Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 33 Þorvaldína Ólafsdótt- ir - Minningarorð Hinn 9. des. síðastliðinn andað- ist í Landakotsspítala frú Þor- valdína Ólafsdóttir, Snorrabraut 38, 83 ára að aldri. Þorvaldína var fædd á Akranesi 17. nóvember 1897. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Þor- steinsson, trésmiður frá Kambs- hóli í Svínadal, og Láretta Þor- valdsdóttir, prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Böðvarssonar. Ólafur var mesti fróðleiksmað- ur, eru skrásettir eftir honum ýmsir þjóðlífsþættir, sem birst hafa á prenti. Hann andaðist í hárri elii, 98 ára , árið 1958, á heimili dóttur sinnar. Láretta var skarpgreind kona og fróðleikshús svo að af bar. Það er haft eftir föður hennar, séra Þorvaldi, að hún hafi verið gáfuð- ust af sínum börnum og er ekki að efa að hún hefði verið látin ganga menntaveginn ef hún hefði verið sonur. Hún andaðist árið 1925. Þorvaldína var brðaþroska og komu fljótt í ljós hjá henni góðar gáfur. Eftir að hafa lokið barna- skólanámi innritaðist hún 15 ára gömul í Kvennaskólann í Reykja- vík og stundar þar nám, sem hún lauk með mikilli prýði. Næstu vetur er hún kennari við barna- skólann á Akranesi. En nú liggur leiðin til Reykjavíkur og árið 1920 er hún ráðin skrifstofustúlka við verslunina Geysi, þar er hún næstu 6 árin og nú eru örlög hennar ráðin, því að hjá Geysi er þá starfandi ungur maður norðan úr Húnavatnssýsiu, Guðmundur Gunnlaugsson, síðar kaupmaður. Þau felldu hugi saman og gengu í hjonaband árið 1926. Um sama leyti settu þau á stofn eigin verzlun og var Þorvaldína stoð og stytta manns síns við fyrirtækið. Þar ríkti reglusemi og hagsýni svo að verzlunin blómgað- ist og hagur þeirra varð góður. Um 1940 leggja þau út í að byggja stórhýsi á horni Grettisgötu og Snorrabrautar og var heimili þeirra þar upp frá því, en Guð- mundur andaðist 12. janúar 1962. Þorvaldína og Guðmundur voru félagslyndar manneskjur og áttu sér mörg áhugamál. En það sem bar hæst hjá þeim var bindind- ismál og trúmál. árum saman fórnuðu þau Góðtemplarareglunni — stúkunni Verðandi — miklum tíma og má segja að þar hafi mikið og gott verk verið unnið af heilum hug. Þau hjón voru einlægir unnend- ur kirkju og kristnidóms. Þegar ákveðið var að reisa minningar- kirkju um Hallgrím Pétursson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, gerðust þau strax ötulir liðsmenn þess að það mál næði fram að ganga. Þorvaldína var formaður Hallgrímsnefndar þjóðkirkjunnar sem kosin var hér í Reykjavík til fjáröflunar fyrir kirkjubygging- una og átti Guðmundur sæti í byggingarnefndinni. Varð kirkju- byggingin brennandi áhugamál þeirra. Þau spöruðu hvorki tíma, fyrirhöfn né ferðir upp að Saurbæ til þess að fylgjast með öllum framkvæmdum þar. Hlutur þeirra var mikili að því að kirkjubyggingarmálið var far- sællega til lykta leitt með því að byggja eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar húsameistara. Þorvaldína var engin meðal- manneskja. Hún var stór í sniðum og höfðingi í lund. Hún gaf oft rausnalegar gjafir til góðra mál- efna og einstaklingum, en hélt því lítt á lofti. Lítilmagnar áttu hauk í horni þar sem hún var. Hún verður ávallt minnisstæður per- sónuleiki þeim sem henni kynnt- ust. Það var menntandi að vera í návist hennar og eiga við hana samræður. Hún kunni að greina kjarnann frá hisminu, gat verið manna glöðust á góðri stund og hafði þá oft gamanyrði á hrað- bergi. Þorvaldína unni bókmenntun og fögrum listum. Sjálf var hún skáldmælt vel og hafa birst eftir hana á prenti nokkur ljóð. Við útför hennar var sunginn hinn frægi enski sálmur „Abide with me“ — Ver hjá mér herra — í þýðingu hennar. Þorvaldína og Guðmundur eign- uðust eina dóttur, Erlu, sem gift er Óskari Pálssyni, kaupmanni. Þeirra börn eru 3 og hafa þau öll stofnað sín eigin heimili og eru barnabörnin nú orðin 4. Þorvaldína átti því láni að fagna að fá að njóta návistar dóttur sinnar alla tíð, því að Erla og Óskar hafa alltaf búið í sama húsi og hún. Þar hafa dótturbörn- in einnig átt heima eftir að þau fóru að búa. Má því með sanni segja, að Þorvaldína hafi verið eins og drottning í ríki sínu, umvafin ástúð fjölskyldunnar. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Þorvaldínu frænku minni fyrir alla hennar vináttu og tryggð við mig og mitt fólk frá fyrstu tíð. Utför hennar fór fram í kyrrþey að eigin ósk. Séra Karl Sigur- björnsson flutti þar hugnæm kveðjuorð að viðstaddri fjölskyld- unni og nokkrum vinum. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Þórarinsdóttir Mig langar í nokkrum orðum að minnast Þorvaldínu Ólafsdóttur, en hún iést 9. des. sl. og var jarðsett í kyrrþey. Hún tengdist mér þannig að hún var amma mannsins míns. Hófust okkar kynni þannig er ég kom fyrst á Grettisgötu 86, og er oft kvíði því samfara er unglingur kemur í fyrstu heimsókn til tií- vonandi tengdafólks, en sá kvíði var ástæðulaus, hún bauð mér inn til sín (en hún bjó hjá tengdafor- eldrum mínum), og spjallaði við mig eins og ég væri jafningi hennar. En við áttum eftir að sitja oft saman og spjalla því að hún var hafsjór af fróðleik. Þorvaldína var mjög gáfuð kona og skáld gott, og liggja eftir hana bæði ljóð og þýðingar. Eg vil þakka henni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og einnig hvað hún var þolinmóð í önn dagsins við að spila og spjalla við langömmubörnin sín og voru ekki ófá sporin niður til ömmu ínu til að sýna það sem litlu fólki þótti merkilegt en hún var alltaf jafn áhugasöm og fundu þau það vel. Mig langar að enda þessa kveðju á hennar eigin orðum úr „Avarpi til Fjallkonunnar" (1. des. 1940). Án trúar enirin von án vonar ekkert verk An kœrleika ekkert lil. En þau lýsa best hennar per- sónuleika sem okkur verður ætíð minnisstæður. Margrét Einarsdóttir AUSTURSTRÆTI 7 Austurstræti 7 símar 14120, 20424 Heimas. Gunnar Björnsson 38119 Sig. Sigfússon 30008 MIÐBORGARSVÆÐI Til sölu er 4ra herb. íbúö í gamla bænum. 2 samliggjandi stofur á móti suðri, eldhús, 2 herb og baö aö norðan auk geymslu. íbúöin er á 1. hæö í tvíbýlishúsi. Fossvogur 2ja herbergja á 1. hæö meö sér lóö. Einbýlishús Smáíbúöahverfi. Hefi góöan kaupanda. HUSAVIK /um páskana Hvers vegna Húsavík? Vegna þess aö á Húsavík er fyrsta flokks hótel, afbragös skíöaaöstaöa viö hóteldyrnar, leikhús, sundlaug meö heitum potti, ásamt mörgu ööru. Takiö hnitspaöann meö. 15.—20. apríl 5 nætur Einstaklingsverö frá kr. 951.- 15.—20. apríl 5 nætur Einstaklingsverö frá kr. 951.- URVAL Viö Austurvöll Sími26900 r SOLUDEILD OG LAGER flutt að Lynghálsi 2 . í nýja framtíðarhús okkar í Árbæjarhverf- inu. í stærra húsnæði getum við nú veitt enn betri þjónustu og afgreiðslu á hinum fjöl- breyttu málningarvörum okkar. Nýja símanúmerið er Verið velkomin. 85577 málningblf J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.