Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 45 * Síríus, ásamt fylginauti sínum, sem er hvítur dvergur. Myndin er tekin gegnum 24 tommu stjörnusjónauka. einungis hugarfóstur, sem þó stendur traustum fótum á kenn- ingum Einsteins. Við leit að svartholi gæti einhverjum dottið í hug að nóg væri að beina öflugum stjörnu- sjónauka upp í loftið og leita að svörtum bletti eða eyðu þar sem engar stjörnur væru. Þetta gengur þó alls ekki, því svarthol eru svo örsmá að maður verður að vera mjög nálægt til að sjá þau, þ.e.a.s. ef eitthvað væri að sjá. Þá má reyna að mæla áhrif þyngdarsviðs á ljós, en þyngd- arkrafturinn sveigir ljós, þannig að ljós frá fjarlægri stjörnu, sem berst til okkar framhjá svart- holi, getur lent í þyngdarsviði þess og beygt af leið, og okkur virðist sem stjarnan hafi færst til. Á þennan hátt er hægt að uppgötva sterkt þyngdarsvið í geimnum, en erfitt getur verið að ákvarða hvort því valdi svart- hol eða bara dauf þung stjarna. Þetta er þó eingöngu mögulegt ef svarthol er í beina línu við stjörnu, en það er mjög sjald- gæft og því algerlega út í hött að leita svarthols með þessari að- ferð. NÁLÆGT SVARTHOLI Nú skulum við ímynda okkur geimfar sem óafvitandi nálgast svarthol. í fyrstu finna geimfar- arnir fyrir vægu þyngdartogi frá svartholinu, en það er ekkert óvanalegt þar sem allir þungir hlutir geta haft áhrif á braut geimfars með þyngdartogi. Geimfarið fer nú á sporbraut umhverfis þennan massa og velja geimfararnir fjarlægðina 150 milljónir km, en það er einmitt fjarlægðin milli jarðar og sólar. Geimfararnir reikna nú út að hluturinn sem þeir sveima umhverfis sé 10 sinnum þyngri en sólin. Þeir líta næst upp frá mælitækjum sínum og horfa í átt að miðri sporbrautinni, en þar búast þeir við að sjá bjarta bláleita sólstjörnu. í stað hennar sjá geimfararnir ekki neitt og draga þeir því þá ályktun að þeir séu á sporbraut umhverfis ósýni- legan hlut, t.d. svarthol. Sjálft svartholið er hins vegar bara 60 km í þvermál, þannig að jafnvel þótt hægt væri að sjá það (sem ekki er hægt), þá væri það allt of lítið til að greina það úr þessari fjarlægð. Þú gætir alveg eins staðið í Reykjavík og reynt að koma auga á 10 aura pening uppi á Esjunni. Nú leggur hinn hrausti og áhyggjulausi geimfari af stað niður að svartholinu, og í fyrstu gengur honum allt í haginn. Þegar hann nálgast hinn endan- lega sjóndeildarhring, sem eru ytri mörk svartholsins, þá leynir sér ekki lengur, eftir svipbrigð- um hans að dæma, að ekki er allt með felldu. Það sem gerst hefur er að vel þekktir kraftar, þ.e. flóðkraftarnir, eru að verða í- skyggilega sterkir. Plóðkraft- arnir stafa af því að mismikill þyngdarkraftur verkar á líkama geimfarans. Fætur geimfarans, sem næst eru svartholinu, verða fyrir sterkari þyngdarkröftum en höfuð hans, sem fjær er svartholinu. Mismunurinn á þeim kröftum, sem verka á höfuð og fætur geimfarans, er sá flóðkraftur sem veldur okkar hugprúða geimfara áhyggjum. Þessir flóðkraftar verða geysi- sterkir er nær dregur svarthol- inu, og reyna þeir að pressa geimfarann saman frá hliðun- um, jafnframt því sem þeir teygja úr honum í sitthvorn enda. Geimfarinn berst hetju- legri en vonlausri baráttu og í 3000 km fjarlægð frá svarthol- inu lætur hann lífið. Þessir miklu flóðkraftar eru þó ekki það furðulegasta í sam- bandi við svarthol, heldur fellur sá vafasami heiður hinum end- anlega sjóndeildarhring í skaut. Svarthol hafa áhrif á framgang tímans í sínu næsta umhverfi, og vaxa þessi áhrif er nær dregur svartholinu, þar til tíminn stöðv- ast við hinn endanlega sjón- deildarhring, séð frá athuganda úr fjarlægð. Þá verður erfitt að áætla vegalengdir í nánd svart- hola vegna þess að hið sterka þyngdarsvið sveigir rúmið, þannig að klassísk rúmfræði verður ónothæf. I seinni hluta þessarar grein- ar, sem birtist bráðlega, munum við halda ferð okkar að miðju svartholsins áfram. Við munum fylgjast með stöðvun tímans í nánd við svartholið og kanna eðli þess nánar. Þá sláumst við í lið með stjörnufræðingum í leit að raunverulegu svartholi og skoðum hugsanlegt dæmi um eitt slíkt. Að síðustu munum við líta á kenningar um risasvarthol í kjörnum vetrarbrauta og dvergsvarthol, sem springa í miklum hamförum. Krabbaþokan í stjörnumerkinu nautinu. Geimskýiö myndaöist í súpernóvusprengingu áriö 1054, sem einnig skildi eftir sig litla nifteindastjörnu (örin bendir á hana). NITCHI KRAFTTALIUR OG KEÐJU- TALÍUR prrafmagnstalíur 0,5 tonn ^r og 1 tonn. r Mjög hagstætt Vald verð Poulsen h/f Suðurlandsbraut 10 Sími «6499 Besta heimilishjálpin fullkomin uppþvottavél frá Bauknecht í 5 þvottakerfi þvær eftir 12manna boröhald Úr ryófríu stáli aó innan Hæó 85,0 cm breidd 59,5 cm dýpt 60,0 cm Greiósluskilmálar eóa staögreióslu- afsláttur KOMIÐ HRINGIÐ SKRIFIÐ vió veitum allar nánari upplýsingar. Véladeild i Sambandsins Armúla 3 Reykjavik Simi 38900 Utsölustaóir DOMUS, og kaupfélögin um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.