Morgunblaðið - 27.03.1981, Side 8

Morgunblaðið - 27.03.1981, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 Öldungis f ráleitt - Það veit Tóm- as eins vel og ég - segir Ásmundur Stefánsson í tilefni af ummælum Tómasar _1>AÐ VEIT Tómas jafnvel og ég, að það var ekki samið við okkar samtök um þær aðgerðir. Ég var með klukkustundar fyrirvara á gamlársdag beðinn að mæta á fundi ráðherra og fékk ég með mér þrjá miðstjórnarfulltrúa og við móttókum þar þennan boðskap. Það að við okkur hafi verið samið um málið er öldungis fráleitt,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Aiþýðusambands íslands, i samtali við Mbl. i tilefni af ummælum Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra, i fréttaauka Rikisútvarpsins i siðustu viku, þar sem hann lýsti þvi yfir, að samið hefði verið við samtök launamanna um að skerða verðbætur á laun. Þá sagði Ásmundur: „Við gerð- um ályktun um málið á miðstjórn- arfundi 8. janúar og eins og hún ber með sér, þá er engan veginn um það að ræða að við höfum samþykkt það sem þar var gert. Ályktun okkar hefst þannig: „Stjórnvöld hafa nú ákveðið með lögum að skerða verðbætur 1. marz nk. um 7 prósentustig. Með því er gengið þvert á mikilvægt samningsákvæði sem eitt sér er fordæmanlegt." Ég sé ekki ástæðu til að tíunda neitt frekar vegna þess, en eins og þessi tilvitnun ber með sér, þá er ekki um það að ræða að það hafi verið samþykkt, enda ekki eftir samþykki leitað." Nordsat-fundur í Norræna húsinu Á SUNNUDAGINN kemur, 29. mars, efnlr Norræna félagið til umræðufundar um Nordsat i Norræna húsinu kl. 14.00. Frummælendur verða: Árni Gunnarsson, alþingism., form. menntamálanefndar Norður- landaráðs, Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri Menntamála- ráðuneytis, Sigurður Þorkelsson, yfirverkfræðingur hjá Landsíma Islands og örnólfur Árnason, rit- höfundur, framkvæmdastjóri Listahátíðar. Ráðherrar, alþingismenn, út- varpsráðsmenn og útvarpsstjóri eru sérstaklega boðnir á fundinn. V öruskiptajöf nuð- urinn óhagstæður um 126,6 milljónir Vöruskiptajöfnuður lands- manna var óhagstæður fyrstu tvo mánuði þessa árs um 126,6 millj- ónir króna, en var á sama tima i fyrra óhagstæður um 198,1 millj- ón króna. í febrúarmánuði nú var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 87,2 milljónir, en i febrúar í fyrra um 87,1 milljón króna. Alls var útflutt í janúar og febrúar fyrir 664,3 milljónir króna, en innflutningur nam 790,9 milljónum króna. Af útflutningi nam ál og álmelmi tæplega 85 milljónum, en innflutningur til ÍSALs nam 26,4 milljónum. Inn- flutningur til Landsvirkjunar nam 20,5 milljónum og til íslenzka járnblendifélagsins 8,3 milljónum. Hagstofan segir í athugasemd með fréttatilkynningu sinni, að við samanburð við utanríkisverzl- unartölur 1980 verði að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar-febrúar 1981 sé talið vera 51,4% hærra en það var í sömu mánuðum 1980. Yfirlitsmynd af skipulagi svæðisins. Lengst til vinstri sést fjölbýlishúsakeðjan en gegnum hverfið að endilöngu liggur hlaðbraut, þar sem fótgangandi hafa forgang umfram akandi, og tengir hún byggðina saman. Hafnarfjarðarbær: Sýning á teikningum af íbúðabyggð í Hvömmum Hafnarfjarðarbær hefur sett upp sýningu á kynningarteikn- ingum og skipulagi nýs ibúða- hverfis i Hafnarfirði. Er sýn- ingin i „húsi Bjarna riddara“, Vesturgötu 6, Hafnarfirði og stendur til 29. þ.m. Sýningin er opin mánudag til föstudags frá kl. 16—19, en laugardag og sunnudag frá kl. 14—19. Höf- undar uppdráttanna, arkitekt- arnir Gylfi Guðjónsson og Ingi- mundur Sveinsson, munu verða á sýningarstaðnum i dag og á laugardag milli kl. 17 og 19. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar efndi til lokaðrar samkeppni meðal arkitekta síðari hluta árs 1979 um skipulag og hönnun þéttrar íbúðabyggðar á tveimur afmörkuðum reitum í svonefndu Hvammahverfi í Hafnarfirði. Fimm aðiljum var boðin þátt- taka í samkeppninni og voru verðlaunin þau, að sá aðili er kæmi með beztu tillöguna að mati dómnefndar skyldi sjá um skipulag svæðisins. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hugðist fá fram aðlaðandi þétta byggð með íbúðum í háum gæða- flokki. Óskað var eftir tillögum um ýmsar útfærslur þéttrar byggðar og beinlínis tekið fram að lág, þétt byggð kæmi ekki síður til greina en hefðbundin blokkabygging. Á blaðamannafundi er bæjar- stjórn Hafnarfjarðar efndi til kom fram, að í samanburði og mati á þeim fjórum tillögum, sem bárust í keppnina, skoðaði dómnefndin einkum hvernig eftirtöldum fjórum atriðum voru gerð skil: Skipulagi reitanna, umferð um þá, umhverfi og raunhæfni. Nefndin taldi árangur sam- keppninnar góðan. Sumarið 1980 ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar að leita samninga við arkí- tektana Ingimund Sveinssn og Gylfa Guðjónsson um frekari útfærslu á skipulagi og grunn- hönnun bygginga á öðrum sam- keppnisreitnum á grundvelli samkeppnistillögu þeirra. Stærð þess skipulagssvæðis sem hér um ræðir er 3,4 hektar- ar. Það markast af Reykjanes- braut í suðaustri, Hvammabraut í norðri og einbýlishúsabyggð við Háahvamm í vestri. Miðbærinn er í um það bil 1 km fjarlægð frá skipulagssvæðinu. Landslag á svæðinu er fjölbreytilegt, land- halli er tðluverður til norðurs og vesturs en mismikill. Útsýni er ekki verulegt, helzt er víðsýnt til vesturs og norð-vesturs. Tillagan gerir ráð fyrir að lágreist sambýlishúsakeðja með íbúðum í háum gæðaflokki af- marki og skýli svæðinu að aust- anverðu. Að öðru leyti er um að ræða þétta, lága sérbýlishúsa- byggð af margvíslegum toga. Trjálundur, Garðarslundur, er þungamiðja svæðisins. Lundur- inn tengist annars vegar inn- garði sambýlishússins svo og sameinuðu kerfi göngustígs og akbrautar sérbýlishúsabyggðar- innar. Um trjálundinn liggur auk þess gönguleið sem tengja mun skipulagssvæðið við útivist- arsvæðið sunnan Reykjanes- brautar og ibúðahverfi, félags- lega þjónustu og verzlanir í norðri, svo og gönguleið niður í miðbæinn. Á svæðinu er gert ráð fyrir 100—105 íbúðum, 42 í þriggja hæða sambýlishúsum, sem verða byggð um garð á reitnum norð- austanverðum, og 40—45 íbúðum í raðhúsum er byggð verða í fjórum þyrpingum ofan hlaðgötu sem liggja mun eftir svæðinu miðju og tengist Háahvammi. 18 raðhús með innbyggðum bíla- geymslum eru síðan neðan hlað- götunnar. Á hlaðgötu hafa fót- gangandi forgang umfram ak- andi. Lögð er áherzla á að vanda yfirborð götunnar, t.d. að hún verði hellulögð. Fjölbýlishúsið er að því leyti óvenjulegt, að hæðir eru mis- stórar, þ.e. húsið mjókkar er ofar dregur. Ibúðagerðir og stærðir eru því fjölbreytilegar. Eru svalir tiltölulega stórar og þannig möguleiki á að stækka íbúðimar með því að taka hluta af svölunum undir þak. íbúðirn- ar í húsinu vita allar að inn- svæði, sameiginlegum garði og leiksvæði. Byggingarkostnaður raðhús- anna hefur verið áætlaður og virðist svipaður og byggingar- kostnaður álíka stórra íbúða í fjölbýlishúsum. Miklir mögu- leikar eru á fjölbreytilegum íbúðagerðum og breyta má innra skipulagi með því að hliðra til léttum innveggjum. í nokkrum raðhúsanna er um tvíbýli að ræða. Borgarstjórn samþykkir: Samþykkt að bæta aðstöðu blindra og heyrnarlausra SAMÞYKKT var tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins um málefni blindra og heyrnarlausra á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Tillagan var samþykkt með fimmtán samhljóða atkvæðum og henni vísað til nefndar um alþjóðaár fatlaðra. Tillag- an er svohljóðandi: Borgar9tjórn samþykkir, að við yfirstandandi endurskoöun á Lögreglusamþykkt Reykjavíkur verði gerð breyting á 29. grein hennar, sem miðist að því að fastmóta reglur um notkun hins hvíta stafs blindra í umferðinni og virðingu annarra fyrir honum sem umferðartákni. Umferðar- nefnd gangist fyrir kennslu í meðferð hvíta stafsins í umferð- inni og sérstökum umferðarnám- skeiðum fyrir blinda og sjón- dapra vegfarendur. Enn fremur verði kannað, hvort unnt sé að koma á notkun samræmds endur- skinsmerkis fyrir blinda og heyrnarlausa og aðra fatlaða, sem eiga í örðugleikum í umferð- inni. Borgarstjórn samþykkir, að blindir skuli njóta fólksflutn- ingaþjónustu, sem borgin starf- rækir í þágu fatlaðra. Stjórn Strætisvagna Reykjavíkur verði falið að bæta þjónustu fyrirtæk- isins við blinda og heyrnarlausra farþega, m.a. með greinilegri leiðarmerkjum á vögnunum sjálf- um, leiðakorti inni í vögnum, merkingu biðstöðva og kynningu viðkomustöðva í kallkerfi vagn- anna. Lögð verði áherzla á að fram- fylgja til hins ýtrasta ákvæðum í 20. gr. lögreglusamþykktar um frágang á gangstéttum og aðvar- anir um farartálma, sem verða kunna á skipulögðum gönguleið- um vegna viðgerða. Einnig verði gengið ríkt eftir því, að ákvæði 74. gr. lögreglusamþykktar um götuspjöld og húsnúmer séu virt í framkvæmd. Borgarstjórn beinir því til al- mannavarnanefndar, að hún hlutist til um, að í almannavarn- akerfinu verði sérstakt tillit tekið til blindra og heyrnarlausra, hvernig koma megi boðum til þeirra og koma þeim til aðstoðar í neyðarástandi. Sérstök athugun verði gerð á aðstöðu blindra og heyrnarlausra varðandi tómstunda- og félags- starf. Kannað verði hvernig stofnanir Reykjavíkurborgar, svo sem félagsmálastofnun, æsku- lýðsráð, námsflokkar, borgar- bókasafn og Kjarvalsstaðir, geti bætt aðstöðu þessara borgara til þátttöku í félags- og menningar- starfsemi, sem stunduð er. Haft verði náið samstarf við samtök blindra og heyrnarlausra um aðgerðir borgaryfirvalda í þessum málum. Sælkera- hátíð í Nausti HIN ÁRLEGA hátíð sælkera- klúbbsins verður haldin í Nausti laugardaginn 28. marz nk. Matseðill kvöldsins: Sæl- kerasalat, fisk-paté, rauðvíns- steikt lambalæri, glóðaður Port Salut-ostur og heimalag- aður vaniIIuÍ8 með Peter Heering. Jóhannes Kristjánsson eft- irherma skemmtir. Stuðlatríó leikur fyrir dansi til kl. 2. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.