Morgunblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 23
Minning.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981
23
Steinn Steinsen
fyrrv. bœjarstjóri
Ólöf Laufey Ingólfs-
dóttir - Minning
Fæddur 20. júni 1891.
Dáinn 19. febrúar 1981.
I dag verður til moldar borinn
Steinn Steinsen, fyrrverandi bæj-
arstjóri á Akureyri.
Hann lézt í hárri elli saddur
lífdaga á Landspítalanum 19.
febrúar sl.
Með honum er genginn einn
elzti verkfræðingur þessa lands,
en hann var eiginlega af annarri
kynslóð íslenzkra verkfræðinga
ásamt m.a. Steingrími Jónssyni
rafmagnsstjóra, Finnboga Rúti
Þorvaldssyni prófessor o.fl., sem
nú eru látnir.
Steinn Steinsen fæddist á Fjós-
um í Laxárdal, Dalasýslu, 20. júní
1891. Foreldrar hans voru Móritz
Vilhelm Steinsen bóndi og tré-
smiður í Krossbæ Nesjum, A-
Skaft., Steinssonar prests í Ár-
nesi, Strandasýslu, Torfasonar og
konu hans Guðrúnar Katrínar
Benediktsdóttur prests í Vatns-
firði, Eggertssonar prests í Reyk-
holti, Guðmundssonar.
Steinn sleit barnskónum í Döl-
unum, dvaldizt um nokkurra ára
skeið í Hjarðarholti hjá þeim
hjónum sr. Jóni Guttormssyni og
Guðlaugu Margréti Jónsdóttur, en
síðar í Syðra-Firði í Austur-
Skaftafellssýslu hjá foreldrum
sínum.
Rétt fyrir fermingu fer svo
Steinn að Görðum á Álftanesi til
frænda síns sr. Jens Pálssonar og
konu hans Guðrúnar Sigríðar Pét-
ursdóttur. Gekk hann einn vetur í
Flensborgarskólann, en síðan í
Menntaskólann í Reykjavík.
Steinn lauk stúdentsprófi árið
1912. í hópi samstúdenta hans
voru ýmsir föngulegir sveinar,
sem áttu eftir að marka spor sín í
íslenzku þjóðlífi, s.s. Ásgeir Ás-
geirsson, forseti, bræðurnir Ólaf-
ur og Kjartan Thors, sr. Sigurgeir
Sigurðsson, biskup og Finnbogi
Rútur Þorvaldsson, prófessor. Eru
allir samstúdentar hans nú látnir.
Steinn sigldi utan til Kaup-
mannahafnar um haustið, tók
cand. phil. próf 1913 og lauk svo
prófi í byggingarverkfræði frá
Danmarks Tekniske Hojskole
1922.
Er heim kom, réði hann sig sem
aðstoðarverkfræðingur hjá Jóni
Þorlákssyni við framkvæmd Flóa-
áveitunnar og tók við yfirstjórn
framkvæmda 1924.
Hélt hann þá til hjá tengdaföð-
ur sínum og frænda Eggerti Bene-
diktssyni, hreppstjóra í Laugar-
dælum, sem var einn af frum-
kvöðlum byggingar Flóaáveitunn-
ar og síðar Mjólkurbús Flóa-
manna.
Er framkvæmdum við byggingu
áveitunnar iauk 1930, fluttist
Steinn til Reykjavíkur og rak um
fjögurra ára skeið eigin verk-
fræðistofu. Annaðist hann einkum
útreikninga og teikningar af járn-
bentri steinsteypu, m.a. í Sund-
höllina, Þjóðleikhúsið, Landssíma-
húsið og Landakotsspítalann í
Reykjavík, Reykholtsskóla í Borg-
arfirði o.fl. o.fl.
Þótti hann mjög fær fagmaður,
enda hefur tímans tönn lítt unnið
á verkum hans.
Árið 1934 vendir Steinn kvæði
sínu í kross og ræðst sem bæjar-
stjóri á Akureyri. Starfaði hann
sem slíkur í 24 ár samfellt eða til
ársins 1958, er hann lét af því
starfi 67 ára að aldri og fluttist þá
suður.
Eftir það rak hann verkfræði-
stofu í Kópavogi í mörg ár eftir
því sem heilsan entist.
Mun fremur óvenjulegt, að
menn starfi svo lengi sem bæjar-
stjórar hér á landi án þess að vera
sjálfir í pólitíkinni og lýsir það
kannski bezt hæfileikum og geð-
prýði Steins heitins.
Sem bæjarstjóri starfaði Steinn
í ýmsum nefndum kosnum af
bæjarstjórn Akureyrar og sat í
stjórn Laxárvirkjunar 1938—1958.
Á árunum 1928—’32 starfaði
hann í ýmsum stjórnskipuðum
nefndum varðandi áveitu- og
mjólkurbúsmál í Flóa og á Skeið-
um.
Steinn var formaður Verkfræð-
ingafélags íslands árin 1932—’34.
I einkalifi sínu var Steinn ein-
stakur gæfumaður.
Hann kvæntist 26. október 1926
önnu Eggertsdóttur, f. 30. júní
1893 að Papósi A-Skaft. Eggerts-
dóttur, alþm. og hreppstjóra i
Laugardælum, Flóa, Benedikts-
sonar og konu hans Guðrúnar
Sólveigar Bjarnadóttur, prests á
Stafafelli í Lóni, Sveinssonar.
Voru þau hjón systkinabörn.
Þau eignuðust tvo syni: Eggert,
rafmagnsverkfræðingur, fæddur
5. desember 1924, kvæntur Stein-
unni Jónsdóttur frá Hjalteyri. Þau
eiga fimm börn. Gunnar Moritz,
byggingarverkfræðingur, fæddur
28. marz 1928, kvæntur Sjöfn
Zophaníasdóttur úr Reykjavík.
Þau eiga tvö börn.
Anna stóð traust við hlið bónda
síns gegnum árin, skapaði honum
og sonunum fallegt og hlýlegt
heimili með menningarbrag,
lengstum að Hafnarstræti 20 á
Akureyri, en eftir 1958 að Nýbýla-
vegi 29 í Kópavogi.
Anna lézt í Reykjavík 7. júlí
1965.
Steinn Steinsen var virðulegur í
fasi, rólegur og yfirvegaður og
einstakt ljúfmenni.
Hann var snyrtilegur og klass-
ískur í klæðaburði og á allan hátt
hinn höfðinglegasti, ekki sízt með
kveikt í vindli, sem hann sjaldan
sleppti taki á.
Hann var á einn veg ímynd hins
virðulega embættismanns, á
annan teknokrati af gamla skól-
anum og á hinn þriðja veg
skemmtilegur, ræðinn og glaðvær
í hópi vina og ættingja.
Steinn var góður skákmaður og
lengst af með beztu bridgespilur-
um okkar, enda spilaði hann
bridge reglulega öll sín fullorðins-
ár og meðan heilsa og kraftar
entust.
Hin siðustu ár er Steinn var
orðinn fjörgamall, dvaldist hann á
Nýbýlaveginum, nú Furugerði 44, í
umönnun sonar síns og tengda-
dóttur, þeirra Eggerts og Stein-
unnar.
Heyrnin var orðin mjög skert og
sjóninni hrakaði með hverju ár-
inu, en sálarkröftum sínum hélt
hann óskertum til hins síðasta og
bar ellina af hinu dæmigerða
æðruleysi sínu.
Ég og fjölskylda mín vottum
Steini Steinsen virðingu okkar og
sendum fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Benedikt Bogason
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum vinkonu minnar,
Ólafar Laufeyjar Ingólfsdóttur,
sem lést í Bandaríkjunum 2. jan.
sl.
Ólöf fæddist 21. júlí 1917 að
Ráðagerði, Seltjarnarnesi. For-
eldrar hennar voru hjónin Guð-
laug Margrét Ólafsdóttir og Ing-
ólfur Tómas Helgason, mesta
gæða- og dugnaðarfólk. Ég kynnt-
ist Ólöfu sem unglingur og um leið
kynntist ég móður hennar, Guð-
laugu. Á heimili þeirra Guðlaugar
og Ingólfs ríkti einstök gestrisni
og hjálpsemi og alltaf var jafn
notalegt að koma þar, á Framnes-
veginn, Samtúnið og seinna í
Blönduhlíð 27.
Ólöf útskrifaðist úr Verslun-
arskóla íslands. Hún var vel gefin
til munns og handa, en því miður
var heilsan ekki alltaf sem best.
Samt var eins og henni félli best
að vinna við einhverskonar hjúkr-
unarstörf, enda vann hún sem
aðstoðarstúlka hjá læknum, bæði
hér og erlendis.
Seinni hluta ævi sinnar bjó hún
að mestu í Bandaríkjunum, fyrst
hjá systur sinni, Guðríði Conley,
en þær systur voru alltaf mjög
samrýndar. Síðar í nálægð einka-
dóttur sinnar, Ernu, og fjölskyldu
hennar. Erna er glæsileg og vel
menntuð ung kona, gift Vincent
Prawdszik og eiga þau þrjár
dætur: Carmen, Olivia og Belinda.
Þú búa í Columbia, South Carolina
í Bandaríkjunum.
Ólöf var samt alltaf íslendingur
og hélt sínum íslenska ríkisborg-
ararétti. Hún kom nokkrum sinn-
um heim, en ekki eins oft og hún
hefði viljað og alls ekki eins oft og
fjölskylda hennar og við vinir
hennar hefðum helst kosið.
Því miður varð aldrei af því að,
ég heimsækti hana á heimili
hennar í Columbia. Síðastliðið
sumar ráðgerði hún að koma
heim, en treysti sér ekki til þess
þegar til kom.
Milli Ólafar og Ernu ríkti ein-
staklega innilegt samband. Mig
langar til að reyna að þýða
smákafla úr bréfi, sem Érna
skrifaði mér 10 dögum eftir andlát
móður sinnar, þar sem hún lýsir
hugrekki hennar og bjartsýni,
þrátt fyrir miklar þrautir:
„Hún missti aldrei vonina, gafst
aldrei upp og alltaf fengum við
bros, þegar þjáningarnar voru
ekki mjög slæmar. Hún hlakkaði
til að komast aftur í vinnu og hún
saknaði dótturdætranna. Við kom-
um með þær eins oft og við gátum
í stuttar heimsóknir, alveg þar til
tveim dögum áður en hún lést.
Carmen og mamma voru mjög
samrýndar, þær nutu þess að
ferðast saman, bara þær tvær.
Við vorum mjög ánægð yfir því
að hafa mömmu hjá okkur. Henn-
ar verður sárt saknað. Hún hafði
alveg sérstakan hæfileika til að
láta öðrum líða vel og vildi allt
fyrir alla gera. Mér finnst ég ekki
aðeins hafa misst yndislega móð-
ur, heldur líka bestu vinkonu
mína.“
Ég mun heldur aldrei gleyma
öllum góðu stundunum, sem við
áttum saman, bæði í notalegu
risíbúðinni hennar í Blönduhlíð 27
og annars staðar. Það er vafalaust
margt fólk hér, sem minnist henn-
ar með hlýhug, því að hún átti hér
marga vini og kunningja, auk
ættingja.
Ég votta Ernu og fjölskyldu
hennar, Guðríði og Sigurði, sem
nú eru aðeins tvö eftir af systkina-
hópnum, mágkonum, mági, syst-
ursonum og bræðrabörnum mína
innilegustu samúð.
Vigdis Jónsdóttir
ALLIRVERÐA BRÚNIRÁ
GISTISTAÐIR: 23.5 18d 1.6 21 d 30.6 14 d 14.7 21 d 4.8 21 d 25.8 18d
HÓTEL HAWAII fbúfilr:21 Ibuö 5.950 5.990 5.480 5.990 6.290 5.990
1 svefnherbergi 3 f Ibúð 5.450 5490 5.140 5.490 5.780 5.580
Pr. mann 4 í íbúö 5.250 5.290 4.970 5.290 5.530 5.330
DON MIGUEL: Pr. mann Isvefnh. 2 í íbúö 6.600 6.650 5.930 6.670 6.950 6.650
3 f fbúð 5950 5.900 5.440 5.950 6.250 5.950
4 í íbúö 5.500 5.500 5.200 5.570 5.850 5.700
HÓTEL RÓSAMAR: Pr. mann fullt fœöi í eins manns herb. 7.450 7700 6.900 8.150 8.450 7.600
Pr. mann Í2ja manna herb. 6.990 7.180 6.550 7.600 7.900 7.200
HÓTEL BRITANNIA: fulltfæöi í eins manns herb 6.860 7.000 6.350 7.320 7.500 7.100
Pr. mann i 2ja manna herb. 6.400 6.480 6 000 6.770 6.950 6.700
BARNAAFSLÁTTUR: Hbúfi:
2- 6ára 1.500
7-11ára 1.300 öll verð eru áætluðog miðast víðgengi 1. febrúar 1981.
12-15ára 1.100 Verð eru háö breytingum ágengi og eldsneytisverði.
Staðfestingargjald er kr. 800 á mann
sólsandurogsjór
_m FERÐA
MIÐSTODIIM
ADALSTRÆTI9 S.11255-12940