Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 + Eiginkona mín, ÁGÚSTA JÓHANNSDÓTTIR, Flókagötu 35, iést á Grensásdeild Borgarspítalans, föstudaginn 20. febrúar. GuAmundur Halldórason. t Elsku lltli sonur okkar, FANNAR, lést á Landspítalanum 20. febrúar. Margrét Þorvaldadóttir, Guómundur Gfalaaon. + Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og lang- ömmu, LOFÍSU ELÍFASDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 10.30. Einar Helgaaon, Ólafur J. Einarsson, Hildur S. Hilmarsdóttir, Finnbogi Finnbogason, Friógaröur Daníelsdóttir, Elín R. Finnbogadóttir, Kriatján Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Systir mín, KRISTÍN INGVARSDÓTTIR, Egilsgötu 10, sem andaöist 12. þ.m. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 23. febrúar kl. 1.30 e.h. Fyrir hönd fjarstadds bróöur og annarra vandamanna. Ólöf Ingvarsdóttir. + Útför litlu dóttur okkar, GUÐBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR, sem lést á Landspítalanum, mánudaginn 16. febrúar, og fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 9.45. Tómas Eiríkur Þorbjörnsson, Elísabet Siguróardóttir. + Jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, EYSTEINS JAKOBSSONAR, Steinagerói 11, fer fram frá Bústaöakirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 2 e.h. Helgi Eysteinsson, Kristfn Jónsdóttir, Helga Eysteinsdóttir, L. MacGregor, Fanney Eysteinadóttir, Harold O’Neal, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SVEINN ANTON STEFÁNSSON, sklpstjóri, Holtagerói 67, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. febrúar kl. 10.30. Þórdfs Gfsladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, MARGRÉT KETILSDOTTIR, Mávahlfð 45, sem andaöist 15. febrúar, veröur jarösett frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. febrúar kl. 3 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, Jóhann T. Ingjaldsaon, Sigurður K. Gunnarsson, Slgrfóur Th. Guómundsdóttir, börn og barnabörn. Móöir okkar, KRI8TBJÖRG JÓN6DÓTTIR frá Hvammi, Fellsmúla 5, veröur jarösungin frá Dómklrkjunni þriöjudaginn 24. febrúar kl 13.30. Sigrún Huld Jónsdóttir, Lfsbet Jónsdóttir Willis, Jóhann Þorsteinn Löve. Kristín Ingvarsdóttir og Ingvar Ingvarsson Kristín, fædd 27. júni 1911. Dáin 12. febrúar 1981. Ingvar, fæddur 2. mai 1920. Dáinn 9. október 1980. Við fæAumxt og hverfum. — Við horfum i húmiA i fáeln ár. En Arlðcin rist* rúnir i rökhriA — broe o* tár. (GuAm. Innri) Kristín var nákominn ættingi minn, við vorum systkinabörn. Hún var fædd á ísafirði 27. júní 1911 og kvaddi þetta líf í Borg- arspítala 12. þ.m. eftir stranga sjúkdómslegu. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður A. Ólafsdóttir, ólafsson- ar bónda á Skjaldfönn N. ís. Jónssonar, en móðir Sigríðar var Elín Halldórsdóttir frá Gili í Bolungavík, af Arnardalsætt, og Ingvar blikksmiður og vélstjóri Gunnlaugsson, að Másstöðum á Akranesi, en móðir Ingvars var Kristin Jónsdóttir. Ingvar fluttist til ísafjarðar árið 1906 til starfa við niðursuðu- verksmiðju Péturs M. Bjarnason- ar, er þá var að hefja störf, en Pétur hafði áður reist allstórt verksmiðju- og íbúðarhús við Hnífsdalsveg utanvert við svo- nefndan Krók (Sauðakrók) í ísa- firði og og nefndi almenningur hús þetta „Pétursborg". Var þarna um brautryðjandastarf að ræða, enda gekk reksturinn það skrykkj- ótt, að leggja varð árar í bát 1912. Pétur fluttist þá til Reykjavíkur og hóf sambærileg störf þar, en það er önnur saga. Sigríður vann um tíma í verk- smiðjunni og kynntist Ingvari þar. Þau gengu í hjónanband 26. nóv. 1909. Þegar verksmiðjan hætti störfum varð starfsfólkið atvinnu- laust og fluttust þá nokkrir úr bænum, einkum þeir, sem flust höfðu í bæinn í sambandi við verksmiðjureksturinn. Þau Ingvar og Sigríður fluttust til Reykjavíkur sumarið 1912, svo að Kristín var rétt ársgömul þegar hún kvaddi fæðingarbæ sinn. Ingvar réðst þá sem vélstjóri á fiskiskip, var lengi á m/s Alden, sem um skeið var gert út frá Stykkishólmi og fluttist þá fjöl- skyldan þangað og dvaldi þar um 4ra ára skeið, uns hún fluttist aftur til Reykjavíkur. Þeim Sigríði og Ingvari varð 5 barna auðið, þau voru, auk Krist- ínar Ólöf f. 5. okt, 1912, gift Guðl., Valdimar Þorsteinsson bygg- ingameistara, sem nú er látinn. Gunnlaugur, bryti, f. 11 nóv. 1913. Hann var siglingum á stóru flutn- ingaskipi öll stríðsárin, en fórst skömmu eftir stríðslok í bifreiða- slysi í Ohio í Bandaríkjunum. Ingvar garðyrkjubóndi að Birki- lundi í Biskupstungum, f. 1. ágúst 1920, kvæntur 25. des. 1954 Helgu Pálsdóttur. Ingvar fór ekki á sjóðinn eins og faðir hans og bræður, en festi kaup á landskika I Biskupstungum ásamt nokkrum jarðhita. Hann byggði sér þar bæ og gróðurhús og lögðu þau Helga sig fram um að efla það og auka, enda brosti hamingjan þar við þeim, þar til það slys henti sl. haust, eftir að Ingvar hafði skroppið inn til að hvíla lúin bein og blundað, að eldur kom upp í húsinu og lét hann þar líf sitt í svefni, aðeins 60 ára að aldri. Ingvar var skýr og skemmtilegur í viðræðum, séður og bráðduglegur til allra verka. Hann var harm- dauði öllum ættingjum og vinum, og eiga eftir hann mætar minn- ingar. Árni var yngsta barnið, fæddur 1. ágúst 1921. Hann fór ungur á sjóinn, lærði sjómannsfræði og var um skeið stýrimaður á togur- um frá Reykjavík. Hann tók upp háttu fjölmargra forfeðra og hleypti heimdraganum í ham- ingjuleit árið 1953. Ekki lét hann sér lynda að litas um í grannlönd- unum eins og forfeður okkar höfðu flestir gert um aldaraðir, heldur var strikið tekið beint til Ástralíu og staðnæmst í Port Albert, hvar hann gerðist útgerðarmaður og skipstjóri. Þar gerðist það, eins og í ævintýrunum, að hann hitti prinsessuna, sem einnig hafði nokkru áður fluttst frá Þýzkalandi í ævintýra- og gæfuleit. Hún heitir Hedi. Þau bundust böndum kærleikans 1957 og er vlst óhætt að segja að hamingjan hafi hossað þeim alla tíð síðan. í þessum hópi ólst Kristín upp og ríkti jafnan mikil samheldni og hjálpsemi innan fjölskyldunnar. Kristín var sérlega háttprúð og hógvær og lét afskiptalaus þau mál, sem hún taldi sér óviðkom- andi, en gat verið ákveðin og föst fyrir, ef því var að skipta. Kristín hafði nokkru fyrir stríðsbyrjun kynnst Steindóri, bróður Valdimars mágs síns, og felldu þau hugi saman. Lagði hún þá aftur leið sína til ísafjarðar og dvaldi í Húsmæðraskólanum ósk eitt námsár, til að búa sig undir húsmóðurstörfin. Þá rifjuðust upp gömul kynni, en hún hafði þó áður, ásamt fjölskyldu sinni, kom- ið í kynnisför til ísafjarðar. Þau Kristín og Steindór gengu síðan í hjónaband á afmælisdegi Kristín- ar 27. júní 1942. í sumarbyrjun n. árs eða 27. apríl fæddist þeim sonur er hlaut nafnið Þorsteinn Jónas. Það varð auðvitað mikil gleði í ranni, — en lukkan er hverful og lánið er valt — og guð kallaði þessa ástkæru eign þeirra til sín eftir aðeins tvo mánuði eða 19. júní sama ár. Mér fannst oft eins og Kristín bæri sorg í hjarta eftir þennan atburð, þótt hún flíkaði því ekki eða bæri á torg. Hún gæti hafa huggast látið m.a. við vers sálma- skáldsins V. Briem. É* (el mlg þinum föAururm er fut mig eorgir uueAu, t>ú einn kannt sefa hullnn harm og hjartans undir græAa. HiA minnsta duft i mold þú sérA og mælir brautir stjarna, þú telur himlntungla mergA og tárln þinna barna. Svo liðu árin — sjö góð ár, en þá stöðvaðist lukkuhjólið — í bili. Steindór lést 10. mars 1949. Sorgin var sár, en tíminn líður og læknar öll mein, segja menn. ViA skulum ganga hægt og hljótt. Mln hinsta kveAja þetta er, þvi aAra sllka undranútt viA aidrei munum llfa hér. En þú aA harAnl hjarta mitt og hverfi i gleymsku draumlönd min, þá man ég biessaA broeiA þitt og bláu augun þin. (Júhannes úr Kötlum). Steindór hafði reist þeim 2ja hæða steinhús á ákjósanlegum stað, að Egilsgötu 10. Eftir fráfall Steindórs bjó Kristín um langt skeið með móður sinni á efri hæð hússins, en leigði jafnan út neðri hæðina, því að tekjur voru víst rýrar. Svo liðu mörg ár, en árið 1962 fór lukkuhjólið að snúast á ný og Amor kom i spilið. Kristín kynnt- ist manni, sem líkt var ástatt um. Hann hafði misst konu sína fyrir nokkrum árum og undi illa einver- unni. Þau urðu ásátt um að hrista af sér slenið og rugla saman reitum. Þessi maður var Björn Þórðarson frá Grjóta og gengu þau í hjónaband árið 1962. í 3ja sinnn hjuggu forlögin í sama knérunn og féll Björn frá 1972. Þegar hér var komið má víst segja að lukkuhjólið væri staðnað og daprir tíma færu í hönd. Á þessum síðustu árum hringdi Kristín til mín tivsvar eða þrisvar sinnum til að spyrja um heilsufar o.fl. Hún vissi um sjúkdóm, sem angraði mig og hafði það í för með sér að ég var stundum fyrirvara- laust fluttur í sjúkrahús. Ég lét jafnan mannlega, þetta væri allt í lagi ég hefði góð lyf og ágæta hjálp þegar á þyrfti að halda, en þegar ég svo spurði um hennar heilsufar þá hló hún og sagði allt í lagi, — en mér fannst þó jafnan einhver annarlegur hreimur I röddinni. Ég vissi þá frá öðrum fréttalindum að heilsu hennar hrakaði stöðugt. Svo fór að hún var í byrjun nóv sl. flutt fárveik á Borgarspítalann hvar hún lést 12. þ.m. eins og fyrr segir. En Kristín átti í öllum sínum sorgum og heilsuleysi góðan hauk í horni þar sem Ólöf systir hennar. Hún leit jafnan til hennar og fylgdist vel með ástandi hennar. Hún heimsótti hana hvern dag á sjúkrahúsið og sat hjá henni löngum. Þær ræddu um fortíð, nútíð og framtíð og ef Kristín, sem gerði sér grein fyrir hver endirinn yrði, bar fram óskir eða tilmæli, stóð ekki á ólöfu að koma þeim í höfn. Allt, sem í mannlegu valdi stóð, var gert, bæði af hendi Ólafar og starfsfólks sjúkrahúss- ins til að sefa sorgirnar og lina kvalirnar. Ég vil að lokum þakka Kristínu góð og gömul kynni og allt gott frá hennar hendi. Ég vil jafnframt skila innilegri kveðju og þakklæti frá frændfólki hennar og vinum vestanhafs og óskum við henni öll góðrar heimkomu. Blessi þÍK blúmjörA, bleaai þix útsær, blewii þÍK heiAur himlnn. Ekld þÍK alheimur eilifA Í>Ik Keymi, sÍKni þÍK ejálfur kuö. (Júhannes úr Kötlum) ólafur I. Magnússon. í október sl. lést í húsbruna austur í Biskupstungum frændi minn og vinur, Ingvar Ingvarsson. Mér varð sannarlega mikið um, eins og mörgum öðrum, hugsaði mér að minnast hans en varð ekki af. Nú er systir hans, Kristín, móðursystir mín, einnig látin, eftir langvarandi veikindi, og því finnst mér eðlilegt að minnast þeirra beggja um leið. Systkinin voru börn hjónanna Sigríðar Ólafsdóttur frá Ísafirði og Ingvars Gunnlaugssonar frá Másstöðum í Akraneshreppi, sem lengi var vélstjóri á togurum. Þau eru bæði látin. Sigríður og Ingvar kynntust á ísafirði, giftust og byrjuðu búskap þar, og þar fæddust dæturnar tvær. Kristín árið 1911 og Ólöf 1912. Árið 1913 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó þá um margra ára skeið að Klapparstíg 12. I Reykjavík fæddust svo allir synirnir, Gunnlaugur árið 1913, Ingvar árið 1920 og því nýlega orðinn sextugur þegar hann lést, og Árni, árið 1921. Gunnlaugur lést í bílslysi í Bandaríkjunum 1948, aðeins 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.