Morgunblaðið - 22.02.1981, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.02.1981, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 Útgefandi nhlnhlh hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö Vika til stefnu Nú er vika til stefnu fyrir ríkisstjórnina til að skýra frá framkvæmd þeirra loforða, sem hún gaf um áramótin, þegar ákveð- ið var að skerða kaup manna um 7% 1. mars. A móti þessari launaskerð- ingu átti að koma 1,5% lækkun skatta á meðaltekj- um og lægri. Ekkert bólar á hugmyndum um, hvernig staðið skuli að skattalækk- uninni. Frá áramótum hafa útgjöld ríkissjóðs verið aukin með hækkun launa opinberra embættismanna og þingmanna. Ef til vill ætlar fjármálaráðherra að nota þá hækkun sem átyllu fyrir því, að hann hafi ekki efni á því að lækka skatta? í stjórnarblaðinu Tímanum var komist svo að orði fyrir skömmu, að launajöfnun- arstefna ríkisstjórnarinnar virtist miða að því einu að jafna laun innbyrðis milli opinberra starfsmanna á kostnað annarra launþega. Eftir að fjármálaráð- herra samdi við BSRB um 6% grunnkaupshækkun 11. febrúar síðastliðinn komst forseti Alþýðusambands ís- lands, Ásmundur Stefáns- son, svo að orði í viðtali við Morgunblaðið: „Ég get ekki sagt annað en mér koiúi þessi samningnr tÖÍuvert á óvart og ríkið virðist ríkara en ég bjóst við.“ Ríkidæmi ríkisins hefur þó ekki enn leitt til þess, að boðað hafi verið með hverjum hætti verði staðið að skattalækk- uninni, sem lofað var. Hlýt- ur það að vera lágmarks- krafa til launþegasamtaka, að þau krefjist skýrra svara um það mál, áður en 1. mars rennur. Einnig er greinilega nauðsynlegt að þrýsta á vegna loforðsins um að breyta lánum hús- byggjenda og gera þau þeim hagkvæmari. Þá ligg- ur ekkert fyrir um það, hvernig ríkisstjórnin ætlar að standa að fyrirheitinu um almenna lækkun vaxta 1. mars. Ekki er heldur úr vegi að minna á það, að í loforðalistanum um ára- mótin sagði: „Viðræður verði hafnar við samtök launþega og aðra hags- munaaðila atvinnulífsins um framkvæmd Sám- ræmdrar stefnu í kjara- má'um, atvinnumálum og efnahagsmálum til næstu tveggja ára.“ Hefur nokkuð verið gert í þessu máli? Miðstjórn Alþýðusam- bands Islands kom saman til fundar í vikunni. Þar var mótmælt auknum ójöfnuði milli launa félags- manna ASÍ og opinberra starfsmanna. Hins vegar ekki einu orði vikið að loforðalista ríkisstjórnar- innar -jin áramótin. Sú þögn styður þá skoðun, sem hér hefur verið sett fram áður, að Ásmundur Stef- ánsson sé einskonar blaða- fulltrúi ríkisstjórnarinnar vegna kjaraskerðingar- áformanna. í því hlutverki telji hann sér ekki fært að beita sér fyrir neinu því, Kjaraskerðingin um næstu mánaðamót mun nema 8,37%. Þar kem- ur til 7% skerðing sam- kvæmt bráðabirgðalögun- um á gamlársdag og við hana bætist svo 1,37% skerðing samkvæmt Ólafs- lögum. Eitt af loforðum ríkisstjórnarinnar um ára- mótin var á þann veg, aö eftir 1. mars skyldu skerð- ÍRgárákvæði Ólafslaga ekki framkvæmd það, sem eftir yrði af árinu. Á síðasta ári hækkaði verðlag um tæp 60% en laun um 41%. Þá sem leggur stein í götu þess, sem hann 1978 kallaði „kauprán" ríkisvaldsins. Um áramótin kepptist for- seti ASI við að lýsa því sama yfir og Þjóðviljinn, að kaupmátt launa yrði að vernda. Það yrði ekki gert nema hraðað yr5i ákvörð- UnUm um framkvæmd lof- orða ríkisstjórnarinnar. Nú eru tæpir tveir mánuðir liðnir án nokkurra aðgerða að þessu leyti. En í ályktun ASI frá því á fimmtudag- inn er ekki minnst einu orði á aðgerðaleysi ríkisstjórn- arinnar. Hvernig væri, að Alþýðusambandið gæfi út dreifibréf um kaupmáttinn nú um mánaðamótin? skertu Ólafslög launin vegna þess að hækkun bú- vöru, áfengis og tóbaks leiddu ekki til launahækk- unar og rýrnandi viðskipta- kjör drógu úr verðbótum á laun. Á síðasta vísitölu- tímabili bregður hins vegar svo við, að viðskiptakjör batna um 0,84% og sam- kvæmt Ólafslögum kemur sá bati launþegum til góða. Einmitt þegar verðbóta- ákvæði Ólafslaga skila launþegum dálitlum bata ákveður ríkisstjórnin að af- nema þau. 8,37% skerðing r Reyki aví kurbréf Laugardagur 21. febrúari Auður Auðuns sjötug „Stjórnmálasagan mun skipa Auði Auðuns veglegan sess meðal íslenskra forystumanna. En auk þess verður ekki framhjá því gengið, að Auður ^U0uns hefur tvlrT.IEiaiaust sérstöðu í íslenskri stjórnmálasögu, vegna þess hve oft hún verður til þess að marka nýja áfanga í stjórnmálaþátttöku kvenna og með hvílíkum sóma henni tekst það. Fyrsti lögfræð- ingurinn, fyrsti forseti borgar- stjórnar, fyrsti borgarstjórinn og fyrsti ráðherrann úr hópi ís- lenskra kvenna." Þannig komst Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, að orði í afmælisgrein um Auði Auðuns á miðvikudaginn, þegar Auður varð sjötug. Oftar en einu sinni hefur nafn Auðar Auð- uns verið nefnt í Sjálfstæðis- flokknum, þegar mikið hefur legið við. Aldrei hefur hún brugðist því trausti, sem henni hefur verið "»t I?«rwné trn>»A kiin tríflrnc aynt. i’*«iv iiuii y 11 aui patir* takandi í baráttu fyrir flokk sinn í úrslitakosningunum 1946 til bæj- arstjórnar í Reykjavík. Þá þóttust sósíalistar hafa í fullu tré við brjóstvörn lýðræðisaflanna í Sjálfstæðisflokknum, en urðu að lúta í lægra haldi eftir hörð átök. Auður Auðuns sat í borgar- stjórn Reykjavíkur til 1970. Hún varð forseti borgarstjórnar 1954 og borgarstjóri ásamt Geir Hall- grímssyni 1959 til 1960, en síðan aftur forseti borgarstjórnar til 1970, þegar hún gaf ekki lengur kost á sér til setu þar. Þegar Jóhann Hafstein myndaði ríkis- stjórn sína 10. október 1970 varð Auður Auðuns dóms- og kirkju- málaráðherra. Hún sat á þingi frá 1959 til 1974, þegar hún dró sig í hlé. Þetta er glæsilegur iwjýnber ferill en ártöl ^ vjrðingarheiti Tf” émvörðungu umgjörð um mikla ósérhlífni og þrotlaust starf, sem Auður Auðuns vann samhliða húsmóðurstörfum. Margur fullfær karlmaður hefði ekki áorkað jafn miklu, enda hefur Auður verið merkur brautryðj- andi í fleiri en einum skilningi. Auður Auðuns dró sig ekki í hlé innan Sjálfstæðisflokksins, eftir að hún hætti setu sem kjörinn fulltrúi á hans vegum. Hún kom fram í opinberum störfum sínum sem fágaður og vammlaus fulltrúi þeirrar kynslóðar stjórnmála- manna, sem leitt hefur þjóðina fram á veg á mesta umbylt- ingarskeiði í sögu hennar. Á vettvangi Sjálfstæðisflokksins hefur hún verið einörð í baráttu sinni fyrir þeim málstað, sem hún telur landi og þjóð til mestra heilla. Hún er einn af máttar- stólpunum í flokknum og reynslan hefur sýnt, að óhikað sækir hún fram, þegar mest á reynir. Á úrslitastundum hafa orð hennar haft mikið gildi. Auður Auðuns nýtur trausts og virðingar flokks- systkina sinna. Hún hefur verið fulltrúi hins besta innan Sjálf- stæðisflokksins og vonandi mun áhrifa hennar gæta um langan aldur. Undrun Pólverja kvæmdastjóri, sem nýkominn er frá Póllandi, komst þanpí" or5j í viðtali við ‘v'orgunblaðið, sem birtisi; í vikunni: „Enginn getur heimsótt Pólland oft án þess að verða hlýtt til landsins og þess blessaða fólks, sem það byggir. En það sem Pólverjum þykir furðu- legast í fari okkar íslendinga er þetta: Þeir spyrja oft, hvernig í ósköpunum frjálst fólk í frjálsu landi geti verið kommúnistar. Þeir skilja ekki, að menn geti skipað sér í flokk kommúnista, ef þeir eru ekki nauðbeygðir til þess vegna atvinnu sinnar eða annarra sér- stakra aðstæðna." í þessum orðum felst þung áminning og þau lýsa í hnotskurn vanda lýðræðisríkjanna nú á tím- um. Hvernig er unnt að gæta frelsisins, þegar innan vébanda hinna opnu, frjálsu þjóðfélaga gerjast hreyfingar, sem leynt og ljóst stefna að alræði? Á öllum tímum hafa frjálshuga menn stað- ið frammi fyrir þessum vanda. Færa má rök fyrir því, að nú á --—*— i j-: i/imum ncvii <xu vera auuveiuaris viu Þorsteinn Baldursson, fram- hann að fást en oft áður. Upplýs- ingamiðlun ætti að leiða til þess, að málsvarar alræðisins hefðu ekki erindi sem erfiði. Þess sjást líka víða merki, að þeir forðast rökræður fyrir opnum tjöldum. En alræðisöflin svífast einskis og þau birtast í margvíslegu gervi. Tvímælalaust er hættulegast, ef þau ná að koma ár sinni fyrir borð í skólakerfinu og fjölmiðlum í einokunaraðstöðu. Reynslan sýnir, að undir yfirskyni fræðslu og hlutlægrar fréttamennsku er leit- ast við að halda skoðunum ófrelsis að mönnum. Æskulýður, sem býr við alls- nægtir, hefur gott ráðrúm til að leggja stund á það, er þykir spennandi og óvenjulegt. Sorgleg- ustu dæmin um þetta tengjast ásókn í alls kyns fíkniefni. Fikt við öfgafullar pólitískar skoðanir er af öðrum toga en einkep.rásí ’hjá mörgum af “íánvers konar ævin- týraprá. Öryggisleysi æskunnar hefur það í för með sér, að mönnum hættir til að ánetjast þær pólitísku kennisetningar, sem veita áhangendum skjól fyrir sviptibyljum samtímans. Marx- isminn er skýrasta dæmið um stjórnmálakenningu, sem þykist hafa leyst lífsgátuna í eitt skipti fyrir öll. í orðskrúði og deilum um keisarans skegg setja fylgismenn hans sig á háan hest í skólum og annars staðar þar sem færi gefst til að láta ljós sitt skína. Það er eitt helsta einkenni þeirra, sem helga marxismanum krafta sína, að þeir eru fáfróðir um eigið umhverfi eða vilja ekki líta það raunsæjum augum. Síst af öllu fást slíkir menn til að játa það, á meðan þeir lifa og hrærast í hinum hugmyndafræðilega gervi- heimi, að þeir séu handbendi alræðisaflanna. Staðreyndirnar segja hins vegar allt annað. Pól- verjar hafa kynnst þessum stað- reyndum og þess vegna skilja þeir ekki kappsfulla talsmenn ófrelsis- ins í frjálsum þjóðfélögum. Rádherrar og þingmennska „Mér finnst fyllilega koma til greina að setja þá reglu, að þingmenn skuli láta af þing- mennsku meðan þeir gegna starfi ráðherra. Sú regla tíðkast í Nor- egi.“ Þannig komst Birgir ísleifur Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, nýlega að orði í þingræðu. Hér er hreyft máli, sem verðugt er umhugsunar nú á tímum, þegar margir velta því fyrir sér, hvort umrótið í þjóðfé- ESKIFJÖRÐUR laginu megi að einhverju eða öllu leyti rekja til þess, að æðstu valdastofnanir séu ekki starfi sínu vaxnar. Þeir sem lengst vilja ganga í breytingum á stjórnkerf- inu ala með sér hugmyndir um að gera forsetaembættið að svipaðri valdastöðu og það er í Frakklandi eða Bandaríkjunum. Stjórnar- hættir í Noregi bera einmitt merki þess, að þar hafi menn gengið lengra í átt til þrískiptingar valds- ins en til dæmis hér á landi án þess þó að taka upp forsetavald Bandaríkjanna. Norska stjórnarskráin leyfir til dæmis ekki, að þing sé rofið. Það

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.