Morgunblaðið - 12.04.1981, Síða 16

Morgunblaðið - 12.04.1981, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 Útgáfufltjórn Skarðsbókar að störfum: Talið frá vinstri: Dr. ólafur Haildórsson, Stefán Karlsson handritafræðingur. Jón Samsonarson Guðni Kolbeinsson, handritafræðinKur, Sigurður Lindal prófessor, dr. Jónas Kristjánsson aðalritstjóri verksins og dr. Kristján Gldjárn. umsjónarmaður útgáfunnar. íslensku handritin hafa löngum verið ofarlega í hugum landsmanna, og fullyrt hefur verið að íslendingar hafi hinar fornu Islendingasögur mjög í heiðri og séu jafnvel með tilvitnanir í sögurnar á hraðbergi hvunndags. Handritin komu heim frá kóngsins Kaupinhöfn fyrir nokkrum árum, þau fyrstu, og þeim hefur verið búinn veglegur samastaður í húsa- kynnum Stofnunar Árna Magnússonar í Reykjavík. Margir telja á hinn bóginn, að eftir að frændur vorir, Danir, ákváðu að skila okkur handritunum á ný, hafi áhugi á hinum fornu dýrgripum dvínað meðal landsmanna, og nú hugsi ekki aðrir til þeirra en hálfskrýtnir sérvitringar, fræðaþulir og bókabéusar. Ekki er hér ætlunin að taka undir slíkt, og enn síður að gera lítið úr þeirri vinnu sem fræðimenn inna af hendi í Árna- stofnun. Hitt er aftur augljóst, og þarf ekki um að deila, að handritin eru ekki og verða sennilega aldrei, „almenningseign" í þeim skilningi að allur þorri landsmanna komi og skoði þau eða nýti til fræðirann- sókna af einhverju tagi. Við því var heldur ekki að búast, og einnig víst, að ekki þyldu handritin umfjöllun fólks nema í miklu hófi. Nú er á hinn bóginn unnið að útgáfu á hinum fornu handritum, sem ef til vill gengur lengst allra útgáfa á íslendinga- sögunum í þá átt að færa handritin heim til fólksins í landinu, þar sem nú á fólk kost á að kaupa ljósrit hinna fögru miðaldadýrgripa í vandaðri útgáfu. Fyrsta bókin er nú senn væntanleg, en það er Skarðsbók, sem út kemur í maí að öllum líkindum. Kostnaðarmaður og frumkvöðull útgáfunnar er Sverrir Krist- insson, kunnur áhugamaður um bækur og bókavörður Hins íslenska bókmenntafé- lags. Ekkert til sparað á neinn hátt „Hugmyndina að þessari útgáfu fékk ég í nóvember árið 1979,“ sagði Sverrir, er við hittum hann að máli nú fyrir helgina. „Þá sá ég handrit Skarðsbókar, sem í Árnastofnun ber skrásetningarnúmerið AM 350 Fol, og þar sem hér er um einstakan dýrgrip að ræða, datt mér í hug að gaman væri að gefa handritið út ljósprentað," sagði Sverrir ennfremur. „Þetta er eitt allra fallegasta miðalda- handritið, og auk þess mjög vel farið, og auk þess merkilegt að efni. Mér var því ljóst, að hér var um heppilegt handrit að ræða til ljósritunar, og ég hófst fljótlega handa við að kanna möguleika þar á. Guðni Kolbeinsson tjáði mér að upp hefðu verið hugmyndir um ljósritun handritsins, en að síðar hefði verið horfið frá því. — Ástæða þess var fyrst og fremst sú, að kostnaöur við útgáfuna er margföld sú fjárhæð er Stofnun Árna Magnússonar hefur til útgáfustarfsemi árlega. Þessi gamli draumur þeirra Jónas- ar Kristjánssonar og Ólafs Halldórssonar hafði því ekki orðið að veruleika, ekki fyrr en nú að sér fyrir endann á útgáfunni. Ég ræddi þetta mál fljótlega við dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumann Árna- stofnunar, sem sýndi málinu þegar mik- inn áhuga og frekari viðræður við hann og aðra forráðamenn stofnunarinnar leiddu til samnings um útgáfu á ljósprentun Skarðsbókar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, og mikil vinna verið lögð í verkið, og þar hefur ekkert verið til sparað, svo bókin megi verða sem best úr garði gerð.“ Bókasöfnun helsta tómstundaKamanið Sverrir sagði, að áhuga á bókum hefði hann lengi haft, og bókasöfnun hefði verið aðaláhugamál hans síðustu tvo áratugi. „Ég hef áhuga á alls konar góðum bókum,“ sagði Sverrir, „góðum bókum, gömlum bókum og „raritetum" hvers kyns. Ég hef fylgst með því sem er að gerast hér á landi á þessu sviði eftir því sem tími og aðrar aðstæður hafa leyft, og aðeins hef ég verið í sambandi við erlenda aðila einnig.“ Sverrir hefur um árabil rekið fasteigna- söluna Eignamiðlunina í Reykjavík, en jafnframt hefur hann verið bókavörður eða framkvæmdastjóri Hins íslenska bók- menntafélags. „Starf mitt fer ágætlega við áhuga minn á bókum og bókasöfnun," sagði Sverrir, „og hjá Bókmenntafélaginu hef ég kynnst ýmsum þeirra ágætu manna er nú koma við sögu þessarar útgáfu." — En ekki skýrir það eitt, að þú ákvaðst að ráðast í þetta verkefni, sem hæglega gæti reynst þér örlagaríkt, ef illa gengur. Hver er hin raunverulega ástæða þess að þú ræðst í þetta? Gullkistur ís- lenskrar menningar „í framhaldi af heimkomu handritanna frá Danmörku hafa verið gerðir merkir og miklir hlutir hér, svo sem uppbygging Stofnunar Árna Magnússonar," sagði Sverrir, „þar eru handritin í öruggri geymslu með vakt allan sólarhringinn. Þessum dýrgripum okkar hefur því verið sýndur mikill sómi í þeirri stofnun eins og vera ber. En mér fannst nokkuð á vanta, að andritin eru gullkistur íslenskrar menningar“ Sverrir Kristinsson i bókasafni sinu, en hann á gott bókasafn sjaldgæfra og gamalla bóka, og segir bókasófnun hafa verið eitt sitt aöaláhugamál í hartnær tvo áratugi. Ijósm.: Emiiia Bkirit Bjftrnsdóttir. — segir Sverrir Kristinsson kostnaðarmaður útgáfu Skarðsbókar, en bókin er væntanleg í næsta mánuði Áskriftarfrestur rennur út 21. apríl, og þegar hafa fjölmargir skráð sig á listann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.