Morgunblaðið - 27.03.1981, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981
íslendingur grípinn á Kastrup:
Ljósmyndin varð
fíkniefnasmygl-
aranum að falli
LJÓSSMYNDIR. sem fíkniefna-
deild lögreglunnar i Reykjavik
sendi út til Danmerkur urðu til
þess að 23ja ára Kamall tslend-
ingur var Kripinn á Kastrupflug-
velli á fimmtudaK í siðustu viku
með rúmlejfa 300 grömm af
fikniefnum. Maðurinn var að
koma frá Amsterdam i Hollandi
og hafði hann fíkniefnin i plast-
pokum. sem hann limdi á bakið á
sér. Langmestur hluti fikniefn-
anna var amfetamin en ekki
heróin, samkvæmt upplýsinuum.
sem Moncunblaðið aflaði sér í
Kaupmannahöfn í gær. Maður-
inn situr nú i Kæzluvarðhaldi en
búist er við að dómur falli í máli
hans i bæjarrétti Kaupmanna-
hafnar eftir 10-15 daga.
•Umræddur maður kom mjö« við
sögu umfangsmikils fíkniefna-
máls, sem fíkniefnadeildin í
Reykjavík hafði til meðferðar í
febrúar sl. Þótti nauðsynlegt að fá
manninn framseldan frá Dan-
mörku og var lýst eftir honum í
Danmörku og myndir settar upp á
lögreglustöðvum. Síðan fréttist af
manninum í Hollandi og var hann
þá með mikla fjármuni. Var eftir-
lit þá hert og sl. fimmtudag var
hann gripinn á Kastrup-flugvelli
við komuna þangað frá Amster-
dam. Lögreglumaður einn, sem
hafði grandskoðað manninn á
mynd, kom auga á hann meðal
flugfarþega og var hann þegar
handtekinn.
Hann hafði falið á sér 300
grömm af amfetamíni, tæpt
gramm af kókaíni og 20 grömm af
hassi. Söluverðmætið er um 60
þúsund danskar krónur eða um 6
milljónir íslenzkra gkróna. Að-
spurður sagðist íslendingurinn
hafa tekið efnin fyrir einhvern
Englending en þeirri sögu trúir
lögreglan ekki. Líklegt er talið að
efnið hafi átt að fara á markað í
Danmörku. Islendingurinn hefur
margsinnis komið við sögu í fíkni-
efnamálum á Islandi svo og í
Danmörku, þar sem hann hefur
verið í félagsskap íslenzkra og
erlendra fíkniefnasala.
Enn vex áhugi fyr-
ir ræktun loðdýra
Tæplega 50 um-
sóknir um refabú
og 19 vilja rækta
angórakanínur
NÚ HÍÐA tæplega 50 umsóknir
um rekstur refahúa afgreiðslu í
landbúnaðarráðuneytinu, en hér á
landi eru nú rekin eða eru að hefja
starfrækslu níu blárefabú. Þá
liggja einnig i ráðuneytinu um-
sóknir um níu minkabú. 19 bú
fyrir angórakanínur og eitt bú
fyrir kjötkanínur. Þá er ein um-
sókn um chinchilla-hú.
Auk þessa hefur talsvert verið
rætt undanfarið um ræktun busia
hér á landi. Öðru nafni gengur dýr
þetta undir nafninu vatnsrotta eða
nutria, en Haukur Jörundarson
hefur kosið að nefna dýrið busla.
Haukur sagði í gær, að þessi mikli
fjöldi umsókna um ræktun loðdýra
segði sína sögu um vaxandi áhuga
Loftleiða-
flugmenn
samþykkir
Loftleiðaflugmenn hafa sam-
þykkt tillögur Flugleiða um
ráðningar f þær stoður sem
Flugleiðir auglýstu fyrir
skömmu. 5 flugstjórastoður á
Boeing 727 og 5 flugmannsstoð-
ur og flugstjórastöður á Fokk-
er.
Samkvæmt niðurstöðu Flug-
leiða miðar félagið við sameig-
inlegan starfsaldurslista og er
gert ráð fyrir að FÍA-menn fái
allar stöðurnar á Boeing 727, en
8 menn af DC-8 vélum verði
flugstjórar á Fokker.
FÍA hefur formlega mótmælt
þessari skipan mála við Flug-
leiðir og hefur flugfélagið ekki
afgreitt málið ennþá að sögn
Leifs Magnússonar fram-
kvæmdastjóra flugrekstrar-
deildar. Hafa FÍA-menn átt
viðræður í gær við samgöngu-
ráðherra og þingmenn um málið
og einhverjar viðræður hafa
farið fram milli flugmannafé-
laganna.
fyrir þessari búgrein og sagðist
hann ætla að umsóknirnar yrðu
afgreiddar um miðjan næsta mán-
uð.
Refabúin sem nú eru starfrækt
hér á landi eru í Eyjafirði, fjögur
talsins, tvö eru í Skagafirði, eitt í
Hjarðarholti í Dölum og eitt í
Krísuvík. Þá er rekstur að hefjast í
blárefabúi í Ketildalahreppi
skammt frá Bíldudal. Umsóknirnar
um ný refabú eru frá bændum víðs
vegar um land. Margar umsóknir
eru frá stöðum í Skagafirði, Eyja-
firði, og Þingeyjarsýslum, umsóknir
eru frá bændum á Jökuldal og
Fljótsdalshéraði, frá Eskifirði og
Reyðarfirði. Sex umsóknir eru úr
Rangárvallasýslum og fleiri stóðum
á Suðurlandi.
Fjórir umsækjendur eru úr ná-
grenni Reykjavíkur og m.a. er sótt
um leyfi fyrir refabú að Vatnsenda
við Elliðavatn. Ein umsókn er úr
Borgarfirði og sótt er leyfi fyrir 3
refabú í viðbót í Dalasýslu, nánar
tiltekið í Saurbæ, og umsóknir eru
einnig frá Haga og Brjánslæk á
Barðaströnd. Ein umsókn er úr
ísafjarðardjúpi, þ.e. Botni í Reykja-
firði og loks er ein af Ströndum.
Þeir, sem sækja um leyfi fyrir
minkabú, eru tveir úr Gullbringu-
og Kjósarsýslu, einn úr ísafjarðar-
sýslu, þrír úr Eyjafirði, einn úr
N-Múlasýslu, nánar tiltekið nokkrir
bændur saman í Vopnafirði, og einn
úr Ölfusi. Nítján manns sækja um
leyfi til að rækta angórakanínur og
eru þeir einkum af þremur svæðum
á landinu, þ.e. S-Þingeyjarsýslu,
A-Skaftafellssýslu og af Suður-
landi. Loks er ein umsókn af
Suðurlandi um Ieyfi fyrir ræktun
kjötkanína og ein umsókn er fyrir
chinchillabú.
Allt er á kafi i snjó á Bolungarvik, eins og víðast hvar annars staðar á norðurhluta landsins.
(Ljósm. Gunnar.)
Bolungarvík:
Tíðindi, að engra rafmagns-
truflana varð vart i hretinu
lioluniíarvík. 25. marz.
ÞESSI vetur heíur verið fremur
harður og umhleypingasamur
og verður að fara allmörg ár
aftur i tímann til að finna
samanburð i tiðarfari. Þegar
veðrinu slotaði kom i ljós, að
3—4 smásnjóflóð höfðu runnið
úr Traðarhyrnu. Þarna er aðal-
skiðasvæði Bolvikinga og er
sjaldgæft að þarna falli snjó-
flóð. Ekkert tjón varð á mann-
virkjum eða slys á fólki. 1 dag
hafa skiðamenn unnið við að
moka ofan af skiðalyftunni.
Talsverðan snjó setti niður í
hretinu, sem gekk yfir á dögun-
um. Linnulaus stórhríð hefur
verið hér undanfarna 10 daga, en
norðanhríðina þekkja Bolvík-
ingar, þeir fara bara í þykku
úlpurnar og bölva veðrinu örlít-
ið.
Annars er fremur lítið af
þessu veðri að segja. Enginn
tiltakanlegur skortur varð á
neinu, sem til nauðsynja telst, en
það telst hins vegar til tíðinda
hér, að ekki varð vart neinna
rafmagnstruflana. Þá er nú flest
í lagi.
— Gunnar
Flugleiðir:
Tapið á innanlandsfluginu
436 millj. gkróna í fyrra
„UNDANFARIN ár hefur verið
tap á innanlandsfluginu og er
fyrirsjáanlegt að svo verði
áfram nema afstaða stjórnvalda
breytist, allur kostnaður hefur
stórhækkað, en hækkanir far-
gjalda til samræmis hafa ekki
fengist,“ sagði Sigurður Helga-
A meðfylgjandi töflu sést að innanlandsfargjöld hér á landi eru lægri en
víðast hvar annarsstaðar samkvæmt upplýsingum Flugleiða, en félagið
vekur athygli á þvf að samt sem áður sé flugrekstur hér erfiðari en víða
um lönd og veldur þvi m.a. veðurfar og landslag og einnig eru ýmsir
kostnaðarliðir, sem eru hærri hérlendis en í öðrum londum.
son forstjóri Flugleiða á
blaðamannafundi á Hótel Esju i
gær. „Samkvæmt bráðabirgða-
uppgjöri er tapið á sl. ári 436
milljónir gkr.“
„Nú er svo komið,“ sagði Sig-
urður, „að innanlandsfargjöld
þurfa að hækka um 26%. Verð-
lagsyfirvöld samþykktu 6%, en
ríkisstjórn hefur ekki enn af-
greitt þá hækkun. Verðhækkanir
á eldsneyti og verðbólga ásamt
tregðu yfirvalda til nauðsynlegra
hækkana hefur því orsakað tapið
á innanlandsfluginu.
Sagði Sigurður að á sl. 5 árum
hefðu Flugleiðir tapað 3,5 millj-
örðum króna á innanlandsflug-
inu, framreiknað, og væri það
hrikalega há tala, en hann kvað
svo virðast sem algjörlega væri
um geðþóttaákvarðanir að ræða
hvort beiðnir um hækkanir væru
teknar fyrir og hvernig þær væru
afgreiddar ef þær fengju af-
greiðslu á annað borð.
Flestar leiðir færar að nýju
VEÐUR var víðast hvar gengið
niður á landinu siðastllðlnn
þriðjudag og var þá hafinn mokst-
ur og fjallvegir víða orðnir færir.
en í gær tók að skafa aftur og
tepptust þá nokkrir vegir.
Arnkell Einarsson hjá vegaeftir-
liti ríkisins sagði í samtali við
Morgunblaðið, að í fyrrdag hefði
ruðningur á norðurleiðinni hafizt
og var orðið fært allt. til Þórshafn-
ar frá Reykjavik í gær, en þá fór að
skafa aftur og þungfært var þá
orðið í Langadal og á Vatnsskarði
og Öxnadalsheiði orðin ófær vegna
veðurs.' Fært var orðið til Siglu-
fjarðar og frá Akureyri til Dalvík-
ur og frá Húsavík upp í Mývatns-
sveit.
Fært var vestur um til Hólma-
víkur og um Snæfellsnes, nema að
Fróðárheiði var ófær, og í Reyk-
hólasveit um Heydal og frá Patr-
eksfirði suður á Barðaströnd og
stórum bílum til Tálknafjarðar, er,
Hálfdán var ófær. í gær var verið
að ryðja leiðina á milli Þingeyrar
og Flateyrar, en Breiðdals og
Botnsheiði eru ófærar. Frá ísafirði
var fært til Bolunga- og Súðavíkur.
Fært var um Hellisheiði og
Þrengslin allt austur á Reyðar-
fjörð, en byrjað að skafa í Fá-
skrúðsfirði og færð þar tekin að
spillast. Fagridalur var fær, en
hætta varð við að ryðja Oddsskarð
og ófært er frá Egilsstöðum til
Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar og
víða þungfært á Fljótsdalshéraði.
Hjá veðurstofu íslands fengust
þær upplýsingar, að hvöss suð-
austlæg átt væri víðast hvar á
landinu og í dag mætti búast við
slyddu sunnan lands, en éljagangi á
Vestfjörðum og við Austurland og
úrkomuleysi norðanlands og að
næstu daga hlýnaði heldur í veðri
með úrkomu sunnanlands.