Morgunblaðið - 06.03.1981, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981
Saltfisksölumál:
LÍÚ tekur a|-
stöðu með SÍF
Á Stjórnaríundi LÍÚ síð-
astliðinn þriðjudaf? var gerð
samþykkt varðandi sölumál á
saltfiski. Segir þar m.a., að
SÍF hafi á undanförnum ár-
um notið fyllsta trausts út-
vegsmanna og að LÍÚ telji að
ávallt hafi fengist hæsta
mögulegt verð fyrir saltfisk.
Samþykkt stjórnar LÍÚ er
eftirfarandi:
„Að gefnu tilefni vill stjórn
Landssambands íslenzkra útvegs-
manna lýsa þeirri skoðun sinni, að
árangursríkasta og heppilegasta
aðferðin við sölu á saltfiski sé, að
hún sé áfram í höndum Sölusam-
bands íslenzkra fiskframleiðenda
eins og verið hefur. Stjórn LIÚ
telur ekki ástæðu til að leyfa
aðilum sölu á saltfiski, sem byggja
umsóknir sínar á yfirlýsingum um
greiðslur á hærra fiskverði en
Verðiagsráð sjávarútvegsins
Leiðrétting
í FRÁSÖGN Mbl. af uppátækjum
barna á Lækjartorgi á öskudag
láðist að geta þess að það var
dagblaðið Vísir, sem stóð fyrir því
að slá köttinn úr tunnunni.
ákveður án þess að gera nokkra
grein fyrir hvernig það á að vera
mögulegt og ekki á umsóknum
sem byggja á takmörkuðu magni
af smáum 3. flokks fiski.
Markaðir fyrir saltfisk í Suður-
Evrópu eru viðkvæmir fyrir fram-
boði og verðtilboð um sama
fiskinn eru til þess fallin að lækka
verð á saltfiski. SÍF hefur á
undanförnum árum notið fyllsta
trausts útvegsmanna og telur LÍÚ
að ávallt hafi fengist hæsta mögu-
legt verð fyrir saltfisk."
Hólmatindur með
130 t. af þorski
eftir fimm daga
EnkifirAi. 5. mars.
HÓLMATINDUR kom inn í
dag með 130 tonn eftir 5 daga
veiðiferð, uppistaðan í aflan-
um var þorskur, sem fékkst
hér fyrir austan land. Þá
k'omu tveir netabátar inn í
morgun úr sinni fyrstu veið-
iferð með net, en bátarnir
leggja 2—3svar sinnum í 2—3
daga túrum. Sæljón var með
24 tonn og Vöttur með 33
tonn.
— Ævar
„MÉR ER það mikil ánægja. að
framsóknarmenn fyrir norðan eru
orðnir sama sinnis og ég“, sagði
Finnur Torfi Stefánsson í viðtali
við Mbl. í gær í tilefni af ummæl-
um Páls Péturssonar alþing-
ismanns í Mbl. þá. Páll nefnir þar
Finn Torfa og segir hann hafa
komið af stað úlfúð i kjördæmi
sínu, sem orsakað hefði tillögu-
gerð um Blönduvirkjun í stjórn
kjördæmisráðs Framsóknar-
flokksins í kjördæminu, þ.e. Norð-
urlandakjördæmi vestra.
„Það reyndi á þessi 'mál í síðustu
kosningabaráttu" sagði Finnur, „og
framsóknarmenn margir létu þá
flokksböndin ráða, en ekki sann-
færingu sína. Það er mjög gleðilegt
að þetta skuli koma fram og
sannast núna.“
Þá sagði Finnur: „Eg skipti mér
ekkert af innanflokksmálum í
Framsókn og ég tel Pál ekkert verri
frambjóðanda en aðra framsókn-
armenn. Eg vil hér mótmæla því
sem hann segir, að ég vilji uppþot
og sprengja eitthvert samkomulag.
Ég tel einmitt mjög mikilvægt að
menn komi sér saman um Blöndu-
virkjun. Þá tel ég mjög þýðingar-
mikið og þjóðhagslega hag-
kvæmast að Blönduvirkjun verði
næsta virkjun landsmanna. Þá tel
ég einnig að í framhaldi af Blöndu-
virkjun þurfi að halda virkjunar-
framkvæmdum áfram þá séu Sult-
artangavirkjun og Austurlands-
virkjun næstar á dagskrá.
Finnur Torfi sagði í lokin, að
hann væri sammála þeim hug-
myndum um virkjun Blöndu, sem
komið hefðu fram frá sérfróðum
aðilum.
Laust eftir miðnætti aðfararnótt miðvikudags mátti sjá þessa bíla svona á Miklatorgi. en
ökumaður þess aftari náði ekki að varna því að bíll hans lenti undir afturenda hins. Ekki munu
hafa orðið slys á mönnum. i.josm. AmAr.
Stefnumótun í landbúnaði:
Verðbólgan höfuðor-
sök búvöruvandans
— sagði Egill Jónsson
Finnur Torfí Stefánsson:
Létu flokksböndiu ráða,
en ekki sannf æringuna
Meðalútflutningsverð á búvöru á tveimur síðustu áratugum hefur
numið um 52% af innanlandsverði. Verðbólga innanlands umfram
verðþróun á sölumörkuðum erlendis hefur skekkt þetta dæmi
verulega á þessu timabili, einkum á síðasta áratug. Árið 1960 gaf
erlendi markaðurinn 75% af söluverði innanlands en árið 1978, sem er
síðasta tiltæka saraanburðarárið, aðeins 40%. Þetta kom fram í ræðu
Egils Jónssonar. alþingismanns, er hann madti fyrir tillögu
sjálfstæðismanna um stefnumótun i landbúnaði í Sameinuðu þingi I
gær.
Sauðfé fækkaði nokkuð á ára-
tugnum 1960—1970 en fjölgaði á
næstliðnum áratug nema síðustu
ár hans, þá fækkaði því á ný. Það
er nú að fjölda til svipað og það
var að meðaltali á áratugnum
1960—70. Mjólkurkúastofninn
hefur hinsvegar sætt stöðugri
fækkun undanfarið og er hann nú
kominn niður í það sem hann var
fyrir tveimur áratugum, 1960.
Sú regla sem sett var 1960 þess
efnis að árlegar útflutningsbætur
á búvöru mættu nema 10% af
heildarverðmæti landbúnaðar-
framleiðslu stóð undir bótaþörf-
inni allar götur til ársins 1976, en
framleiðslukostnaður innanlands
fór að síga verulega fram úr
verðþróun í viðskiptalöndum
okkar upp úr 1971. Taldi Egill að
um 6 milljónir gamalkróna skorti
á að verðbæta umframframleiðslu
verðlagsársins 1979—80. Stærsti
orsakavaldur þessarar þróunar er
innlend verðbólga síðasta áratug-
ar, sagði Egill, og mikilvægasta
forsenda þess að hægt sé að búa
bændastétt réttláta afkomu og
starfsskilyrði er að ná niður verð-
bólgunni, sem jafnframt virðist þá
forsenda þess að tryggja byggð í
landinu öllu. Úrvinnsla búvöru og
verzlunar- og iðnaðarþjónusta við
nærliggjandi sveitir er stærri
þáttur í atvinnu- og efnahag
flestra þéttbýlisstaða en svo að
vandamál landbúnaðar verði túlk-
uð sem sérvandamál bænda. Og
þáttur búvöru sem iðanaðarhrá-
efnis í atvinnutilurð og útflutn-
ingi, ekki sízt í skinna- og ullar-
iðnaði, er staðreynd sem ekki
verður framhjá gengið.
Framsaga Egils Jónssonar fyrir
tillögu sjálfstæðismanna um
stefnumótun í landbúnaði verður
birt að meginmáli á þingsíðu Mbl.
á morgun, laugardag.
Sykurverð óstöðugt:
F er eftir framboði og ef tir-
spurn á heimsmarkaðinum
28 skip skipta
60 þúsund lest-
um á milli sín
ÞRJÚ skip tilkynntu loðnuafla í gær og fóru þau með aflann til
Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið
að veita 28 loðnuskipum leyfi til að veiða 60 þúsund lestir af loðnu til
hrognatöku og frystingar. Þessu magni hefur verið skipt á milli
skipanna 28 miðað við burðargetu þeirra að hluta, en hluti þessa magns
deilist jafnt niður á skipin. Eftirtalin skip hafa leyfi til að veiða
fyrrnefnt viðbótarmagn af loðnu og fá þau að veiða frá 1890 tonnum og
mest 2.660 lestir.
HEIMSMARKAÐSVERÐ á sykri hefur að undanförnu verið nokkuð
óstöðugt og mun það stafa af því, að nokkuð hefur gengið á
heimsmarkaðsbirgðir og einnig af því að nokkurrar spákaupmennsku
hefur gætt. Til að fá nánari upplýsingar um þetta snéri Morgunblaðið
sér til innflutningsdeildar Sambandsins og Hilmars Fenger, fram-
kvæmdastjóra Nathans og Olsen hf.
Hjá Sigurði Gils Björgvinssyni,
aðstoðarframkvæmdastjóra inn-
flutningsdeildar Sambandsins
fengust þær upplýsingar, að í
nóvember síðastliðnum hefði syk-
urverðið orðið óvenju hátt, eða
farið upp í 637 krónur danskar
fyrir 100 kg. af sekkjuðum sykri, í
desember hefði verðið rokkað frá
488 krónum upp í 560, í janúar
hefði verðið verið frá 480 krónum
upp í 520, í febrúar hefði -það
komizt niður í 461 krónu og þann
4. þessa mánaðar hefði það verið
471 króna dönsk.
Hann sagði ennfremur að þess-
ar verðbreytingar kæmu fram í
verðlagningu á sykri hér heima
fyrir, það væri einfaldlega ákveðin
leyfileg álagning á innflutnings-
verði og eftir henni væri að
sjálfsögðu farið. Þetta gæti valdið
því að verð gæti orðið mismunandi
eftir því hvaða dag sykurinn væri
keyptur og jafnvel gæti orðið
verðmunur á sykri upp úr sama
skipi, svo örar væru verðbreyt-
ingarnar á erlenda markaðinum.
Hilmar Fenger, framkvæmda-
stjóri Nathans og Olsen hf., sagði
að sveiflur á sykurverði færu
aðallega eftir framboði á heims-
markaðinum og að stærstu sveifl-
urnar kæmu yfirleitt á 4 til 6 ára
fresti. Þær færu þá aðallega eftir
útkomunni á sykurreyrsuppsker-
unni, því hún væri bundin til
tveggja ára.
Hann sagði ennfremur að verð á
100 kílóum af sekkjuðum sykri
hefði í janúar 1980 verið um 250
krónur danskar, en hefði svo farið
hækkandi á árinu vegna þess að
verið væri að ganga á heimsbirgð-
irnar. Hvað þá miklu sveiflu, sem
varð á sykurverðinu í nóvember
síðastliðnum, taldi hann að hún
stafaði af umtalsverðri spákaup-
mennsku, sem þá átti sér stað.
Hilmar sagði einnig að erfitt
væri að spá um sykurverðið fram í
tímann, en hann reiknaði ekki
með að veruleg hreyfing kæmist á
það fyrr en að ljóst yrði hver
uppskera þessa árs yrði.
Nafn skips og Leyfilegt
umdæmisnúmer: aflamagn:
Ársæll KE 17...............1.900
Bergur VE 44...............1.940
Bjarni Ólafsson AK 70......2.360
Börkur NK 122..............2.360
Dagfari ÞH 70..............1.960
Eldborg HF 13..............2.660
Fífill GK 54...............2.010
Gígja RE340 ...............2.090
Gísli Árni RE 375..........2.010
Grindvíkingur GK 606.......2.300
Guðmundur RE 29............2.210
Gullberg VE 292...1........2.010
Hafrún IS 400..............2.030
Hilmir II SU 177...........1.980
Huginn VE 55...............2.010
Jón Kjartansson SU 111.....2.330
Júpíter RE 161.............2.470
Ljósfari RE 102............1.980
Magnús NK 72...............1.960
Óli Óskars RE 175..........2.500
Seley SU 10................1.890
Sigurður RE 4..............2.540
Súlan EA 300...............2.140
Svanur RE 45...............2.060
Sæberg SU 9................2.000
Víkingur AK 100............2.490
Þórður Jónasson EA 350.....1.940
Þórshamar GK 75 ...........2.000
Stuðningur við
kröfur fóstra
í Reykjavík
Mbl. hefur borist eftirfarandi
samþykkt frá aðalfundi for-
eldrafélagsins á dagvistar-
heimilinu Ilamraborg i Reykja-
vík:
„Aðalfundur foreldrafélags-
ins á dagheimilinu Hamraborg í
Reykjavík lýsir yfir fullum
stuðningi við yfirstandandi
kjarabaráttu fóstra. Kröfur
fóstra um laun samkvæmt 13.
launaflokki eru fyllilega rétt-
mætar og lengri undirbúnings-
tími er mikilvægt hagsmunamál
barna og fóstra. Fundurinn
átelur borgaryfirvöld harðlega
fyrir seinagang þann og skeyt-
ingaleysi, sem þau hafa sýnt í
þessu máli og skorar á þau að
ganga til samninga við fóstrur
nú þegar."