Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 5 Sjónvarp kl. 22.35: í útlegð Á dagskrá sjónvarps kl. 22.35 er sænsk heimiidarmynd um Ciger-Xwin, eitt af ástsælpstu ljóðskáldum Kúrda. Hann tiýr nú á elliheimili í Uppsölum í Svíþjóð, 77 ára að aldri. Ciger-Xwin flúði frá Tyrk- landi 1925 og hefur síðan verið landflótta. Þegar hann kom til Svíþjóðar í hitteðfyrra var hann ríkisfangslaus. Hann hafði átt í erfiðleikum með að fá verk sín gefin út, því að tunga hans er bönnuð, þjóð hans sundruð og kúguð. En hvar sem Kúrdar fara má heyra Ijóð hans sungin og þau gefa þeim nýja von og kjark. Þótt þau séu ekki prentuð, er þeim dreift um allt á hljóð- snældum og það er annar land* flótta Kúrdi, Xivan, sem syngur ljóðin. Tónleikar í Njarðvíkur- kirkju í dag verða haldnir þriðju reglu- legu tónleikar á þessum vetri i Njarðvíkurkirkju og hefjast þeir kl. 15. Á tónleikunum koma fram þau Ragnheiður Guðmundsdóttir söngkona og Jónas Ingimundar- son píanóleikari. Á efnisskránni eru andleg og veraldleg verkefni eftir innlenda og erlenda höf- unda. Ragnheiður Guðmundsdóttir k Jyá Jónas Ingimundarson Á mánudagskvöld kl. 21.15 sýnir sjónvarpið sænskt sjónvarps leikrit. Hýenunni stekkur ekki bros. Myndin fjallar um suður-ameríska útlaga sem leggja undir sig sendiráð lands síns í Stokkhólmi og taka sendiherra í gíslingu. HILDA HF Orösending til prjónakvenna Höfum bætt við nýjum móttökustöðum í Keflavík og Breiðholti. Tökum nú við lopapeysum á eftirtöldum stöðum: Keflavík Heiðarbraut 23, sími 3287, mánudaga kl. 5—6. Breiðholti Yztaseli 5, sími 81699, miðvikudaga, kl. 4—6. Selfossi Sléttuvegi 2, sími 1444, fimmtudaga. Reykjavík Bolholti 6, sími 81699, þriðjudaga kl. 10—6, miðvikudaga kl. 10—3, fimmtudaga kl. 10—3. HILDA H/F, BOLHOLTI 6. Ef þú kemst ekki á sólarströnd getur Philips sólarbekRurinn gefió þér brúnt og fallegt útlit heima í stofii! Philips sólarbekkurinn er bæði raf-og geislaprófað- ur af Raffangaprófun ríkisins, sem undirstrikar full- yrðingar okkar um framleiðslugæði-. Sólarbekkurinn frá Philips gefur pér fallegan lit, jafnframt pví sem hann getur gert vel fyrir þá sem eru með slæma húð. Sólarbekkurinn frá Philips er með sjálfvirkum tíma- stilli. Þú getur því látið fara vel um þig og slappað af - og sofnað. Bekkurinn slekkur á sér sjálfur. - Hjá okkur er tæknin orðin hversdagsleg. Aöeins þrir sólarbekkir hafa verið viðurkenndir af Raffangaprófum ríkisins. Sólarbekkurinn frá Heimilistækjum er einn þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.