Morgunblaðið - 08.03.1981, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.03.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1981 17 Birgir ísl. Gunnarsson: Skipbrot sósíalismans Þingi kommúnistaflokks Sov- étríkjanna er nú lokið. Þing þetta hefur vakið mikla athygli víða um heim og fjölmiðlar hafa í tilefni þess varpað ljósi á ýmsa þætti sovézks þjóðskipulags og frætt almenning um margt, sem er að gerast þar í landi. Vandamálin hrannast upp Þar virðast vandamálin hrannast upp. Efnahagsmálin eru í miklum ólestri. Hið mið- stýrða efnahagskerfi hefur ekki reynzt þess megnugt að leysa vandamálin og í raun virðist kerfið hafa gert það að verkum að lífskjör í Sovétríkjunum eru ekki góð og skortur er á margs- konar nauðsynjavörum. Kerfið er spillt og mútuþægni og svartamarkaður er daglegt brauð. Staðnað skrifstofuveldi leggur dauða hönd á eðlilegar framfarir og hverskonar skrif- finska lamar athafnalíf og at- hafnaþrá. Mannréttindi eru fót- um troðin. Hugsjónir sósíal- ismans útbrunnar Þessa dagana hafa einnig borizt fréttir um afturför í mikilvægum þáttum þjóðlífsins eins og heilbrigðismálum. Með- alaldur er sagður lækka og ungbarnadauði aukast. Er það öfug þróun við það, sem er að gerast á Vesturlöndum. Svokallaðar hugsjónir sósíal- ismans eru útbrunnar og slag- orð forystumannanna falla dauð niður. Fólkið ypptir öxlum og lætur sér fátt um finnast. Drykkjuskapur virðist með ólíkindum. Hernaðarmálin þó í góðu lagi Sömu fregnir berast reyndar frá mörgum ríkjum Austur- Evrópu. Óeirðirnar í Póllandi segja sína sögu. Lífskjör þar hafa farið versnandi, matvæla- skömmtun hefur verið tekin upp. Það eina sem virðist í góðu lagi í Sovétríkjunum og fylgi- ríkjum þeirra er hernaðarand- inn. Hvar sem einhver eyða myndast í heiminum þrýsta Sovétmenn sér inn með vopna- valdi. Inrásin í Afganistan er nýjasta dæmið þar um svo og hernaðaraðgerðir kúbanskra sovétleppa í Afríku. Ofan á öllu þessi kerfi trónir hópur aldraðra valdamanna. Meðalaldur manna í stjórn- málanefndinni (Politburo) er 70 ár. Sá elzti er 82 ára og sjálfur höfuðpaurinn Brezhnev er 74 ára og sagður farinn að heilsu. Þeir voru allir endurkjörnir við gífurleg fagnaðarlæti. Enginn ferskur andblær fékk að komast að. Keríið sjálft ófært Þegar slíkar fréttir berast frá þessu föðurlandi sósíalismans, hlýtur það að vekja athygli, hversu spár um þetta þjóðfé- lagskerfi hafa rætzt. Miklar umræður og harðar deilur hafa farið fram um þetta þjóðskipul- ag undanfarna áratugi. Reynsl- an nú sýnir að andstæðingar sósíalismans hafa haft rétt fyrir sér. Islenzkir sósíalistar, sem í áratugi hafa varið þetta þjóðfélagskerfi, hafa ekki haft erindi sem erfiði. Það er þjóð- félagskerfið sjálft, hið mið- stýrða kerfi sósíalismans, sem leitt hefur til þess, sem er að gerast í Sovétríkjunum og öðr- um sósíalistaríkjum. Sósíalismi í Alþýðubandalaginu Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir er enn fjöldi fólks á Islandi, sem ber sér á brjóst og segjast berjast fyrir því að koma sósialisma á hér á landi. Alþýðubandalagið er í forsvari fyrir þessum hópi. „Við ætlum að vísu ekki að koma á sovézk- um sósíalisma, heldur ein- hverskonar öðruvísi sósíal- isma,“ segja þeir. Slíkan sósíal- isma er þó hvergi að finna nema í bókum. Allsstaðar þar sem þetta kerfi hefur verið reynt eru einkennin þau sömu. Það er kerfið sjálft, sem felur í sér vandamálin. Fréttirnar frá Sov- étríkjunum bæði nú og áður ættu að opna augu manna og efla menn í andstöðu gegn því þjóðfélagskerfi, sem Alþýðu- bandalagið boðar og reynir að koma á hér á landi bæði leynt og ljóst. Nýafstaðið þing kommúnistaflokks Sovétrikjanna hefur varpað ljósi á þau gífurlegu vandræði, sem steðja að sovézku þjóðfélagi. Hið miðstýrða þjóðfélagskerfi getur ekki leyst vandann. Fátt sýnir betur skipbrot sósialismans. Nú er þessi sérstaða Alþýðu- bandalagsins úr sögunni. Flokkur- inn hefur nú átt aðild að tveimur ríkisstjórnum, sem hafa það ekki sem markmið að rjúfa varnarsam- starfið við Bandaríkin. Raunar er það svo, eins og bent hefur verið á hér í Morgunblaðinu, að þann tíma, sem Alþýðubandalagið hef- ur setið í ríkisstjórn frá haustinu 1978 hefur orðið um verulega eflingu varna að ræða. Héðan í frá getur enginn kjósandi tekið mark á þeim yfirlýsingum Alþýðu- bandalagsins, að það vilji banda- ríska varnarliðið af landi brott. Það er a.m.k. stefnumál, sem flokkurinn er ekki reiðubúinn til þess að berjast fyrir af sama krafti og áður og alls ekki tilbúinn til að fórna ráðherrastólum fyrir. Herstöðvaandstæðingar hljóta að líta á Alþýðubandalagið sem flokk, sem samþykkir með þögn- inni dvöl varnarliðsins hér á landi. Sérstaða Alþýðubandalagsins varðandi kjarasamninga er líka úr sögunni. Frá því að flokkurinn tók sæti í ríkisstjórn haustið 1978 hefur verið framkvæmd stórfelld- ari vísitöluskerðing, en nokkurn tíma stóð til að gera í stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar. Reynslan mun leiða í ljós, að þanþol Alþýðu- bandalagsins er mikið í þeim efnum. Það á eftir að fallast á frekari skerðingu vísitölu í núver- andi ríkisstjórn. Alþýðubandalagsmenn reyna að fela þá staðreynd, að sérstaða þeirra er úr sögunni, með hávaða. Þeir hafa þyrlað upp miklu mold- viðri í sambandi við olíugeymana í Helguvík og fyrirhugaðar fram- kvæmdir þar. En þeir munu ekki fara úr ríkisstjórn vegna þeirra framkvæmda. Þeir hafa haft hátt vegna fyrirhugaðra framkvæmda við flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Þeir hafa lýst því yfir, að þeir muni aldrei fallast á byggingu þessara skýla. Þeir hafa „krafizt" viðræðna við framsóknarmenn um þessi skýli. En þeir munu ekki fara úr ríkisstjórn vegna þessara skýla og þau verða byggð, eins og menn munu sjá. Þeir hafa líka haft hátt vegna fyrirhugaðrar fiugstöðvarbyggingar á Keflavík- urflugvelli. Þeir hafa orðið sér út um neitunarvaid innan ríkis- stjórnarinnar en eins og Ólafur Jóhannesson hefur bent á er Alþingi æðsta vald í þeim málum og getur tekið þær ákvarðanir, sem því sýnist. Alþýðubandalagið mun ekki fara úr ríkisstjórn af þeim sökum. í stuttu máli sagt: það er ekki hægt að benda á eitt einasta atriði í öllum þeim málum, sem hafa verið „heilög" í augum sósíalista á íslandi undanfarna áratugi, sem er þess eðlis, að Alþýðubandalagið mundi rjúfa stjórnarsamstarfið af þeim sök- um. Jafnvel þótt tekin yrði ákvörðun um enn viðameiri efl- ingu varna hér en orðin er í valdatíð Alþýðubandalagsins, mundi flokkurinn ekki fara úr ríkisstjórn heldur segja einfald- lega, að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn að Alþýðubandalagið sé í ríkisstjórn. Sú sérstaða, sem Al- þýðubandalagið og áður sósíalist- aflokkurinn höfðu komið sér upp í íslenzkum stjórnmálum og var þeirra styrkur er svo gersamlega horfinn út í veður og vind, að af þeirri sérstöðu er nákvæmlega ekkert eftir. Þetta er niðurstaðan af þeirri baráttu, sem Alþýðu- bandalagið hóf fyrir þremur árum undir kjörorðinu: samningana í gildi. Ekkert er svo með öllu illt... Ekkert er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Það, sem gerzt hefur á þessum þremur árum er ekki allt af hinu illa. Ýmislegt jákvætt má finna í þróun þessara ára. Alþýðubandalagið, Alþýðu- flokkurinn, Alþýðusamband ís- lands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja — allir þessir aðilar hafa viðurkennt í verki, að það geti verið óhjákvæmilegt að skerða vísitölutengingu launa við sérstakar aðstæður. Það má því segja, að baráttunni, sem hófst í febrúar 1978 hafi lokið hinn 1. marz sl. og að sigurvegari þeirrar baráttu hafi verið — ekki Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur — ekki ASI og BSRB — heldur Geir Hallgrímsson, maðurinn, sem hafði kjark til þess að segja þjóðinni fyrir þremur árum, hvað nauðsynlegt væri að gera og hafði þrek til þess að framkvæma það. Sjálfstæðisflokkurinn og formað- ur hans eru sigurvegarar þessarar baráttu af þeirri einföldu ástæðu, að málstaður þeirra hefur sigrað. Andstæðingarnir frá 1978 hafa orðið að grípa til þeirra ráða, sem þeir börðust gegn þá. Enginn þessara aðila mun nokkru sinni aftur geta leikið Ieikinn frá 1978. Þetta er verulegur ávinningur. Alþýðubandalagið, arftaki Sósí- alistaflokksins, sem efndi til götu- óeirða 1949 gegn aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og barð- ist eins og ljón gegn varnarsamn- ingnum við Bandaríkin, hefur nú í verki viðurkennt, að þessir aöilar hafa haft rangt fyrir sér í öllum atriðum um utanríkismál íslands í rúmlega 30 ár. Sósíalistar hafa viðurkennt í raun, að sú utanrík- isstefna, sem Sjálfstæðisflokkur- inn markaði og hefur staðið vörð um alla tíð síðan og gerir enn, sé rétt og að barátta þessara aðila gegn Atlantshafsbandalaginu og varnarliðinu hafi verið út í hött. A annan veg er ekki hægt að skilja stjórnaraðild Alþýðubandalagsins frá haustinu 1978. Þetta er ávinn- ingur, sem ekki er ástæða til að gera lítið úr. Til viðbótar þessu má ganga út frá því sem vísu, að reynslan af stjórnarmyndun Gunnars Thor- oddsens hafi orðið slík, bæði fyrir Sjálfstæðismenn og aðra flokka, að ríkisstjórn verði ekki mynduð á ný með þessum vinnubrögðum. Þetta er ávinningur út af fyrir sig, þótt ætla hefði mátt, að þessi stjórnarmyndun væri lífsreynsl- an, sem Sjálfstæðismenn þyrftu ekki að ganga í gegnum. Það hefur því þrátt fyrir allt ýmislegt gerzt í sundrunginni og öngþveitinu, sem getur gefið vís- bendingu um betri tíð og von um meiri samstöðu með þjóðinni í framtíðinni. En til þess að svo megi verða þarf að fjarlægja það, sem sundrunginni veldur og þessa stundina er það fyrst og fremst núverandi ríkisstjórn. Meðan hún situr er enginn grundvöllur til víðtækrar samstöðu með þjóðinni. En um leið og hún er farin frá eru allar forsendur fyrir hendi. Það skyldi þó aldrei fara svo, að það verði nauðsynlegt til þess að bjarga virðingu Alþingis og stjórnmálamanna yfirleitt að rík- isstjórnin, sem var mynduð til þess að bjarga virðingu þingsins geti það með þeim hætti einum að fara frá?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.