Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 SIGURÐI Sveinssyni hefur skot- ið upp á stjörnuhimin islenzks handknattleiks i vetur. Hann varð markakóngur íslandsmóts- ins með féiagi sinu, Þrótti. í 14 leikjum skoraði Sigurður 135 mörk og setti nýtt markamet i 1. deild. Bætti eldra met Harðar Sigmarssonar. Sigurður er óum- deilanlega mesta stórskytta is- lenzks handknattleiks i dag. Þrumufleygar hans hafa yljað áhorfendum. Hann hefur unnið sér fast sæti i islenzka landslið- inu, aðeins 21 árs að aldri. Orðstir hans hefur farið viða og v-þýzk handknattieiksiið vilja nú fá hann til liðs við sig. Það er þvi bjart framundan hjá Sigurði — lifið brosir við honum. En svo hefur ekki alltaf verið — fjarri því. Aðeins fjögurra ára gamall fékk Sigurður alvarlegan mjaðmasjúkdóm. Perthez er sjúk- dómurinn kallaður á erlendu máli og lýsir sér í niðurbroti mjaðma- kúlunnar. „Ég mátti ekki stíga í fæturna um tveggja ára skeið, frá fjögurra ára aldri til sex ára aldurs. Var á sumrin í Reykjadal á heimili fatlaðra og lamaðra. Ég man nú fremur lítið eftir þessu tímabili. Var það ungur en ég varð að fara allra minna ferða skríðandi og börnin í nágrenninu voru mér mjög hjálpleg. Keyrðu mig um á kassabíl, sem raunar var sér- smíðaður fyrir mig. Mamma segir, að með því að hafa þurft að skríða jafnmikið um og raun bar vitni, þá hafi ég fengið aukinn styrk í hendurnar og það komi mér til góða nú. Þegar ég var orðinn átta ára gamall háði þessi sjúkdómur mér óverulega. Hitt er svo, að fæturnir eru ekki nógu sterkir og það er mín veika hlið í handknattleiknum í dag. Þá er hægri fóturinn 2 senti- metrum styttri en sá vinstri þannig að ég sting við fæti,“ sagði Sigurð- ur Valur Sveinsson (en það er fullt nafn hans) í spjalli við blaðamann í vikunni. A fimmtudag hélt Sigurð- ur til Frakklands ásamt félögum sínum í íslenzka landsliðinu og nú standa þeir í ströngu við að verja heiður íslenzks handknattleiks. Taka þátt í b-keppni heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik. Mótherjar Islands eru Hollend- ingar, Austurríkismenn, Pólverjar, Frakkar og síðast en ekki síst, Svíar. Mikil handknatt- leiksfjölskylda Sigurður Valur Sveinsson er son- ur hjónanna Sveins K. Sveinssonar í Völundi og Ingu Valborgar Ein- arsdóttur. Þau hjónin eiga sjö bðrn. Sveinn K. Sveinsson var sjálfur liðtækur íþróttamaður. Hann er Valsmaður og gerði garð- inn frægan bæði í handknattleik og knattspyrnu hér á árum áður. Fjögur ár í röð varð Sveinn ís- landsmeistari með Val í hand- knattleik. Lék þá senter en hand- knattleikur þá var ólíkur þeim sem nú er leikinn. Þá voru stöðuskipt- ingar svipaðar og í knattspyrnu. íslandsmótið í handknattleik á styrjaldarárunum fór fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Sveinn varð íslandsmeistari með Val árin 1940 til 1944 — glæsilegt landsliðshópinn, þá enn í 3. flokki, en þá þjálfaði Janusz Czerwinski íslenzka landsliðið. Honum hefur sjálfsagt litizt vel á mig og minn fyrsta landsleik og jafnframt ein- hvern minnisstæðasta leik minn, spilaði ég í Vestmannaeyjum gegn Dönum. Eg kom að vísu ekki mikið inná, aðeins 15 sekúndur. Þessi leikur fór fram um áramótin 1976/ 77. Gengi Þróttar þetta tímabil var skrykkjótt. Um haustið urðum við Reykjavíkurmeistarar og við gerð- um okkur góðar vonir um gott gengi. En þrátt fyrir að við kæm- umst í úrslit bikarkeppni HSÍ þá féllum við í 2. deild. Það voru mikil vonbrigði. Um sumarið lenti ég á sjúkra- húsi, dvaldi þar tæpan mánuð. Svo háttaði málum, að ég var á gangi niðri í bæ þegar ég skyndilega fékk mikinn verk í mjöðmina. Ég fór heim og þaðan á Slysavarðstofuna og þá kom í ljos að ég hafði fengið blóðeitrun í mjöðmina. Sjálfsagt af því, að frá því í veikindum mínum í bernsku, þá réðst sjúkdómurinn þar sem minnst var fyrirstaðan. Ég spurði þá á Slysavarðstofunni hvort ég kæmist ekki til Spánar — ætlaði þangað innan þriggja daga. Þeir sögðu jú, en eftir nánari rannsóknir var ég lagður inn á sjúkrahús og þar var gerð aðgerð. Eg dvaldi um mánuð á sjúkrahús- inu og missti því af Spánarferðinni. Þegar ég gekk út studdist ég við hækjur. Til Svíþjóðar Ég byrjaði í boltanum á ný í desember og þá í Svíþjóð. Það var einkum af ævintýraþrá að ég fór til Svíþjóðar til að leika með Olympia, — langaði til að prófa eitthvað nýtt. Eg lék bara 10 leiki með Olympia í Allsvenskan, varð fyrst að spila með B-liði félagsins þar sem ég var ekki gjaldgengur fyrst í stað. I þessum 10 leikjum mínum í Atlsvenskan gerði ég 65 mörk og Svíarnir vildu ólmir fá mig á ný og buðu mér samning. En mér fannst tilboð þeirra ekki nógu gott svo ég fór heim — kom til íslands vorið 1979. Þá hóf ég æfingar með Víkingi undir stjórn Bogdan Kowalczyk. Mig langaði til að spreyta mig með góðu félagi, en Þróttur var þá í 2. deild og satt bezt að segja ekki fýsilegt að fara að spila í 2. deildinni. Þrátt fyrir slakt gengi Þróttar á þessum tíma, þá var ákveðið að reyna að lyfta hand- knattleiknum upp úr þeirri lægð sem hann var í. Olafur H. Jónsson, fyrirliði íslenzka landsliðsins, var ráðinn þjálfari og ég ákvað að spila með mínum gömlu félögum. Og okkur tókst að vinna okkur upp í 1. deild. Höfnuðum í öðru sæti í 2. deild og ég skoraði eitthvað um 120 mörk. Sigurður Sveinsson Um 2ja ára skeið mátti hann ekki stíga í fæturna afrek það. Og í knattspyrnunni varð hann íslandsmeistari lýðveld- isárið 1944. Lék einnig senter og skoraði öll mörk Vals í Islandsmót- inu það árið, fjögur talsins! Og sjálf var Inga Valborg liðtæk í íþróttum, hún lék með meistara- flokki IR í handknattleik á menntaskólaárum sínum, ’47 og ’48. Það er greinilegt að börnin hafa erft íþróttahæfileika foreldra sinna. Bræðurnir eru fjórir — Sigurður þeirra yngstur — og allir eru þeir liðtækir handknattleiks- menn. Sveinn Sveinsson lék áður með Fram, Þrótti og KA. Guð- mundur Sveinsson leikur nú í Svíþjóð með SAAB í 2. deild. Félagið á nú í harðri baráttu um sæti í Allsvenskan. Guðmundur hóf feril sinn með Fram og lék nokkra unglingalandsliðsleiki. Hann gekk síðar til liðs við FH og varð íslandsmeistari með Hafnarfjarð- arliðinu. Þá er Einar Sveinsson liðtækur handknattleiksmaður og hann hefur staðið í eldlínunni með Sigurði bfoður sínum með Þrótti í vetur. Og ekki nóg með það að bræðurnir fjórir séu snjallir hand- knattleiksmenn, systir þeirra, Þórlaug, leikur nú með íslands- meisturum Fram í 1. deild. Mikil handknattleiksfjölskylda — annað verður ekki sagt. Byrjadi 11 ára Tal okkar Sigurðar barst að bernskuárunum og þá lá beinast við að spyrja hvenær hann steig sín fyrstu skref í handknattleik? „Ég var þá 11 ára gamall og kenndi mér ekki meins af veikindunum. Hafði raunar áður byrjað að æfa körfu- bolta undir stjórn Einars Ólafsson- ar, íþróttakennara. Leið mín lá í Þrótt og ég stundaði handknattleik með Páli Olafssyni, sem nú raunar fer með mér til Frakklands, Úlfari Hróarssyni, Sverri Einarssyni, Ár- sæli Kristjánssyni, Óttari Hreins- syni og Rúnari Sverrissyni ásamt fleirum. Raunar komst ég ekki í lið í 4. flokki en í 3. flokki var ég gjaldgengur og þá unnum við alla titla sem keppt var um og það voru ákaflega ánægjulegir sigrar. Þessi árgangur myndaði harðan kjarna í Þrótti og við stóðum vel saman. Minn fyrsta leik í meistara- flokki spilaði ég 1976, þá 17 ára gamall. í janúar var ég tekinn í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.