Morgunblaðið - 27.03.1981, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981
Drake-
leiðangurinn
2. grein
Eftir
Úlfar Daníelsson
Úlfar í miöbaugsskírninni moö grænum baunagraut.
Eye of the Wind var nýkomið úr
slipp þegar ég kom til Mombasa
þar sem skipið var. Svo það var
strax farið að skrapa og mála. Af
nógu var að taka. Unnið var að
taka vistir og gera skipið ferðbúið
næstu 5 daga, en þá lét skipið úr
höfn. Einnig var Young Explores,
YEunum eins og við kölluðum þá í
daglegu tali, kennd undirstöðu-
atriði í sjómennsku, svo sem
binda hnúta, hringa upp og ganga
frá böndum, en um borð var heill
frumskógur af böndum, læra
nöfnin á seglunum, seglameðferð
o.fl.
8. ágúst fórum við frá Mom-
basa. Mikil spenna var því flestir
YEana höfðu aldrei farið á sjó ’
fyrr. Veðrið var hálfleiðinlegt,
6—7 vindstig af SA. Ekki brostu
aliir, því fljótt fór græni liturinn
að birtast. YEar lágu um allt
dekkið og ældu hver á annan eins
og múkkar.
Vaktin sem ég hafði umsjón
með var frá 4—8. Mitt verk á
vaktinni var að sjá um stjórn
skipsins, seglameðferð, stefnu,
auk hinna ýmsu vaktarstarfa, s.s.
að þvo dekkið o.fl. 5 vaktir voru
um borð: 3 siglingavaktir, 12—4,
4—8, 8—12. Dekkvakt, sem sá um
að skrapa og mála, yfir henni réð
Börkur Arnviðarson frá Húsavík.
Eldhúsvakt sá um að elda. Skipt
var um vaktir á 5 daga fresti.
Þau siglingatæki sem voru um
borð í skipinu voru sjókort, sext-
antar og áttavitar, radar var um
borð en bilaður, svo siglingatækin
voru hálf frumstæð miðað við 20.
öldina.
Fljótlega fór tilbreytingarleysið
að gera vart við sig. Sömu hlut-
irnir voru gerðir aftur og aftur.
En brátt fór að draga til tíðinda.
Skömmu eftir að við sigldum yfir
miðbaug vorum við öll skírð. Lítið
ker var búið til og þar var hellt
yfir okkur allskonar drullu, gerðri
úr mat, svo var okkur dýft ofan í
kerið. Líktist þetta hinum hefð-
bundnu busavígslum menntaskól-
anna á íslandi.
Þann 14. ágúst settum við
skipsmet, fórum við 224 mílur á
24 tímum en það gerir 9,33 hnúta
hraða. Þetta er mesti hraði sem
skipið hefur náð á 70 ára ferli
sínum.
15. ágúst sigldum við fyrir
austasta horn Afríku, Ras Has-
um. Þegar við komum inn í Gulf
of Aden tók á móti okkur tugir af
hnísum sem léku sér í kringum
skipið og sýndu fáséða takta.
Vindurinn, sem hafði verið 7
vindstig, datt alveg niður og
hitinn hækkaði upp í 40°C og
rakinn jókst svo að ekki var þurr
blettur á nokkrum manni. Það
endaði með því að við tókum niður
seglin og fórum öll í sjóinn, 20 km
undan strönd Sómalíu. Lítil kæl-
ing var í því, því sjórinn var um
36°C heitur. Vonlaust var að sofa
neðan þilja svo allir sváfu uppi á
dekki.
Mikið var um skipaferðir, aðal-
lega flutningaskip og olíuskip, en
fáséðari skip voru þarna lika, s.s.
skuttogarar að veiðum og herskip.
í gegnum Gulf of Aden þurftum
við að sigla fyrir vélarafli því
annaðhvort var logn eða vindur-
inn var beint á stefnið. Nýir
erfiðleikar komu samfara vélar-
notkuninni en það var að skipta
þurfti um olíusíur ca. 2—4 sinnum
á sólarhring, vegna skítugrar olíu.
20. ágúst sigldum við inn í Rauða-
hafið. Vegna þess hve mikið við
notuðum vélina, þurftum við að
koma við í Port Súdan til að taka
olíu.
Þegar við komum til Port Súd-
an, vakti það furðu manna að
fleiri skip biðu fyrir utan Port
Súdan en voru inni í höfninni, svo
mikil var umferðin um höfnina,
en sem betur fór komumst við
strax i skipalægi í seglbátahöfn-
inni. í Port Súdan vorum við í 3
sólarhringa við að taka olíu, vatn
og vistir. Frá Port Súdan héldum
við til kóralrifs sem var um 4 tíma
siglingu frá höfninni. Þar stopp-
uðum við í 2 sólarhringa og
skoðuðum lífríki sjávar. Að synda
í kóralrifi er eins og að synda í
gullfiskabúri. Frá rifinu tókum
við stefnuna á Port Súes en til
Súes var 6—8 daga sigling.
Fleiri erfiðleikar fóru að koma í
ljós, útblástursrörið rifnaði, kæli-
vatnsreimarnar slitnuðu og olíu-
truflanir herjuðu aftur á okkur. Á
einni vaktinni minni var skipt 3
sinnum um olíusíur. Vindurinn
Auga
vindsins
Allir þurftu aö vera klárir í möstrin til aö seglbúa skipiö.
Hvarvetna vakti Auga vindsins torvitni Úlfar aö kenna einni stúlkunni aö taka
manna þegar síglt var í höfn. landmiö.
sigla áfram á 1 hnúts hraða
brunuðu um 100 skip á sólarhring
framhjá okkur á um 15—25 hnúta
hraða. Það vakti undrun manna
að þó að Gulf of Sues sé margra
mílna breiður, eru siglingaleiðirn-
ar fram og til baka 1—3 mílur á
breidd. Það sem þrengir siglinga-
leiðirnar eru eyjur, olíusvæði,
olíuborpallar og sprengjusvæði.
Þurftum við stanslaust að vera að
taka mið af landi til að halda
okkur á réttri siglingaleið. Veðrið
var enn um 8—9 vindstig af NV og
stefnan okkar ar akkúrat í NV.
Þetta endaði með því að við
leituðum vars svo við yrðum ekki
olíulausir.
í varinu var strax tekið til við
að vinna og gera við það sem
aflaga hafði farið. Á þriðja degi á
þessum stað kom þyrla með þau
skilaboð að dráttarbátur kæmi
okkur til aðstoðar og léti okkur fá
olíu og tæki YEana en þeir áttu að
fara til Egyptalands að planta
trjám. Daginn eftir kom sá al-
stærsti dráttarbátur sem ég hef
séð, lagðist hann við hliðina á
okkur og var dælt olíu yfir, en við
borguðum með YEum, voru það
ekki slæm viðskipti. Eftir að
YEarnir voru farnir voru aðeins
13 manns um borð til að sigla
skipinu til Egyptalands. í 5 daga í
viðbót lágum við við ankeri og var
tíminn vel notaður til vinnu. Á 6.
degi drógum við upp ankeri, sama
veður var, 8—9 vindstig af NV og
stefna okkar til Port Súes var
akkúrat NV. Ekkert gekk, t.d.
sigldum við aðeins 1 mílu á einni
vaktinni, sem er 4 tímar. Það fór
ekki að ganga fyrr en við gátum
breytt stefnunni og stefndum á
Sínaískagann, þar sigldum við svo
að segja undir skaganum. Uppi
yfir okkur gnæfðu fjöll beint upp
úr sjó, en skaginn er mjög hálend-
ur og á hæstu tindunum sáum við
fallbyssuhreiður.
Skipstjórinn á Auga vindsins
tekur sólarhæöina á sextant.
jókst og var allt upp í 8—9
vindstig og ölduhæðin eftir því. í
einni öldunni fór bugspjótið í kaf
og netið undir því rifnaði í
sundur, Jollýbáturinn, sem hékk í
davíðunum aftur á skut brotnaði
upp í davíðurnar og þær bognuðu.
Þann 5. september sigldum við
inn í Gulf of Sues en það er flóinn
á milli Sínaískagans og Egypta-
lands. Meðan við börðumst við að