Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 Útgefandi ittXiIabiíi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ftitstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Áratugur breytinga í skólamálum Fyrir rúmlega 10 árum hófust miklar umræður um stöðu skólamála í landinu. Morgunblaðið hafði verulegt frumkvæði að þessum umræðum, sem beindust aðallega að framhaldsskólastig- inu og möguleikum ungs fólks til þess að afla sér viðunandi menntunar, þegar skyldunámi var lokið. Þá var landspróf við lýði og tiltölulega þröngur hópur unglinga komst í gegnum það próf og fékk þar með tækifæri til þess að fara í menntaskóla, taka stúdentspróf og takast á hendur háskólanám. Upplýsingar, sem fram komu í þessum umræðum bentu til þess, að mun minna hlutfall hvers aldursflokks íslenzkra unglinga lyki stúdentsprófi og héldi áfram í háskóla en tíðkaðist í nágrannalöndum okkar. Margir merkir skólamenn tóku myndarlegan þátt í þessum umræðum og sumir þeirra sem gegndu áhrifastöðum á þessu tímabili tóku frumkvæði um umbætur. Þar má nefna Jónas B. Jónsson, fræðslustjóra í Reykjavík um langt árabil, sem beitti miklum áhrifum sínum til þess að koma fram margvíslegum umbótum í skólakerfinu í Reykjavík, sem síðan voru teknar upp annars staðar. I þessum hópi var einnig Kristján J. Gunnarsson núverandi fræðslustjóri, sem þá var einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann hafði frumkvæði í borgar- stjórn Reykjavíkur um flutning tillögu um skóla þann, sem síðar varð að veruleika og nefnist nú Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Umræðurnar á þessum tíma snerust einmitt um það, hvernig hægt væri að gera fleiri unglingum kleift að ljúka stúdentsprófi og hefja háskólanám og hvernig hægt væri að auka sveigjanleika kerfisins á þann veg, að unglingar, sem hefðu áhuga á að breyta um námsstefnu, hefðu tækifæri til þess, þótt þeir væru komnir út í ákveðinn farveg í sínu námi. A þessum árum var það ekki hægt. Þessar umræður leiddu til þess, að skólarannsóknadeild mennta- málaráðuneytisins var sett á stofn. Gylfi Þ. Gíslason, sem verið hafði menntamálaráðherra í nær einn og hálfan áratug, þegar hér var komið sögu, sætti harðri gagnrýni fyrir aðgerðaleysi í menntamálum, og gerði víðtækar ráðstafanir til þess að mæta þessari gagnrýni. Skólarannsóknadeildin var sett á stofn, eins og fyrr segir og sérstakur forstöðumaður ráðinn að henni. Starfsemi hennar hefur síðan þanizt út. I kjölfarið fylgdi setning grunnskóla- laganna og síðan hafa verið sett margháttuð lög um skólamál, sem með einum eða öðrum hætti eiga rætur að rekja til þessara umræðna. I raun má segja, að öll sú mikla þróun, sem orðið hefur í skólamálum á síðasta áratug eigi upphaf sitt í þeim umræðum, sem hafnar voru á síðum Morgunblaðsins á síðustu árum Viðreisnar- stjórnarinnar. Nú er vissulega orðið meira en tímabært að meta þann árangur, sem náðst hefur, hvað hefur reynzt vel og hvað miður. Þeim mun meiri athygli vekja neikvæð viðbrögð sumra skólamanna, við frétt, sem birtist í Morgunblaðinu skömmu fyrir jól um námsárangur nemenda í ýmsum framhaldsskólum. Viðbrögð sumra skólameist- ara, og þó einkum eins, voru þau að demba óbótaskömmum yfir Morgunblaðið fyrir þá ósvífni að blaðið skyldi dirfast að birta frétt um þetta efni. Annar skólameistari heldur því fram í 'blaðagrein fyrir nokkrum dögum, að tilgangur Morgunblaðsins með því að birta umrædda frétt sé sá að ráðast á hið nýja skólakerfi og hefja til vegs gömlu skólana. Sem sagt: Morgunblaðið, sem hóf umræðurnar, sem leiddu til gjörbreytts skólakerfis er nú að birta frétt til þess að vega að þessu sama kerfi og upphefja það sem var og blaðið barðist á móti fyrir rúmum áratug! Hvílík speki eða hitt þó heldur. Skólameistararnir hafa ékki allir brugðizt við á svo neikvæðan hátt. Þvert á móti hafa flestir þeirra lýst því yfir, að þeir telji umræður um þessi mál gagnlegar og er það vel. Svo mikil reynsla er komin á þetta nýja skólahald nú, að full ástæða er til að vega og meta árangurinn af því. Það fer ekki á milli mála, að margir hafa miklar efasemdir um, að sumar þær breytingar, sem gerðar hafa verið, hafi reynzt farsælar. Því er haldið fram, að nú séu minni kröfur gerðar til nemenda en áður var. Því er haldið fram, að háskólinn hafi tekið við því hlutverki sem var landsprófsins og menntaskólanna áður að velja úr þá nemendur, sem eru hæfir til framhaldsnáms í háskóla. Því er haldið fram, að hinir fjölmennu fjölbrautaskólar og nýju menntaskólar sinni ekki þörfum einstakra nemenda og viti raunar lítið um það, hvernig einstakir nemendur standi í námi að öðru leyti en því, sem einkunnir segja til um. Fleira mætti nefna, en verður ekki gert hér. Kjarni málsins er sá, að það er orðið bæði tímabært og nauðsynlegt að meta árangur þess, sem gert hefur verið síðustu 10 árin þannig að menn geti gert sér grein fyrir því, hvort nauðsynlegt sé að gera einhverjar verulegar breytingar á því kerfi, sem nú hefur verið byggt upp. 60 raðhúsum úthlutað á veg um Verkamannabústaða Á fundi stjórnar Verkamanna- bústaða í Reykjavík 22. des. sl. var úthlutað 60 raðhúsum í Breiðholti. Einnig var úthlutað nokkrum endursöluíbúðum: Úthlutun fengu eftirtaldir: Arnór Sveinsson. Hábergi 8. Atli Benediktsson. Alda 1, Blesugróf Á«dÍN Runólfsdóttir. Torfufeili 35 ÁHthildur Gunnarsdóttir. Hjaltabakka 18 Bergþór N. Gudmundsson, Smiójustig 13 Birgir Tóma88on, Rjúpufelli 35 Björn ArnórsHon. LaugaveKÍ 144 Bjórn GuÓmundsson. Laugavegi 171 Daniel Sigurósson, Meistaravöllum 23 Eggert l*orsteinsson, Þórufelli 8 Einar Þór Rafnsson, Möórufelli 7 Eirikur Brynjólfsson, Álftamýri 26 Freyr Guólaugsson, Hjaltabakka 32 Guójón Þorsteinsson. Jórufelli 10 Guómundur Daviósson. Unufelli 48 Guómundur GarÓarsson, Kötlufelli 3 Guómundur Jónsson, írabakka 10 Guórún Kolbeins, Rjúpufelli 25 Gunnar R. Antonsson, Jórufelli 2 Gunnar t>. Jónsson, Unufelli 25 Gunnar Pétursson. Grýtubakka 18 Gunnvör Rögnvaldsdóttir, Hraunbæ 50 Gústaf GuÓmundsson, Kötlufelli 5 Halldór Arason, írabakka 12 Haraldur Björgvinsson, Þórufelli 20 Haraldur Jónsson, Unufelli 46 Helgi Þorsteinsson, Laugarnesvegi 118 Hjálmtýr G. Hjálmtýsson. Jórufelli 4 Hrafnhildur Ágústsdóttir, Hraunbæ 110 Hreinn Björnsson, Álfheimum 32 HörÓur Sigþórsson, Unufelli 35 Jóhann J. Helgason, Austurbergi 8 Jón Trausti Karlsson, Unufelli 44 Jón Kristinn Þorsteinss., Asparfelli 12 Jón Þorvaldsson. Ferjubakka 10 Jónas Engilbertsson, Yrsufelli 3 Kristinn Karisson, Gyðufelli 14 Kristinn Pedersen, Tunguseli 8 Kristjana Siguróardóttir. Jórufelli 4 Kristján G. Lárusson. MöÓrufelli 5 Kristlaug Gunnlaugsd., Grenimel 35 Lára Bjarnadóttir, Biómv. v. Sæbólsv. / Freyjugötu 10 Lárus G. Lárusson, Kötlufelli 5 Margrét Ilálfdánardóttir, Víóihvammi 34 óiafur Björgvinsson. Sörlaskjóli 22 Rafn Eyfell Gestsson. Kötlufelli 3 Reynir B. Skaftason, Möórufelli 1 Samúel Ellert óskarsson, Keldulandi 21 SigurÓur J. Ágústsson. Kleppsvegi 68 SigurÓur J. Bergsson. írabakka 10 SigurÓur Guójónsson, Hjaltabakka 20 Siguróur H. Ólafsson, Unufelli 31 SigurÓur Pétursson, MöÓrufelli 15 SlgurÓur Stefánsson, IÓufelli 2 Sóley Ilalldórsdóttir, Jórufelli 12 Sveinn Yngvason, Rjúpufelli 31 Unnur Pálsdóttir, Hraunbæ 124 Valdimar V. Gunnarsson, Grýtubakka 20 Valdimar I. Jónsson, Flúóaseli 83 Þórir B. Jóhannsson, Skálagerói 15. Til vara: Orville G. Utley, Jórufelli 10 Dagný Hermannsdóttir, Suóurhólum 28 Karl M. Gunnarsson, Tunguseli 5 ólafur ViÓar Ingjaldsson, Torfufelli 25 Endursoluíbúðir: Parhús. Magnús DaviÓsson, Jórufelli 2 4. herb. íbúðir Arnlaugur Samúelsson, Teigaseli 5 Bjarni Sveinsson, Tunguseli 7 Edda Svavarsdóttir, Laugamesvegi 108 Eyvör Baldursdóttir. írabakka 12 Gisli Svanbergsson, Hagamel 34 GuÓmundur R. Ingimundarson, Yrsufelli 15 Guórún Ágústsdóttir. Jórufelli 2 Jón M. Árnason, Marklandi 10 Karl Jósepsson. Jórufelli 12 ósk Konráósdóttir, Rjúpufelli 21 óskar T. Ágústsson, Langholtsvegi 41 Reynir Haraidsson, írabakka 14 Simon FriÓriksson. Kötlufelli 1 Viggó Pálsson. Rauóagerói 67 3. herb. íbúðir SigurÓur Pálsson, Kleppsvegi 66 Svavar M. Carlsen, Meistaraveili 21 BjörKunarmiðstöðin komst undir þak nýlega. Ljósm. J.D.J. Slysavarnadeildin Gró á Egilsstöðum 30 ára Egilsstöóum, 3. marz. SLYSAVARNADEILDIN Gró á Egilsstöðum var stofnuð hinn 5. nóvember 1950 og varð því 30 ára á nýliðnu ári. Starfssvæði hennar nær yfir alla hreppa á Héraði, 10 að tölu, og spannar yfir allt svæðið uppaf Héraðsflóa, milli Kollumúla og ósfjalla og allt inn að Vatnajökli. Björgunarsveit var stofnuð inn- an deildarinnar i marzmánuði árið 1959 og hefur hún starfað síðan. Sveitin á nokkuð af tækjum, svo sem fjallabíl, snjóbíl, tvo vélsleða með aftanísleða, sem flytja má sjúkling á, gúmmíbát o.fl. tæki af smærra tagi. Allmikið vantar þó á að búnaður sveitar- innar sé nægur og má þar fyrst og fremst minna á fjarskiptabúnað. tveggja hæða, 167 fermetrar að grunnfleti og um 1050 rúmmetrar að stærð. Á neðri hæðinni verður aðstaða björgunarsveitarinnar og félagsaðstaða slysavarnadeildar- innar, en efri hæð hússins mun fyrst um sinn leigð út fyrir skrifstofur og fundi félaga. Augljóst var þegar í upphafi að þessi framkvæmd yrði fjárhags- lega mikið fyrirtæki fyrir slysa- varnadeildina Gró, sem var fjár- vana og hefur fremur rýra tekju- möguleika. Sveitarfélög á Héraði, einkum Egilsstaðahreppur, hafa veitt nokkra styrki og einnig hafa einstaklingar lagt fram vinnu. Bílstjórar óku möl í grunn endur- gjaldslaust, verkfræðingar og aðrir tæknimenn gáfu teiknivinnu og Kaupfélag Héraðsbúa hefur veitt ómetanlegan stuðning með láni á mótaefni. Þannig hefur margt hjálpast að við bygginguna. Nú í þessum mánuði, hálfu öðru ári eftir að hafist var handa, tókst að koma húsinu undir þak. Á sl. hausti barst slysavarnadeildinni góður liðsstyrkur. Þá varð til sú hugmynd, að Rauða krossdeild Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri komi inn í þetta verkefni sem eignaraðili. Björgunarsveit slysavarnadeild- arinnar mun nú innan skamms taka neðri hæð hússins í notkun til geymslu á björgunarútbúnaði sínum. Efri hæð hússins verður tekin til notkunar fyrir félags- starfsemi félaganna seinni hluta næsta sumars. Aðalfundur var haldinn 1. marz. sl. Fréttaritari. Starfsemi Slysavarnadeildar- innar hefur nýlega verið endur- skipulögð. Húsnæðisskortur og annað aðstöðuleysi var sá þáttur sem einkum var fjötur um fót. Því var höfuðmarkmið deildarinnar að bæta úr þessu. Á aðalfundi í marz 1979 var samþykkt að leita leiða til að byggja hús þar sem yrði aðstaða fyrir björgunarsveit- ina með tæki sín og búnað auk félagsaðstöðu fyrir deildina í heild. Niðurstaðan varð sú, að ákveðið var að byggja hús við Bláskóga 3 á Egilsstöðum þar sem deildin verð- ur til húsa í framtíðinni ásamt björgunarsveitinni. Húsið er Sjálfboðaliðar við vinnu i félags- og björgunarmiðstöðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.