Morgunblaðið - 27.03.1981, Side 29

Morgunblaðið - 27.03.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 29 Sjötugur: Skúli Magnússon kennari Akureyri í dag er vinur minn, Skúli Magnússon, kennari, sjötugur. Skúli er Hörgdælingur, fæddur í Hátúni þar sem foreldrar hans, Magnús bóndi Friðfinnsson og kona hans, Friðbjörg Jónsdóttir, bjuggu. Þau fluttu er hann var unglingur að Skriðu í Hörgárdal, sem er gamalt ættaróðal Skúla í móðurætt. Eftir að hafa lokið stúdents- prófi frá MA 1935 fór Skúli til Kaupmannahafnar til náms í sál- arfræði. Þar kvæntist hann, 1938, heit- konu sinni og fyrrverandi skóla- systur, Þorbjörgu Pálsdóttur, dóttur Þorsteinsínu Brynjólfs- dóttur og Páls Gíslasonar, stór- bónda að Víðidalsá í Steingríms- firði. Vegna stríðsins 1939 kom Skúli heim og settist í Kennaraskólann og iauk þaðan prófi 1940. Eftir það kenndi hann eitt ár í Vestmannaeyjum en flyst 1941 til Akureyrar og kenndi í 37 ár við Gagnfræðaskóia Akureyrar, einn- ig við Iðnskólann og Tækniskól- ann seinni árin. Auk þess var hann prófdómari í sögu við Menntaskólann á Akureyri. Með prúðmannlegri og alúðlegri fram- komu sinni aflaði Skúli sér virð- ingar samkennara sinna og nem- enda. Nemendur hans hafa sagt mér að hann hafi haft aðal góðs kennara, agavandamál þekktust ekki í tímum hjá honum og hann hélt athygli nemendanna óskiptri. Eftir samkennara hans hef ég að víðtækur skiiningur Skúla á íslensku máli og íslenskum kveðskap, þekking hans á sögu, bókmenntum og humaniskum fræðum og síðast en ekki síst skilningur hans á getu nemenda sinna hafi gert hann að afburða kennara. Gamla ættaróðalið, Skriða, átti ailtaf mikil ítök í Skúla. Á honum sannaðist að „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. I Skriðu dvaldi hann löngum á sumrin með fjölskyldu sinni við heyskap og önnur bústörf og átti lengi hálfa jörðina á móti Finni, bróður sínum. Öll ræktun er honum mjög að skapi og rík í eðii hans. Hann hefur komið sér upp reit í gamla fjölskyldulandinu og fetað þar í fótspor langalangafa síns, Þorláks Hallgrímssonar, sem fyrstur manna gróðursetti tré á íslandi, og var einnig með þeim fyrstu að rækta kartöflur hér á landi. I reitnum sínum hafa þau hjón- in, Þorbjörg og Skúli, átt margar góðar stundir við gróðursetningu runna og trjáplantna sem eru nú óðum að vaxa úr grasi. Skúli er, eins og áður er sagt, ágætur íslenskumaður, talar og ritar mjög vandað mál. Það er því eðlilegt að tómstundirnar hafi farið í lestur góðra bóka. Nú síðustu árin hefur hann fengist við þýðingar. Fyrir síðustu jól kom út bókin Ríki mannsins, drög að geðheilsufræði eftir Vibeke Engelstad, sem Skúli þýddi úr norsku, frábærlega vel, að dómi gagnrýnenda. Við Skúli kynntumst fljótlega eftir að ég kom til Akureyrar fyrir nær 30 árum. Voru það skyldleik- ar konu minnar og hans, sem þar lágu að baki. Það leyndi sér ekki hvern mann Skúli hafði að geyma. Prúðmennskan og góðvildin eru honum svo eðlislægar að manni líður ávaiit vel í návist hans. Skúli er hamingjumaður í einkalífi sínu og hefur lagt sömu alúð við heimilið og allt annað sem hann hefur lagt hönd á. Þau hjónin, Þorbjörg og Skúli, hafa verið einstaklega samhent í lífinu, staðið saman í blíðu og stríðu og skapað sér menningar- legt heimili, sem enst hefur með sama blæ alla tíð. Börnin fimm, sem öll eru stúdentar frá MA, bera foreldrunum ótvírætt vitni um góðar erfðir og gott fordæmi í uppvextinum, en þau eru: Magnús, iæknir á Húsavík, Margrét, kenn- ari í Reykjavík, Páll, prófessor við Háskóla Islands, Þórgunnur, er að ljúka námi í bókmenntum við Háskólann í Árósum, Skúli, nem- ur líffræði við Háskóla íslands. Barnabörnin eru tíu. Þorbjörg og Skúli fluttust til Reykjavíkur fyrir tveim árum í nágrenni barna sinna, sem flest eru búsett þar. Þau hafa komið sér vel fyrir að Meistaravöllum 13. Á heimili þeirra þar ræður sama gestrisnin ríkjum og var á heimiii þeirra hér á Akureyri. Til þeirra er alltaf gott að koma og okkur hjónum tekið með opnum örmum. Við sendum hlýjar afmælis- kveðjur suður yfir heiðar til Skúla og fjölskyldu hans. Hjörtur Eiríksson Skúli Magnússon kennari frá Skriðu í Hörgárdal er sjötugur í dag, og í tilefni þessa heiðurs- og hátíðisdags senda vinir hans og nemendur nú hlýjar óskir og þakkarhug heim í Meistaravelli 13 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1935 og nam svo sálarfræði við Kaupman- nahafnarháskóla. Þegar styrjöldin var í aðsigi árið 1939, kom hann heim til íslands, þá nýlega kvæntur skóla- systur sinni frá MA, Þorbjörgu Pálsdóttur frá Víðidalsá við Steingrímsfjörð. Hann lauk kenn- araprófi árið 1940 og stundaði eftir það kennslustörf. Fyrst kenndi hann eitt ár í Vestmanna- eyjum, en svo lá leiðin til Akur- eyrar, þar sem hann hlaut kenn- arastöðu við barnaskólann. Árið 1944 kom Skúli að gagnfræðaskóla Akureyrar, og starfaði hér við skólann meginhluta starfsævi sinnar, þar til þau hjón fluttust til Reykjavíkur árið 1978. Jafnframt kenndi hann nokkuð við Iðnskól- ann á Akureyri og var lengi prófdómari í sögu við Menntaskól- ann. Leitun mun vera að jafnvand- virkum og sómakærum kennara og Skúli Magnússon er. Honum tókst að gera námsefnið lifandi og heillandi fyrir nemendum sínum, vekja áhuga og spurn, svala jákv- æðri forvitni og fróðleiksþorsta og á þann hátt að nemendum hans þótti öllum vænt um hann. Aga- vandamál voru honum fjarlæg og árangur hans við kennslu og nemenda hans í námi og á prófum var frábær. Alúðleg, einiæg og fáguð fram- koma hans, stilliieg og festuleg í senn, sýndi nemendum hans og öðrum samferðamönnum, að þar fór háttvís drengskaparmaður, og allir, sem kynnst hafa honum. bera til hans hug vinsemdar og virðingar. Það er sómi hverrar stéttar að eiga menn á borð við Skúla í röðum sínum, og það var happ og heill íslenskri kennara- stétt, að hann skyldi skipa kennarastól. Það var ekki síst happ og'gæfa Gagnfræðaskóla Akureyrar, að Skúli skyldi gerast starfsmaður hans og kenna við skólann í 34 ár. Hér á hann ótalin spor og verk, orð og athafnir, í þágu æskufólks á Akureyri og menningar á ís- iandi. Héðan berast í dag þakkir og heillaóskir til Skúla og Þorbjargar og barna þeirra. Frá okkur gömlu félögunum á kennarastofunni - koma alúðarkveðjur með þökk fyrir langt samstarf og heila vináttu, sem aldrei bar hinn minnsta skugga á. Þeim fylgir einlæg ósk um góða heilsu og bjarta daga, gæfu og gengi. Sverrir Pálsson Byggingarvísi- talan 682 stig IIAGSTOFA íslands hefur reiknað út vfsitölu byggingar- kostnaðar eftir verðlagi í fyrri- hluta marzmánaðar og reynd- ist vísitaian vera 682 stig. miðað við grunninn 100 í október 1975. Hækkun frá fyrrihluta desembermánaðar er 8,95%, sem þýðir verðbólgu- hraða á einu ári 41%. Samkvæmt eldri grunni, 1. október 1955 er byggingarvísi- talan nú 13.543 stig og gildir hún á tímabilinu frá apríl til júní 1981, svo sem eins og hin vísitalan, sem miðuð er við yngri grunninn. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Kvennadeild Rauða kross íslands Konur athugið Okkur vantar sjólfboöaliöa til starfa fyrir deildina. Uppl. f sfmum 34703, 37951 og 14909. Heildsalar Ódýrt vörupartí til sölu meö afslætti Allskonar bönd á spjöldum, hentug fyrir smásölu. Sími. 30465. Útungunarvélar Tll sölu 2 útungunarvélar í góöu lagl. Uppl. í síma 99-1916. Lestrarkennsla fyrir 4ra—5 ára börn hefst 2. apri). Sfmi 21902. Atvinnuhúsnœði óskast Óska eftir 100 til 150 fm. atvinnuhúsnæöi. Ein til 2 aö- keyrsludyr. (jaröhæö). Uppl. ( síma 71357 á kvöldln. IOOF 1 = 1623278’4 = 9.0 Skemmtikvöld veröur föstudaginn 27. marz kl. 20.30 á F arfuglaheimilinu, Lauf- ásvegi 41. Margt veröur til skemmtunar. Mætum öll. Skemmtinefndin. FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 3ÍMAR11798 og 19533. Námskeiö fyrir fjallgöngufólk Feröafélag fslands heldur nám- skeiö fyrir fjallgöngufólk n.k. sunnudag 29. marz Leiöaval veröur meö tilliti til snjóflóöa- hættu og kennd veröur notkun á fsðxi og göngubroddum. Leiö- beinendur veröa Torfl Hjaltason og Helgi Benediktsson. Farlö frá Umferöarmiöstööinni kl. 9 f.hog gengiö á Skarösheiöina. þar sem kennslan fer fram. Þátttakendur veröa aö vera van- ir fjallgöngum og ennfremur að hafa þann útbúnaö, sem aö ofan getur. Verð kr. 70.- Feröafélag islands. Skíðadeild K.R. Reykjavíkurmót 1981 Stórsvig nk. laugardag. Stúlkur 13—15 ára, kl. 11.30. Drengir 13—14 ára kl. 12. Drengir 15— 16 ára kl. 13. Svig nk. sunnudag sama tímasetning. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 29. marz: 1. kl. 13 Tröllafoss í Leirvogsá í vetrarskrúöa. Fararstjóri: Baldur Sveinsson. 2. kl. 13 SkíÖaganga á Mos- fellssheiöi Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson. Verö kr. 40. Farlö frá Umferöar- miðstööinni austanmegin. Far- miöar v/bfl. Ferðafélag islands. Al'GLYSINGASIMINN F.R: 22410 Jhergunblabib É5> raöauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Húnvetningafélagið auglýsir Sigursteinn Guömundsson, héraðslæknir, sýnir myndir teknar í Húnavatnssýslu á sl. árum. Sýningin veröur í Félagsheimili Sel- tjarnarness kl. 14.30, sunnudaginn 29. marz nk. Skemm tinefndin tilboö — útboö Útboð Tilboð óskast í lagningu 2. áfanga aðveitu og dreifikerfis fyrir Hitaveitu Hjaltadals. Útboðsgögn fást afhent á verkfræðistofunni Fjölhönnun hf„ Skipholti 1, Reykjavík og hjá Gísla Pálssyni, Hofi í Vatnsdal, Austur- Húnavatnssýslu, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilaö á sömu staði fyrir kl. 17 þann 22. apríl. Hitaveita Hjaltadals. Útboð Hitaveita Egilsstaðahrepps og Fella óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk: 1. Smíði 750 rúmmetra stáltanks. 2. Einangrun og stálklæðningu sama tanks. Útboðsgögn eru afhent hjá Hitaveitu Egils- staðahrepps og Fella, Lyngási 12, Egils- stöðum, sími 97-1466 og verkfræðistofnun- inni Fjölhönnun hf„ Skipholti 1, Reykjavík, sími 91-26061 gegn 750 kr. skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á skrifstofu hitaveit- unnar 22. apríl kl. 11.00. Hitaveitustjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.