu efni er vandratað. Alls kyns ráðum hefur verið beitt til dæmis til að komast í kringum það skilyrði, sem sett var á sínum tíma, að fyrir hvert nýtt skip skyldi annað selt úr landi. Þegar þingsköpum Alþingis var breytt 1972, var bætt í þau nýju ákvæði þess efnis, að níu þing- menn gætu óskað skýrslu ráð- herra um opinbert málefni. Sam- þykki sameinað þing að leyfa slíka beiðni skal ráðherra semja skýrslu og henni dreift prentaðri meðal þingmanna á fundi. I tilefni af skýrsiunni geta síðan farið fram umræður um hana. Nú hefur nægilegur fjöldi þingmanna óskað eftir skýrsiu frá forsætisráðherra um Þórshafnartogarann, þannig að enn mun haldið áfram umræð- um um það mál eftir sennu þessarar viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.