Morgunblaðið - 27.03.1981, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981
Franskar kartöflur frá
Svalbarðseyri á markað
mggSf£$8S>S»^&
flbMjÉÉjH
Rætt við Karl Gunnlaugsson, kaupfélags-
stjóra, og Sævar Hallgrimsson, vinnslustjóra
KAUPFÉLAG Svalbarðseyrar hefir nú hafið fram-
leiðslu á steiktum (frönskum) kartöflum og notar til
þess hráefni, sem eyfirskir bændur rækta. Þessi nýja
vara er að koma á markað um þessar mundir og fær
hinar prýðilegustu móttökur hjá neytendum. Byggðirn-
ar við Eyjafjörð eru fyrir löngu orðnar eitthvert mesta
kartöfluræktarhérað landsins, og þess vegna er eðlilegt,
að einmitt þar sé leitað nýrra ráða til þess að auka
verðmæti framleiðslunnar með því að fullvinna hana til
neyslu og selja í neytendaumbúðum.
Vegna þessara tímamóta ræddi
fréttamaður Mbl. við þá Karl
Gunnlaugsson kaupfélagsstjóra og
Sævar Hallgrímsson kjötvinnslu-
mann, sem er vinnslustjóri í hinni
nýju verksmiðju, auk þess sem
hann veitir forstöðu hinni stór-
virku kjötvinnslustöð KSÞ á Sval-
barðseyri.
— Það mun hafa verið fyrir
einum fjórum eða fimm árum,
segir Karl, — að upp komu raddir
um það hjá bændum hér um
slóðir, að æskilegt væri að reyna
að vinna eitthvað úr kartöflunum,
sem hér eru ræktaðar í stórum
stíl. Áhugi manna óx haustið 1978,
þegar uppskeran var sem mest, og
þá tók til starfa nefnd, sem fór til
Noregs sumarið eftir til þess að
skoða vélar og vinnsluaðferðir,
einkum á frönskum kartöflum.
Þær verksmiðjur, sem nefndin
skoðaði þar, reyndust allar of
stórar og afkastamiklar til þess að
þær hæfðu hinum tiltölulega litla
markaði hér á landi, og þegar í
ljós kom líka, að uppskeran um
haustið varð einhver sú lélegasta
um áraraðir, dró mjög úr áhugan-
um í bili. Reyndar má segja, að
alger uppskerubrestur hafi orðið.
En svo varð það á miðju ári
1980, að við komumst í samband
við fyrirtæki á Jótlandi, Sanalco i
Skovlund, sem raunar sér um 57%
af markaði franskra kartaflna í
Danmörku. Forstjórinn kom
hingað, gerði tillögur um fram-
leiðslu okkar og hannaði verk-
smiðju af réttri stærð fyrir okkur.
Við Sævar fórum svo til Dan-
merkur og keyptum verksmiðjuna,
sem er sett saman úr tækjum frá
þremur löndum. Einnig keyptum
við tækniþekkingu eða aðgang að
öllum nýjungum viðkomandi
framleiðsluna, sem fram kunna að
koma næstu þrjú ár. Þegar heim
kom, létum við lagfæra þetta hús,
sem er gamalt, og það er nú gengið
í endurnýjung lífdaganna heldur
betur. Það verk tók þrjá mánuði,
og fyrir skömmu komu svo dansk-
ir sérfræðingar og settu vélarnar
niður. Þetta undirbúningsstarf
gekk allt skínandi vel, og nú erum
við að taka til starfa.
Hér vinna 5—6 menn að stað-
aldri auk Sævars, og miðað er við,
að framleidd verði 800—1000 kg af
fullunninni vöru á dag. Hingað til
hafa eingöngu verið seldar inn-
fluttar franskar kartöflur, nokkur
hundruð tonn á ári, og markaður-
inn er stækkandi. Við vonum, að
okkar vara komi að verulegu leyti
í stað hinnar innfluttu. Við höfum
sent frá okkur svolítið til reynslu,
og það hefur líkað afbragðsvel. Til
dæmis hafa veitingamenn lokið
miklu lofsorði á það.
Grænmetisverslun landbúnað-
arins verður sölu- og dreifingarað-
ili okkar á Reykjavíkursvæðinu,
en söludeild okkar mun annast
aðra staði á landinu. Varan er
djúpfryst í 800 gr og 2 kg pokum,
og á þá eru prentaðar allar
upplýsingar um geymsluþol, með-
ferð, matreiðslu og þessháttar.
— Hráefnið er aðallega stórar
Bintje-kartöflur, ræktaðar hér við
Eyjafjörð, segir Sævar, — svo sem
í Höfðahverfi, í Öngulsstaða-
hreppi og í Kræklingahlíð, en sú
tegund er nærri eingöngu notuð i
franskar kartöflur í Evrópu. Nýt-
ingin er um 45%, og afskurðurinn
er tvenns konar. Hinn finni er
frystur og notaður í kartöflusalat
og stöppu, en hýði og annar
grófari afskurður er notaður sem
skepnufóður, svo sem handa kálf-
um og minkum.
Vinnslan fer öll fram í vélum,
þannig að varla er hægt að segja,
að mannshöndin geri annað en
Karl Gunnlaugsson kaupfélagsstjóri og Sævar Hallgrimsson vinnsl-
ustjóri við vélina, sem framleiðir frönsku kartöflurnar. Ljésm.: Sv.p.
stjórna vélunum, enda er fyllsta
hreinlætis vitanlega gætt, eins og
vera ber við alla matvælafram-
leiðslu. Fyrst eru kartöflurnar
þvegnar vandlega í þvottavél, en
svo fara þær í flysjunarvélina. Svo
eru þær skornar í lengjur í enn
einni vél og síðan djúpsoðnar. Þá
er komið að steikingunni, sem fer
fram í stórum, lokuðum feitipotti,
og þegar þær koma þaðan eru þær
kældar og frystar. Svo fara þær í
plastpokana. Þeim er svo lokað og
þeir settir í flutningsumbúðir
(pappakassa), og þá eru frönsku
kartöflurnar okkar tilbúnar til
dreifingar og sölu og loks neyslu.
Ég vona og reyndar veit, að þær
munu bragðast vel og eiga eftir að
erta bragðlauka margra á þægi-
legan hátt.
Sv.P.
Alyktun aðalfundar Kaupmannasamtaka Islands:
Verzlanir fái útlagðan kostn-
að við innheimtu á söluskatti
MORGUNBLAÐINU hefur horizt
eftirfarandi ályktun frá aðal-
furidi Kaupmannasamtaka ís-
lands. sem haldinn var 19. marz
sl.:
Kaupmannasamtök Islands:
/ Vekja athygli á því að frjáls
og óheftur atvinnurekstur í land-
inu er einn af hyrningarsteinum
þess þjóðféiags sem við búum í.
Vara við aukinni ásælni hins
opinbera, með sífellt meiri skatt-
heimtu og álögum á verzlunarfyr-
irtæki, sem fyrr eða síðar leiðir af
sér stöðnun og atvinnuleysi.
Lýsa fullum stuðningi sínum við
samþykkt Verðlagsráðs, frá 3.
desember sl., um heimild til handa
verzlunum að selja vörubirgðir
sínar á raunvirði, og skora á
ríkisstjórnina að heimila fram-
kvæmd samþykktarinnar nú þeg-
ar.
Krefjast þess að verzlanir fái
greiddan þann kostnað sem þarf
að leggja út vegna innheimtu
söluskatts fyrir hið opinbera og að
verzlunum verði ekki gert að skila
söluskatti fyrr en greiðsia hefur
borist, sé um afborgunar- og
reikningsviðskipti að ræða.
Fara fram á það við yfirvöld
bankamála landsins að Verzlunar-
banka íslands hf., verði nú þegar
veitt réttindi til sölu á erlendum
gjaldeyri, því telja verður óeðli-
legt að viðskiptamenn bankans,
sem flestir eru kaupmenn, og
margir stunda innflutning, þurfi
að fara í aðra banka til þess að fá
þessa þjónustu.
Vekja athygli á slæmri stöðu
landsbyggðarverzlunarinnar og
gera þá kröfu til stjórnvalda, sem
hafa þá stefnu að byggð dragist
ekki frekar saman en orðið er, að
þau búi svo um hnútana að fært sé
að halda uppi nauðsynlegri verzl-
unarþjónustu í hinum dreifðu
byggðum landsins.
Skora á alla þá sem aðhyllast
frjálsræði í verzlun og viðskiptum,
að efla samtök sín og stuðla að
framgangi Verzlunarbanka Is-
lands hf. og Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna.
Verðhækkanir í
„hertri verðstöðvun
VERÐSTÖÐVUNARLÖG hafa
verið i gildi frá þvi siðla árs 1970
og á gamlársdag gaf rikisstjórn-
in út bráðahirgðalög, sem kváðu
á um „herta verðstöðvun“ eins og
það var orðað. Engu að siður
hafa vörur og þjónusta hækkað
frá áramótum mjög verulega.
Rikisstjórnin hefur og ekki af-
greitt þrjár hækkanir, sem verð-
lagsráð hefur þegar afgreitt.
hækkun á unnum kjötvörum um
8%, hækkun á fargjöldum innan-
landsflugs um 6% og á taxta
leigubíla um 6,6%. Þá hefur hún
hafnað 5% hækkun bensínverðs.
En strax eftir áramótin, frá og
með 2. janúar, hækkaði ríkis-
stjórnin alla opinbera þjónustu
um 10%. Til viðbótar því ákvað
hún hækkun á heildsöluverði raf-
magns frá Rafmagnsveitum ríkis-
ins um 17% og gilti sú hækkun frá
15. marz síðastliðnum. Til þess að
svara slíkri hækkun var smásölu-
verð rafmagns einnig hækkað og
nam hækkun á heimilistaxta raf-
veitna 10,7%, sem þýðir, að sam-
tals hefur þessi heimilistaxti raf-
orku hækkað frá áramótum um
21,8%.
Heimiluð var hækkun á gos-
drykkjum um 10% á þessu tíma-
bili, sem liðið er frá áramótum. Þá
var og settur sérstakur skattur á
gosdrykki, 30%-gjaldið, sem mikið
hefur verið fjallað um í fréttum.
Það gjald mun hafa um 25%
hækkun á smásöluverði gos-
drykkja í för með sér, þannig að
heildarhækkun gosdrykkja á
þessu tímabili mun vera um eða
yfir 37%.
Aðrar hækkanir, sem heimilað-
ar hafa verið af verðlagsráði og
ríkisstjórn eru hækkun á brauð-
um, sem var á bilinu 4,6—8,7%;
hækkun á smjörlíki, sem var 6,8%;
hækkun á miðaverði kvikmynda-
húsa, sem var 9,3%; hækkun á
farmiðum strætisvagna milli
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar,
sem var 11%; hækkun á farmiðum
með sérleyfisbifreiðum, sem var
11%, hækkun á far- og farmgjöld-
um í innanlandsflugi, sem var 5%;
hækkun á saltfiski til neytenda,
sem var 20%; hækkun á gasolíu,
sem var 11%; hækkun á svartolíu,
sem var 21%; hækkun á verði
útseldrar vinnu iðnmeistara, sem
var 5,95% og hækkun á neyzlu-
fiski, sem var 5,95%. Tvær síðast-
nefndu hækkanirnar eru sam-
hljóða þeirri verðbótahækkun
launa, sem varð 1. marz síðastlið-
inn.
Til viðbótar þessu má gera ráð
fyrir, að verðlag innfluttrar vöru
hafi hækkað eitthvað almennt
vegna gengissigs krónunnar.
Verðkönnun á vegum Hagstofunn-
ar, miðað við verðlag nú, hefur
ekki farið fram, svo að óyggjandi
upplýsingar um slíkar verðhækk-
anir liggja ekki fyrir. Vegna
bráðabirgðalaganna var fram-
færsluvísitala hinn 1. janúar sett
100 og var þá Hagstofunni gert að
reikna út almenna hækkun inn-
fluttrar vöru í janúarmánuði ein-
um. Reyndist hækkunin í janúar
vera 1,62%, sem mun hafa verið
með allra minnsta móti. Slík
hækkun á 3ja mánaða tímabili
myndi vera um 5%. Hins vegar
segir nýleg spá um
framfærsluvísitöiuna, að hún
muni hækka á gildandi þriggja
mánaða verðtímabili frá 1. febrú-