Morgunblaðið - 27.03.1981, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981
Útgáfa danskra
dagblaða stöðvast
Kaupmannahofn. 26. marz. AP.
DÖNSK bloð hætta að koma út á
morKun vegna deilu útgefenda og
setjara. Alls stöðvast útkoma 33
dagblaða, sem samtals eru daglega
gefin út i 1.5 milljónum eintaka.
Smám saman mun útgáfa timarita
stöðvast, en upplag þeirra er 2.4
milljónir eintaka.
Útgefendur boðuðu verkbann eftir
að setjarar höfðu hafnað málamiðl-
unarsamkomulagi. Setjarar svöruðu
með því að boða til verkfalls frá og
með 1. apríl. Til þess, eins og einn
þeirra sagði, að útgefendur hafi ekki
einir á valdi sínu hvenær blöðin
koma út á ný. Útgefendur segja að
deilan snúist um launakröfur. Hins
vegar segja setjarar það rangt. Hér
sé um að ræða deilu um nýja tækni
og hverjir hafi heimild til að fram-
leiða prentgripi. Útgefendur segja,
að ef gengið verði að kröfum setjara,
þá þýði það yfir 20% launahækkun,
en það er mun meiri hækkun en
almennt hefur samist um á danska
vinnumarkaðinum.
Felldu Viktoríu
Dyflinni. 26. marz. AP.
ÞRÍR menn voru í dag til yfirheyrsl-
an í sambandi við aðgerðir stuðn-
ingsmanna írska lýðveldishersins,
sem felldu fimm metra háa styttu af
Viktoríu drottningu af stalli í Dyfl-
inni árla í dag.
í fyrstu virtist sem styttan hafi
verið sprengd af stalli, en síðar kom í
ljós, að skemmdarvargarnir notuðu
talíur til að toga hana af stallinum.
Mikil harka er hlaupin í deiluna
og eru menn vondaufir um lausn
hennar á næstunni. Deilan snertir
þó ekki öll dönsk dagblöð. Alls verða
gefin út 15 dagblöð með upplag
samtals um 300 þúsund eintök. Hér
er einkum um landshlutablöð að
ræða, svo ekki er búist við að stóru
biöðin muni tapa mörgum lesendum.
Bóluefni við
krabbameini?
Daytona Beach, 25. marz. AP.
VÍSINDAMENN haía bólusett
mýs með efnasambandi er líkist
krabhameinsvaldandi efnasam-
böndum og mynduðu þær mótefni
er cyddi áhrifum efnasambands-
ins.
Talið er að þessar tilraunir eigi
eftir að hafa það í för með sér að
von bráðar verði hægt að bólusetja
menn við krabbameini, a.m.k. sum-
um krabbameinsvöldum.
Jafnframt var skýrt frá tilaun-
um er sýna fram á að efnið
Selenium, sem er að finna í náttúr-
unni, vinni gegn krabbameini í
brjósti. Fyrri tilraunir bentu til
þess að efnið komi í veg fyrir
krabba í húð, lifur og þörmum.
Vísindamenn vöruðu þó við því að
enn væri of lítið vitað um hvaða
áhrif Selenium hefur á líkams-
starfsemina til að hægt væri að
segja nokkuð til um notagildi þess.
Gera verður breytingar, stundum miklar, á 3.000 norskum fiskiskipum á næstu fjórum árum í
samræmi við nýjar reglur norsku siglingamálastofnunarinnar um sjóhæfni skipa. Á þessari mynd má
sjá nokkur norsk fiskiskip að veiðum.
Norska siglingamálastofnunin:
Kröfur um endurbætur
á um 3.000 fiskiskipum
Osló, 26. marz. frá
Jan erik Laure fréttaritara Mbl.
FRÁ OG með 1. september
næstkomandi taka gildi nýjar
reglur norsku siglingamála-
stofnunarinnar um sjóhæfni
fiskiskipaflotans. Reglurnar
hafa það í för með sér, að gera
vcrður endurbætur. í mörgum
tilfellum verulegar, á um 3.000
eldri fiskiskipum á næstu fjór-
um árum. og þeir hátar sem
ekki uppfylla kröfur um sjó-
hæfni að þrim tima liðnum
verða dæmdir ósjófærir eða
þeim veittar undanþágur til
veiða innan skerja.
Ljóst er, að ekki svarar kostn-
aði að gera nauðsynlegar endur-
bætur á stórum hluta þessara
gömlu skipa, og verður þeim því
trúlegast lagt. Fiskifræðingar
segja það gleðitíðindi, því þá
verði færri skip til að bítast um
ört minnkandi afla.
Hinar nýju reglur fela í sér
harðar kröfur um að skipin verði
þannig úr garði gerð, að þau
verði „veðurþétt". Þannig verður
að gera gagngerar breytingar og
endurbætur á afturhluta 1.600
báta, sem eru stærri en 25 tonn
og undir 45 metrum að lengd. Þá
verður að gera umfangsmiklar
endurbætur á um 1.400 bátum
sem eru innan við 25 smálestir
og innan við 10 metrar að lengd.
Setja verður í þá vatnsþétta
glugga, lúgur og hurðir.
Norska siglingamálastofnunin
segir, að flest skipanna séú
þannig úr garði gerð að sjóhæfni
þeirra sé ábótavant, og til að
auka öryggi þeirra sé breyt-
inganna og hinna hörðu reglna
þörf.
Nýleg rannsókn í Noregi hefur
leitt það í Ijós, að flestir skips-
skaðar verða ekki við slæm
veðurskilyrði, heldur í hvass-
viðri og stinningskalda. Flest
skipanna hafa heldur ekki verið
hlaðin er tapinn varð. I kyrru
veðri standa hurðir, lúgur og
loftventlar jafnan opnir, og gefi
yfir bátinn leggst hann fljótt á
hliðina og sekkur. Sjómenn sýna
ekki sömu varkárni þegar veður
er ekki slæmt, segir í niðurstöð-
um athuganna.
Telub-málið:
Yissu ráðherrar að um var að
ræða hernaðarlega menntun?
Mordum mótmælt
Blökkubörn i Atlanta i Georgíu fóru i mótmælagöngu i vikunni til að
leggja áherzlu á, að morðingi 22 blökkubarna í borginni verði settur á
bak við lás og slá. Á mynd Ap-fréttastofunnar sést Joab Chopin niu
ára gamall, bera kross eins fórnarlamba morðingjans.
Frá Guðfinnu Ragnarsdóttur
fréttaritara Mbl. i Sviþjóð.
„VIÐ HEFÐUM átt að athuga
TELUB-málið betur 1979,“ sagði
utanríkisráðherra Svía. Ola UIl-
sten, í gær, þegar hann var yfir-
Verkamannaflokkurinn í
Noregi eykur fylgi sitt
Ósló, 26. april, frá Jan Erik Laure.
fréttaritara Mbl.
„VIÐ VINNUM þingkosningarnar í
haust,“ sagði Gro Harlcm Brundt-
land forsætisráðherra þegar niður-
stöður nýjustu skoðanakannana um
fylgi norsku stjórnmálaflokkanna
lágu fyrir, en þar kemur í ljós, að
Verkamannaflokkurinn hefur aukið
fylgi sitt stórum.
Samkvæmt könnuninni nýtur
Verkamannaflokkurinn fylgis 36,9%
kjósenda, en þar er um að ræða
rúmlega þriggja prósentustiga fylg-
isaukningu frá síðustu könnun, er
33,6% aðspurðra sögðust styðja
flokkinn.
Talið er að fylgisaukningu Verka-
mannaflokksins megi fyrst og fremst
rekja til hins nýja forsætisráðherra
flokksins, frú Brundtland.
I síðustu kosningum, 1977, naut
Verkamannaflokkurinn fylgis 42%
kjósenda, og telja fróðir menn, að
vegna innbyrðis ágreinings borgara-
legu flokkanna um stefnu væntan-
legrar stjórnar, fari flokkarnir með
- en sundrung á
landsfundi gœti
gert vonir um
kosningasigur í
haust að engu
sigur í kosningunum, og um hvaða
flokkur skuli hljóta forsætisráðu-
neytið, eigi Verkamannaflokkurinn
meiri möguleika nú en áður að vinna
kosningarnar.
Hins vegar eru einnig í uppsiglingu
deilur innan Verkamannaflokksins
er blossa munu upp á landsfundi
flokksins eftir viku.
Ágreiningur er um skipulag
flokksforystunnar, einn hópur vill að
forsætisráðherra flokksins verði
jafnframt formaður hans, en hinn
hópurinn vill að þarna verði greint á
milli, að sami maðurinn verði ekki í
senn forsætisráðherra og flokksfor-
maður. Meirihlutinn er því fylgjandi
að forsætisráðherrann verði jafn-
framt flokksformaður, en Reiulf
Steen, núverandi formaður, mun
tæplega gefa sinn hlut eftir átaka-
laust.
Steen á marga andstæðinga í
röðum flokksmanna, og allar líkur
eru á að honum yrði hafnað í
formannskjöri. Búast má við átökum
um einstaklinga á landsfundinum,
því nú þegar hefur ungliðahreyfing
flokksins og ýmsir valdamenn í
verkalýðshreyfingunni lýst yfir
stuðningi við Steen að fyrra bragði.
Norsk blöð skýra einnig frá því um
þessar mundir, að Gro Harlem
Brundtland rói að því öllum árum á
bak við tjöldin að verða bæði formað-
ur flokksins og forsætisráðherraefni,
en nái þær tillögur ekki fram að
ganga, mun hún hafa unnið að því að
annar maður en Steen verði kjörinn
formaður flokksins.
Það mun því velta mikið á útkomu
landsfundarins fyrsta sunnudag í
aprílmánuði, hvort Verkamanna-
flokkurinn eigi einhverja möguleika
á því að vinna kosningarnar í haust.
heyrður af nefnd þeirri í sænska
þinginu, sem nú rannsaka Telub-
málið svokallaða. En Telub-málið
fjallar um menntun 80 ungra liðs-
foringja frá Líbýu.
Ymis gögn hafa komið í ljós sem
benda til þess að ábyrgir ráðherrar
hafi vitað að hér var um hernaðar-
lega menntun að ræða, án þess þó að
aðhafast neitt í málinu. Varnar-
málaráðherrann, Eric Krömark,
gerði þó tilraun til þess að stöðva
menntunina, en án árangurs.
Ákveðin nefnd vinnur nú að því að
rannsaka málið, og í síðustu viku
fóru fram yfirheyrslur yfir varn-
armálaráðherranum og viðskipta-
máiaráðherranum, Staffan Bur-
enstam-Linder, en Burenstam-
Linder neitaði þá að hafa haft
nokkra vitneskju um málið.
I gær var svo Ola Ullsten yfir-
heyrður, en hann var forsætisráð-
herra þegar samningar voru undir-
ritaðir milli Telub-fyrirtækisins og
Líbýu 1979. Hann sagði við yfir-
heyrslurnar, að það væri létt að
gagnrýna ákvörðun ráðherranna nú
þegar við stöndum með svarið í
höndunum. „En við höfðum enga
ástæðu til að rengja þær upplýs-
ingar sem við fengum þá,“ sagði
utanríkisráðherrann. „Vissulega
fannst mér þá að þetta mál væri
heldur ógeðfellt, allt saman, en það
var á engan hátt ólöglegt," sagði
hann. „En við hefðum átt að athuga
málið betur, það játa ég í dag. Þá
hefðum við kannski komist að raun
um, að þeir hlutar menntunarinnar,
sem mikil leynd hvíldi yfir, voru
hernaðarlegir.“
Trúlega verða félagsmálaráðherr-
ann, Karin Söder, og iðnaðarráð-
herrann, Nils G. Asling, einnig
yfirheyrð á næstunni, en Karin
Söder var utanríkisráðherra þegar
samningarnir voru undirritaöir milli
Telub-fyrirtækisins og Líbýu 1979.
Eldflaugaárás á bandaríska
sendiráðið í E1 Salvador
San Salvador, 26. marz. AP.
SKÆRULIÐAR í E! Salvador
gerðu í gær eldflaugaárás á
handaríska sendiráðið, að því er
handarískir sendiráðsmenn
skýrðu frá. Enginn slasaðist í
eldflaugaárásinni en ein eldflaug-
anna fór í gegn um glugga á
fjórðu hæð sendiráðsins og olli
talsverðum skemmdum.
Skæruliðar voru í þremur hóp-
um, 6 manns í hverjum hópi.
Öryggisverðir skutu að árásar-
mönnunum, en þeir komust undan.
Á flóttanum vörpuðu þeir hand-
sprengju og sprengdu bíl í loft upp.
Fyrr í vikunni var sprengja
sprengd við sendiráð Nicaragua í
E1 Salvador.