Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 37

Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 37 studdi hann gegn gömlu stalínist- unum. Það mál, sem þá Krúsjeff greindi mest á um, var Júgóslavía. Suslov var sá, sem hafði veg og vanda af því að halda uppi aga meðal kommúnistaflokka um all- an heim, einkum þó í Evrópu, og hafi þess vegna átt mikinn þátt í þeirri ákvörðun Stalíns að reka Tito og júgóslavneska kommún- istaflokkinn úr heimshreyfing- unni. Þegar svo Krúsjeff ákvað að endurvekja samskiptin við „endurskoðunarsinnana" í Júgó- slavíu, var það meira en Suslov gat kyngt, og hann dró engan dul á þá skoðun sína. í hans augum var Tito svikari við málstað kommún- ista og einskis góðs að vænta af samskiptum við hann. Suslov var heldur ekki með neina uppgerðarkurteisi við sendi- herra Júgóslava, Veljko Micuno- vic, þegar sá síðarnefndi heimsótti hann í Moskvu. „Ég kom að Suslov á skrifstofu hans, þar sem hann var hálfhulinn bak við pappírs- hrúgur og bókahlaða á borðinu, og við höfðum varla heilsast þegar hann tók að hækka róminn og gagnrýna stefnu júgóslavneska kommúnistaflokksins á ósvífinn hátt. Lengi vel gat ég engu orðið að komið fyrir hávaðanum í Sus- lov og hann virtist engan hemil geta haft á sér fyrir reiði og ofsa.“ Það, sem gefur kannski hvað bestan vitnisburð um skoðanir Suslovs á heimsmálunum, var sú umkvörtun hans, að Júgóslavar hefðu gleymt að geta Bandaríkja- manna í stefnuskrá sinni sem „höfuðandstæðinga sósíalismans". „Þið gerið ykkur dælt við Banda- ríkjamenn“, sagði hann við Mic- unovic. Verra gat það ekki verið í munni Suslovs. Þegar Rússar stóðu frammi fyrir uppreisninni í Ungverjalandi 1956 sendi Krúsjeff Suslov til Budapest til að fást við vandann. Það voru mikil mistök. Af öllum mönnum var Suslov hvað ólíkleg- um og hann átti ekki um annað að velja en að reyna samningaleiðina. Kínverjar reyndust hins vegar engir eftirbátar Rússa í kommún- ískum rökræðum og bilið milli Moskvu og Peking breikkaði enn. Suslov haggaðist þó hvergi og fall Krúsjeffs breytti engu þar um. Suslov missti þolinmæðina með Krúsjeff þegar hann gerði áætlan- ir um að endurskipuleggja allt flokkskerfið enda sá Suslov í hendi sér, að þar gat honum verið hætta búin. Hann venti því sínu kvæði í kross og tók þátt í hallarbyltingunni sem ýtti Krúsj- eff til hliðar og setti Brezhnev á tróninn í hans stað. Yfirmaður hins rússneska rannsóknarréttar í endurminningum sínum fjall- ar Micunovic, sendiherra Júgó- slava, um hlutverk Suslovs sem yfirmanns hins rússneska rann- sóknarréttar í Moskvu: „Þó að ástæðurnar fyrir brottrekstri háttsettra manna á valdatíma Krúsjeffs, og seinna fyrir brott- rekstri hans sjálfs, væru jafn sundurleitar og mennirnir voru margir, Þá er það eftirtektarvert, að sá, sem mælti fyrir munn ákæruvaldsins, var alltaf sá sami — Mikhail Suslov. Það var hann, sem las yfir hausamótunum á Molotov, það var hann, sem rakti ávirðingar Zhukovs marskálks, og það var hann, Mikhail Suslov, sem skrýddist skikkju ákærandans þegar Krúsjeff var rekinn." Suslov hefur líkað lífið vel við hliðina á Brezhnev, sem er honum sammála um kreddufestu og strangan aga jafnt í innanrikis- eða utanríkismálum. Á síðasta áratug hefur hann farið að njóta virðingar þess, sem gamall er orðinn í hettunni, og hefur sívak- andi auga með hverju „fráviki" frá réttri stefnu, hvort sem þar eiga í hlut Evrópukommúnistar, Kín- verjar, Júgóslavar, Tékkar eða Pólverjar. Suslov studdi Brezhnev í því að beita Rauða hernum til að binda enda á „Vorið í Prag“ 1968 og trúlega væri honum kært að sjá Pólverja fá sömu meðferðina. Hann er einnig talinn hafa staðið að baki tilraunum til að „endur- reisa“ Stalín. „Málstaðnum" vegnar vel í augum Suslovs vegnar „mál- staðnum" mjög vel. „Heimsbylt- ingin heldur áfram og hún lætur æ víðar til sín taka,“ sagði hann fyrir nokkrum árum. Og þó að „málstaðurinn" verði fyrir áfalli endrum og-eins, t.d. í Afganistan eða Póllandi, þá hefur Suslov af því engar áhyggjur: “Sagan er á okkar bandi, á bandi byltingarinn- ar.“ Þótt grípa verði til harkalegra aðgerða gegn andófsmönnum heimafyrir og uppreisnarmönnum erlendis og þó að Vesturlandabúar mótmæli hástöfum, þá heldur það ekki vöku fyrir Suslov. Við hverju er líka svo sem að búast af hinum spilltu Vesturlöndum? Suslov er nú sjúkur maður og sagður þjást bæði af berklum og nýrnaveiki. Læknarnir í Kreml virðast þó vera vanda sínum vaxnir og trúlega mun Suslov enn um ókomin ár sjá sovésku út- þenslustefnunni fyrir hugmynda- fræðilegu yfirvarpi. Suslov hefur ekki gert víðreist um dagana, nokkrum sinnum sótt flokksþing erlendra kommúnista- flokka og einu sinni raunar verið í sovéskri þingmannanefnd í Bret- landi. Hann hefur engan áhuga á því að skyggnast um gættir í hinni voluðu veröld vestursins. Þegar hann var einu sinni spurður hvers astur til að geta samið við ung- versku þjóðina, sem langþreytt var orðin á kúgun og grimmd síns eigin Stalíns, Matyas Rakosi. Sus- lov datt heldur ekkert betra í hug en að beita valdi til að knésetja Ungverja, ráðlagði því Krúsjeff að styðja Rakosi áfram og uppreisnin var kæfð í blóði. Hvað um það, Suslov var enn ofan á, og Krúsjeff fól honum á hendur annað og jafnvel enn erfiðara verkefni — vinslitin við Kínverja, sem farnir voru að langa til að losna úr faðmlögunum við rússneska björninn. Kína var þó stærra en svo að Suslov gæti beitt við sínum venjulegu aðferð- 1964 Krúsjefí leggur land undir fót og hér kveðja þeir hann á brautarstöðinni, Suslov, Brezhnev, Mikoyan, Polanski og Kosygin. Þegar hér var komið höfðu verið lögð á ráðin um hallarbylt- inguna í Kreml og Krúsjeff átti ekki afturkvæmt til valda. Myndina tók Semyon Raskin, hirðljósmyndari Kremlar. sem seinna flýði til Vesturlanda. vegna sovéskir borgarar fengju ekki að fara frjálsir ferða sinna til Vesturlanda, svaraði hann: „Dótt- ur minni hefur aldrei langað til að fara til Vestur-Evrópu eða Banda- ríkjanna." Robert Ford, sem var sendi- herra Kanadamanna í Moskvu um 16 ára skeið, segir á einum stað um Suslov: „Áhrif hans hafa verið gífurleg, hann er stórfenglegur rnaður." Stórfenglegur, en einnig stórhættulegur. Þegar andlegir eintrjáningar og ofstækismenn á borð við Suslov ráða jafn miklu um stefnu annars risaveldisins þá er heimurinn hættulegur staður að búa í. hliómburóur aó eiain vali TÓNJAFNARI Graphic Equalizer tvöfaldur með Ijósadíóóumælum a Ú: §: /i: Ö n ÖÓb f NEC „_________ SJÚNVARPSBðDM BORGARTÚNM8 REYKJAVfK StM 27099 H H H H H H H H H H H H H IhUlHj CATERPILLAR SALA S. LUQNUSTA Caterpillar, Cat ogCBeru skrásett vörumerki Tveggja og hálfs TONNARI Til afgreiöslu STRAX HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 [h][h][h][h][h][h][h] H H H H H H H H H H H H H Lóðaúthlutun — Reykjavík Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um bygg- ingarrétt á eftirgreindum stööum: A. Við Eyrarland og Fossvogsveg: Einbýlishúsalóöir, parhúsalóöir, raöhúsalóöir og fjölbýlishúsalóöir. B. Viö Öskjuhlíðarskóla: Einbýlishúsalóðir, parhúsalóöir og raöhúsalóöir. C. Á Eíðsgranda, 2. áfanga: Einbýlishúsalóöir og raöhúsalóöir. D. Á Eíösgranda, 3. áfanga: Einbýlishúsalóöir. E. Seljahverfi: Tvær einbýlishúsalóðir meö hesthúsaöstööu. F. í Nýjum Miöbæ, 2. áfanga: Raöhúsalóöir og fjölbýlishúsalóöir. Athygli er vakin á því, aö áætlaö gatnagerðargjald ber aö greiða aö fullu í þrennu lagi á þessu ári. Á sama tíma skal greiða 75% af áætluðum tengdum gjöldum. Umsóknareyöublöö og allar uþþlýsingar um lóöir til ráöstöfunar, svo og skipulags- og úthlutunarskilmála veröa veittar á skrifstofu borgarverkfræöings, Skúla- túni 2, 3. hæö, alla virka daga kl. 8.20—16.15. Umsóknarfrestur er til og meö 6. apríl 1981. Eldri umsóknir þarf aö endurnýja og skila á sérstökum eyöuþlööum er fást afhent á skrifstofu borgarverkfræðings. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.