Morgunblaðið - 22.02.1981, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.02.1981, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 Samfe8tinsur og vesti yfir fást bæði fyrir dömur og herra. Gönguskiöafatnaður með sam- stæðri peysu og húfu við. Skrautlegur skiðafatnaður á börn og ungiinga. Skíða- föt fylgja ríkjandi tísku Stutt yfirlit yfir það nýjasta á skíöafata- markaðnum og hvernig gott er aö klæöa sig þegar farið er á skíöi Skíöafatnaöur er sífellt aö veröa litskrúöugrl og sniöiö útfœrt á ýmsa vegu í takt viö ríkjandi tísku hverju sinni. Nú má sjá samfestinga bæöi á dömur og herra úr blöndu af bómull og dakroni fóöraöa meö holofyl eða polyester eöa úr teygjanlegu efni. Yfir samfestingunum er svo annaöhvort vatteraö vesti eöa jakki í stíl. Bosmameiri jakkar Samstæöir vatteraöir jakkar og buxur er alltaf vinsæll skíöafatnaöur. Síddin á jökkunum nær venjulega niöur fyrir mitti og er jakkinn meö eöa án hettu. Buxurnar ná upp í mitti eöa hátt upp á axlirnar eins og meöfylgjandi myndir sýna. Þaö fer þó í vöxt aö jakkinn og buxurnar séu keypt sitt í hvoru lagi. Jakkarnir eru mun meira vatteraöir og stungnir nú en fyrir einu ári og virka þeir mjög bosmamiklir. Á þetta ekki aöeins viö um skíðajakka og vesti heldur kápur, jakka og vesti sem notuö eru til daglegs brúks. Hlýjar buxur, sem teygj- ast á báða vegu Lengi hafa verið til skíöagallar úr efni, sem bæöi hrindir frá sér vatni og einangrar vel. í vetur komu á markaöinn skíöabuxur úr efni, sem hefur sömu eiginieika en teygjast á báöa vegu. Nú er því hægt aö fá svokallaöar „stretsbuxur", sem eru fóðraöar og því mun skjólbetri og hlýrri en þær sem hafa veriö til hér áöur, teygjast buxurnar yfir skóinn og eru spenntar fastar viö hann. Ennþá notar keppnisfólkiö þunnu „stretsbuxurnar", því í keppni gildir aö fyrirstaöan sé sem minnst. Léttur, vindheldur gönguskíðafatnaður Gönguskíöafatnaöur er aftur á móti mun léttari og fyrirferöarminni en svigskíðafatnaöur. Efniö í slíkum fötum er venjulega úr bómull eöa gerviefni. Fatnaöurinn er vindheldur en úr þunnu efni, því er nauösynlegt aö klæöa sig vel undir hann. Buxurn- ar ná niöur aö hnjám og eru þykkir sokkar viö, prjónaöir úr einlitu garni eöa mynstraöir. Hér er um aö ræöa samfestinga eöa staka jakka og buxur, sem ná hátt upp á axlirnar. Útprjónaðar peysur og húfur Útprjónaöar peystur meö margvís- legum litaglööum mynstrum eru not- aöar innan undir gallana. Á höföi hefur fólk venjulega útprjónaöar húf- ur eöa derhúfur úr dún eöa gerviefni. Litauöugir hjálmar úr stáli eöa harö- plasti, sem fóöraöir eru meö gerfiefni eöa leðri eru keyptir í auknum mæli af öryggisástæöum. Til fótanna er svigskíöafólkiö í svonefndum smellu- skóm og þunnum ullarsokkum undir, en gönguskíöaiökendur eru í léttum gönguskóm. Nauðsynlegt er aö vera vel klædd- ur innan undir skíöafatnaöinum. Hægt er aö fá þunn ullarnærföt, sem hleypa raka í gegn svo viökomandi er alltaf þurr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.