Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 32
Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 jW*rj)imblat>ib SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jflerflxmblaíiib Þórshafnartogarinn: Norsku eigendurn- ir riftu samningum EIGENDUR norska togar- ans Ingar Iversen riftu kaupsamningum við Út- gerðarfélag N-Þingeyinga í skeyti, sem barst Fram- kvæmdastofnun ríkisins í gær. Samkvæmt samningnum átti afhending togarans að fara fram 20. janúar, en málið hefur dregizt eins og kunnugt er af fréttum. » - segir Hjalti Einarsson um laga- ákvæði um 10 stunda hvíldartíma SAMKV/EMT löKum. sem afgreidd voru frá Alþingi síðastliðið vor er hvildartimi nú löKboðinn 10 timar samfellt á sölarhrinK. en áður voru ákvæði um 8 stunda hvild. VeKna meintra brota á þessum löKum. sem tóku KÍIdi um siðustu áramót, hafa verkalýðsfélöK í Vest- mannaeyjum boðað yfirvinnubann frá ok með 26. febrúar. Þótt svo að fyrrnefnd Iök hafi tekið Kildi 1. janúar sl. er enn unnið að reKlu- Kerð um framkvæmd þeirra ok ýmisleKt er enn óljóst varðandi þau. Hjalti Einarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sagði í gær, að Samband fiskvinnslustöðva hefði verið mjög andvígt þessari laga- setningu síðastliðið vor og Vinnu- veitendasamband íslands hefði þá farið fram á að lagasetningunni yrði frestað til haustsins svo hægt væri að skoða þessi mál nánar. Hins vegar hefði þarna verið um loforð ríkisstjórnarinnar að ræða til verkalýðshreyfingarinnar og ASÍ-forystan og félög innan ASI hefðu lagt mikla áherzlu á að koma þessu í gegn án þess, að menn hefðu gert sér grein fyrir því hverjar afleiðingar lögin myndu hafa. „Þessi nýju lög geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fisk- vinnsluna almennt og þá ekki að- eins frystinguna", sagði Hjalti. „í saltfiskverkun er t.d. oft unnið í miklum törnum og menn geta velt því fyrir sér hvernig síldarsöltun síðastliðið haust hefði gengið ef þessi lög hefðu verið komin á þá,“ sagði Hjalti Einarsson. Módurást. LjAsm. Mbl: ÓI.K.M. Algerlega ótímabær ummæli byggð á röngum forsendum - segir Hjörleifur Guttormsson um þau ummæli Steingríms Hermannssonar að næst beri að virkja við Sultartanga „ÉG tel þessi ummæli Steingrims algerlega ótimabær og byggð á röngum forsendum,“ sagði Hjör- leifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra, i samtali við Mbl. í gærdag er hann var inntur álits á þeim ummælum Steingrims Her- mannssonar, formanns Fram- sóknarflokksins og sjávarútvegs- ráðherra, að næsta verkefni i Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar: Ódýrasti kosturinn og und- irbúningur lengst kominn „ÉG ER ánægður með þessi um- mæli, enda liggur það fyrir, að virkjun við Sultartanga er ódýrasti virkjunarkosturinn, auk þess sem undirbúningur fyrir þá virkjun er lengst kominn," sagði Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar i samtali við Mbl., er hann var inntur álits á þeim ummælum Steingrims Hermanns- sonar. formanns Framsóknar- flokksins og sjávarútvegsráðherra, að næsta virkjun ætti að verða Sultartangavirkjun. Jóhannes Nordal sagði að gert væri ráð fyrir að byggja stíflumann- virki við Sultartanga þegar í kjöl- farið á Hrauneyjafossvirkjun, sem myndi auka miðlun og orkufram- leiðslu við Búrfellsvirkjun um 150 gW-stundir. Um þennan þátt væru flestir sammála. Hann sagði, að ekki væri búið að ákveða nákvæmlega stærð sjálfrar virkjunarinnar við Sultartanga, en þó væri gert ráð fyrir því, að hún yrði um 120 mW stöð, sem framleitt gæti um 575 gW-stundir. Til saman- burðar má geta þess, að þegar Hrauneyjafossvirkjun verður komið að fullu í gagnið getur hún framleitt um 850 gW-stundir. Aðspurður sagði Jóhannes, að yrði fljótlega tekin ákvörðun um virkjun við Sultartanga, gæti sú virkjun verið komin að fullu í gagnið á árinu 1985, sem væri nokkru fyrr heldur en hugsanlegar virkjanir á Austur- og Norðurlandi. Hvað myndi stækkun kerfisins eins og þarna er rætt um leyfa mikla stækkun á t.d. álverinu í Straumsvík? — „Það fer eftir því hversu fljótt næsta virkjun kæmist í gagnið. Ef það yrði innan 2—3 ára frá Hrauneyjafossvirkjun mætti hugsa sér allt að 50% stækkun álversins. Annars eru þessi mál til sérstakrar umfjöllunar innan Landsvirkjunar um þessar mundir og ættu að liggja ljósar fyrir mjög fljótlega," sagði Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkjunar, að síðustu. virkjunarmálum hér eigi að verða virkjun við Sultartanga. „Ég tel, að málið liggi þannig fyrir í dag, að hægt verði að ná endum saman í raforkuöflun með þeim hætti, að virkjun utan eld- virkra svæða, eins og sagt er að stefnt skuli að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, verði komin í gagnið árið 1987,“ sagði Hjörleifur ennfremur. „Það væri auðvitað hægt að færa að þessu fullnægjandi rök, en ég tel ekki ástæðu til þess á þessu stigi málsins, enda eru þessi mál öll til umfjöllunar um þessar mundir," sagði Hjörleifur. Hefur orðið óeðlilega mikill dráttur á málinu, eins og Stein- grímur lýsir í samtalinu við Mbl. í gærdag? „Ég er honum algerlega ósammála um það, enda hef ég ekki fengið neinar kvartanir þar að lútandi frá samráðherrum, sem fylgzt hafa náið með málinu og þar með talinn Steingrímur sjálf- ur, hvorki í ríkisstjórn né annars staðar," sagði Hjörleifur. Er það rétt, að Sultartanga- virkjun kæmist í gagnið 1 'k —2 árum fyrr, en virkjun annars staðar, t.d. á Norður- eða Austur- landi? „Það liggur ekkert fyrir um það. Spurningin er einfaldlega um ráðstöfun fjármagns til þessara mála.“ Að síðustu kom það fram í samtalinu við Hjörleif Guttorms- son, iðnaðarráðherra, að það kæmi honum mjög á óvart ef Steingrímur væri með ummælum sínum að túlka skoðun Framsókn- arflokksins. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins 11. júní? RÆTT hefur verið um, að landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins verði frestað og ýmsar hugmyndir verið uppi innan flokksins um hvenær hann skuli haldinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er dagsetningin 11. júní ofarlega i umræðunni nú og liklegt talið að fundurinn verði þá haldinn. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins mun taka mál þetta til umfjöllunar á fyrsta fundi sinum eftir helgi, sem væntan- lega verður á mánudag. Geta haft alvar- legar afleiðing- ar í fiskvinnslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.