Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 23 Haukur ræðir við Jón Sigurðsson trompetleikara sem ásamt fleirum sá um undirspil á námskeiðinu. skoðunar að endurnýjunar sé þörf á tónlist kirkjunnar og bæði sé byggt á því eldra og farnar nýjar leiðir og saminn nýr messusöngur. Tómlæti margra gagnvart helgiat- höfnum kirkjunnar á sér vafalaust margar orsakir. En það er mikið talað um breytingar nú á dögum, en hver sem breytingin er verður hún að vera smekklega gerð og auka á dýpt og helgi guðsþjónust- unnar. Nú fyrir nokkrum árum kom út sálmasöngsbókarviðbætir sem hefur inni að halda ýmis ný lög sem þegar eru mikið sungin og þar á meðal margir æskulýðssálm- ar. Ég vil geta þess að Norðmenn hafa mjög endurnýjað útfærslur sínar á gömlum lögum og eitt fremsta tónskáld þeirra, Egil Hov- land, hefur gefið út 5 nótnahefti með nokkurs konar yfirröddum við laglínur sálma, ýmist fyrir söng- raddir eða hljóðfæri. Jón Þórar- insson tónskáld hefur samið yfir- raddir við 2 af þeim lögum sem gefin hafa verið út vegna kristni- boðsársins. Þau eru: „Sjá morg- unstjarnan blikar blíð„ og „Lofið vorn Drottin". Er þetta í anda þess sem er að gerast hjá Norðmönnum. Þá hafa í Sviss verið gefnar út nótnabækur með sérstökum út- setningum á gömlum sálmum. Er gert ráð fyrir að söngkór eða blásarahópur flytji þær samhliða einrödduðum safnaðarsöng í kirkj- unum. Þetta sýnir að ýmsir hafa fundið hjá sér þörf fyrir nýbreytni." Tónlist við alla þætti messunnar Haukur var að lokum spurður að því hvort einhverra breytinga væri að vænta á næstunni á söng innan kirkjunnar? „Sú breyting sem ég vona að gerð verði hér á landi er að í kjölfar nýrrar handbókar kirkjunnar verði samin tónlist við alla þætti mess- unnar. Verði sú tónlist gerð af listamanni sem semur af þörf og innblæstri, þá hlýtur hún að auka á þá fjölbreytni sem fyrir er og koma til móts við þá sem ekki hefur fundist sú tónlist tala til sín, sem þegar er fyrir hendi. Við eigum hugmyndarík tónskáld sem mennt- un og reynslu hafa til að semja í margvíslegum stíltegundum. Verði til þeirra leitað þá munu þau finna þann tón sem nær eyrum okkar og æskunnar sem brátt tekur við. Sr. Bjarni Þorsteinsson og Sigfús Ein- arsson fundu þennan tón á sínum tíma, enda báðir miklir listamenn. Þá hafa margir aðhyllst hinn lotningarfulla Gregorssöng. Þá vil ég undirstrika það að því betri sem allur flutningur er og samspil allra í kirkjunni, því meira skilur at- höfnin eftir. Það er von mín að reynsla sú sem hlýst af samstarfi kóranna í ár verði kórfólki til þroska, að kórarn- ir bæti við fegurð hljómsins og dýpki listræna tjáningu sína. Því verður best náð með því að kórfé- lagar hlusti betur, fylgi öllum blæbrigðum verksins og nálgist hvert viðfangsefni með lotningu. Megi vinna okkar vera í anda þess 8em Þorsteinn Valdimarsson segir í sálminum: „Ég Hvara, Drottinn. þðkk þér. Af IJóbI þinu skugglnn er vor veröld ðll, vort verlt. vor þri aA vlnna þér tll lofs sem má þi stund, er fðgur hverfur hjá.“ rmn. + Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug vlö andlót og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, KARLS AUÐUNSSONAR, Jaöarsbraut 31, Akranasi. Kristfn Karlsdóttir, Sigurjón Björnsson, Svarrir Karlsson, Siguröur Karlsson, Birgir Karlsson og barnabörn. Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö og hlýjar kveöjur vlö andlát og jaröarför HAKONAR JÓNASSONAR, fyrrvarandi bifreiöarstjóra, Skarphéöinsgötu 12. Sigurborg Karlsdóttir, Höröur Hákonarson, Þórdís Sveinsdóttir, Ragnheióur Edda Hékonardóttir, Guöbjörg K. Hékonardóttir, Kristín H. Hékonardóttir, Anna M. Hékonardóttir, Guöborg H. Hékonardóttir, Jón Hékonarson, Þorsteinn Hékonarson, Guórún S. Hékonardóttir, og barnabörn. Birgir Scheving, Harald Þorsteinsson, Steingrfmur Björgvinsson, Sigtryggur Stefénsson, Gylfi Jóhannesson Veislueldhús V eitingamannsins býður sérstakt fermingarveisluborð aðeins kr. 87,00 Fermingarborð okkar inniheldur m.a. hangikjöt, lambalæri, buff, kjúklinga, ham- borgaríæri, sjö tegundir sjávarrétta, hrásalat, ítalskt salat, kartöflusalat, coctailsósu, heita sósu, brauð og smjör. Ótrúlegt en satt, allt þetta fyrir aðeins 87,00 kr. Ennfremur: Kalt borð Kabarettborð Pottrétti og Smurt brauð Matreiðslumeistarar okkar, þeir Lárus Loftsson og Þórður Sigurðsson, veita allar nánari upplýsingar frá og með mánudegi í síma 71355. t Bilreiðar & Landbúnaðarvélar hf. 'll»WÍÍ?N Suðurlandsbraut 14 - Reykjavík - Sími 38600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.