Morgunblaðið - 06.03.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981
17
Af þingi Norðurlandaráðs:
Ingvar Gislason
Árni Gunnarsson
Halldór Ásgrimsson
Jákvæðari afstaða til
hugmynda um Nordsat
— en málinu skotið á frest
Frá Elinu Pálmadóttur. hlaóamanni
Mbl. í Kaupmannahöfn.
LJÓST er. að endanleg afstaóa
verður ekki tekin hér á þingi
Norðurlandaráðs um gervihnött-
inn Nordsat. sem veita mundi
hverju heimili á Norðurlöndum
möguleika á að ná næstum öllum
norrænum sjónvarps- og út-
varpsdagskrám. Miklar umræð-
ur fóru fram um Nordsat-málið
hér í Kaupmannahöfn. Alls tóku
18 ræðumenn til máls. þar af
þrír íslendingar. Tillaga menn-
ingarmálanefndar um að fela
ráðherranefndinni að vinna mál-
ið endanlega fyrir árslok svo
hægt verði að taka lokaákvörð-
un á næsta þingi. var samþykkt
með 70 atkvæðum gegn 1. en
tveir sátu hjá.
Umræður og atkvæðagreiðslan
Frá Elínu Pálmadóttur. bladamanni
Mbl. í kaupmannahofn.
ÁRNI GUNNARSSON, for-
maður menningarmálanefndar
Norðurlandaráðs. gagnrýndi
ráðherranefnd Norðurianda-
ráðs i skýrslu sinni hér í dag.
Ilann kvartaði undan þvi, að
gengið væri framhjá vilja
menningarmálanefndar þegar
skipt væri litlum fjárveitingum.
Sem dæmi tók Árni veitingu 6
milljóna danskra króna, sem
teknar hefðu verið úr sjóðnum
og veitt til norrænna menning-
ardaga. sem nefndir væru
„Scandinavia Today“.
Árni kvað það persónulega
skoðun sína, að nafnið á þessu
kynningarverkefni segði sína
báru þess glögg merki, að Nord-
sat-málið á vaxandi fylgi að
fagna. Nær allir ræðumenn voru
jákvæðir í garð hugmyndarinnar
um Nordsat. Það var helst, að
einstaka þingfulltrúar lengst til
vinstri og hægri andæfðu hug-
myndinni um Nordsat. Langflest-
ir ræðumanna töldu Nordsat
mikilvægt menningarpólitískt
mál fyrir Norðurlönd og mæli-
kvarði á raunverulegan vilja
norrænna þjóða til samvinnu.
Þó er ýmislegt á huldu um
framkvæmdaatriði málsins og
þarf að kanna betur. Þar má
nefna hvernig deila skuli kostn-
aði, hvort auglýsingar eigi að
vera eður ei, hve mörgum rásum
skuli stefnt að og áhrif verkefnis-
ins á iðnað í löndunum, þá
einkum rafiðnaðinn.
sögu og beri að varast því nafnið
Scandinavia næði til þriggja
Norðurlanda af fimm og virtust
jaðarlöndin gleymd. Þá sagði
Árni, að margar menningar-
stofnanir væru í uppbyggingu og
jafnvel þó þær væru nokkurra
ára gamlar, þá hefðu þær fulla
þörf fyrir aukið rekstrarfé til að
mæta sívaxandi kostnaði og upp-
byggingu. Árni sagði, að þegar
svona kæmi fyrir, þá tæki þetta
fé frá uppybyggingu þessara
stofnana. Hann benti á, að
Norræna húsið í Reykjavík hefði
mikla þörf fyrir aukafjárveit-
ingu til þess að ljúka við bygg-
inguna, en nú væru meira en 10
ár liðin síðan Norræna húsið var
tekið í notkun í Reykjavík.
Ingvar lýsir fylgi
við Nordsat
íslenzku ræðumennirnir þrír,
þeir Ingvar Gíslason mennta-
málaráðherra og þingmennirnir
Árni Gunnarsson, sem er formað-
ur menntamálanefndar, og Hall-
dór Ásgrímsson voru eindregið
hlynntir hugmyndinni um Nord-
sat. Raunar hafði Matthías Á.
Mathiesen lýst stuðningi við
Nordsat í opnunarræðu sinni á
þinginu. Ingvar Gíslason sagði í
ræðu sinni, að íslenzka ríkis-
stjórnin hefði ekki tekið afstöðu
til Nordsat og því mælti hann
aðeins fyrir sjálfan sig. Hann
skýrði frá því, að allir flokkar á
Islandi væru búnir að taka já-
kvæða afstöðu til Nordsat utan
einn (Alþýðubandalagið).
Menntamálaráðherra sagði, að
Nordsat væri mælikvarði á hug-
sjónir um norræna samvinnu.
Hann sagðist í fyrstu hafa verið
nokkuð hikandi en eftir því sem
tímar hefðu liðið, þá hafi sífellt
fleiri jákvæðar hliðar komið fram
og þá einkum varðandi menning-
armál. „Sjónvarpsútsendingar
um gervihnetti ryðja sér sífellt
meira til rúms út um allan heim.
Við getum ekki staðið utan við þá
þróun, því ekki leikur nokkur vafi
á því, að á næstu árum munu
dynja yfir Norðurlönd sjónvarps-
útsendingar frá erlendum gervi-
hnöttum," sagði Ingvar. Hann
taldi það ekki skipta meginmáli
þó ákvörðun drægist eitthvað. ís-
lenzka ríkisstjórnin myndi taka
ákvörðun þegar þar að kæmi en
Ingvar benti jafnframt á, að á
Islandi væri samsteypustjórn og
einn stjórnarflokkanna hefði ekki
tekið afstöðu í málinu.
Árni Gunnarsson gagn-
rýndi seinaj;an>;
Árni Gunnarsson, formaður
menntamálanefndar, kvaðst sem
jafnaðarmaður verða fyrir von-
brigðum, ef Nordsat yrði ekki að
Arni gagnrýnir
ráðherranefndina
veruleika. Hann sagði, að það
hefði í för með sér afturkipp í
norrænni samvinnu almennt en
ekki síst í menningarmálum.
Árni sagði, að með Nordsat yrði
hægt að sjónvarpa samtímis 7
sjónvarpsdagskrám til austur-
svæðisins á Norðurlöndum, það
er Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs
og Finnlands. Á vestursvæðinu
yrði hægt að ná allt að fimm
dagskrám, það er á Grænlandi,
íslandi og Færeyjum. Hægt yrði
að ná 11 útvarpssendingum á
norðaustursvæðinu og 10 á norð-
vestursvæðinu. Hann minnti á, að
brátt myndu gervihnettir frá
löndum utan Norðurlanda kom-
ast á braut umhverfis jörðu.
Hann nefndi v-þýzka og franska
gervihnetti og er áætlað að út-
sendingar frá þeim hefjist 1985.
Hægt yrði að ná sjónvarpssend-
ingum frá þessum gervihnöttum
á stórum hluta Norðurlanda. Þá
sagði hann, að fleiri þjóðir ynnu
nú að því, að koma gervihnöttum
á braut umhverfis jörðu. Ibúar
Norðurlanda gætu því staðið and-
spænis því, að fá bylgju sjón-
varpsútsendinga frá útlendum
gervihnöttum og nefndi hann
áhrif þess sem fylgja mundu
auglýsingakúltúr. Hann sagði, að
þessar útsendingar gætu haft
víðtækari áhrif á menningu
Norðurlanda en menn óraði fyrir.
Árni gagnrýndi þann drátt, sem
hefur orðið á ákvörðun um
Nordsat. Hann benti á, að þrátt
fyrir kröftuga viljayfirlýsingu, ef
samþykkt yrði, þá mundi það
taka tíma að afgreiða málið í
hverju landi. Og síðan þyrfti að
vinna að tæknilegri hlið málsins,
sennilega í 4 til 5 ár. Útsendingar
frá Nordsat hæfust því ekki fyrr
en í fyrsta lagi í lok þessa
áratugs. Annað hvort þurfi að
ákveða af eða á, og þannig fá
málið út af dagskrá því það hefði
þegar tekið óheyrilegan tíma í
meðferð þingsins.
Halldór Ásgrímsson minnti á
það í ræðu sinni, að Norðurlöndin
ættu að baki langa menningar-
lega samvinnu og nefndi hann
sérstaklega íslendingasögurnar.
Hann sagði, að ekki yrði hægt að
varðveita menningararfleifð
Norðurlanda með því að draga sig
inn í skel sína. Fjölmiðlar væru
hluti af nútíma þjóðfélagi og
óaðskiljanlegur hluti þess.
Þróuninni yrði að stjórna og
henni verði best stjórnað með því
að nota nútímatækni. Nú þegar
nái útsendingar frá meginlandi
Evrópu til syðstu héraða Norður-
landa, og brátt munu þær ná til
Norðurlanda allra. Hvað ætla
Norðurlönd að gera þá? spurði
Halldór. Hann sagði, að megin-
þorri Islendinga teldi, að menn-
ing þjóðarinnar yrði best varð-
veitt og styrkt í gegn um sam-
vinnu og í snertingu við Norður-
lönd. Island liggur á útjaðri
norrænnar menningar og jaðar-
svæði er alltaf viðkvæmt.
Margir aðrir tóku til máls og
tóku eindregna afstöðu með
Nordsat. Meðal annarra tók
menntamálaráðherra Norð-
manna til máls, og gagnrýndi
Svía harðlega fyrir að setja
kostnað fyrir sig á sama tíma og
þeir hugleiddu að senda eigin
gervihnött á braut umhverfis
jörðu. I umræðunum kom fram,
að allir ráðherrar finnsku stjórn-
arinnar hafa lýst stuðningi við
Nordsat. Færeysku fulltrúarnir
lýstu miklum áhuga á framgangi
málsins. Þá lýsti menntamála-
ráðherra Danmerkur yfir stuðn-
ingi sínum við Nordsat. Hins
vegar voru sænsku fulltrúarnir
ekki eins sammála. En almennt
talað, þá eru menn hér mun
bjartsýnni á, að Nordsat verði
komið á braut umhverfis jörðu og
að íbúar Norðurlanda muni njóta
sjónvarps og útvarpssendinga um
Nordsat.
Fyrirspurn um
ferjusamgöngur
Guðrún Helgadóttir
Frá Elinu Pálmadóttur. blaðamanni Mbl.
I Kaupmannahofn
GUÐRÚN Helgadóttir lagði í
dag fram fyrirspurn á þingi
Norðurlandaráðs um ferjusam-
göngur milli íslands, Færeyja og
annarra Norðurlanda. Hún
spurði hvort vænta mætti af-
stöðu Færeyinga til málsins í
næstu framtíð.
Pauli Ellefsen, lögmaður Fær-
eyinga svaraði fyrirspurninni og
sagði, að landstjórnin mundi
taka málið upp innan fimm
vikna og þá mundi liggja fyrir
afstaða Færeyinga, en mikill
áhugi væri á málinu í Færeyjum.
Hæstaréttardómur frá 1978:
Ritstjóra Mbl. ekki skylt að bera vitni
um hver ákveðinn auglýsandi væri
MIKIL umræða hefur farið fram
undanfarna daga um rétt
blaðamanna og ábyrgðarmanna
dagblaða til að neita að gefa upp
heimildir að fréttum vegna
Dagblaðsmálsins svokallaða.
Áþekkt mál kom fvrir dómstóla
árið 1977.
21. desember árið 1977 krafðist
Rannsóknarlögregla ríkisins þess,
að Styrmir Gunnarsson, annar af
tveimur ritstjórum Morgunblaðs-
ins, yrði kvaddur fyrir dóm, til
þess að bera vitni um það, hver
sett hafi í Morgunblaðið, 240.
tölublað, er út kom 9. nóvember
1977, svohljóðandi auglýsingu.
„50% ávöxtun sparifjár! Vilt þú
auka sparifé þitt um helming á
einu ári á algjörlega löglegan
hátt? Stærri og minni upphæðir í
lengri og styttri tíma. Hafir þú
áhuga, sendu þá nafn og síma-
númer til Mbl., merkt: „X—4226“.“
Skorist vitnið, þ.e. Styrmir
Gunnarsson, undan vitnisburði,
var þess krafist, að úrskurðað yrði
um skyldu hans til vitnisburðar-
ins. í dómsorðunum segir: Styrmir
hefur komið fyrir dóm og lýst því
yfir að hann telji, að lögum
samkvæmt eigi hann ekki að bera
vitni um slík atriði, sem hér um
ræðir. Af hálfu hans hefur lög-
maður hans, Guðmundur Péturs-
son, hæstaréttarlögmaður lagt
fram greinargerð, áður en málefni
þetta var tekið til úrskurðar.
Rannsóknarlögreglustjóri ríkis-
ins styður kröfu sína við 41. grein
laga 74/1974 og við 1. mgr. 89. gr.
laga 74/1974, sbr. 124. grein laga
85/1936.
Af reglu 41. greinar laga 74/
1974 verður ekki leidd nein skylda
á hendur Styrmi Gunnarssyni til
þess að veita upplýsingar þær,
sem hér er krafizt. Hér koma
einungis til greina reglur laga um
vitnaskyldu.
Skv. 5 tl. 126. greinar einka-
málalaga nr. 85/1936 má sá, er
ábyrgð ber á innihaldi prentaðs
rits eða blaðs að lögum, ekki skýra
frá því fyrir dómi án leyfis, hver
sé höfundur að riti, grein eða
frásögn, sem í riti eða blaði hefur
birzt án þess höfundur væri nafn-
greindur. Regla þessi á einungis
við vitnaskyldu í einkamáli. Úm
vitnaskyldu í opinberu máli fer
eftir reglum XII. kafla laga 74/
1974. Þar er ekkert ákvæði, er
svari til 5 tl. 126. gr. einkamála-
laga, og ekki er vitnað tíl reglna
einkamálalaga í kaflanum. Er
vitnaskylda að ýmsu ríkari í
opinberu máli en einkamáli. Regl-
um 126. greinar einkamálalaga
verður því ekki beitt beint um
málefni það, sem hér er um að
ræða. Hins vegar þykir samband
ábyrgðarmanns blaðs eða tímarits
og þeirra, er í það rita, þar á
meðal auglýsenda, þess eðlis, að
eigi sé rétt, nema ríkar ástæður
krefjist, að skylda ábyrgðarmann
til að skýra frá nafni höfunda,
sem kjósa að leyna nafni sínu. Hér
má hafa hliðsjón af reglum 95. gr.
laga 4/1974, þótt þær taki ekki
beint til réttaratriðis þess, sem
hér er um að ræða, er vitnisburðar
krafist vegna gruns um brot gegn
lögum 58/1960, en refsing fyrir
brot gegn þeim lögum getur ekki
farið fram úr sektum. Samkvæmt
því, sem nú hefur verið rakið,
verður niðurstaðan sú að Styrmi
Gunnarssyni verður talið óskylt
að bera vitni um það, hver fram-
angreindur auglýsandi sé“.
Rannsóknarlögreglustjóri kærði
úrskurðinn til Hæstaréttar og
krafðist þess, að hinum kærða
úrskurði yrði hrundið. Málinu var
hins vegar vísað frá Hæstarétti á
þeirri forsendu, að kæruheimild í
máli sem þessu væri ekki í hendi
rannsóknarlögreglustjóra, heldur
hjá ríkissaksóknara.