Morgunblaðið - 27.03.1981, Page 47

Morgunblaðið - 27.03.1981, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 47 Pétur Guðmunds8on reynir körfuskot. Pétur átti góðan leik Kegn Finnum í gær. Hann skoraði 17 stig i fyrri hálfleiknum. Ljósm.: RaKnar Axolsson „Leikmenn eru þreyttir" „Ék ER MJÖG ánægður með leik íslenska liðsins, sérstaklega fyrstu fimmtán minútur leiksins. en þá lék liðið sérle«a vel. Þess ber að «æta að við höfum æft vel ok mikið að undanförnu og það er þreyta í leikmönnum. Þessir landsleikir Ke>ín Finnum eru hugsaðir sem æfing íyrir C-keppnina,“ sagði Einar Bolla- son landsliðsþjálfari eftir leikinn við Finna í gærkvöldi. „Varnarleikur okkar var mjög góður, en sóknarleikurinn varð þungur er á leið og hittnin brást nokkuð en það stafar fyrst og fremst af þreytu. Það kæmi mér ekki á óvart að við ættum eftir að sína mun betri leik gegn Norður- landameisturunum en þetta. Sér- staklega er ég vongóður með leikinn á laugardag. Fyrsti leik- ur okkar í C-keppninni verður gegn Skotum og á þann leik setjum við markið," sagði Einar þjálfari. ÍSLENSKA körfuknattleiks- landsliðið tapaði með sex stiga mun, 65—71, fyrir Norðurlanda- meisturum Finna i gærkvöldi. í hálfleik hafði islenska liðið for- ystuna i leiknum, 39—36. Leikur islenska liðsins var allgóður á köflum, sér i lagi þó fyrstu 15 minútur leiksins en þá réðu Finnar ekkert við liðið. Pétur Guðmundsson átti stórleik i fyrri hálfleiknum og skoraði 17 stig. En er liða tók á leikinn tók að gæta þreytu hjá islensku leik- mönnunum og Finnar sigu fram- úr og sigruðu örugglega. tslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og skoraði hverja körfuna af annarri án þess að finnsku leikmönnunum tækist að svara. íslenska liðið komst í 9—0 og síðan i 11 stig gegn 2. En þá fór að ganga betur hjá finnsku leikmönnunum og þeir minnkuðu muninn smátt og smátt. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður hafði íslenska liðið forystuna 25—23, og þegar 15 minútur voru liðnar var staðan 29—23. Þrjú stig skildu liðin síðan að i hálfleik, islenska liðið hafði skor- að 39 stig gegn 36 stigum Finna. Sér i lagi var varnarleikur is- lenska liðsins góður i fyrri hálf- leiknum. Þá átti Pétur Guð- mundsson stórleik og var hreint óstöðvandi. Sýndi Pétur þarna vel hvers hann er megnugur og réðu Finnar ekkert við hann. Þá var mikil og góð barátta i öllum islensku leikmönnunum og tölu- verður hraði í leik þeirra. í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum fyrstu fimm minútur hálfleiksins en þá náðu Finnar forystunni í leiknum og héldu henni til loka leiksins. Þeir höfðu mjög strangar gætur á Pétri í síðari hálfleiknum og oft voru Island - Finnland 65-71 tveir leikmenn sem gættu hans er hann fékk boltann. Það var greini- legt þrátt fyrir nokkuð örar skipt- ingar Einars Bollasonar að nokk- ur þreyta sat í íslensku leikmönn- unum eftir stífar æfingar að undanförnu. Kom það fram í síðari hálfleiknum er hittnin brást í góðum tækifærum. Þá sást nokkuð af slæmum sendingum sem rötuðu ekki rétta leið. Besti maður íslenska liðsins var Pétur Guðmundsson og var hann reyndar einn besti maður á vellin- um. Jón Sigurðsson, Símon Ólafs- son og Kristinn Jörundsson áttu allir góðan leik svo og Torfi Magnússon sem þó lenti í villu: vandræðum snemma í leiknum. I heildina kom íslenska liðið vel frá leiknum. Það var leikið gegn sterkasta liði á Norðurlöndum og því voru úrslit alls ekki svo slæm. Lið Finna er mjög leikreynt og leikur góðan körfuknattleik. Mikil snerpa og kraftur einkennir leik liðsins. Þá var sóknarleikurinn oft sérlega vel útfærður. Stig íslands: Pétur 28, Torfi 10, Simon 9, Jón 6, Kristján 4, Krist- inn 4, Valur 2, Agúst 2. Stigahæst- ir Finna voru þeir Erkki Saaristo með 15 stig og Heikki Kasko með 12 stig. — ÞR. Kðriuknaltieikup Líklegt að Asgeir endurnýi samninginn við Standard Standard setur upp 2 milljónir marka fyrir hann NÚ LÍÐUR að því að þriggja ára atvinnusamningur Ásgeirs Sig- urvinssonar við Standard Liege renni út. Ásgeir er tvimælalaust okkar þekktasti atvinnuknatt- spyrnumaður og hann hefur ver- ið hjá Standard í 8 ár. í blaðavið- tali við undirritaðan fyrir rúm- Atta leikmenn West Ham í úrvalslið ÁR HVERT koma atvinnuknatt- spyrnumenn Englands saman i hófi miklu i Lundúnum, gera sér glaðan dag og fleira. Meðal þess sem á dagskrá er, er að velja leikmenn keppnistímabilsins, efnilegasta unglinginn og velja úrvalslið úr hverri deild. Hóf þetta fór fram fyrir skömmu og kom varla á óvart að leikmaður úr liði Ipswich skyldi vera kjör- inn leikmaður mótsins. Nánar tiltekið var það John Wark sem hnossið hreppti. Og félagar hans Franz Thijssen og Paul Mariner voru í öðru og þriðja sæti. Markaskorarinn ungi hjá Aston Villa, Garry Shaw, var kjörinn efnilegasti unglingurinn, Sammy Lee hjá Liverp«K>l kom þar þó skammt á eftir. Úrvalslið 1. deildar skipa sjö leikmenn tveggja efstu liðanna, Ipswich og Aston Villa ásamt fleirum, en uppstillingin lítur þannig út: Peter Shilton (Forest), Ken Swain (Villa), Ken Sansom (Arsenal), Alan Evans (Villa), Russel Osman (Ipswich), Franz Thijssen (Ipswich), John Wark (Ipswich), Graeme Souness (Liv- erpool), Ken Dalglish (Liverpool), Paul Mariner (Ipswich) og Garry Shaw (Villa). í úrvalslið 2. deildar völdu leikmenn hins vegar átta leikmenn frá West Hain, efsta liðinu, en að öðru leyti greindu fréttaskeyti ekki frá skipan liðs- ins. um tveimur árum kom fram að Ásgeir var þá'alvarlega að íhuga að yfirgefa Evrópuknattspyrn- una vorið 1981, þegar samningur hans rynni út, og leika nokkur ár í Bandaríkjunum. En nú hefur hann tekið ákvörðun um að yfirgefa ekki að sinni hinn harða heim atvinnuknattspyrnunnar í Evrópu enda maðurinn enn á bezta aldri. verður 26 ára í maí. reikna með því að gera tveggja ára samning í vor og eins og staðan er í dag er líklegast að ég verði áfram hjá Standard," sagði Ásgeir þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Ásgeir kvaðst mjög ánægður með dvölina í Belgíu enda væri hann varla búinn að vera þar í 8 ár ef annað væri upp á teningnum. „Mér finnst ég eiga heima hér í Liege og það þarf mjög freistandi tilboð til að fá mig héðan. Standard hefur verið í fremstu röð liða hér í Belgíu og við höfum leikið í Evrópukeppni ár eftir ár. Það eina sem hefur s^yggt á ánægjuna er að titlarnir hafa látið bíða eftir sér.“ Eins og undanfarin ár hafa allmörg stórlið í Evrópu sýnt Ásgeiri áhuga og mörg af beztu liðum Vestur-Þýzkalands hafa spurst fyrir um hann, ekki síst eftir góða frammistöðu gegn Köln og Kaiserslautern í Evrópukeppn- inni í vetur. En Petit, fram- kvæmdastjóri Standard, er við sama heygarðshornið. Hann hefur sett upp geysihátt verð fyrir Ásgeir, tvær milljónir þýzkra marka, jafnvirði rúmlega 6 millj- óna íslenzkra króna, sem er með því hæsta sem þekkist í þýzku knattspyrnunni. Þetta háa verð kann að fæla félögin frá. Eins og fram hefur komið í fréttum mun aðalþjálfari Stand- ard, Ernst Happel, taka við stjórninni hjá þýzka liðinu Ham- burger SV í sumar. I hans stað hefur Reymond Gothals, fyrrum landsliðseinvaldur Belga, verið ráðinn aðalþjálfari og Leon Semmeling verður aðstoðarþjálf- ari, en hann lék með Ásgeiri fyrst eftir að hann fór utan. Sagði Ásgeir að miklar vonir væru bundnar við störf þeirra. Ásgeir og unnusta hans, Ásta Guðmundsdóttir, koma væntan- lega heim í frí í byrjun júní. Ef það verður úr að Ásgeir endurnýi samning sinn við Standard ætlar hann að reyna að fá lengra sumarfrí en áður. Hingað til hefur sumarfrí Ásgeirs aðeins verið 3—4 vikur á hverju sumri sem er auðvitað allt of lítið fyrir mann, sem þarf að leggja eins hart að sér við æfingar og Asgeir. 3S. Naumur finnskur sigur í gær Mikiö blakað í kvöld FJÓRIR leikir fara fram á íslandsmótinu i blaki i Haga- skólanum i kvöld. Klukkan 17.30 hefst spretturinn með leik Víkings og ÍMA i 1. deild kvenna. Siðan leika Fram og ÚMFL i 1. deild karla og að þeim leik loknum fara fram tveir leikir i úrslitakeppni 2. deildar karla. Fyrst eigast við ÍBV og ÍMA, siðan B-lið Þróttar og UMSE. Ráðast úr- slit í kvöld? HAUKAR og KR mætast í Laugardalshöllinni klukkan 20.00 i kvöld og er það siðasti leikurinn i fallkeppninni i handknattleiknum. Staðan er mjög ljós, tapi annað liðið, er það þar með fallið i 2. deild. þvi Fram hefur 4 stig, en KR og Haukar 3 stig hvort. Skilji Haukar og KR jöfn, eru liðin þrjú þar með i sömu sporun- um og áður en keppnin hófst. Það má því búast við þvi að hressilega verði tekið á i Höllinni i kvöld og það reyni rækilega á taugar leikmanna. MA sigraði tvöfalt Menntaskólinn á Akureyri sigraði bæði i karla og kvenna- flokki á Framhaldsskólamót- inu i blaki sem lauk nýlega. MA hefur tefit fram óvenju- lega sigursælum liðum í mót- um þessum siðustu árin. Þannig hafa strákarnir unnið fimm sinnum af siðustu átta skiptum og stúlkurnar sex sinnum síðustu niu árin. Formannaskipti FORMANNASKIPTI urðu i handknattlciksdeild Vikings á aðalfundi i vikunni. Eysteinn Helgason og Rósmundur Jóns- son, sem gegnt hafa störfum formanns og varaformanns um árabil létu af störfum og við tóku Jón Valdimarsson og Ómar Einarsson. Meistara- mótið í fimleikum Keppnistímahil Fimleika- sambands íslands er nú langt komið. fslandsmeist- aramótið i fimleikum er næsta mótið og verður í fþróttahúsi Kennaraháskóla fslands um næstu helgi. þ.e. 28. og 29. mars. Keppt er í skylduæfingum karla og kvenna fyrri daginn og frjálsum æfingum síðari daginn. Keppendur verða frá Reykjavik, Kópavogi, Hafn- arfirði og Akureyri og er von á bæði spennandi og tvísýnni keppni í einstökum greinum, því framfarir eru talsverðar hjá mörgjim keppenda. Að íslandsmeistaramóti loknu eru svo Vormót FSÍ og vorsýning eftir i maí-mánuði. Námskeiö A-STIGS námskeið i knatt- spyrnu verður haldið 10. og 11. april 1981, ef næg þátt- taka fæst. Umsóknir berist skrifstofu KSf, Box 1011, fyrir þriðjudaginn 7. april, ásamt kr. 150.00. Almennt námskehð verður þann 12. april, nánar auglýst siðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.