Morgunblaðið - 27.03.1981, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981
Margrét Eiríksdóttir:
Of oft litið á tónlistamám
sem tómstundagaman
ám
\/ afmæli
Tónlistarskólans
i Reykjavík
Tónlistarskólinn í Reykjavík minnist 50 ára afmælis síns um þessar mundir með
tónleikadögum. Hafa alla vikuna verið tónleikar nemenda á Kjarvalsstöðum og
verða hinir síðustu þar í kvöld, en á morgun, laugardag verða einnig tónleikar og
þá í Háteigskirkju. Hér eru birt viðtöl við þrjá pianókennara skólans, sem
starfað hafa að tónlistarkennslu um árabil.
Hólmfríður Sigurjónsdóttir:
Tónlistarnámið er
sífelld ögun og vinna
MEÐAL fyrstu nemenda sem út-
skrifuúust frá Tónlistarskólanum i
Reykjavík var Marjfrét Eiriksdótt-
ir pianókennari. en hún kennir nú
við skólann. Eftir námið hélt hún
utan ok hefur kennt siðan bæði á
Akureyri, i Kópavogi og Reykjavík
og fyrr á árum hélt hún óðru hvoru
sjálfstæða tónleika. Margrét er i
fyrstunni beðin að segja nokkuð frá
náminu við Tónlistarskólann. en
hún útskrifaðist árið 1934:
— Þá voru meðal kennara Páll
ísólfsson, sem þá var skólastjóri og
dr. Mixa, en hann kenndi á píanó og
var hann einnig hljómsveitarstjóri
og stjórnaði Hljómsveit Reykjavík-
ur. Við vorum þrír píanónemendur,
sem útskrifuðumst saman, og einn
fiðlunemandi, Björn Ólafsson, og var
það að loknu fjögurra ára námi.
Áður hafði ég sótt tíma hjá Páli
ísólfssyni. Eftir það hélt ég til
Bretlands og lauk þar á tíu árum
fjögurra ára námi, en stríðið tafði
þarna fyrir og ég varð að koma heim
í nokkur ár.
Margrét stundaði kennslu í einka-
tímum eftir námið ytra og hélt
tónleika bæði í Reykjavík og úti á
landi, ísafirði, Siglufirði og Akur-
eyri, og fluttist hún síðar til Akur-
eyrar og kenndi þar á píanó og var
prófdómari. Fyrir tíu árum flutti
hún aftur suður, kenndi við Tónlist-
arskóla Kópavogs og síðar Tónlist-
arskólann í Reykjavík. Hún er spurð
hvort mikill munur sé á píanó-
kennslu og aðstöðu nemenda í dag og
fyrr á árum:
— Tónlistarnám í dag er náttúr-
lega varla sambærilegt við það sem
var fyrir 40 til 50 árum, og er ein
mesta breytingin fólgin í auknum
kröfum til nemenda ekki síst um
kunnáttu í ýmsum aukafögum, tón-
fræði og hljómfræði, tónlistarsögu,
tónheyrn, kennslufræði og sálfræði
o.fl. og eftir að hinar ýmsu deildir
skólanna komu til sögunnar hefur
tækifærunum fjölgað. Aðferðir við
hljóðfæranámið sjálft hafa kannski
lítið breyst, þetta er ennþá jafnerfitt
nám og menn þurfa enn í dag að
leggja sig jafnmikið fram og áður.
En tækifærin eru fleiri þó ekki sé
nefnt annaö en hvað hvers kyns
tónleikahald hefur aukist bara á
síðustu tíu árum. Þá gat maður
nokkurn veginn fylgst með öllum
tónleikum, en nú eru þeir orðnir svo
margir, að maður missir oft af
góðum tónleikum, þegar velja þarf á
milli. Menn læra mjög mikið á því að
hlusta á tónlist, og sá sem kann að
hlusta á sjálfan sig spila, hann er
besti kennarinn. En þeir eru kannski
fáir, flestir vilja bara glamra eitt-
hvað og vita varla hvað þeir eru að
gera.
Aðstaða öll er mun betri, Hljóm-
skálinn var ekki upp á það allra
bezta og húsnæði Tónlistarskólans í
dag er ágætt þó þröngt sé orðið. Ég
held að varla nokkur skóli sé eins vel
nýttur og hann, þarna er kennt frá 9
á morgnana til 9 á kvöldin og oft er
einhvers konar starfsemi lengur
fram eftir á kvöldin, hljómsveitar-
æfingar eða þvílíkt.
Annað sem breyst hefur með
árunum er samkeppnin, hún verður
alltaf meiri og meiri. Nemendur,
sem vilja halda út til náms, verða að
blanda sér í harða baráttu þar og
nefna má líka, að skólar, sem
stundum verða að takmarka aðgang,
eru einatt að berjast um að fá góða
kennara. En kennarar eru misjafnir
erlendis rétt eins og hér og mér
finnst stundum sárt að vita af
nemendum halda utan án þess að
vita alveg hjá hverjum þeir verða.
Það er ekki alltaf nóg að vera hjá
Þessi mynd er tekin um það leyti
sem Margrét útskrifaðist. Fremri
röð frá vinstri: Katrín Ólafsdóttir
Hjaltested, Svala Einarsdóttir,
Jórunn Viðar, Guðriður Guð-
mundsdóttir, Hólmfriður Andrés-
dóttir, Anna Ólafsdóttir, Katrin
Dalhoff og Margrét Eiriksdóttir.
Aftari röð frá vinstri: Árni
Björnsson, Rögnvaldur Sigur-
jónsson, ólafur Markússon, Hauk-
ur Gröndal, Þórarinn Kristjáns-
son, Björn Ólafsson og Indriði
Bogason.
frægum hljóðfæraleikara, því það að
vera góður kennari er ekki það sama
og vera góður hljóðfæraleikari.
Geta allir lært á hljóðfæri?
— Það geta kannski flestir lært
að vissu marki, en ég tel heilbrigðast
að ákvörðun komi frá mönnum
sjálfum hvort þeir vilja læra á
hljóðfæri eða ekki. Við getum ekki
séð það fyrir hvort menn eru efni í
tónlistarmenn fyrr en komið er
nokkuð áleiðis í námi. Menn geta
verið músíkalskir, en þeir hafa
kannski ekki þann persónuleika sem
þarf til að læra, því það þarf margt
til að verða músíkant. Og þó menn
hafi gaman af tónlistarnámi og geti
kannski stundaö það af hörku, er
ekki víst að öllum séu gefnir nauð-
synlegir listrænir hæfileikar.
En hvað verður um þá sem hætta
eftir margra ára nám, hafa þeir lært
til ónýtis?
Margrét Eiriksdóttir pianókenn-
ari. I.jnsm Rax.
— Það kemur auðvitað fyrir að
menn hætta tónlistarnámi, gefast
upp og geta verið margar ástæður
fyrir því, en ég held að enginn sjái
eftir því að hafa lært eitthvað á
hljóðfæri. Þá á hann þessa kunnáttu
fyrir sjálfan sig. Annars hafa menn
of oft litið á tónlistarnám sem
tómstundagaman, sem þeir ætla í
t.d. að loknu einhverju námi og vilja
þá taka það eins og öldungadeild. En
það þarf að leggja á sig meiri vinnu
en aðeins tímasóknina. Og tónlist-
arnám þarf að byrja snemma og
þýðir varla að hugsa um það þegar
menn eru fulltíða, það fer t.d. enginn
í ballettnám eftir tvítugt og það
sama álít ég að eigi að vera með
tónlistarnám. öll þjálfun þarf að
byrja á yngri árum og hæfileikar og
líkamshreyfingar glatast með árun-
um.
Þá finnst mér stundum gæta þess
um of að menn séu kærulausir fyrir
hljóðfærunum. Það er ekki sama á
hvaða hljóðfæri lært er, það verður
að vera gott, ófalskt og við finnum
það fljótlega ef eitthvað amar að því
hljóðfæri, sem nemandinn æfir sig á
daglega. Stundum er þetta hálfgert
stríð við foreldrana og mörgum
finnst þetta hnýsni í mér að hafa
afskipti af því, finnst ég alltof
kröfuhörð að vilja fá flygil eða stórt
og gott píanó, því þessi lágu píanó,
sem núna eru algeng, finnst mér
varla annað en blikkdósir.
ÉG HEF verið að kenna við
Tónlistarskólann frá þvi um
haustið 1947, en vorið áður lauk
ég prófi i pianólcik frá skólanum
og þegar Páll ísólfsson hringdi og
bauö mér kennslustarf sló ég til.
sagði Hólmfriður Sigurjónsdóttir
pfanókennari f samtali við Mbl.
En Hólmfriður hefur lika starfað
á öðrum vettvangi innan skólans:
Framan af var ég eingöngu við
kennslustörf, en eftir að Jón Nor-
dal tók við skólastjórn fór hann
þess á leit við mig að ég aðstoðaði
hann við stjórnunar- og skrifstofu-
störf og hef ég gert það allar götur
síðan og verið staðgengill hans sem
skólastjóri þegar hann hefur þurft
að fara frá. En þrátt fyrir aukin
umsvif hér á skrifstofunni hef ég
ekki sleppt píanókennslunni, enda
nauðsynlegt að vera í nánu sam-
bandi við nemendur og tónlistina
og þannig hef ég líka reynt að
sækja námskeið.
Hefur aðstaðan og kennslan sjálf
breyst mikið þessi ár?
— Aðstaðan hefur breyst mjög,
ekki síst frá því við vorum fyrst í
Hljómskálanum og þeir Árni
Kristjánsson og Björn Ólafsson
urðu að kenna okkur nemendum
klæddir yfirhöfnum vegna þess að
húsið hriplak og öðru hverju urðu
þeir að bæta á kolaofninn. Frá
Hljómskálanum lá leiðin í Þjóð-
leikhúsið og þar var skólinn til
húsa þegar ég hóf störf við hann,
siðan vorum við í Þrúðvangi og nú
við Skipholt og er húsnæðið orðið
of lítið, því sífellt eykst skólastarf-
ið.
Píanókennslan sjálf hefur tekið
litlum breytingum, en hins vegar
eru komnar hinar ýmsu deildir
skólans, píanókennaradeild var sú
fyrsta, síðan hafa komið tón-
menntakennaradeild, fiðlukenn-
aradeild og blásarakennaradeild.
Undanfarin ár hefur skólinn haldið
margs konar námskeið fyrir nem-
endur og kennara, nú síðast í marz
með Gerard Souzay og Dalton
Baldwin.
Mesta breytingin hefur vissulega
orðið á aðstöðu nemendanna
sjálfra, nú eru tækifærin miklu
fleiri, þeir geta farið á sumrin á
námskeið erlendis en það þekktist
ekki hér fyrr á árum. Slík nám-
skeið bæta mjög upp hið langa
sumarfrí, en segja má að of langt
sumarfrí sé nokkur galli, þá er
hætta á að menn missi niður
Hólmfriður Sigurjónsdóttir.
LjÓHm. Emllig.
eitthvað af því sem þeir hafa byggt
upp um veturinn. Nemendur sækja
líka miklu meira tónleika en áður,
þar eru tækifærin líka fleiri, flestir
eiga nú orðið hljómflutningstæki
og hlusta mikið á plötur og þannig
mætti lengi telja.
En vinna við námið sjálft hefur
ekki breyst, tónlistarnám er vinna
og ögun og ekki síst nú á dögum
þurfa menn ögunar við, því áður
var ekki sjónvarp eða önnur af-
þreying að glepja fyrir fólki, nú
þarf að halda vel á spöðunum til að
ná árangri í tónlistarnámi og láta
ekkert trufla sig.
Hólmfríður Sigurjónsdóttir hef-
ur starfað nær samfellt við Tónlist-
arskólann frá haustinu 1947 að
undanskildum tveimur árum. Það
fyrra var hún við nám í London og
lauk þaðan píanókennaraprófi í
Royal College of Music og það
síðara á námsferð um Bandaríkin.
— Núna eru um 270 nemendur í
skólanum og kennarar milli 50 og
60 en með mjög mismikla kennslu
hver. Nemendafjöldinn hefur hald-
ist nokkuð óbreyttur síðustu árin,
en samt hefur vinnan aukist, hver
nemandi fær kennslu í fleiri grein-
um en áður var og farið er að kenna
á fleiri hljóðfæri. Tónlistarnámið
er líka mjög einstaklingsbundið og
segja má kannski að skólinn verði
að aðstoða hvern og einn nemanda
sérstaklega og hjálpa honum til að
finna hina réttu stefnu. Við getum
ekki tekið nemendafjöldann á
haustin og raðað honum niður í
nokkra bekki og búið til einfalda
stundaskrá, við þurfum að taka
tillit til hvers og eins, annarra
skóla og finna hverjum nemanda
og kennara þá tíma sem báðum
hæfa og nauðsynlegir eru. Þetta
krefst mikillar vinnu, en er jafn-
framt skemmtilegt og lifandi starf.