Morgunblaðið - 12.04.1981, Page 2

Morgunblaðið - 12.04.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli: Minni flugstöð þjón- ar ekki tilgangi — segir Garðar Halldórsson, húsameistari „VIÐ mundum tclja það mik- inn ábyrjíðarhlut að loKKja til að byKtfð yrði minni fluKstöð á Keflavíkurflujívelli en nú cr fyrirhujíað. I>að er ljóst að við erum að byBJíja fyrir framtíðina auk þess, sem ver- ið er að jjera nauðsynlejíar úrbætur á ýmsum sviðum ují við teljum það mjuj? vafasamt að hæjít sé að minnka byjíjí- Búist yið aukn- um fjölda ferða- manna frá Bandaríkjunum Ferðamálaráð jjerir ráð fyrir að umtalsverð aukn- injí verði á þessu ári á ferðum Bandaríkjamanna til íslands, en um það bil helminjö fleiri Banda- ríkjamenn hafa nú pantað far til íslands en á sama tíma í fyrra. I>á sejjir í frétt frá ráðinu að í síð- asta mánuði hafi skrif- stofu Ferðamálaráðs bor- ist 800 fyrirspurnir um ísland. í frétt Ferðamálaráðs segir, að á síðasta ári hafi öflug auglýs- inga- og kynningarherferð hafist í Bandaríkjunum í samvinnu við Flugleiðir. Birtar hafi verið aug- lýsingar í blöðum og tímaritum, fréttatilkynningar hafi verið sendar út og greinar um Island birst í fjölda dagblaða og tíma- rita. Þessari starfsemi hafi verið haldið áfram á þessu ári og svo virðist sem árangur sé nú að koma í ljós. Þá er einnig búst við að veruleg aukning verði á fjölda ferðamanna frá Evrópulöndum og er gert ráð fyrir að heildar- aukning ferðamanna til Islands í ár verði um 8% miðað við síðasta ár. inguna meira en þegar hefur verið gert. Með því myndi flugstöðin ekki geta þjónað tilgangi sínum," sagði Garð- ar Ilalldórsson, húsameistari ríkisins, er blaðamaður Morgunblaðsins innti hann cftir þeim ummælum hans að minni flugstoð gæti ekki þjónað tilgangi sínum. „Á jarðhæð hússins verða brott- farar- og komusalir, stærri og betri en í núverandi byggingu, stórbætt snyrtiaðstaða og nauð- synlegur aðbúnaður starfsfólks, stórbætt öryggis- og tollskoðunar- aðstaða og farangursskáli, þar sem bætt er til muna afgreiðsla farangurs og öll aðstaða til vinnu. Það er okkar mat að ekki sé hægt að minnka þessa þætti flugstöðv- arinnar. Komu- og brottfararsalir verða að vera það stórir að þeir geti tekið við farþegum af 2 til 3 vélum og snyrtiaðstaðan þarf að geta ráðið við það líka,“ sagði Garðar. Efri hæðin skiptist í þrennt, biðsal með veitingasölu, fríhöfn og ýmiskonar verzlunum og þjón- ustu; skrifstofupláss, sem leigt verður út til aðilja, sem eru í tengslum við flugþjónustuna og eldhús og matarafgreiðsla fyrir flugvélar, gesti og starfsmenn. Hugsanlegt er að á þessari hæð hefði mátt minnka eitthvað, þó við teljum það ekki hagkvæmt. Eins og áður sagði verður biðsalurinn að geta tekið við allt að 800 manns í einu og það hlýtur að verða að teljast hagkvæmt að sem mest þjónusta við flugfarþega sé í sama húsinu, en ekki í öðru húsi við hliðina eða jafnvel niðri í Kefla- vík. Ef það á hinn bóginn kemur í ljós að Ameríkuflugið leggist niður meðan á byggingu stendur má alltaf fresta því að fullgera hluta efri hæðar byggingarinnar og spara þannig kostnað um stundar sakir, en ég legg áherzlu á að við erum að byggja fyrir framtíðina, ekki bara fyrir okkur heldur jafnvel næstu 2 ættliði og til þess verður að taka tillit," sagði Garðar. Ragnar Arnalds um flugstöðvarmálið: Líf og land hélt í gær borgarafund um trúmál og var myndin tekin við það tækifæri. Voru þarna flutt allmörg erindi um kirkju og kristni og voru auk þeirra fyrirspurnir Og Umræður. Ljó«in. KHstján. Athugasemd frá Albert Guðmundssyni í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær sagði, að Albert Guðmundsson hefði setið þingflokksfund sjálf- stæðismanna, þar sem ákvörðun var tekin um flutning breyt- ingartillögu varðandi flugstöðv- arbygginguna og ekki lýst and- stöðu við hana. Albert Guð- mundsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þetta væri rangt. Þvert á móti hefði hann varað við þessari tillögu og talið hana þess eðlis, að ríkis- stjórnin gæti vel samþykkt hana, þar sem í henni fælust aukin völd til handa ríkisstjórn- inni, umfram það sem hún sjálf óskaði eftir í lánsfjáráætlun. Samþykkt tillögunnar ræður út af fyrir sig ekki úrslitum „SAMhYKKT tillögunnar ræður út af fyrir sig ekki úrslitum um framgang málsins, því við höfum neitunarvald um það í rík- isstjórn og við myndum ekki nota slíka heimild," sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann hvort alþýðu- handalagsmenn myndu ganga úr ríkisstjórn, ef breytingartillagan við lánsfjárlagafrumvarpið yrði samþykkt í neðri deild Alþingis á mánudag. Þá sagði Ragnar að ef tillagan yrði samþykkt með atkvæðum stjórnarsinna þá væri það algjört brot á stjórnarsamningnum, einn- ig að ef einhver stjórnarliða greiddi atkvæði með tillögunni myndu þeir (þ.e. alþýðubanda- lagsmenn, innsk. Mbl.) taka það sem mikla ögrun, en ekki vildi hann sejga neitt ákveðið um hvort alþýðubandalagið gengi úr ríkis- stjórn, ef tillagan yrði samþykkt. — Én hvað með sannfæringu þingmanna og undirskrift þeirra undir yfirlýsingu um að starfa samkvæmt henni? „Sannfæringu. Jú, menn geta haft sína sannfæringu. Þeir geta haft þá sannfæringu að það eigi að eyða nokkrum milljörðum í þetta eða hitt, en það er ekki víst að menn greiði alltaf atkvæði í sam- ræmi við það. Menn hljóta að velja. Eru þeir í stjórnarsamvinnu við ákveðna aðila eða eru þeir bara í samvinnu við alla í einu? Annað hvort stjórn eða stjórn- leysi.“ Ragnar sagðist fullviss um að tillagan yrði felld á mánudag. Aðspurður hvort hann teldi að Jóhann Einvarðsson hefði sam- þykki þingflokks síns til að greiða atkvæði með tillögunni, eins og Ólafur Jóhannesson gerði í efri deild, sagði hann: „Ólafur var búinn að hafa orð á þessu lengi að hann ætlaði að ganga í lið með stjórnarandstöðunni í þessu máli, en ég trúi ekki að nokkur annar þingmaður Framsóknarflokksins geri slíkt." o INNLENT Þórshafnartogarinn: Ríkisábyrgðin tekin fyrir i ríkisstjórn á þriðjudag Málið verið umdeilt, segir Ragnar Arnalds, þess vegna fyrir rikisstjórn „NEI, ÞAÐ er nú ekki frá- gengið mál. Ég býst við, að málið verði rætt í rikisstjórn- inni á þriðjudag," sagði Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra, er Mbl. spurði hann, hvort hann hefði tekið ákvörðun um að yfirfæra ríkisábyrgðina, sem hann gaf til kaupa á Ingar Ivarscn, svonefndum Þórshafnartog- ara, yfir á nýsmíði togara í Noregi sem samningar hafa náðst um. — Nú veittir þú þessa ríkis- ábyrgð upp á einsdæmi og sagðir þá, að þetta væri háð einhliða ákvörðun ráðuneytisins. Nú ætlar þú að leggja málið fyrir ríkis- stjórn. Hafa forsendur breyst að þínu mati? „Ríkisábyrgðir heyra undir fjár- málaráðuneytið, en hins vegar hefur mál þetta verið mjög um- deilt og því tel ég rétt að ræða það í ríkisstjórninni, áður en ákvarð- anir verða teknar." Þá spurði Mbl. Steingrím Her- mannsson sjávarútvegsráðherra, hvort hann myndi styðja það í ríkisstjórn, að Þórshafnarbúar fenjyu þennan togara. Hann sagði: „Ég styð það, að Þórshafnarbúar fái þennan togara, ef hann kostar ekki meira, enda skiptir engu máli út af fyrir sig, hvers konar togari drepur þorskinn, fyrst ég féllst á að veita þeim leyfi á annað borð.“ Kynningarfund- ur um stofnun stálverksmiðju UNDIRBÚNINGSNEFNI) Stálfé- lagsins heldur I dag, sunnudag kl. 1B:30 i Húsi iðnaðarins, kynn- ingarfund um stálverksmiðju á íslandi. Hcfur undirbúningsnefnd- in nú hafið söfnun hlutafjárlof- orða með það í huga að rcisa stálverksmiðju til framleiðslu á steypustyrktarstáli úr islcnzku brotajárni. Á kynningarfundinum í dag verð- ur rætt um stofnun verksmiðjunn- ar, hlutafjáröflun, framkvæmda- áætlun og mengunar- og umhverf- ismál. í frétt frá undirbúnings- nefnd segir að eftir viðamiklar athuganir sé máliö nú komið af umræðustigi á framkvæmdastig, en athuganirnar gefi jákvæðar niður- stöður. Kór Langholtskírkju: Messías endurtekinn á mánudagskvöldið ÁRLEGIR vortónleikar Kórs Langholtskirkju voru haldnir i Fossvogskapellu í gær og verða endurteknir á mánudag kl. 20. Á efnisskrá er Messías, oratóría llandels. og með kórnum syngja einsöngvarar og leikur hljóm- sveit skipuð 25 félögum úr Sin- fóníuhljómsveit Islands. Stjórnandi er Jón Stefánsson og einsöngvarar eru Elín Sigurvins- dóttir, Rut L. Magnússon, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson auk þriggja kórfélaga, Ragnheiðar Fjeldsted, Signýjar Sæmundsdótt- ur og Viðars Gunnarssonar. Verði húsfyllir á mánudagskvöld eru enn ráðgerðir tónleikar á þriðju- dag og þriðjudaginn 21. apríl flytur kórinn verkið í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.