Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 7 'Ð A LJ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 88. þáttur Stafsetningarvilla laumað- ist inn í síðasta þátt. Lýs- ingarorðið þiður í merking- unni frostlaus var á einum stað prentað með ý, en ann- arstaðar rétt. Lýsingarorð það, sem að réttu lagi er ritað þýður, merkir hins vegar blíður eða vingjarnlegur um menn, en vakur eða ganggóður um hesta. Þetta lýsingarorð hef- ur vafalaust haft mjög sterka góða merkingu fyrr meir. Baugalína Stefáns Ólafssonar í Vallanesi var margsinnis auðkennd því orði í frægu kvæði: þýð, teit þakin dyggðasafni, fótsmá fagurhent og þýð, þýtt fljóð þarflegt kunni flest. Þetta kemur heim við gotnesku. í biblíuþýðingu, sem biskupinn Wulfila (Ylf- ill) gerði, eru sams konar orð sínotuð um hið góða og blessaða. Hið góða heitir þiuþ, góður er þiuþeigs (þýð- igr) og þiuþjan (þýða) merkir að gera gott, blessa eða lofsyngja. Þessu skylt mun vera for- skeytið þjóð- í okkar máli, það er að segja það forskeyti sem ekki kemur af nafnorð- inu þjóð = fólkið allt. Þjóð- legur er til í merkingunni viðfeldinn, þægilegur, og mun þá fyrri hlutinn merkja sama og þýður hjá sr. Stef- áni Ólafssyni. Svo hef ég einnig skilið, að þjóðráð merkti gott ráð. Fræðilega er reyndar ekkert á móti því að slíkt ráð gæti þjóðin öll tekið. Ef við hnýsumst í uppruna orðsins þjóð í merkingunni fólk, kemur í ljós að það orð er af sama stofni og latneska orðið totus = allur og þekkja margir samsvarandi orð tot- al (lat. totalis) t.d. úr ensku. Agúst Karlsson í Vest- mannaeyjum sendir mér hið greinarbesta bréf, og fer meginefni þess hér á eftir: „Leyfi mér að senda þér með þessu tilskrifi tvö ljósrit úr bílablaðinu Ökuþór, 3. tbl. 1980, en þar eru nokkrir vegfarendur spurðir: Á að lögleiða notkun bílbelta?" Ágúst undirstrikar síðan úr svari afgreiðslustúlku og framkvæmdastjóra: „Ég tel það víst og marg sannað að þau fækka slysum og þá tel ég að takmarkinu sé náð,“ og hins vegar: „Engu að síður held ég að ég sé því andfall- inn.“ Hann segir síðan: „Mér finnst örla á „tauto- logiu" í svari afgreiðslustúlk- unnar, þar sem hún „telur það víst og marg sannað". Auk þess held ég að hæpið sé að telja sannað að bílbeltin, sem slík, fækki slysum. Þá kannast ég ekki við að menn séu „andfallnir" einhverju. Ég tala um að ég sé and- snúinn hinu og þessu, og fyrir kemur að ég er mótfall- inn einhverju. Virðist mér því um samruna að ræða hjá framkvæmdastj óranum." Gerum nú hlé á máli bréfritara. Hér verður ekki lagður dómur á notagildi bílbelta, en allt annað, sem Ágúst segir í þessum bréf- kafla, er rétt. Það er heppi- lega orðað, að örli á tátólógíu (óþarfri tvítekningu) í fyrra svarinu, því að blæmunur og jafnvel merkingar- er á orð- unum víst annars vegar og marg sannað (= margsann- að) hins vegar. Andfallinn er dæmigerður samruni og nýmyndin ekki girnileg að mínum smekk. En Agúst hafði fleira í pokahorninu: „Annars var nú aðalerind- ið hjá mér að upplýsa þig um að ég þekki stúlku, sem heitir Katrín Frigg. í þætti þínum um íslenzkt mál í Morgun- blaðinu spurðir þú eitthvað á þessa leið: „Hvers vegna skírum við börnin okkar ekki nöfnum eins og ... Gæs ... Hrútur ... Frigg?" Þessi stúlka, Katrín Frigg, er fædd hér í Eyjum 1.7. ’62, en er nú búsett í Grindavík. Friggjar-nafnið er þannig tilkomið, að faðir stúlkunnar átti og gerði út vélbát héðan frá Eyjum, sem hét Frigg VE-316, og er hún skírð í „höfuðið" á bátnum." Gott er að eiga ræktar- sama nemendur víða um land og sendi ég Ágústi bestu kveðjur og þakkir. Vænt þyk- ir mér um að hann notar eignarfallsmyndina Friggj- ar. Eins og Halldór Hall- dórsson, meistari minn, drap á í ágætu sunnudagserindi fyrir skömmu, hljótum við að halda hinu gamla og sígilda eignarfalli í slíkum gyðju- nöfnum, segja til Friggjar, Sifjar og Sjafnar. Hitt þykir mér jafnsjálfsagt og Hall- dóri að sleppa hinni gömlu þágufallsendingu af Frigg og Sif, segja ekki frá Friggju t.d., enda hljómar leiðinlega að segja um mann að hann væri giftur Sifju. Þarna er komið að merki- legu atriði málsins. Orð- myndir verða ónothæfar vegna annarra orðmynda sem hljóma eins. Þágufall af Reginn ætti hljóðrétt að - verða Regni, en við segjum frá Regin. Hvernig ætti nokkur kona að giftast Regni? Forskeytið hund- (samstofna hundrað) er stundum ónothæft vegna orðsins hundur. Hundvís = margfróður er varla unnt að nota, og bágt eigum við með að segja um ömmu okkar að hún sé hundgömul, jafnvel þó að hún væri orðin hundr- að ára. Til var í fornu máli orðið drasill, sama sem drös- ull eða hestur. í þágufalli var þetta orð að réttu lagi drasli. Þetta orð dæmir þar með sjálft sig úr leik, því að vandfundinn mun sá maður sem ríða vill á drasli. Fáksfélagar og aörir Hestaunnendur Fundur veröur haldinn fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20.30 á Loftleiöum, Víkingasal, um hrossarækt, stööu hennar og stefnu. Pallborösumræöur. Framsögumenn: Gunnar Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráöunautur, Siguröur Haraldsson, Kirkjubæ, Skúli Kristjónsson, Svignaskaröi, Sveinn Guömundsson, Sauöárkróki, Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráöunautur. Fræðslunefnd Fáks. Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ 22.febrúar 1981 SPARISKÍRTEINI RÍKISSJOÐS: 1969 1. flokkur 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur nýtt útboö Kaupgongi pr. kr. 100.- 5.766.86 5.280.46 3.835,41 3.485,50 3.025,90 2.590,10 1.930.90 1.778,52 1.227,88 1.003,13 756.17 717,40 582.17 540,70 452,92 369,11 291,31 246,33 191,14 145,90 115,10 100,00 ♦ dv. VERDTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RIKISSJOÐS Kaupgungi pr. kr. 100.- A — 1972 2.011,42 B — 1973 1.656,51 C — 1973 1.415,60 D — 1974 1.205,81 E — 1974 830,30 F — 1974 830,30 G — 1975 556,12 H — 1976 531,55 I — 1976 407,05 J — 1977 379,94 Ofanskréð gangi ar m.v. 4% ávöxtun pi. umfram varötryggingu auk vlnn- ingtvonar. Happdraattiabréfin aru gaf- in út á handhafa. HLUTABRÉF V.rzlunarbanki Kauptilboð íalanda hf. óakaat Ávöxtun spariskírteina síöustu 12 mén. = 62—71% VEDSKULDA- Kaupgangl m.v. nafnvaxti Ávöxtunar- BHEr. 12% 14% 16% 18% 20% 38% krafa 1 &r 65 66 67 69 70 81 70—71% 2 ár 54 56 57 59 60 75 71—74% 3 ár 46 48 49 51 53 70 72—76% 4 ár 40 42 43 45 47 66 73—78% 5 ár 35 37 39 41 43 63 74—80% *) Miðað ar við auósaljanlega faat.ign. NkV8TIMMVáM ÍflAflDf HP. VERÐBRÉFAMARKAOUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaöarbankahúsinu. Sími 28566. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 75., 79. og 82. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979, á Furugrund 30 — hluta —, þinglýstri eign Guöjóns Agnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 2. mars 1981 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Fkrðu eftír veðurspanni ogf fáðu j^ér framclrifimi Citatíon Það sakar ekki aó líta einnig á bensínspána J)ví Ckevrolet Citation eyðir aðeins lOlítrum á kundraðið, ameriskur auðvitað Fljót afgreiðsla Greiðsluskilmálar VÉUDEILD9^ SAMBANDSINS Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.