Morgunblaðið - 04.03.1981, Side 30

Morgunblaðið - 04.03.1981, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981 Vendipunkturinn? SÁ LEIKUR sem var bestur af hálfu íslenska landsliðsins í Frakklandi var gegn Svíum. Sá leikur tapaðist aðeins með einu marki, 16—15. Með örlítilli heppni hefði sigur hæglega getað unnist í þeim leik. Sá sem öðrum fremur kom í veg fyrir þann sigur var markvörður sænska landsliðsins, Claes Ilellgren. Það má vera að tap gegn Svíum hafi verið vendi- punkturinn. Eftir þann leik gekk illa. Framhalds- skólamót FRAMHALDSSKÓLAMÓT í svigi og göngu verður haldið í dag og hefst keppni klukkan 11.00. Keppnin fer fram við Skiðaskálann i Ilveradölum. en þangað er vel fært og lyftur í gangi. I>að er Skíðafélag Reykja- víkur sem sér um mótið, en keppendur verða á annað hundr- að. gerðist" hristi höfuðið þegar árangur islenska liðsins var ræddur. Hann sagði mér að sænsku leik- mennirnir hcfðu verið mjög hræddir við íslenska liðið. Sjálfur hefði hann lagt sig allan fram í leiknum og sjaldan fagnað jafn innilega eftir nokkurn landsleik eins og eftir leikinn gegn tslend- ingum sem vannst með einu marki. Og Hellgren var ekki sá eini sem var undrandi á árangri íslenska liðsins það var sama við hvern var rætt enginn átti orð. KÞÍ10 ára Knattspyrnuþjálfarafélag ís- lands er tfu ára á þessu ári, en stofnun þess á sínum tíma var að sjálfsögðu stórt skref fram á við í skipulagsmálum knattspyrnunn- ar hér á landi. Félagið ætlar að gera sér glaðan dag í tilefni afmælisins, nánar tiltekið föstu- daginn 13. mars að Síðumúla 11. „ðskiljanlegt hvað „ÉG VAR mjög bjartsýnn fyrir þessa keppni og átti von á að við myndum verða í þremur efstu sætunum,“ sagði Axel Axelsson eftir að B-keppninni lauk. Mér er óskiljanlegt hvað gerðist. — Ég raddi við Ilellgren markvörð Svia eftir keppnina og hann • Það vakti mikla athygli allra i íslenska hópnum á B-keppninni i Frakklandi hversu glæsilegar iþróttahallirnar voru sem leikið var í. Það var alveg sama hvar leikið var, hver höllin af annarri var hreint út sagt stórkostleg. Eitt var það sem vakti þó hvað mesta athygli og það var hin góða lýsing sem i íþróttahöllunum var. Eitthvað annað en leikmenn eiga að venjast úr Laugardalshöllinni. Myndin hér að ofan er úr iþróttahöllinni i Paris þar sem úrslitaleikurinn á milli Pólverja og Tékka fór fram. m . Ljósm. Mbl. ÞR. Sænski markvörðurinn Hellgren sem varði eins og berserkur allan tímann gegn íslenska liðinu. Og reyndar alla keppnina. í leiknum gegn Dönum um 3.-4. sæti varði Hellgren 11 skot og 1 viti í siðari hálfleiknum. Quini var rænt! KOMIÐ hefur i Ijós, að miðherja Barcelona, spænska stórliðsins, Quini. hefur verið rænt, en í Mbl. í gær var frá þvi skýrt, að kappinn hefði horfið aðeins tveimur klukkustundum eftir að lið hans hafði gersigrað Hercules i spænsku deildarkeppninni í knattspyrnu. Víðtæk leit var strax sett í gang, en ekkert spurðist til Quini. Lög- regla og fjölskylda knattspyrnu- mannsins létu ekkert eftir sér hafa, en fréttaskeyti höfðu það eftir áreiðanlegum heimildum, að bréf hefði borist frá mannræn- ingjum, þar sem farið væri fram á umtalsvert lausnargjald. Þá fékk lögreglan í Barcelona tvær upp- hringingar, þar sem einhverjir piltar töldu sig hafa rænt Quini af pólitískum ástæðum. Það var hins vegar talið nokkuð öruggt að i báðum tilvikum hafi verið um gabb að ræða og ekkert pólitískt væri í spilinu. Einhver bjartsýni er talin ríkja um að mál þetta fái farsælan endi. Það verður erfiður biti að kyngja fyrir Barcelona ef Quini verður ekki skilað fljótlega, hann er markhæsti leikmaður spænsku deildarkeppninnar um þessar mundir með 18 mörk úr 23 leikjum. • Búnaðurinn á gönguskíðum ber þess merki að skíði, bindingar og skór eru ekki gerðir sérstaklega fyrir rennsli. • Það sem er nú allra mikilvægast er að koma sér af öryggi niður brekkur. @ Bull’s Lið Bjarkar og Ármanns sigruðu BIKAIiMÓT Fimleikasamhands tslands fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskóla tslands, sunnu- daginn 1. mars. Þetta var flokka- keppni. keppt var í A-flokki pilta og A-. B- og C-flokki stúlkna. Úrslit voru þessi: í A-flokki pilta sigraði A-lið Ármanns með 185,20 stigum. Heimir Gunnarsson Ingólfur Stefánsson Þór Thorarensen Kristján Ársælsson Arnar Diego í A-flokki stúlkna sigraði lið Fimleikafélagsins Bjarkar með 92,78 stigum. Brynhildur Skarphéðinsdóttir Rannveig Guðmundsdóttir Svava Mathiesen Guðrún B. Kristinsdóttir Hulda Ólafsdóttir. í B-flokki stúlkna sigraði lið íþróttafélagsins Gerplu, Kópavogi með 86,58 stigum. Vilborg Viðisdóttir Hlíf Þorgeirsdóttir Jónína Sjgurðardóttir, Bryndís Olafsdóttir Katrín Guðmundsdóttir í C-flokki stúlkna sigraði einnig lið Gerplu með 50,48 stigum. Þórey Heiðarsdóttir Þorbjörg Kristjánsdóttir Jónína Arnardóttir Guðrún Kristjánsdóttir Snæfríður Þorsteinsdóttir Keppt var um farandbikara hvers flokks og vinningshafar fengu gullpening til eignar. Einnig lauk dómaranámskeiði karla um sl. helgi og tóku 8 dómarar próf að því loknu. Norsk- ur alþjóðlegur dómari, Harald Brynildsen, kenndi á námskeiðinu og var hann hér í fjórða skipti. Hann var einnig yfirdómari pilta á Bikarmótinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.