Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 Það þarf hvorki að skrifa löng viðtöl eða birta stórar blaðagrein- ar til að kynna málverk Péturs Friðriks listmál- ara, til þess er hann fyrir löngu orðinn of kunnur hér á landi. í>að var heldur ekki í þeim tilgangi, sem við Emilía ókum suður á Arnarnes einn daginn í ófærðinni fyrir skömmu, heldur langaði okkur til að kynnast manninum á bak við málverkin, manninum Pétri Frið- rik Sigurðssyni, og um leið raunar listmálaran- um Pétri Friðrik, svo snar þáttur, sem listin hefur verið í lífi hans allt frá harnæsku. Gef- um Pétri orðið: Ék hef kosið að halda mijf fremur að iandslags- og náttúrumyndum en abstraktmyndlist, og tel mig ekki síour heiðarlegan i list minni en aðra þá er kosið hafa aðra leið. „Náttúran sjálf hefur alltaf heillað mig mest“ Ætlaði alltaf að mála „Ég var ekki mjög gamali þegar ég ákvað að listmálari skyldi ég. verða, og raunar man ég varla eftir mér öðru vísi en með slík áform í huga. Ég byrjaði snemma að fást við vatnsliti, og var þar áður með blýantinn, en þegar ég var 11 eða 12 ára kynntist ég fyrst olíulitum. Frændi minn, Hans Þórðarson, var þá að koma heim frá Danmörku, og hann færði mér og frænda mínum, Gunnari Hans- syni, þessa liti. Báðir ætluðum við þá að leggja myndiistina fyrir okkur, svo þessir litir komu sér í góðar þarfir sem nærri má geta. Síðar gaf afi minn mér svo liti, kassa og trönur til að mála á, en ég man eftir því að eitt sinn þegar ég var lítill drengur í skóla, þá teiknaði ég sjálfur mig við trönur að mála úti í náttúrunni, þegar kennarinn sagði okkur að teikna það, sem við vildum verða. Við nám heima og erlendis Ég var síðan 14 eða 15 ára þegar ég hóf nám í Handíða- og mynd- listaskólanum, þar sem ég var í tvo vetur. Ég fór síðan á Akademí- una í Kaupmannahöfn, haustið eftir að ég varð 17 ára, og þar var ég við nám í þrjá vetur. Síðan fór ég svo í námsferðir til fleiri landa, var til dæmis part úr vetri í París, þar sem ég gerði lítið annað en að skoða söfn. Þá hef ég líka farið talsvert til útlanda til að sjá það helsta, sem um er að vera, svo sem til Hollands, Bretlands og Frakklands, og svo nú í seinni tíð einkum til New York. — Já, það er liklega einna mest um að vera þar núorðið, þó ég sé kannski ekki nægilega fróður til að dæma um það. En í borginni eru fjölmörg góð söfn, og þangað hafa margir bestu málararnir einnig leitað og sest að.“ Fjölmargar sýningar að baki Pétur Friðrik hefur haldið fjöl- margar sýningar á verkum sínum, bæði einn og með öðrum, og bæði hérlendis og erlendis. Fyrstu sýn- ingu sína hélt hann í Listamanna- skálanum sem þá var, árið 1946. Sýningin vakti mikla athygli, tíg var henni vel tekið af flestum þeim er töldu sig hafa vit og þekkingu á myndlist. Nægir í því sambandi að nefna jákvæðan dóm er Jón Þorleifsson skrifaði í Morg- unblaðið um sýninguna. Síðar hafa svo margar sýningar komið í kjölfarið, sú síðasta á Kjarvalsstöðum síðastliðið vor. Af sýningum á erlendri grund má nefna samsýningar í Danmörku, Finnlandi, Frakklandi og Þýska- landi. í Þýskalandi sýndi Pétur bæði grafíkmyndir og vatnslita- myndir, þær seldust allar og hann fékk pantanir frá fólki, sem vildi eignast myndir eftir hann. Þá hélt Pétur Friðrik einkasýn- ingu í New York árið 1970, sem er heldur fátítt meðal íslenskra myndlistamanna. „Þetta gekk ágætlega," segir Pétur, „það voru 40 myndir á sýningunni, og þar af seldi ég 10. Ég hafði því fyrir kostnaði, auk þess sem gaman var að sýna í heimsborginni. — Rétt er hinsvegar að geta þess að þetta hefði sennilega ekki getað gengið, nema fyrir þá sök að Alfreð Elíasson og Loftleiðir hlupu undir bagga, og keyptu myndir upp í fargjald og flutningskostnað. Loftleiðamenn voru alltaf liprir við listamenn. Náttúrumyndir allt- af í fyrirrúmi „Ég byrjaði strax á að mála myndir úr náttúrunni," segir Pét- ur, þegar ég spyr hann hvort hann hafi aldrei málað annað en iands- lagsmyndir, sem hann er kunnast- ur fyrir. „Ég hef haft gaman af að mála náttúruna," heldúr hann áfram, „þessir fallegu litir og landslag hafa einhvern veginn heillað mig og vakið hjá mér löngun til að búa til eftir því. Auk þess hef ég svo aðeins farið út í grafík eins og þú minntist á í sambandi við sýninguna í Þýska- landi, og svo var ég part úr vetri hjá Braga Ásgeirssyni í grafík. Þá hef ég einnig teiknað og gert andlitsmyndir, en það er rétt, landslags- eða náttúrumyndir eru í fyrirrúmi hjá mér og hafa alltaf verið.“ „Það er misjafnt hvernig ég mála,“ segir Pétur, „stundum fer ég af stað til að mála eitthvað alveg sérstakt, oft staði sem ég hef tekið eftir áður. Það fer þó oft svo, að ég mála eitthvað allt annað, annaðhvort vegna þess að ég rekst á það á leiðinni, eða vegna þess að mótífið sem ég hafði í huga var ekki nógu gott þá stundina. — Þar getur svo margt komið til, skugg- inn, litir og „stemmningin" á viðkomandi stað. Fyrirmyndirnar eru hins vegar á hverju strái, gróður og grjót, fjöll og fjöruborð, alls staðar má finna falleg mótif til að mála eftir eða til að finna hugmyndir í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.