Morgunblaðið - 22.03.1981, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
Norskir kennaraskólanemar í kynnisför:
íslenzk ný-
yrðasköpun
vissulega umhugsunarefni
Þióðbúningar Norðmannanna voru mjðg iburðarmiklir og margvís-
legir, og hefur koma þeirra eflaust vakið meiri athygli hér á lundi
fyrir bragðið en ella hefði orðið. Á myndinni eru f.v.: Wenche Stene,
Johan Sefteland og Giro Li. Krbtjan.
Ivar Sigmund Fauake, fararstjóri
hópsina.
Rætt við nokkra norsku kennaraskólanemanna og fararstjóra hópsins
Norðmennirnir færa forseta Íslands tvser tréskólar.
Norsku framhaldsskólanemarnir skoða Iðnskólann í Reykjavík.
NORSKIR kennaraskólanemar frá Telemark lærer hög-
skole í Þelamörk í Noregi voru í kynnisför hér á iandi í
síðustu viku en þeir fóru héðan í gærmorgun. Hefur
hópurinn, sem var rúmlega 110 manns, heimsótt íslenzkar
menntastofnanir, stjórnarstofnanir og fyrirtæki en einnig
farið skoðunarferðir út um landið. Þá hefur hópurinn
haldið tónleika í Bústaðakirkju og norskar þjóðdansasýn-
ingar og tónleika í Norræna húsinu, Menntaskólanum í
Hamrahlíð og viðar.
Er norsku kennaranemarnir skoðuðu Iðnskólann í
Reykjavík á þriðjudag fóru biaðamaður og Ijósmyndari
Morgunblaðsins til fundar við þá. Það var ákaflega
fjölskrúðugur hópur sem mætti okkur er við komum þangað
því Norðmennirnir voru allir klæddir þjóðbúningum og
voru nær engir tveir þjóðbúninganna eins. Ivar Orgland,
sem var túlkur hópsins, gaf þá skýringu að í Noregi hefði
hvert fylki sinn sérstaka þjóðbúning — það væri arfleifð
frá tíma smákóngaveldisins í Noregi, áður en Haraldur
hárfagri sameinaði ríkið í eitt konungsveldi. Ivar Orgland
er Islendingum annars að góðu kunnur, hann var fyrsti
framkvæmdastjóri Norræna hússins hér og hefur þýtt
mikið af íslenzkum skáldskap á norsku.
Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við nokkra norsku
kennaraskólanemanna og fararstjóra þeirra, og fylgja þau
samtöl hér á eftir.
„Ungt fólk í Noregi hefur almennt mikinn áhuga á að
fara til Islands og sjálfsagt á það við um eldra fólk líka,“
sagði Wenche Stene er hún var spurð hvers vegna
nemendur Telemark-skólans hefðu ákveðið að heimsækja
ísland. „Nemendur skólans fara jafnan eina svona
kynnisferð á ári og hefur m.a. verið farið til Svíþjóðar,
Danmerkur og Finnlands. Það hefur hins vegar aldrei áður
verið farið til Islands en strax og sú hugmynd kom fram var
mikill áhugi fyrir henni. Saga Islands og Noregs var
sameiginleg fyrr á tímum og það gerir land og þjóð
forvitnilegt í okkar augum. Við ræddum málið við Ivar
Orgland, sem er þekktur þýðandi úr íslenzku og hefur
dvalið á íslandi árum saman, og Erling Jónsson, sem er við
nám í höggmyndalist í Noregi, — þeir voru okkur báðir
mjög hjálplegir um upplýsingar um landið og greiddu fyrir
okkur á allan hátt.“
„Okkur finnst landið ákaflega heillandi — og það hefur
farið svo að við höfum fengið að kynnast nær öllum
tegundum af íslenzku veðri," sagði Giro Li er hún var spurð
hvernig henni félli dvölin hér á íslandi. „Við fórum mjög
eftirminnilega ferð til Hveragerðis, Gullfoss og Geysis, en
þaðan fórum við í Skálholt, þar sem við tókum þátt í messu.
Það var mikið frost en skyggnið ákaflega gott. Þá sáum við
Gullfoss í klakaböndum sem var ákaflega hrikaleg sjón sem
ég held að verði mér ógleymanleg. Svo munum við
áreiðanlega seint gleyma viðtökunum hérna — það hefur
verið tekið ákaflega vel á móti okkur og allir hér verið
tilbúnir að greiða götu okkar þegar eitthvað hefur komið
uppá.“
„Okkur hefur gengið mjög vel að komast í samband við
Islendinga, — ef maður gætir þess að tala hægt og skýrt þá
gengur flestum íslendingum vel að skilja rnann," sagði
Sölvi Larsen. „Samt hef ég tekið eftir að eldra fólkinu
gengur yfirieitt betur a skiija okkur en því yngra, — yngra
fólkið vill frekar tala ensku.
Landslagið hérna virkar mjög sterkt á mig og ég held að
hin hafi líka þessa tilfinningu. Hér á Islandi er svo
hrikalegt landslag. Og svo er það málið. Við höfum flest
einhverja nasasjón af íslenzku — Hún er mjög markvisst og
skýrt mál. Okkur finnst jafnvel að það sé dýpri merking í
íslenzkum orðum heldur en samsvarandi orðum í eigin
máli. Það er sérstaklega fróðlegt að skoða hvernig
íslendingar búa til nýyrði — og það er vissulega
umhugsunarefni fyrir okkur. I Norsku er straumur af
erlendum orðum sem setur fremur leiðinlegan svip á málið
en okkur Norðmönnum hefur í allt of fáum tilfellum tekist
að mynda nýyrði í þeirra stað. Þið íslendingar hafið orðið
okkur Norðurlandabúum hlutskarpastir að þessu leyti og
það er vissulega litið upp til ykkar fyrir það.“
„Mannlífið er ákaflega frjálslegt hérna og hefur yfir sér
skemmtilegan blæ,“ sagði Johan Softeland er hann var
spurður hvernig honum litist á íslenzku þjóðina. „Við sáum
hina fjölmennu kröfugöngu framhaldsskólanema á mánu-
daginn, þegar þeir kröfðust þess að mötuneyti yrði í öllum
skólum. Okkur þótti alveg sérstaklega gaman að fylgjast
með þessari kröfugöngu og framkomu unglinganna yfir-
ieitt, — svona kröfuganga held ég að sé alveg séríslenzkt
fyrirbæri, norskir framhaldsskólanemar myndu áreiðan-
lega aldrei leggja útí svona fyrirtæki. — Mér finnst fólkið
hér á íslandi almennt mjög opið og viðkunnanlegt. Við
höfum átt töluverð samskipti við íslendinga og þeir hafa
verið ákaflega vinsamlegir í okkar garð. Þessi kynnisför
verður okkur áreiðanlega ógleymanleg."
Inspektor Ivar Sigmund Fauske, fararstjóri hópsins vildi
koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa greitt götu
norsku kennaraskólanemanna hér á landi. „Við höfum
fengið hér ákaflega hlýjar og alúðlegar móttökur," sagði
hann. „Sérstaklega vil eg þakka Þóri Sigurðssyni náms-
stjóra sem verið hefur okkar hægri hönd á flakki okkar hér
á íslandi. Það hafa reyndar allir verið tilbúnir að rétta
okkur hjálparhönd og íslendingar verið okkkur ákaflega
vinsamlegir — þess vegna er ef til vill ekki rétt að þakka
einum öðrum fremur.
Þá þykir okkur mikið til um að hafa fengið leyfi til að
koma í móttöku til forseta Islands að Bessastöðum í lok
kynnisfararinnar á föstudag. Það er mikill heiður okkur til
handa og skemmtilegt fyrir okkur að ljúka þessari
velheppnuðu kynnisför með svo glæsilegum hætti."