Morgunblaðið - 12.04.1981, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981
Peninga-
markadurinn
GENGISSKRÁNING
Nr. 71 — 10. apríl 1981
Ný kr. Ný kr.
Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 6,605 6,623
1 Sterlingspund 14,453 14,492
1 Kanadadollar 5,580 5,595
1 Dönsk króna 0,9776 0,9803
1 Norsk króna 1,2105 1,2138
1 Saansk króna 1,4164 1,4203
1 Finnskt mark 1,6039 1,6083
1 Franskur franki 1,3043 1,3079
1 Belg. franki 0,1879 0,1884
1 Svissn. franki 3,3782 3,3874
1 Hollensk florina 2,7787 2,7862
1 V.-þýzkt mark 3,0767 3,0651
1 Itölsk líra 0,00618 0,00620
1 Austurr. Sch. 0,4348 0,4360
1 Portug. Escudo 0,1145 0,1146
1 Spánskur peseti 0,0759 0,0761
1 Japanskt yen 0,03082 0,03091
1 írskt pund 11,235 11,266
SDR (séretök
dráttarr.) 09/04 8,0188 8,0407
t \
GENGISSKRÁNING
FERÐAMANNAGJALDEYRIS
10. apríl 1981
Nýkr. Ný kr.
Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 7,266 7,285
1 Sterlingspund 15,898 15,941
1 Kanadadollar 6,138 6,155
1 Dönsk króna 1,0754 1,0783
1 Norsk króna 1,3316 1,3452
1 Sænsk króna 1,5580 1,5623
1 Finnskt mark 1,7643 1,7691
1 Franskur franki 1,4347 1,4387
1 Belg. franki 0,2067 0,2072
1 Svissn. franki 3,7160 3,7261
1 Hollensk florina 3,0566 3,0648
1 V.-þýzkt mark 3,3844 3,3936
1 Itölsk líra 0,00680 0,00682
1 Austurr. Sch. 0,4783 0,4896
1 Portug. Escudo 0,1260 0,1263
1 Spénskur peseti 0,0835 0,0837
1 Japansktyen 0,03390 0,03400
1 Irskt pund 12,359 12,393
! V
Vextir: (ársvextir)
INNLÁNSVEXTIR:
1. Almennar sparisjóösbækur ...35,0%
2. 6 mán. sparisjóðsbækur.......36,0%
3. 12 mán. og 10 ára sparisjóðsb. ... 37,5%
4. Vaxtaaukareikningar, 3 mán.11.... 38,0%
5. Vaxtaaukareikningar, 12 mán.1) .. 42,0%
6. Verðtryggðir 6 mán. reikningar... 1,0%
7. Ávísana- og hlaupareikningar.19,0%
8. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæður í dollurum . . v. 9,0%
b. innstasður í sterlingspundum ... 8,0%
c. innstæður í v-þýzkum mörkum .. 5,0%
d. innstæður í dönskum krónum .. 9,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
(Verðbótaþátlur í sviga)
1. Víxlar, forvextir....(27,5%) 33,0%
2. Hlaupareikningar .... (30,0%) 35,0%
3. Lán vegna útflutningsafuröa. 4,0%
4. ðnnur afuröalán .....(25,5%) 29,0%
5. Almenn skuldabréf ....(31,5%) 38,0%
6. Vaxtaaukalán ........(34,5%) 43,0%
7. Vísitölubundin skuldabréf .... 2,5%
8. Vanskilavextir á mán.........4,75%
Þess ber aö geta, aö lán vegna
útflutningsafuröa eru verötryggö miöað
viö gengi Bandaríkjadollars.
Lífeyrissjóðslán:
Lileyrissjóöur ttarfmmanna ríkiaint:
Lánsupphæö er nú 80 þúsund nýkrónur
og er lániö vísitölubundiö með láns-
kjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyristjóður varzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóönum 60.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lániö 5.000 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö
sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæðar 2.500 nýkrónur á
hverjum ársfjórðungi, en eftir 10 ára
sjóösaðild er lánsupphæöin oröin
150.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöíld
bætast við 1.250 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem líöur. Því er í raun
ekkert hámarkslán í sjóðnum. Fimm ár
veröa aö líöa milli lána.
Höfuðstóll lánsins er tryggður meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 25 ár
aó vali lántakanda.
Lántkjaravítitala fyrir aprílmánuó
1981 er 232 stig og er þá miöaö viö 100
1. júní '79.
Byggingavítitala var hinn 1. janúar
síöastliöinn 626 stig og er þá miöaö vió
100 í október 1975.
Handhafatkuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Stundin okkar
kl. 18.10:
Ár fatlaðra, mynd-
list og diskódansar
Á dagskrá sjónvarps kl. 18.10 er
Stundin okkar í umsjá Bryndísar
Schram. Stjórn upptöku Andrés
Indriðason. Nemendur úr Gagn-
fræðaskólanum í Keflavík kynna
verkefni sem þeir hafa unnið að í
tilefni af ári fatlaðra. Litið er inn
í Myndlistarskólann í Reykjavík,
fylgst með ungum nemendum og
talað við Katrínu Briem skóla-
stjóra. Sýndir verða diskódansar,
sem hlutu verðlaun í danskeppni á
dögunum. Barbapabbi og Binni
verða líka í þættinum.
Katrín Briem skólastjóri
Myndlistarskólans i Reykja-
vik ásamt tveimur nemendum
skólans. en þessi mynd var
tekin árið 1977 á nemenda-
sýningu i Ásmundarsal.
Sjónvarp kl. 19.00:
Lærið
að syngja
Á dagskrá sjónvarps kl. 19.00
hefst sex mynda flokkur um söng-
kennslu í sjónvarpinu. Hver mynd
er hálftími og fjallar fyrsta mynd-
in um öndun, sem er undirstaða
allrar raddbeitingar og þar með
söngs.
Söngur hefur lengi verið vinsæl-
asta og almennasta grein tónlistar
hér á landi og má þar til dæmis
nefna að um 1‘á% þjóðarinnar
mun starfa í kirkjukórum, auk
þess sem fjöldi manns tekur þátt í
ýmiss konar kórstarfi öðru á
vegum fjölmargra félagasamtaka.
Enn er þó ótalinn sá mikli fjöldi,
sem syngur sér eingöngu til
ánægju, án þess að taka þátt í
nokkru skipulögðu söngstarfi.
Margir söngskólar eru starfandi í
landinu og nú hefur sjónvarpinu
boðist breskur kennslumynda-
flokkur um söng fyrir byrjendur.
[útvarp Reykjavlk
SUNNUD4GUR
12. apríl
MORGUNNINN
8.00 Morgunandakt
Séra Sigurður Pálsson
vigslubiskup flytur ritning-
arorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
8.35 Létt morguniög
Strengjasveit Hans Carstes
leikur.
9.00 Morguntónleikar.
a. Divertimento í D-dúr eftir
Joseph Haydn. Kammersveit-
in í Vancouver leikur.
b. Fagott-konsert í B-dúr
(K191) eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart. Michael Chap-
man leikur með St. Martin-
in-the-Fields hljómsveitinni;
Neville Marriner stj.
c. Sinfónfa nr. 1 í D-dúr eftir
Franz Schubert. Filharm-
óniusveitin í Vín leikur; Ist-
van Kertesz stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Út og suður: „Misjafn-
lega bundnir baggar“
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
segir frá ferðalagi til Ítalíu,
Spánar. Frakklands og
Englands veturinn og vorið
1951. Umsjón: Friðrik Páll
Jónsson.
11.00 Messa i Grundarfjarðar-
kirkju
Prestur: Séra Jón Þor-
steinsson. Organleikari:
ólafur Einarsson.
12.10 Dagskráin. Tónleikar.
SÍDDEGIÐ
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Hugmyndafræði og vis-
indi i málrækt.
Hádegiserindi eftir Peter
Söby Christiensen; Heimir
Pálsson les.
14.00 Requiem eftir Giuseppe
Verdi
Margaret Price, Ruza Bald-
ani, Nicolai Gedda, Luigi
Roni, Ivan Goran Kovacic-
kórinn og Fílharmóníusveit-
in i Zagreb flytja undir
stjórn Lovros Matacecs.
(Hljóðritun frá tónlistarhá-
tiðinni í Dubrovnik i Júgó-
slavíu í júli 1979.)
15.35 „Oft er það gott sem
gamlir kveða“
Pétur Pétursson ræðir við
Jóhönnu Egilsdóttur fyrrum
formann Verkakvennafé-
lagsins Framsóknar (siðari
hluti).
16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Ferðaþættir frá Balk-
anskaga
Þorsteinn Antonsson rithöf-
undur flytur fyrsta frásögu-
þátt af þremur.
16.55 Aldarminning Jónasar
Tómassonar tónskálds á ísa-
firði
Hjálmar Ragnarsson sér um
þáttinn.
17.40 Frá tónleikum Lúðra-
sveitar Haínarf jarðar
i íþróttahúsinu í Ilafnarfirði
8. febrúar sl. Stjórnandi:
Hans Ploder Franzson.
18.00 „Ég ætla heim“
Savanna-trióið leikur og
syngur.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDID_____________________
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Veistu svarið
Jónas Jónasson stjórnar
spurningakeppni sem háð er
samtimis i Reykjavik og á
Akureyri. Dómari: Ilaraldur
ólafsson dósent. Samstarfs-
maður: Margrét Lúðviks-
dóttir. Aðstoðarmaður
nyrðra: Guðmundur Heiðar
Frimannsson.
19.50 Harmonikuþáttur
Sigurður Alfonsson kynnir.
20.20 Innan stokks og utan
Endurtekinn þáttur Sigur-
veigar Jónsdóttur og Kjart-
ans Stefánssonar um fjöl-
skylduna og heimilið frá 10.
þ.m.
20.50 Þýskir pianóleikarar
leika griska samtímatónlist
Guðmundur Gilsson kynnir.
21.50 Að tafli
Guðmundur Arnlaugsson
flytur skákþátt.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Séð og lifað
Sveinn Skorri Höskuldsson
les endurminningar Indriða
Einarssonar (11).
23.00 Nýjar plötur og gamlar
Gunnar Blöndal kynnir tón-
list og tónlistarmenn.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
/MhNUDÁGUR
13. april
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn. Séra Guðmundur ÓIi
ólafsson flytur (a.v.d.v. og á
skirdag).
7.15 Leikfimi. Umsjónar-
menn: Valdimar örnólfsson
leikfimikemmari og Magnús
Pétursson pianóleikari.
7.25 Morgunpósturinn.
Umsjón: Páll Heiðar Jónsson
og Haraldur Blöndal.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
landsmálabl. (útdr.). Dag-
skrá.
Morgunorð: Baldvin Þ.
Kristjánsson talar. Tónleik-
ar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Helga Harðardóttir les sög-
una „Sigga Vigga og börnin
í bænum“ eftir Betty Mac-
Donald i þýðingu Gisla
ólafssonar (6).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Islenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
11.00 íslenskt mál.
Gunnlaugur Ingólfsson
cand. mag. talar (endurtekn.
frá laugard.).
11.20 Morguntónleikar.
Sinfóniuhljómsveitin i Bam-
berg leikur „Coppéliu-svítu“
eftir Léo Delibes; Fritz Leh-
mann stj. / Arnold van Mill
og kór syngja atriði úr
„Keisara og smið“, óperu
eftir Albert Lortzing með
hljómsveit undir stjórn Ro-
berts Wagner.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
SUNNUDAGUR
12. april
18.00 Sunnudagshugvekja
Metúsalem Þórisson,
skrifstofumaður flytur
hugvekjuna.
18.10 Stundin okkar
Stjórn upptöku Andrés
Indriðason.
19.00 Lærið að syngja
Söngur hefur löngum verið
ein vinsælasta grein tón-
listar hérlendis og söng-
kórar snar þáttur tónlist-
ariðkunar. Næstu 6 sunnu-
dagskvöld býður sjónvarp-
ið upp á söngkennslu við
hæfi áhugafólks og byrj-
cnda. Þættirnir cru breskir
og fjallar sá fyrsti um rétta
öndun, sem er undirstaða
sönglistar. Þýðandi og þul-
ur Bogi Arnar Finnboga-
son.
19.30 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá
20.35 Sjónvarp næstu viku
20.45 Leiftur úr listasögu
Myndfræðsluþáttur. Um-
sjónarmaður Björn Th.
Björrsson.
21.10 Óskarsverðlaunin 1981
Mynd frá afhendingu
óskarsverðlaunanna 31.
mars síðastliðinn. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22.40 Dagskrárlok
MÁNUDAGUR
13. april
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá
20.35 Trýni
Dönsk tciknimynd.
Þýðandi Þrándur Thor-
oddsen. Sögumaður Ragn-
heiður Steindórsdóttir.
(Nordvision — Danska
sjónvarpið)
20.45 íþróttir
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
21.20 Að draga tönn úr hval
Térkkneskt sjónvarpsleik-
rit eftir Marie Polenakova,
sem cinnig er leikstjóri.
Leikritið er um lítinn
dreng, sem á móður, en
þráir heitt að eignast einn-
ig föður. Þýðandi Jón
Gunnarsson.
22.40 Dagskrárlok.