Morgunblaðið - 06.03.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 06.03.1981, Síða 1
32 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 54. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Reagan vill 38% aukningu til hermála Waxhinictun — frh Önnu Bjarnadottur fréttaritara Mortrunhlaftsins ALLAR líkur benda til þess að Bandaríkjaþing muni samþykkja tillögu hinnar nýju stjórnar Ronalds Reag- ans um að auka á þessu ári framlög til varnarmála um 12,4% og um 14,6% á árinu 1982, en síðan um 7% árlega fram til 1985. Þá munu framlög til hermála í Baskaland: Lögreglu- foringi myrtur Madrid, 5. mars. — AP. NÝJASTA pólitíska morðiö í Baskalandi er talið boða nýja skriðu ofbeldisverka, en Rai- mundo Moya lögregluforingi, sem víst er talið að ETA-menn hafi orðið að bana í Bilbao í dag, er fimmtugasti löggæzlu- maðurinn sem hryðjuverka- menn í héraðinu leggja að velli á einu ári. Hinn nýi forsætisráðherra Spánar, Leopoldo Calvo Sotelo, aflýsti öllum embættisverkum sínum í dag og hraðaði sér til Bilbao til að votta þessu síð- asta fórnarlambi hryðju- verkamanna virðingu sína. tíð Reagans hafa aukizt um 38%. Það var Caspar Weinberg- er varnarmálaráðherra, sem lagði fram tillögur þessar þegar síðari hluti fjárlaga- frumvarps Reaganstjórnar- innar kom fram á miðviku- dag. í Weinberger fylgdi tillögunum úr hlaði með ræðu þar sem fram kom það álit að með þessum ráðstöf- unum gætu Bandaríkin víg- búizt í snatri, en það mundi aftur auka öryggi landsins verulega gegn hvers kyns ógnum úr austurvegi. Það var skammgóður vermir i bvrjun vikunnar. Eftir kafaldið á öskudag kom nístandi kuldi með ofanbyl og neðanbyl, og svona var ástandið í Bankastræti þegar ólafur K. Magnússon ljósmyndari Morgunblaðsins var staddur þar i gær. Stjórn Reagans vill fresta nýjum hafréttarsáttmála SameinuAu þjóöunum, 5. mars. — AP. STJÓRN Reagans Bandaríkjaforseta hefur gef- ið til kynna að hún viiji slá á frest nýjum hafréttarsátt- mála. sem vonazt hafði verið eftir að gengið yrði frá eftir sjö eða átta vikur, í lok fundar Ilafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna en fund- urinn hefst, í New York í byrjun næstu viku. Fréttamenn hafa það eftir fulltrúum Bandaríkjanna á ráðstefnunni að Alexander Haig utanríkisráðherra hafi gefið bandarísku sendinefnd- inni á fundinum fyrirmæli um að sjá til þess að samningar tækjust ekki um nýjan haf- réttarsáttmála að þessu sinni, þar sem hin nýja stjórn í Washington þyrfti að fá ráð- rúm til að „endurskoða stefnu Afganistan: Hungursneyð og vopnaþurrð blasa við þjóðf relsissveitum Nýju Delhí, 5. marz. — AP. HAFT ER eftir heimildum í Kabúl, að afganskar þjóðfrels- issveitir hafi nú að mestu leyti gefizt upp á að berjast gegn sovézka innrásarliðinu og stjórnarhernum til sveita, þar sem hungursneyð og vopna- þurrð blasi við þeim. Þjóðfrels- issveitirnar eru sagðar boina kröftum sinum að andspyrnu i horgum og bæjum. Samkvæmt þessum fregnum er ástandið í andspyrnuhreyfing- unni alvarlegast í nyrztu héruð- um landsins, svo og í vesturhlut- anum. Þar er sagt að þegar hafi fjölmargir orðið hungurvofunni að bráð, auk þess sem hungurs- neyð er yfirvofandi í ýmsum afskekktum héruðum. Frá Pak- istan hafa einnig borizt fréttir af matvælaskorti i Afganistan, en engar áreiðanlegar tölur hafa borizt um fjölda þeirra, sem talið er að líði skort. Stefnu Reagans farið að gæta í S-Ameríku? New York, 5. mars. — AP. ÝMSUM mannréttindahreyfing- um ber saman um að stefna Reagans Bandarikjaforseta í mannréttindamálum hafi þegar orðið til þess að herforingja- stjórnir i S-Ameríku hafi hert á klónni. Er m.a. bent á handtökur baráttumanna fyrir mannrétt- indum i Argentínu nýlega, hand- töku Nóbelsverðlaunahafa og döm yfir verkalýðsleiðtoga í Braziliu nýlega staðhæfingu þessari til stuðnings. Talsmaður nokkurra þekktra al- þjóðasamtaka um mannréttindi benti á það i dag, að Alexander Haig, hinn nýi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi nýlega látið svo um mælt að stjórn Reagans ætlaði að draga úr þeirri áherzlu sem verið hefði á mannréttinda- málum, en beita sér í j>ess stað gegn alþjóðlegum umsvifum hryðj uverkamanna. Bandaríkjanna" í málinu, en miðað við árangur samninga- viðræðna á ráðstefnunni hingað til sé ástæða til að hafa miklar áhyggjur af mögu- leikum bandarískra fyrir- tækja á því að öðlast aðgang að auðlindum á hafsbotni. Haft er eftir ýmsum full- trúum á ráðstefnunni, að stjórnir þróunarríkjanna, sem nú mynda hóp 121 ríkis á ráðstefnunni, séu æfar af reiði yfir þessum málatilbúnaði Bandaríkjastjórnar. Elliot Richardson, fyrrum aðal- fulltrúi Bandaríkjanna á hafréttarráðstefnunni, lét svo um mælt í dag, að Bandaríkja- stjórn ætti að fara varlega í að reyna að fá þróunarríkin til að fallast á nýjar tilslakanir, því að nýjar kröfur yrðu sennilega til þess að stofna í hættu mikilvægum árangri sem þeg- ar hefði náðst. Tvö flugrán Islamahod. Los AnicHps. 5. mar/.- AP. PAKISTÖNSK farþegaþota með 118 farþegum var enn á valdi þriggja flugramingja á Kahúl-flugvelli þegar síðast fréttist í kvöld. bá var þota frá Continental Airlines með fáein- um farþegum á valdi eins flug- ræningja á flugvellinum við Los Angeles. Flugræningjarnir í Kabúl eru sagðir gráir fyrir járnum og hóta þeir að sprengja þotuna í loft upp verði 79 pólitískum föngum í Pakistan ekki sleppt þegar í stað. Kröfur í Los Angeles liggja ekki fyrir, en flugræninginn sem þar er að verki er búinn skotfærum og handsprengjum. Pólland: Kreml krefst að „atburða- rásinni verði snúið við“ Varsjá, 5. marz. — AP. YFIRLÝSING sem birt var eftir fund sovézkra og pólskra leiðtoga í Moskvu i dag er talin ótvíræð sönnun þess að Kreml- stjórnin sé að herðast mjög í afstöðu sinni til ástandsins í Póllandi. Yfirlýsingin er talin hin harðorðasta sem Sovét- menn hafa látið frá sér fara síðan ólgan á pólskum vinnu- markaði kom upp á yfirborðið fyrir átta mánuðum. Meðal Samstöðumanna í Pól- landi hefur yfirlýsingin vakið ugg, en þar segir m.a. að „Sovétríkin og sovézk þjóð telji fullvíst að pólskir kommúnistar hafi bæði getu og aðstöðu til þess að snúa atburðarásinni við, þannig að sú hætta sem vofi yfir árangri sósíalismans með þjóðinni verði úr sögunni". Athygli vekur að slík yfirlýs- ing er birt nú, þegar friðsam- legra er á pólskum vinnumark- aði en verið hefur um langt skeið. I leiðtogafundinum tóku þátt m.a. Stanislaw Kania og Jaruzelski, af hálfu Pólverja, og Brésneff af hálfu Sovétríkj- anna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.