Morgunblaðið - 22.02.1981, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981
EKTACHROME
littramköllun
SAMDÆGURS
EKTACHROME OG FUJICHROME E-6 litfilmur lagöar
inn fyrir hádegi, afgreiöast samdægurs.
Viö framköllum samkvæmt ströngustu körfum efna- og
vélaframleiöenda um gæöaeftirlit, m.a. meö daglegum
„densitometer“-prufum.
Okkur þætti vænt um, ef þú vildir treysta okkur fyrir
dýrmætum filmum þínum.
Verslíð hjá fagmanninum
LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F.
MF YK JAVIK
Til afgreidslu strax
JE-LAU gaffallyftari
— Type 04 — gas-knúlnn.
— sjálfsfclpting og vðkvastýrl.
— 360° veltlbúnaöur á g&lga
— Fullkomin vlnnuljós
UMBOÐSMENN
ÐHh
KRISTJÁNÓ.
SKAGFJORÐ
Hólmsgata 4, aími 24120, Raykjavík.
Áttræður:
Yaldimar Kristinsson
fyrrv. sýsluskrifari
Á morgun, 23. febrúar, er Valdi-
mar Kristinsson á Húsavík í
S-Þing., 80 ára. Mig langar, í
tilefni þessa merkisdags, að rifja
upp gömul og góð kynni af þessum
ágæta manni og festa á blað.
Hann er fæddur í Flatey á
Skjálfanda árið 1901, sonur hjón-
anna Herdísar Friðfinnsdóttur og
Kristins Sigurpálssonar. Með
þeim flutti hann 2ja ára gamall til
Húsavíkur og ólst þar upp, en
lengst af hjá Dórótheu, föður-
ömmu sinni, þar sem foreldrar
hans slitu samvistum. Þá hafði
hann eignast systur, Sigfríði, og
var alltaf mjög kært á milli þeirra
þó að þau fengju ekki að alast upp
saman, en Sigfríður bjó einnig allt
sitt líf á Húsavík. Hún lést árið
1979.
Ég get lítið sagt frá æsku og
unglingsárum Valdimars, en veit
þó að ungur þurfti hann að fara að
vinna eins og títt var í þá daga. Á
þessum árum þurftu menn að hafa
mikið fyrir sínu daglega brauði.
Þótti hann strax harðduglegur til
allra verka. Föður sínum og seinni
konu hans var hann einstaklega
hjálplegur, en þau höfðu fyrir
barnmörgu heimili að sjá og mjög
vænt þótti honum um hálfsystkini
sín.
Þegar Valdimar var um tvítugt
byrjaði hann að fara á vertíðir til
Vestmannaeyja og var hann þar
8—9 vertíðir ásamt fleiri Húsvík-
ingum. í Vestmannaeyjum reynd-
ist hann duglegur og eftirsóttur til
vinnu. í mörg ár vann hann hjá
Bjarna Benediktssyni, kaupmanni
á Húsavík, sem hann mat mikils
og síðan hjá Einari Guðjónsen,
kaupmanni, við verslunarstörf þar
til hann hóf störf hjá Júlíusi
Havstein, sýslumanni. Á vertíðar-
árunum notaði Valdimar tækifæri
til að nema tungumál og bókhald í
Reykjavík. Ástæða er til að nefna
hina fallegu rithönd Valdimars og
oft hefur verið til hans leitað ef
vanda hefur þurft áritun.
Ég átti því láni að fagna að eiga
samleið með þessum góða manni
og kynnast honum nánar, en það
var fyrst árið 1945. Ég var þá
nýkominn til Húsavíkur, öllum
ókunnugur, til að gerast rafveitu-
stjóri, en Valdimar vann þá á
sýsluskrifstofunni hjá Júliusi
Havstein. Þar sá ég fyrst þennan
hægláta, prúða mann, sem öll
manns vandræði vildi leysa, ef
beðið var um. Hann var öllum
mjög þægilegur og fannst það
fljótt að þar var traustur maður.
Ekki datt mér í hug, er við
áttum samleið á Húsavík, að við
ættum eftir að tengjast þeim
tryggðaböndum, sem raun varð á.
Þótt ég flyttist úr byggðalaginu
vildi svo til að leiðir okkar lágu
saman aftur er börn okkar gengu i
hjónaband árið 1961.
Valdimar kvæntist 1937, hinni
mætustu konu, Katrínu Jónsdótt-
ur, ættaðri úr Kelduhverfi N-Þing.
Þau byggðu sér fallegt heimili
sama ár að Túngötu 13, Húsavík,
og hafa búið þar æ síðan. Þau
leggja mikla rækt við heimili sitt
svo og fjölskyldu sína og vini.
Börn þeirra eru: Jón Kristinn,
tæknifræðingur, kvæntur Mar-
gréti örnólfsdóttur. Þau eiga 3
börn. Gunnar, viðskiptafræðingur,
kvæntur Guðrúnu Oddgeirsdóttur.
Aöeins
25%
útborgun
Aöeins
25%
útborgun
í febrúarmánuöi bjóöum viö hagstæö greiöslukjör á Electrolux eldavélum. Útborgun
aöeins 'A og eftirstöðvar lánaöar í 5 til 8 mánuði.
Electrolux eldavélarnar eru
meðal þeirra þekktustu í heimi.
Fyrst og fremst vegna gæða- og
svo auðvitað vegna tækni-
nýjunga. Electrolux hefur oftast
verið á undan samtíðinni í eld-
hústækni.
Þegar þú velur Electrolux eldavél
geturðu valið eldavélagerð, sem
hentar plássi og pyngju. Úrvalið
og möguleikarnir eru margvís-
legir.
Electrolux
Kynningarbæklingur ókeypis.
Það er óráðlegt, að kaup eldavél
án þess að kynna sér vandlega
hvaða möguleikar standa til
boða.
Vörumarkaðurinn sendir þér í
þósti ókeypis, litprentaðan
mynda- og upplýsingabækling.
Sendu okkur nafn þitt og
jlpjmilisfang, eöa hringdu í
Electrolux deildina. stmi; 86117
og við sendum þér bðekling um
hæl.
Ivmafcifíj;
ARMULA 1a
Umboösmenn:
Akranes:
Borgarnes:
Patreksfjörður:
ísafjöröur:
Bolungarvík:
Blönduós:
Sauðárkrókur:
Siglufjörður:
Þórður Hjálmarsson
Kaupf. Borgfirðinga
Baldvin Kristjánsson
Straumur hf.
Jón Fr. Einarsson
Kaupfél. Húnvetninga
Hegri hf.
Gestur Fanndal
Ólafsfjörður:
Akureyri:
Húsavík:
Vopnafjörður:
Seyöisfjöröur:
Neskaupstaöur:
Reyðarfjörður:
Eskifjörður:
Raftækjavinnustofan
Akurvík hf., KEA
Grímur og Árni
Kaupfél. Vopnfiröinga
Stál hf.
Kristján Lundberg
Kaupfélag Héraösbúa
Pöntunarfél. Eskf.inga
Egilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa
Höfn, Hornafirði: Kaupfél. A-Skaftf.
Vík, Mýrdal: Kaupfél. V-Skaftf.
Þykkvabær: Verzl. Fr. Friörikssonar
Vestmannaeyjar: Kjarni hf.
Grindavík: Báran
Keflavík: Stapafell
Þau eiga 2 börn. Dóróthea, gift
Kristjáni Antonssyni, tæknifræð-
ingi. Þau eiga 1 barn.
Eftir að ég kynntist þessu heim-
ili nánar, fannst mér gestrisni og
glaðværð húsráðenda til fyrir-
myndar, og gera þau sér far um að
gestum þeirra líði sem best.
Snyrtimennska situr í fyrirrúmi
bæði inni og úti, því slíkt er
báðum eðlilegt. Ekki er hægt
annað en taka eftir garðinum að
Túngötu 13, en stór og mikil tré
umlykja húsið. Skógrækt hefur
verið eitt af helstu hugðarefnum
Valdimars, og var hann virkur
félagi í Skógræktarfélagi Húsa-
víkur. Margar ferðir fór hann
ásamt félögum sínum til skóg-
ræktar upp að Botnsvatni, sem er
fyrir ofan Húsavík, en þar munu
komandi kynslóðir eiga unaðsreit.
Árið 1958 fór Valdimar til Noregs
á vegum Skógræktarfélagsins og
lærði þar margt í sambandi við
skógrækt.
Þegar ég rifja upp árin á
Húsavík man ég hve félagslynd
þau Valdimar og Katrín voru.
Leikfélagið átti hauk í horni þar
sem Valdimar var og Ferðafélagið
var honum kært. Hann ferðaðist
víða á vegum þess og öræfin
heilluðu hann. Ferðahugurinn er
sterkur í fari hans, samfara
óslökkvandi fróðleiksfýsn og landi
sínu vildi hann kynnast sem best.
Nokkrar skemmtiferðir hefur
Valdimar einnig farið til útlanda
og haft mikla ánægju af. Engu
tækifæri í þeim ferðum, sleppti
hann til að skoða söfn, sem hann
hafði oftast verið búinn að lesa
um áður. Valdimar er víðlesinn og
fróður og bókasafn hans mikið og
verðmætt. Bókband lærði hann og
batt inn margar bækur sínar af
þeirri vandvirkni sem er honum
eiginleg.
Valdimar hætti að vinna fyrir
aldurs sakir árið 1972, en hann er
hraustur vel og fer hvern dag í
gönguferðir um heimabyggðina og
gengur þá rösklega langar leiðir.
Ég læt nú þessum skrifum
mínum senn lokið og vona að þú
fyrirgefir, Valdimar minn, þessar
línur, af því ég veit að þú kærir
þig ekki um að vera í sviðsljósi. Ég
hef látið fljóta með það sem
mörgum finnst vera smámunir en
tilheyrir þó hinu merka mannlífi.
Þú hefur nú um langan aldur
unnið heimabyggð þinni af alúð og
dyggð, og glaðst yfir aukinni
velmegun og menningu í henni. Ég
vona að við hjónin og börn okkar
eigum eftir að eiga margar sam-
eiginlegar ánægjustundir í fram-
tíðinni og einnig að við megum
eiga glaða stund á þessum tíma-
mótum ævi þinnar með ykkur
hjónum, skyldmennum og vinum.
Við óskum þér innilega til ham-
ingju með daginn og vonum að við
njótum samfylgdar þinnar sem
allra lengst.
Ornólfur M. örnólfsson
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNOAGERÐ
ADALITRATI • - SlMAR: 171B2-I735S