Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 Tónlist kirkjunnar þarf að endurný ja Söngur <>k tónlist skipa háan sess i starfi kristinna safnaða hér á landi sem annars staðar. í tilefni kristniboðsárs þjóðkirkj- unnar munu kirkjukórar lands- ins vinna að sérstöku sameigin- legu verkefni. Undanfarið hafa kirkjukórar Reykjavikurpróf- astsdæmis verið á námskeiði þar sem verkefni þetta hefur verið kynnt og æft. Haukur Guðlaugs- son, songmálastjóri þjóðkirkj- unnar og organisti á Akranesi hefur haft veg og vanda af þessu námskeiði ásamt Guðrúnu Tóm- asdóttur og Sigurði Gunnarssyni. Blaðamaður ræddi við Hauk um verkefni kirkjukóranna og sðng almennt innan islensku þjóð- kirkjunnar. „Ég hef tekið saman nokkur log sem kirkjukórarnir munu væntan- lega æfa saman," sagði Haukur. „Allir kirkjukórar landsins hafa fengið hefti með þessum verkefn- um og á námskeiðinu í Reykjavík kenndum við þau og sungum sam- an. Síðan er það í höndum organ- istanna og formanna kirkjukóra- sambandanna að ákveða hvar og hvenær ársins kórarnir flytji lögin. Það liggur ekki alveg Ijóst fyrir ennþá hvort kórarnir flytji lögin allir saman, en slík hátíð yrði þá hér í Reykjavík. Annars mun væntanlega hvert prófastsdæmi fyrir sig sameinast um flutning þessarar dagskrár, en í hverju prófastsdæmi eru um 10—15 kirkjukórar. í þessu hefti sem gefið hefur verið út í tilefni þessara tímamóta eru 12 log sem tengjast hinum ýmsu helgidogum kirkjuársins. Byrjað er á aðventunni og síðan haldið áfram til loka kirkjuársins. Þá eru að auki þrír sálmar úr Matteusarpassíunni en það verk er áætlað að æfa fyrir árið 1985 er verða liðin 300 ár frá því J.S. Bach fæddist. Samstarf kirkjukóranna á þessu kristniboðsári verður nokk- urs konar prófsteinn á það hvort hægt verði að koma upp jafn viðamiklu verkefni og Matteusar- passían er, sem þó er að því leyti Frá námskeiði kirkjukóra Reykjavikurprófastedæmis i Domkirkjunni. Jón G. Þórarinsson stjórnar songnum. LJoam. RAX. Haukur Guðlaugsson gerð auðveldari í flutningi að íslenskur texti er kominn við allt verkið. Þá má geta um gamla hugmynd í organistafélaginu en hún er að organistar landsins sameinist um að flytja ðll orgel- verk Bachs, einnig á því sama ári. Verkin eru það mikil að vðxtum að þeim verður að jafna niður á 14 tónleika." — Hvert er hlutverk kirkjukór- anna í almennu safnaðarlífi? „Hlutverk kórsins er að leiða hinn almenna safnaðarsong. Þó er það stundum þannig að kórinn syngur einn en söfnuðurinn hlust- ar. I nokkur undanfarin ár hefur mikið verið rætt um meiri þátttöku safnaðarins í messunni og þar er innifalið að kirkjugestir taki virk- an þátt í söngnum. Ýmsir organist- ar hafa látið kórinn syngja ein- raddað því þá syngja allir laglín- una. Einnig hefur tónhæð laganna verið lækkuð þannig að sðfnuður- inn eigi auðvelt með að syngja þau lög sem stíga mjög hátt. Þá verður hlutverk kirkjukóranna ákveðnara í að leiða sönginn í sálmunum er kórinn getur svo aftur á móti flutt sérstaka þætti að auki. í mínu starfi sem organisti hefur mér fundist kórfólk yfirleitt vera hrifnara af því að syngja marg- raddað og hef ég nokkuð haldið mig við þá hefð. Hitt er svo annað mál að í sálmasöngsbók okkar eru mörg lög þannig að þau eins og kalla á þróttmikinn einraddaðan söng og að sjálfsögðu lætur maður syngja þau þannig. Ég vildi bæta því við að hjá okkur á íslandi er ætíð leikið fjórraddað undir á orgel þó um einraddaðan söng sé að ræða. Og þar sem í kórnum er um að ræða bæði kven- og karlaraddir þá hljóma karlaraddirnar auðvitað áttund neðar en kvenraddirnar. Rætt við Hauk Guð- laugsson, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar V/i% þjóðarinnar syng- ur í kirkjukórum — Hverjir syngja í kirkjukórun- um? „í kirkjukórum landsins syngja um 3.500 manns, l'/í>% þjóðarinn- ar. Þetta er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins og á öllum aldri. Kórarnír eru um 230 og organist- arnir 180." — Eru kórar og organistar við allar kirkjur landsins? „Nei, því miður vantar organista við þó nokkrar kirkjur. Það vantar organista við 30 kirkjur af þeim 289 sem eru í landinu. í slíkum tilfellum hlaupa nágrannaorgan- istarnir oft undir bagga. Það er von mín að með hinni nýju námsskrá í orgel- og harmon- íuleik sem nú er að koma út verði kirkjuorganleikur kenndur við alla tónlistarskóla landsins. Aðsókn að Tónskóla þjóðkirkjunnar fer stöð- ugt vaxandi og hefur nemenda- fjöldi þar aukist ár frá ári svo áhugi er á orgelinu sem hljóðfæri. Þar sem kirkjukórar eru ekki starfandi syngja kirkjugestir sjálf- ir einraddað. Auðvitað er hægt að hafa lesmessur en þær eru ekki mikið tíðkaðar." — Eiga kirkjukórar sem slíkir heima í nútímaþjóðfélagi? „Fyrir mitt leyti lít ég á kirkju- kóra sem mikið menningaratriði. Þeir gefa því fólki sem hefur áhuga á að syngja, tækifæri til þess að iðka þá list. Og söngurinn gefur lífi margra mikið gildi. Menn tjá tilfinningar sínar í söngnum og yfirleitt held ég að sjaldan ríki eins mikil einlægni og samheldni í samskiptum manna eins og meðal fólks sem er í kór. Menn læra að syngja sig saman, taka tillit hver til annars og hvar sem kórinn kemur fram ríkir mikil samábyrgð. Jafnframt má minna á þann menn- ingarþátt sem kirkjukórarnir ann- ast við ýmis hátíðleg tækifæri, t.d. 17. júní. Skemmst er að minnast samstöðu kóranna 1974, á 1100 ára afmæli' íslandsbyggðar. Þá var mjög mikil hreyfing í öllum kirkju- kórum og komu þeir fram við flestar héraðshátíðir sem haldnar voru á því sumri." — Eru kirkjukórarnir eini söngkraftur þjóðkirkjunnar. „Barna- og unglingakórar eru einnig starfandi við einstaka kirkj- ur og syngja þeir einkum við barnamessur. Þeir kórar vinna mjög mikilvægt starf, þeir venja æskuna við að starfa og syngja í kirkjunni." — Hvers vegna ber ekki meira á þessum kórum? „Eins og fram kom syngja þeir aðallega við barnamessur. Þeir sem í barna- og unglingakórum eru syngja einnig í kórum við grunn- skólana og koma þar fram við ýmis tækifæri." Byggt á því eldra, en farnar nýjar leiðir — Hvers vegna hefur kirkjan ekki tekið upp léttari söng við guðsþjónustur sínar eins og mörg önnur trúarsamfélög? „Það má segja að þjóðkirkjan byggi mest á sálmasöngsbók Sig- fúsar Einarssonar og Páls ísólfs- sonar. í þeirri bók er mikið af gömlum og sígildum lögum íslensk- um og frá Þýskalandi og Dan- mórku. Mörg af þessum lögum eru nokkuð gömul og eru nokkurs konar grunnur í kirkjusöng okkar. Þar á meðal eru lög sem fólki þykir vænt um og hefur kynnst við ýmsar athafnir í kirkjunni. Þetta eru t.d. skírnarsálmar, fermingarsálmar og jólasálmar. Enginn vill missa þessi lög, a.m.k. myndum við organistarnir fá orð í eyra ef við slepptum því að syngja „Heims um ból" um jólin eða „I dag er glatt í döprum hjörtum" og „I Betlehem er barn oss fætt". Fyrir allmörgum árum voru gerðar tilraunir með flutning á poppmessum, en ein- hvern veginn náðu þær ekki að festa rætur, kannski hefur skrefið verið of stórt. Samt er ég þeirrar Sjórinn á miðunum við landið er mjög kaldur í vetur RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson var i sjórannsóknar- leiðangri 2.—17. febrúar sl. At- huganir voru gerðar fyrir Norð- ur-, Austur- og Suðurlandi. Veður kom i veg fyrir athuganir út af Vesturlandi. Helstu niðurstöður mælinganna sýna, að sjórinn á miðunum við landið er mjög kaldur í vetur. Fyrir Norður- og Austurlandi var hitastig sjávar 0—2° og kaldur pólsjórinn var skammt undan landi eins og haf ísinn en hitastigið í honum var þó fyrir ofan frost- mark í sjónum. ísbrúnin var yfirleitt nálægt 67°N allt frá norðanverðum Vestfjörðum og austur fyrir Melrakkasléttu (4.— 9. febrúar) og er það í samræmi við athuganir Veðurstofu og Land- helgisgæslu 10. febrúar. Er þetta meiri ís en verið hefur á þessum tíma árs síðan 1971. Dreifing íssins austur með landgrunns- brúninni fyrir Norðurlandi sýnir annars vel hvernig landið eða landgrunnið veitir viðnám gegn köldum hafstraumum og hafísn- um. ískönnunarflug 18. febrúar sýndi svo líka að ísinn hafði rekið fjær landinu norður á um 68°N, væntanlega vegna hinnar ein- dregnu suðlægu áttar undanfarið eins og t.d. í fárviðrinu 16.—17. febrúar. Þessar niðurstöður um ástand sjávar og hafísinn benda til þess, að ísinn geti enn rekið í átt til landsins og jafnvel rekið upp að öllu Norður- og Norðausturlandi þegar líður á veturinn. Slík fram- vinda hefur slæm áhrif á lífið í sjónum á norðurmiðum í sumar og á veðurfar á landinu yfirleitt. Rétt þykir að taka hér nokkuð djúpt í árinni svo að ekki komi á óvart ástand líkt eða jafnvel verra en var t.d. 1979 og á ísaárunum 1965—1970, þótt vonandi fari bet- ur nú en þá. Þetta ber ekki að skoða sem „spá" heldur túlkun á gögnum og hugsanlegum horfum samkvæmt því. Þessar niðurstöð- ur sýna að skjótt geta skipast veður í lofti og í sjó einnig þegar haft er í huga einstakt góðæri til lands og sjávar 1980. Fyrir Suðurlandi var sjórinn í vetur einnig greinilega kaldari er oftast áður sl. 10 ár. Næst landinu var hitastigið tæpar 6° og 7° voru fremur langt frá landi. Svo virðist sem ástandið í sjónum fyrir Suð- urlandi sé líkt og var 1976, og er það áhugavert í ljósi ákveðinna hugmynda um jákvæð áhrif þess á afkomu þorskstofnsins. Veður kom því miður í veg fyrir mæl- ingar fyrir Suðvestur- og Vestur- landi að þessu sinni svo nákvæm- ar upplýsingar iiggja enn ekki fyrir um ástand sjávar í hlýja sjónum við landið. Úr því verður bætt í næsta leiðangri á Árna Friðrikssyni. (Fréttatilkynnlng Irá HalrannaóknaBtofn- unlnni — SjórannHoknadeild.) t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞORHILDUR GUDMUNDSDÓTTIR. éöur til heimilia að Sörlaakjóli 13, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 23. lebrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuö en þeim sem vilja mlnnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Ágúat K/artnnaaon. löunn Knalinadóttir. Sigríöur Kjartanadóttir. Jónatan K natloifaaon t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúo og veittu okkur styrk viö fráfall eiginmanns míns, fóöur okkar, sonar og bróöur, BARDA ÞÓRHALLSSONAR frá Kópaakan. Sérstakar þakkir færum viö Slysavarnafélagi Islands og öllum þeim er þátt tóku í leitinni Anna Helgadóttir, Halga Barðadóttír, Þórný Barðadóttir, Þórhallur Barðaaon, Margrét Friðnkadðttir. Þórhallur Björnaaon. ayatkim og f|ölakyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.