Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 Marín Elísabet Jónsdóttir - Minning Hinn 7. febrúar sl. lést í Land- spítalanum Marín Elísabet Jóns- dóttir. — Útför hennar fór fram í Fossvogskapellu 17. þ.m. Hún hefði orðið 84ra ára þann sama dag, hefði hún lifað. Malla, eins og við vinir hennar kölluðum hana, var mér mjög kær, allt frá þeim degi er ég kom í fyrsta skipti á heimili hennar og barna hennar, sem unglingur fyrir nær 40 árum, í fylgd með Mar- gréti, einkadóttur hennar, sem ég hafði eignast að vini. Það var lærdómsríkt að kynnast viðhorfi hennar til þeirra sem hún átti samleið með, og var sama hver í hlut átti. Alltaf var af nógu að miðla af og skipti ekki máli hvort um efnislega hluti var að ræða eða að gefa öðrum af sjálfum sér. Allt var þetta gert af eðlislægum kærleika og lítillæti, sem aðeins einkenndi þær manneskjur, sem hafa stórt hjarta. Marin giftist Bjarna Þ. Guð- mundssyni og eignuðust þau tvö börn. — Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Árni, fæddur 21. febrúar 1923, giftur Aðalheiði Ármann og Margrét fædd 24. júlí 1924, gift Samúel Björnssyni. — Barnabörnin eru orðin 7 talsins og barnabarnabörnin 13. í allri gleði og sorg fjölskyldu sinnar var hún hin styrka stoð. Heimili Möllu og barna hennar á Öldugötu 18, var heimili sam- heldninnar og eindrægni, samfara þeirri frjálslegu glaðværð, sem einkenndi þessa fjölskyldu. Þar ríkti konungshugsun örlætis, sem sjaldnast gætir hjá þeim sem eru ríkir af veraldlegum auði, en þeim mun oftar hjá því fólki sem ekki safnar i kornhlöður, heldur býður fram allt sem það á. Kynslóðir koma. — Kynslóðir fara. — Það er lífsins saga. — Sá sem kvaddur er hættir ekki að vera til. — Hann lifir í hverjum þeim huga er þekkti viðkomandi. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín ástvinum Möllu. Ebba. Fermingarfötin glæsilegu'^4®^ Jakkinn úr grófu ullar-tweed efni og ífjölbreyttu litaúrvali. Buxurnar með fellingum. Og nú það allra nýjasta, STRETCH-FLANNEL efni í buxur. Það er mjúkt, teygjan- legt og situr vel, auk þess sem það heldur vel brotum. Vestið með prjónuðu baki og * sama lit og buxurnar. Auk þessara glcesilegu fermingarfata höfum við allt sem við á: skyrtur, bindi, sokka og skó. Þórhildur Guðmunds- dóttir - Minningarorð Fædd 21. september 1893. Dáin 13. febrúar 1981. Aldamótakynslóðin hverfur óðum af sjónarsviðinu, eins og allar kynslóðir hafa gert og munu gera. En okkur, sem erum næsta kynslóð, er vitanlega minnisstæð- ust sú, er ólst upp litlu fyrr en við, sú sem skóp það breytta umhverfi eða átti stærstan hlut að þeim margháttuðu framkvæmdum sem urðu á fyrri helmingi líðandi aldar. Það var ekki velsæld eða um- hyggja velferðarþjóðfélagsins, sem myndaði staðfestu og styrk þeirra eftirminnilegu einstakl- inga, sem nú flytja af þessu lífssviði, hver á fætur öðrum. Á mánudaginn hinn næsta hyl- ur móðir jörð líkamsleifar Þór- hildar, dóttur Guðmundar stein- smiðs Einarssonar og konu hans, Dagbjartar Brandsdóttur. Þór- hildur fæddist að Gýgjarhóli í Biskupstungum 21. september 1893 og barndómsár sín dvaldi hún í þeirri sveit, lengst af að Miklaholti. Þórhildur flyst síðan til Reykjavíkur, svo og foreldrar hennar og systkini, en þau voru alls 12 systkinin, og lifa nú aðeins tvö þeirra. Anna, gift þeim er þetta ritar og Kristín, gift Guðjóni bónda Guðjónssyni að Bollastöð- um í Flóa. Steinn Dofri, ættfræð- ingur, rakti ættir Þórhildar, en ekki verður hirt um að færa það í letur hér og nú. Almennt mun talið að erfðir séu ríkur þáttur í skapgerð fólks, og sumir segja að þær ásamt um- hverfinu í uppvexti móti manninn. Eigi skal þeim kenningum mót- mælt, en hvort mun allur andlegur styrkur vera fólginn í líkamlegum einkennum eða eiga uppsprettu sína í fagurri fjallasýn? Vissulega reynir fyrst á manngildið, þegar erfiðleikar steðja að, og af því fór hin látna ekki varhluta. Árið 1918 giftist hún Kjartani Kristjánssyni og eignuðust þau tvö börn, Sigríði og Ágúst, sem bæði eru búsett hér í borg. Þau Kjartan slitu samvistum, en síðar eða 1937 kynntist hún Sigurði Gíslasyni frá Eyararbakka. Bjuggu þau saman allt til þess dags er hann lést árið 1974. Var sambúð þeirra ávallt hin besta enda bæði mannkostamenn. Þau eignuðust son, sem af völdum sjúkdóms er í hópi hinna þroska- heftu. Erfiða reynslu sína bar Þórhild- ur með æðruleysi, sem einkenndi jafnan þessa greindu og skapföstu konu. Allt frá æsku tileinkaði Þórhildur sér kjörorð frönsku stjórnarbyltingarinnar, þau sem nú virðast hafa tapað ljóma sínum vegna misnotkunar og mistúlkun- + GUDLAUG J. SVEINSDÓTTIR frá Hvilft f Önundarfiröi, er lótln. F.h. vandamanna, Marfa Finnsdóttir. Tímaskipulagning stjórnenda Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös um Tímaskipulagningu stjórnenda og veröur þaö haldiö í Kristalssal Hótels Loftleiða dagana 3., 4., 5. og 23. marz nk. frá kl. 15—18 alla dagana. Tilgangur námskeiðsins er að kynna aöferðir við skipulagningu á tíma stjórnenda. Reynslan sýnir, að tíminn er sá þáttur sem takmarkar störf allra stjórnenda. Því er mikilvægt að þessir hálaunuöu starfsmenn nái tökum á að skipuleggja nýtingu á eigin tíma, þannig að stöðugur tímaskortur hái þeim ekki um of. Efni: — Hugtakiö tímaskipulagning. — Skráning á ráöstöfun tíma. — Greining á ráöstöfun tíma. — Markmiöasetning. — Tímaáætlanir til skamms og langs tíma. — Aöferðir viö nýtingu tíma. — Samanburður á ráöstöfun tíma og settum markmiöum. Námskeiöið er ætlað stjórn- endum og þeim starfsmönnum sem starfa sjálfstætt, hafa um- fangsmikið starfssvið og . skipuleggja sinn starfsdag sjálfir. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. ;l___________,____________________________i ASDÓRNUNARFÉLAG fSIANDS SÍÐUMÚLA23 105 REYKJAVlK SÍMI 82930 LeWbelnandl: Slgurjón P&tursaon rekstrarhagfrnOlngur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.